Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Qupperneq 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Á Íslandi er illa búið að öldruðu fólki, einkum ef það tekur upp á því aðtapa heilsunni. Þetta er því miður staðreynd sem kemur vel fram íþví að vandi sjúkrahúsa hér á landi er að hluta sá að ekki er hægt að
útskrifa aldraða því það eru ekki nein rými laus á hjúkrunarheimilum. Þetta
hefur margoft fram komið í fréttum, nú síðast í vikunni þegar fjallað var um
vanda bráðamóttökunnar.
Oft fellur þessi vandi þó í skuggann af stærri umræðu um þjónustu í heil-
brigðiskerfinu almennt, eða skort á henni öllu heldur.
Vandinn er auðvitað miklu meiri
fyrir einstaklingana sjálfa heldur en
sjúkrahúsin. Það að þurfa að ílengj-
ast á sjúkrahúsi á síðustu metrum
æviskeiðsins er raunverulegur og al-
varlegur vandi sem þarf að takast á
við. Í skýrslu sem birt var á vef
Landlæknis á dögunum og kölluð er
hlutaúttekt vegna alvarlegrar stöðu
á bráðamóttöku Landspítalans kem-
ur fram að 53 einstaklingar bíði út-
skriftar af Landspítala. Að auki séu
68 á svonefndum biðdeildum,
stærstur hluti þess hóps er á Vífils-
stöðum.
Ef marka má úttektina eru þessir einstaklingar, alls 121, að mestu aldrað
fólk með færni- og heilsumat sem ekki er unnt að útskrifa af þeirri ástæðu að
það þarf þjónustu sem hvergi er að fá. Það fær hvergi fær varanlegt pláss á
hjúkrunarheimili og er því sett á bið.
Í einhverjum tilvikum varir þessi bið ævina á enda. En þótt hún geri það
ekki getur hún haft alvarlegar afleiðingar. Á það er bent í áðurnefndri hluta-
úttekt að vistun aldraðra á bráðasjúkrahúsi eftir að meðferð þar lýkur
„skerðir lífsgæði þeirra og getur leitt til frekara færnitaps auk hættu á sýk-
ingum“. Þá er bent á að fyrir hvern dag á sjúkrahúsi þurfi aldraður ein-
staklingur tvo til þrjá daga í endurhæfingu til að ná fyrri færni.
Það er ömurlegt til þess að hugsa að fólk þurfi að enda ævina á spítala,
bara af því að það er hvergi hjúkrunarrými á lausu. Jafnvel enn ömurlegra er
að hugsa til þess að þetta er vandi sem búið er að greina, hann liggur fyrir og
með samstilltu átaki ríkis og sveitarfélaga ætti að vera hægt að leysa hann.
Samt eru veikir aldraðir látnir bíða.
Veikir aldraðir bíða
á sjúkrahúsum og svoköllum
biðrýmum, en þjónustu við
þennan hóp skortir.
Getty Images/iStockphoto
Aldrað fólk
í eilífri bið
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Veikt aldrað fólk semhvergi fær varanlegtpláss á hjúkrunarheimilier sett á bið sem stundum
varir ævina á enda.
Victoria Taylor
Nei. Mig langar að sjá hvað gerist í
Evrópu fyrst.
SPURNING
DAGSINS
Viltu
breyta
klukk-
unni?
Gunnlaugur Sölvason
Já, endilega. Þá fáum við meiri
dagsbirtu.
Erla Júlía Jónsdóttir
Já. Þannig að hún sé í samræmi við
líkamsklukkuna hjá fólki.
Baldvin Baldvinsson
Nei, ég er bara vanafastur.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hvers konar hátíð eru Django dagar?
Þetta er ný tónlistarhátíð sem haldin verður í Iðnó um
næstu helgi. Þar er verið að fagna tónlist Djangos
Reinhardts, sem var gítarleikari af ættum Sinti-
sígauna. Það er spunabragur yfir þessu en tónlistin er
undir áhrifum frá alls konar þjóðlagatónlist og mikil
leikgleði, hraði og hrynfesta einkenna stílinn.
Var Django Reinhardt tónlistarsnillingur?
Já og það sem var svo merkilegt við hann er að hann
lenti ungur í brunaslysi sem olli því að hann var bara með
þrjá fingur til að grípa um gítarhálsinn. Þess vegna þróaði
hann með sér mjög sérstakan spunastíl. Hann þurfti að
finna upp leiðir til þess að spila á gítarinn aftur. Þetta hefur
haft mjög mótandi áhrif á þennan stíl. Við köllum þetta
sígaunadjass eða sígaunamúsík.
Hvaða tónlistarmenn spila
á hátíðinni?
Flytjendur eru Dan Cassidy, Unnur Birna
Björnsdóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir,
Gunnar Hilmarsson, Jóhann Guðmunds-
son, Greta Salóme og Haukur Gröndal
og svo fæ ég að leika með á kontrabassa.
Svo fáum tvo ansi hressa gítarleikara að
utan. Annar er af þessari sömu ættkvísl
Rómafólks og Django. Hann heitir Mo-
zes Rosenberg. Hinn heitir Robin Nolan,
Englendingur búsettur í Amsterdam.
Hugmyndin er að flytja inn svona flott
nöfn og fá smá innspýtingu inn í lókalsen-
una.
Er einhver ástæða fyrir því að hátíðin
er haldin í dimmum janúarmánuði?
Já, þetta er besti tíminn, það er svo lítið í
gangi. Auk kvöldtónleikanna tvennra erum
við líka með ókeypis prógramm fyrir fjöl-
skyldur og börn klukkan þrjú hinn 19. jan-
úar. Fólk er í hálfgerðu sjokki eftir jólin
þegar hversdagsleikinn blasir við aftur.
Þess vegna er tilvalið að mæta og lífga
upp á tilveruna!
LEIFUR GUNNARSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Sígauna-
músík í Iðnó
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Dagana 18. og 19. janúar verður tón-
listarhátíðin Django dagar í Reykjavík
haldin í Iðnó. Hún er haldin til heiðurs
Django Reinhardt. Leifur Gunnarsson
er einn af skipuleggjendum hátíðar-
innar. Upplýsingar eru á djangodag-
ar.com og miða má fá á tix.is.