Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 HEILSA Allt þokast þetta í rétta átt, núna þegarsígur á seinni hlutann í átakinu. Kom-inn niður í um 84 kg og því um tæp 9 kg farin frá því í haust. Þótt talan sé ekki ýkja há þá munar ótrúlega um þessi kíló. Það er líka áhugavert að hugsa til þess að með þessum ár- angri hefur líkamsþyngdin farið niður um ríf- lega 10%. En þegar árangurinn er orðinn þetta mikill, maður nálgast hið upphaflega markmið óðfluga, þá gerist nokkuð sem mann órar kannski ekki fyrir á fyrstu metrunum. Maður fer óhjákvæmi- lega að slaka á. Hætt við að maður slaki á Ég opnaði augun fyrir þessari staðreynd þegar ég hlustaði á áhugavert viðtal við Ingvar Jóns- son ICF-markþjálfa á K100 í liðinni viku. Hann ritaði í fyrra bókina Sigraðu sjálfan þig en þar er að finna leiðbeiningar til að takast á við þriggja vikna áskorun sem ætluð er fólki sem vill breyta út af vananum og stefna á verðug markmið. Í viðtalinu benti hann á að flestir væru þeirrar gerðar að þegar einhverjum árangri væri náð væri tilhneigingin sú að slaka á. Maður er kannski bara sáttur við að 4 kg séu fokin út í veður og vind. Það er bara býsna gott þótt það séu ekki 10 kg. Ég tengi talsvert við þessa hugmynd og finn að ég er farinn að vera talsvert betri við sjálfan mig. Kannski spila jólin inn í og rótleysið sem fylgir þeim. En þeim mun mikilvægara er að halda kúrs og hvika ekki frá því að ná settu marki. Ég þarf endilega að kaupa þessa bók eft- ir Ingvar. Þar er eflaust eitthvað fleira að finna sem nýst getur á komandi vikum. En í þessu sambandi hef ég verið að velta fyr- ir mér árinu fram undan og hvað taki við þegar ég er kominn í mark eftir sex mánaða átakið. Eitt af því sem ég hef leitt hugann að eru frek- ari tilraunir með hlaupaskóna. Það kemur m.a. til af því að af gömlum vana fylgist ég alltaf með hreyfiferðunum sem Bændaferðir bjóða upp á. Ég hef reyndar aldrei nýtt mér þjónustu fyr- irtækisins en pakkarnir sem það býður upp á eru í meira lagi spennandi. Hreyfiferðirnar eru af ýmsum toga, allt frá maraþonhlaupum í Tók- íó, London, Berlín og Tallinn, til skíðagönguá- skorana eins og Vasa-göngunnar eða hjólaferða um Ítalíu. Stór og spennandi gulrót Ef maður er á þeirri leið að bæta heilsuna og leggur hart að sér með æfingum í viku hverri, svo ekki sé talað um þegar maður tekur matar- æðið í gegn, getur verið gott að hafa stóra gul- rót fyrir framan sig, ekki of nærri í tíma en heldur ekki of fjarri. Hreyfiferðir, hvort sem þær eru skipulagðar af ferðaþjónustuaðila eða þér sjálfum, geta þjónað vel í þessu tilliti. Þegar ég hafði hlaupið í nokkur ár og hlaupið mitt fyrsta maraþon hér heima ákvað ég af rælni að skrá mig til þátttöku í Kaupmanna- hafnarmaraþoninu árið 2014. Í marga mánuði reimaði ég á mig hlaupaskóna vitandi að hinn 18. maí yrði hlaupið ræst og ég yrði þar í miðri þvögunni. Það jók mér kapp og fól í sér sann- kallaða tilhlökkun. Af reynslunni af því hlaupi get ég mælt með því við hvern einasta mann að taka þátt í slíkum viðburði, óháð því hvort um er að ræða maraþon, hálfmaraþon, skíðagöngu, hjólreiðar, sund eða annað. Það skemmtilegasta er að koma í mark, hver sem lokatíminn er, og finna að maður hefur lagt mikið á sig yfir langt tímabil og að sennilega hefði árangurinn sem í hús náðist aldrei orðið að veruleika nema vegna þess svita og þeirrar þreytu sem maður hafði lagt á sig fyrir lokamarkmiðið. Hvert skal stefnt? En talandi um nýja árið. Kannski er bakið orðið svo gott að ég geti skráð mig til leiks í einhverju hlaupinu í haust? Nú þarf ég að skella mér til sjúkraþjálfara eða læknis og taka stöðuna á því. Eitt er víst að lyftingarnar undanfarna mánuði, ekki síst á baki og maga, munu auka líkurnar á að þetta geti orðið að veruleika. Svo er það að finna rétta hlaupið, réttu vegalengdina og slá til. Fjarlægur draumur eða hvað? Við markmiðasetningu getur reynst vel að koma sér upp einni risastórri gulrót. Hún þarf ekki að fela í sér sykurneyslu og sólarströnd. Það getur verið meira spennandi að láta hana felast í hápunkti æfingaferlisins þar sem afrakstur erfiðisins kemur vel í ljós. Það er einstök upplifun að taka þátt í fjöldahlaupi. Þann sem það gerir einu sinni langar alltaf aftur. AFP Stundum kemur maður inn í nýja viku fullur eldmóðs vegna verkefnanna framundan. Fátt sem getur sett strik í reikning- inn og allir vegir færir. En þá gerist það sem ekki var reikn- að með. Flensan er eitt af þeim fyrirbærum sem sett geta strik í reikninginn og hún gerði það svo sannarlega þessa vik- una hjá mér. Og áður en kemur að þeim dögum þegar maður leggst í bælið er maður búinn að setja fögur fyrirheit um að þótt lítið verði úr hreyfingunni muni maður sko standa sig í matar- æðinu. Staðreyndin er hins vegar sú að þegar maður er lasinn er erfitt að halda sig við vatn og hollustuna. Maður leit- ar óhjákvæmilega í óhollari fæðu, enda oft sem maður upplifir hana sem einskonar „þægindi“ í stað þeirra sem fara forgörðum þegar hiti, kvef og önnur óáran gengur yfir. Og þá er ekki annað að gera en að leyfa sér það – í hófi þó – með loforði um að þegar heils- an er aftur komin á rétt ról muni maður taka sérlega vel á því. Það hef ég þurft að gera þessa vikuna en það veldur ekki hugarangri. Þetta er lang- hlaup og þegar til kastanna kom var ekki miklu meiri óhollusta í þessari viku en mörgum öðrum. Hitt er svo annað að vatnsdrykkjan, sem var eitt af hinum fögru fyrir- heitum nýja ársins, hjálpar mikið til þegar maður er las- inn. Þá getur hjálpað til að eiga klaka í ísskápnum eða litla sneið af sítrónu eða límónu. Það kryddar einhæfan drykk- inn, er svalandi svo um munar. FLENSA SETUR STRIK Í REIKNINGINN Hagi seglum eftir vindi Getty Images/iStockphoto Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,7 kg 84,1 kg Upphaf: Vika 17: Vika 18: 13.229 16.522 14.111 12.135 4 klst. 2 klst. HITAEININGAR Prótein 26,4% Kolvetni 34,5% Fita 39,1% WWW. fridaskart.is Fríða skartgripahönnuður fridajewels Skólavörðustíg 18 Glæsilegir skartgripir íslensk hönnun og handverk Silfurhringur 17.000,- Silfurhringur 25.000,- 12.500,- Silfurhringur 29.000,- Silfurhringur 33.000,- Silfurhringur 22.000,- Silfurhringur 15.500,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.