Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 10
VETTVANGUR
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019
Hari
Ég er oft spurð að því hvað fólkeigi eiginlega að setja í rusla-tunnuna núna þegar plastið
er orðið óvinurinn! Þeirri spurningu
get ég ekki svarað því við henni er
ekkert eitt svar. Lífið væri auðvelt
ef við gætum haft eitt gilt ríkissvar
fyrir alla en sem betur fer er það
fjölbreyttara en svo. Staðreyndin er
sú að til þess að við getum skapað
sjálfbært samfélag þurfum við
breytta hugsun og við þurfum að
breyta hegðun okkar á okkar for-
sendum með þessa hugsun sem
verkfæri. Ég þekki ekki alla og get
ekki tekið út lífsstíl hvers og eins,
hins vegar get ég útskýrt nokkur at-
riði sem gætu hjálpað þér við að taka
næstu skref.
1. Allt er eitthvað
Allt sem við notum, hvort sem það er
notað í 30 sekúndur eða 30 ár, er bú-
ið til úr auðlindum með auðlindum.
Auðlindir eru hráefni, olía, bómull,
málmar og önnur efni, öll sótt úr
náttúrunni. Til að geta framleitt úr
þessum hráefnum þær vörur sem þú
vilt nota þarf aðrar vörur, líka úr
hráefnum. Vélar, færibönd, umbúð-
ir, vatn, eldsneyti og rafmagn þarf
til að framleiða allar vörur og koma
þeim til þín.
2. Virðing er lykilorð
Við höfum byggt upp samfélag þar
sem búið er með markvissum hætti
að aftengja okkur frá staðreynd 1.
Margt sem við kaupum er svo ódýrt
að okkur finnst þetta vera „ekkert“
og „ekkert mál“ að skipta út og
kaupa nýtt. Við sem einstaklingar
getum ekkert að því gert að sam-
félagið hafi ekki lagt verð á þær auð-
lindir sem eru notaðar og það um-
hverfisspor sem skapast af fram-
leiðslu. Einmitt eru það oft ódýrustu
hlutirnir sem valda mestum skaða
þar sem þeir eru framleiddir við litl-
ar umhverfis- og öryggiskröfur.
Hins vegar getum við borið virðingu
fyrir því sem við eigum og ekki síður
fyrir eigum annarra. Allt er jú búið
til úr sameiginlegum potti okkar af
auðlindum og þær eru ekki óþrjót-
andi. Hvernig berum við virðingu?
Til dæmis getum við farið vel með
hluti, sem dæmi endist kaffivélin
betur ef við þrífum hana reglulega.
Fjölnotapokinn endist lengur ef við
förum vel með hann, þrífum hann
reglulega og leggjum ekki meira á
hann en ætlast var til.
3. Neysla og lífsgæði eru
ekki samheiti
Umræða um að neysla okkar sé
vandamálið er að verða háværari, og
það er rétt. En það þýðir ekki að þú
þurfir að hætta að kaupa alla skap-
aða hluti. Minnkum neyslu með því
að draga úr. Það má til dæmis draga
úr notkun á þvottaefni og þvotta-
dufti, töflur í uppþvottavélar eru
margfalt það magn sem þarf til að
diskarnir verði hreinir. Eins ættum
við að eiga fjölnota poka en við þurf-
um ekki að kaupa nýjan í hverri ferð.
4. Vertu þú sjálf(ur)
Já, það er kannski skrítið en lykil-
atriði í sjálfbærni er að vera maður
sjálfur, enda algjörlega ósjálfbært
að þykjast vera eitthvað annað en
maður er. Hvað þarftu til að geta
verið þú? Ef svarið við þessari
spurningu er: „Að keyra upp á fjalla-
bak“ eða „grilla góða nautasteik“ þá
gerir þú það. Við þurfum að endur-
skoða marga hluti en við þurfum
ekki að byrja á því sem gefur okkur
mest. Dragðu úr fataneyslu, matar-
sóun, kauptu frekar innlent en inn-
flutt ef það eru hlutir sem skipta þig
minna máli. Ef þú hins vegar notar
bíla bara til að fara frá A til B þá
e.t.v. þarftu ekki að vera á stærstu
gerð af jeppa. Ef þú elskar góða
nautasteik en finnur ekki neinn sér-
stakan mun á grænmetisborgara og
venjulegum borgara þá má auðveld-
lega draga úr neyslu á rauðu kjöti
þar án þess að það skerði lífsgæði
þín. Hér þarf hver og einn að finna
sína leið og þegar við sjáum hið stóra
samhengi hlutanna getum við tekið
okkar eigin ákvarðanir á okkar for-
sendum.
Þannig er með „stóra pokamálið“;
við ættum öll að vera að nota fjöl-
nota poka eftir fremsta megni. Ef
við hins vegar berum ekki virðingu
fyrir fjölnota pokanum, hendum
honum þegar hann verður óhreinn,
kaupum eitthvað sem rifnar undan
þunganum sem við þurfum að setja í
hann, þá er betur heima setið en af
stað farið. Þau sem sjá sér ekki fært
að hætta að nota plastpoka í ruslið
að svo stöddu eru ekki úr leik. Hægt
er að draga úr t.d. með því að nota
„óhefðbundna“ poka eins og brauð-
poka við og við. Við þurfum öll að
stíga skref í átt að sjálfbæru sam-
félagi, af mörgu er að taka og þar
gildir sem annars staðar „enginn
getur allt en allir geta eitthvað“.
Stóra pokamálið
Í átt að
sjálfbærni
dr. Snjólaug
Ólafsdóttir
snjolaug@andrymi.is
’Til að við getum skap-að sjálfbært samfélagþurfum við breytta hugsunog við þurfum að breyta
hegðun okkar á okkar for-
sendum með þessa hugsun
sem verkfæri.
Rekaviðarhálsmen frá kr. 15.500
Teketill úr postulíni kr. 36.500
Smádúkur úr lífrænni bómull kr. 4.900
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Roðtöskur
Fagnaðar–
fundir
af öllum
stærðum
og gerðum
Bókaðu 8–120 manna fundarými.
Nánar á harpa.is/fundir