Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.01.2019, Page 37
Paul McCartney höfðu kynnst sáu
þeir Buddy Holly koma fram í
London og í framhaldinu stúderuðu
þeir Buddy Holly ofan í kjölinn;
hvernig hann söng, lögin hans og
framkomu. Þeir létu ekki aðeins
þar við sitja því þegar kom að því
að finna nafn á hljómsveit þeirra
ákváðu þeir að leita á sömu skor-
dýranáðir og Buddy Holly með
hljómsveit sína Crickets (krybbur)
og nefndu sveit sína Beatles.
Seinna sögðu Lennon og McCart-
ney að Holly væri þeirra helsti
áhrifavaldur í tónlist.
Tónlist Buddy Holly var elskuð
og stíll hans sló í gegn. Unglingar í
Bandaríkjunum fóru að kaupa sér
dökk hornspangagleraugu eins og
tónlistarmaðurinn gekk með, sem
voru vinsæl langt fram yfir lát
Buddy Holly og eru enn í dag
kennd við hann. Hans eigin gler-
augu, sem hann hafði verið með
þegar flugvélin hrapaði, fundust
ekki fyrr en árið 1980.
Eiginkonan stendur
enn vörð
Buddy Holly hafði nýhafið sólóferil
þegar að hinum örlagaríka degi
kom. Slitnað hafði upp úr samstarfi
The Crickets þar sem Buddy Holly
sakaði Normann Petty,
upptökustjóra sveitarinnar,
um óheilindi, eitthvað sem
hljómsveitarmeðlimir urðu
síðar sammála Buddy Holly
um.
Í þá daga var ekki al-
gengt að tónlistar-
menn legðust í
hljómleikaferðir að
vetri til þar sem
veðrið hafði
meiri áhrif á
samgöngur, en
engu að síður
ákvað hann að
slást í hóp með
öðrum tónlist-
armönnum
og fara á
tónleika-
ferðalag
enda van-
ur því að
vera önnum
kafinn. Hann var giftur Mariu
Elenu Santiago. Santiago fylgdi
Holly eftir á alla hans tónleika og
sagði síðar í viðtali að hún væri viss
um að ef hún hefði getað farið með
honum á Vetrardanshátíðina væri
Buddy Holly á lífi, hann hefði
aldrei stigið fæti í flugvélina í
svo vondu veðri. Santiago
var þarna barnshafandi en
hún missti fóstrið nokkrum
dögum eftir að Buddy Holly
lést. Maria Helena
giftist síðar en hef-
ur alla tíð staðið
vörð um minn-
ingu Holly og
sinnt stórum
hluta af við-
skiptatengd-
um hlutum í
kringum tón-
list Buddy
Holly. Hún er
þó ekki rétt-
hafi að tón-
list hans
heldur
Paul
McCart-
ney.
Eiginkona Buddy Holly, Maria Elena,
hefur alla tíð staðið vörð um minn-
ingu hans og tónlistarinnar.
AFP
Á kornakrinum þar sem flugvélin hrapaði, í Clear Lake í Iowa, er minnismerki
að finna; gleraugun sem einkenndu Buddy Holly.
The Crickets
Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Opið virka daga kl. 10-18
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
6.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
TÓNLIST Ljóðabók er væntanleg frá Lönu Del Rey en
hún hefur unnið að ljóðum í bókina síðasta árið. Tónlist-
arkonan sagði aðdáendum sínum frá væntanlegri út-
gáfu á Twitter um leið og hún óskaði þeim öllum gleði-
legs nýs árs og sagði að hún hefði nú lagt lokahönd á
ljóðbókina í síðustu viku og hún kæmi út innan skamms.
Ljóðin eru ort undir japönskum bragarhætti, hæku, þar
sem braglínur eru þrjár og hefur söngkonan grínast
með að það sé auðvelt að gefa út langa ljóðabók með
mörgum ljóðum á þennan hátt.
Söngkonan hefur verið opin með nýársheitin sín og
deilt þeim á Twitter. Hún segist m.a. ætla að lifa lífi sínu
árið 2019 „eins og instragram-óþekktarormur“.
Með ljóðabók í vinnslu
Lana Del Rey er fjölhæf.
KVIKMYNDIR Letitia Wright er tilnefnd til
verðlauna á BAFTA-verðlaunahátíðinni sem
fram fer um miðjan febrúar. Tilnefninguna
hlýtur hún í flokknum „Rísandi stjarna“ fyrir
hlutverk sitt í Marvel-myndinni Black Panth-
er, Svarta pardusnum, sem sló í gegn á síð-
asta ári en myndin er ein sú tekjuhæsta sem
Disney hefur sent frá sér. Aðrar leikkonur
sem tilnefndar eru í þessum flokki eru Jessie
Buckley, Cynthia Erivo, Barry Keoghan og
Lakeith Stanfield en á Twitter lýsti Wright
yfir miklu þakklæti fyrir tilnefninguna og
óskaði öðrum tilnefndum til hamingju.
Letitia í skýjunum
Letitia Wright sló í gegn í Svarta pardusnum.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt