Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 P ótemkíntjöld eru enn lifandi hugtak í stjórnmálaumræðu og segja má að þau hafi haldið nafni Grigory Potemkins á lofti öldum saman. Hann var vissulega myndarlegt nafn á rússneskum keisaratíma. Greiddi götu Katrínar miklu til valda og varð henni náinn sem stjórnmálalegur ráðgjafi, erindreki og ástmað- ur. Og jafnvel eftir að dofnaði í seinasta þætti hins notadrjúga hjálparkokks Katrínar var áfram gott með þeim að öðru leyti og hún gerði veg hans góðan og virðulegan. Frægasti leiktjaldamálarinn Hinn liðtæki herstjóri, kvennabósi, áhættufíkill og skreytingahönnuður, svo nafntogaðasta þáttar til- veru hans sé getið, gat borið sig vel til loka. Og enn, öldum síðar, halda tjöldin nafni hans á vörum þeirra sem fjalla um stjórnmál og áróðurinn sem er mik- ilvægur hluti þeirra. Þessi leikmyndahönnuður stjórnmálanna lét sig ekki muna um að setja heilu þorpin á svið raunveru- leikans, litskrúðug og geislandi af hamingjuríkum íbúum, þéttum og söddum og þakklátum valdhaf- anum mikla fyrir velsæld þeirra á jörð. Potemkin var fjarri því fyrstur til slíkra verka og sá síðasti er enn ekki kominn fram. Möguleikarnir í þeirri grein eru orðnir óendanlegir eftir því sem tæknikunnáttu mannsins fleygir fram. Stórveit- urnar, sem gera núna hefðbundna fjölmiðla að dvergum við hlið risa, eru fjöldaframleiðendur fals- aðra frétta, ýktra sagna og tilbúinnar tilveru, svo að við, lýðurinn, vitum varla okkar rjúkandi ráð. Ekkert af þessu er þó nýtt þótt möguleikarnir hafi margfaldast. Og jafnvel þeir sem við höfum í mestum hávegum hafa gengið svo langt að vekur furðu. Kannski voru þeir sefjaðir af nýjum „hugsjónum“, svo blindaðir af áróðri, jafnvel eigin áróðri, um betri tíð og um mál- stað svo göfugan að hann réttlætti skilyrðislausan at- beina, jafnvel þvert gegn betri vitund. Í hinn ógurlegu hungursneyð í Úkraínu, hinni heimatilbúnu hungursneyð Stalíns og samherja hans í Kreml, þar sem 7 milljónir manna vesluðust upp af hungri í frjósamasta héraði ofurveldisins, sem notaði þjóðarmorð sem svipu til að berja menn til hlýðni gátu jafnvel Íslands bestu menn gengið um sem blindingjar væru og borið vitni um að öll borð svign- uðu undan kræsingum þar sem hungursneyðinni væri logið upp á heila þjóð! Grigory Potemkin hefði getað veitt fyrstu verðlaun fyrir þá lýsingu hefði hann verið í forsæti dómnefnd- ar, því að þarna þurfti ekki leiktjöld til heldur póli- tíska trúarofsann óblandaðan. Öfugur Pótemkín Og við sjáum það líka þessa dagana að ýmsir eru fimir við að færa allt í svart og sorgarbönd, þótt veruleikinn segi annað. Það verða ætíð verðug átakaefni stjórnmála hvort misskipting gæða sé á annan veg en skyldi. Það er einlæg stjórnmálaskoðun sumra að þvingaður jöfn- uður sem gerir alla fátækari, en þó svo að lítill mun- ur sé á milli manna, sé æskilegur og taki langt fram hinu þar sem fjárhagslegur munur, sem rekja megi til þátta eins og ráðdeildar, hagsýni, heilbrigðrar samkeppni og virks eignaréttar, hafi tryggt þeim sem lakast standa margfalt betri hlut en ella, og tryggt meira til skiptanna. Nú sést á hverjum degi að þær staðreyndir sem skipta mestu svo að umræðan gangi upp eru ekki að- eins hunsaðar heldur eru bábiljurnar boðorðið og lát- ið er eins og alkunnugt sé að þeir lakast settu séu í óvenjulega bágri stöðu hér á landi núna. Það stenst þó enga skoðun. Ótrúverðugir fara mikinn Fullyrðingaflaumurinn kemur jafnvel frá mönnum sem hafa fyrir skemmstu ruggað sér í milljarðatug- um víða um lönd og tapað því öllu, sem endaði verst fyrir aðra en þá sjálfa. Kaupmáttur launafólks hefur síðustu árin hækkað meir hér en hægt er að nefna dæmi um annars staðar í þróuðum löndum. Það er þekkt að í vanþróuðum ríkjum, þar sem gapið er mikið, geta prósentur í hagvexti eða kaupmætti tekið stór stökk án þess að störf hverfi eða verðbólga æði af stað. Slíkur teygjanleiki er ekki í þróuðum ríkjum af eðlilegum ástæðum. Eyðileggjandi áhyggjur Það er engin sjánleg ástæða til efnahagslegs aft- urkipps um þessar mundir á Íslandi. Þó birtast sífellt fleiri samdráttareinkenni því áhyggjur af ábyrgð- arlausu tali fara vaxandi. Fasteignaviðskipti detta í dróma, því að enginn vill leggja á brattann, selja sína eign og kaupa aðra og lenda svo í því að keðjan rofn- ar eins og forðum svo að ábyrg viðskipti verða skyndilega óábyrg þótt enginn hafi stofnað til þess. Fyrirtækin eru skyndilega neydd til að fækka hjá sér fólki vegna þess að skugga ber á viðskiptaum- hverfið svo að tekjur dragast saman og engin áþreif- anleg skýring á því önnur en undirliggjandi ótti við að minkar hugsi sér að brjótast inn í hænsnabúin. Ekkert hænsabú er þekkt sem hefur farið vel frá slíkri heimsókn. Þegar störf eru auglýst nú sækja tugir um hvert en fyrir misseri þurfti mikið að hafa fyrir því að finna góðan starfsmann. Hlutabréfamarkaður er ofmetinn sem áreiðanleg vísbending, en þar sem hann er virkur segir hann gagnlega sögu með öðru. Okkar markaður á nokkuð í að ná vopnum sínum og sáralítil viðskipti hreyfa hann. Hann segir því fátt marktækt enn sem komið er. En það sem hann muldrar þó snýst um vantraust og óvissu sem dregur úr trausti þótt handfastar ástæður sjáist ekki. Margir gefa sér eftir gálaust tal að stefnt sé í átök og ógöngur sem engu muni skila þegar augljósa verkefnið er að tryggja fenginn hlut og búa í haginn fyrir næstu skref. Ríkið er ekki upphaf Sumir þeirra sem eru smám saman að lesa rétt úr stöðunni telja að ríkisvaldið hljóti þess vegna að leika stærri rullu núna en viðsemjendurnir sjálfir. Það Hvað hafa staðreyndirnar gert þeim? ’Það er engin sjáanleg ástæða til efnahags-legs afturkipps um þessar mundir á Ís-landi. Þó birtast sífellt fleiri samdráttar-einkenni því áhyggjur af ábyrgðarlausu tali fara vaxandi. Reykjavíkurbréf11.01.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.