Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 19
13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Hrund Gunnsteinsdóttir er þróunar- fræðingur MSc frá London School of Economics, með diplóma frá Harvard Kennedy School í leiðtogafræðum og opinberri stjórnsýslu og hefur einnig stundað leiðtoga- og stjórnendanám við Yale-háskóla, Stanford og Oxford Saïd Business School. Hún hefur víð- tæka 20 ára ráðgjafa- og stjórnunar- reynslu, bæði á Íslandi og á alþjóð- legum vettvangi, hefur setið í fjöl- mörgum stjórnum og sérfræðinga- hópum og er stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs. Hrund hefur starfað sem stjórnandi, ráðgjafi og op- inber starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna og situr í sérfræðingaráði Al- þjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) á sviðum tengdum fjórðu iðnbyltingunni og Heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna. Hrund hefur jafnframt starfað sem fyrirlesari víða um heim og verið ráðgefandi fyrir leiðtoga og frumkvöðla á sviði nýsköp- unar og þróunarstarfs. Hrund er handritshöfundur og ann- ar tveggja leikstjóra heimildarmyndar- innar InnSæi – the Power of Intuition, sem sýnd er um allan heim á Netflix og fjallar um áhrif ört breytilegs heims á einstaklinga, menntun og vinnu- markað. Hrund hannaði og stýrði Prisma-diplómanáminu 2008-2010 í samvinnu við Listaháskóla Íslands, Há- skólann á Bifröst og Reykjavíkur- Akademíuna, sem hlaut viðurkenn- ingu Norðurlandaráðs fyrir að svara hvað best kröfum vinnumarkaðarins á 21. öldinni. Hún hefur kennt á leið- toganámskeiðum og námskeiðum um gagnrýna og skapandi hugsun í alþjóð- legu samhengi í háskólum hérlendis og erlendis. Sem blaðamaður og greina- höfundur frá árinu 1999, hefur Hrund lagt áherslu á samfélagslega ábyrgð, nýsköpun og alþjóðlega þróun. Hrund er ein af ungum leiðtogum Alþjóða- efnahagsráðsins, var valin menningar- leiðtogi hjá Alþjóðaefnahagsráðinu ár- ið 2017 og Yale Greenberg World Fellow árið 2016. Hefur víða komið við vegna hafa þeir tekið að sér að vera tilrauna- land fyrir heiminn og láta breytingarnar eiga sér stað í beinni útsendingu, ef svo má að orði komast. Það framtak er til mikillar fyrir- myndar; ekki síst fyrir okkur Íslendinga.“ Ekki skammtímahugsun – Og hér dugar ekki að tjalda til einnar nætur. „Nei, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, loftslagmálin og samfélagsleg ábyrgð eru ekki skammtímahugsun. Þessi mál er nauðsynlegt að skoða til lengri tíma. Í því sambandi getum við tekið okkur ýmis stór fyrirtæki úti í heimi til fyrirmyndar en sum þeirra hafa leyft sér að hugsa allt að hálfa öld fram í tímann og gera áætlanir út frá því. Það dugar ekki að hugsa bara um næsta hálfsársuppgjör eða næstu kosningar.“ – Þú ert að tala um fyrirtæki, stofnanir, hið opinbera og almenning. Er ekki verkefni af þessu tagi til þess fallið að styrkja okkur sem þjóð, þétta raðirnar? „Ekki spurning. Í því felst tækifærið ekki síst. Það er enginn að fara að tapa, allir eru að fara að vinna. Tækifærin til samtals og sam- starfs eru óteljandi og ég er ekki í neinum vafa um að það eigi eftir að halda áfram að hafa alls- konar aukaáhrif. Þegar samtalið er komið í gang leiðir eitt af öðru. Þess utan er vinnumark- aðurinn að breytast og þar sem fólk þarf reglu- lega að endurskilgreina sig og hæfni sína á vinnumarkaði talar þessi hugsun einnig inn í það samhengi. Það er svo mikilvægt að vera með breiða verkfærakistu og finnast maður vera að vinna að einhverju sem hefur upp- byggileg og víðtæk áhrif.“ – Festa er með ráðstefnu í Hörpu í næstu viku, ekki satt? „Jú, við erum með ráðstefnu undir yfirskrift- inni „Viðskiptamódel fyrir nýjan veruleika“ á fimmtudaginn í Silfurbergi og þar mun öflugt fólk halda fyrirlestra og stýra vinnustofum. Þetta verður mjög praktísk nálgun að sam- félagslegri ábyrgð og fyrirtækjarekstri þar sem við fáum meðal annars innsýn í strauma og stefnur í ábyrgum fjárfestingum á Íslandi og erlendis frá Hrefnu Sigfinnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Markaða hjá Landsbankanum og stjórnarformanni IcelandSIF. Hvað er að gerast þar? Á ráðstefnunni fáum við líka að heyra Kasper Larsen, forstjóra KLS Pure- Print-prentverksmiðjunnar í Danmörku, fyrir- tækið innleiddi nýtt viðskiptamódel með sjálf- bærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi til þess að koma til móts við nýja tíma – og skapa meira virði. KLS PurePrint er rótgróið fjölskyldu- fyrirtæki. Með hefðbundnum starfsháttum fannst þeim gildi fyrirtækisins vera að minnka og endurskoðuðu því starfið frá grunni. Grunn- urinn að öllu sem prentsmiðjan gerir í dag er sjálfbærni og tækniþróun og fyrirtækið blómstrar og hefur hlotið fjölda alþjóðlegra við- urkenninga.“ Styrkja þarf ímyndina – Boðskapurinn er þá væntanlega sá að fyrst rótgróið fyrirtæki gat gert þetta, þá ætti yngri fyrirtækjum ekki að vera neitt að vanbúnaði? „Já, þetta er gott dæmi um það. Maður getur líka spurt sig: Er auðveldara að breyta fjöl- skyldufyrirtæki en hluthafafyrirtæki? Og ef svo er, hvað þarf þá að breytast í stjórnum hlut- hafafyrirtækja?“ – Verður fleira markvert á ráðstefnunni? „Já, ég er mjög spennt fyrir rannsókn sem Gísli Steinar Ingólfsson, framkvæmdastjóri EMC rannsókna, ætlar að kynna og fjallar um viðhorf Íslendinga til samfélagslegrar ábyrgðar íslenskra fyrirtækja. Það litla sem ég veit og hlakka til að heyra meira er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill skipta við samfélags- lega ábyrg fyrirtæki. Samfélagsleg ábyrgð styrkir ímynd þjóðarinnar og því mikilvægt að fá sem flest fyrirtæki um borð. Það er allra hag- ur.“ – Hvað mun það taka okkur mörg ár að ná viðunandi árangri í þessum efnum, fimm ár, tíu ár? „Það er ekki gott að segja. Eins og ég kom inn á áðan, þá er það sem þarf fyrst og fremst vilji og í því sambandi er leiðtogahlutverkið mikilvægt. Þá er ég ekkert endilega að tala bara um æðstu stjórnendur, heldur starfsmenn sem taka frumkvæði og eru tilbúnir að leiða þessa þróun. Taki fyrirtæki ábyrgðina til sín og ef við sem samfélag erum reiðubúin að gera nýjan samfélagssamning þá held ég að þetta geti gerst á tiltölulega skömmum tíma.“ Loftnetið rétt stillt – Hvað áttu við með nýjum samfélagssamningi? „Það er nokkuð sem verið er að ræða út um allan heim og fjallar um það hvernig hið opin- bera og einkageirinn þurfi að vera samfélags- lega ábyrg – í samvinnu, í því að uppfæra sam- félagslega, efnahagslega og pólitíska þætti í takt við tímann. Að auður safnist ekki á fárra hendur og rétti og skyldum fólks sé haldið til haga, og þar fram eftir götunum. Þarna getum við Íslendingar gert magnaða hluti, trúi ég. Við erum svo lítil þjóð og boðleiðirnar stuttar.“ – Erum við ekki líka komin nær alþjóða- samfélaginu í dag en við vorum fyrir tuttugu ár- um, jafnvel tíu árum? „Það er ekki nokkur spurning. Íslendingar ferðast út um allan heim, læra út um allan heim, auk þess sem netið hefur fært okkur miklu nær alþjóðasamfélaginu. Samstarf og samningar við önnur ríki hafa líka færst í vöxt. Landfræðilega er Ísland eyland en ekki að neinu öðru leyti. Það hefur alltaf verið mikilvægt fyrir okkur, og sér- staklega í dag, að fylgjast vel með því sem er á seyði í heiminum til að búa sem best um okkur, landið okkar og bæta samkeppnisstöðu okkar.“ – Þannig að þú ert bjartsýn á framtíðina? „Já, það er ég og byggi það ekki síst á þeirri staðreynd að ungt fólk á Íslandi spyr, sam- kvæmt mínum heimildum, mjög mikið um sam- félagslega ábyrgð þegar það fer í starfskynn- ingar og heimsóknir í fyrirtæki. Mér heyrist þetta nær undantekningarlaust á fyrirtækjum sem ég tala við. Unga fólkið langar annars veg- ar að vinna hjá svona fyrirtækjum og hins vegar að kaupa þannig vörur. Loftnetið virðist alveg rétt stillt hjá unga fólkinu okkar eins og það er hjá ungu fólki víða um heim. Þetta skynja fyrir- tækin og það hlýtur að flýta fyrir þessari þróun, að þau vilji verða samfélagslega ábyrg. Það á að vera aðlaðandi fyrir ungt fólk að starfa á Íslandi og fyrir vikið þurfa fyrirtæki og stofnanir stöð- ugt að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Erum við samfélagslega ábyrg?“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.