Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Síða 31
verða engir nýir fjármunir til hjá ríkinu. Fyrirtækin í landinu og starfsmenn þeirra eru eina uppsprettan. Ríkisvaldið gæti helst haft jákvæðan atbeina slakaði það á sinni kló, og drægi úr skattheimtu og óþörfum eftirlitsiðnaði. Þá yrði meira til skipta fyrir vinnu- markaðinn. Þykir einhverjum líklegt að sú stemning sé við ríkisstjórnarborðið núna? Rétt úr kút Það kom á óvart að Donald Trump skyldi ná um- fangsmiklum skattalagabreytingum fram fyrstu tvö ár sín í embætti, eins og hann hafði lofað. Og þá þarf að undirstrika að þær breytingar voru gerðar í þágu almennings en ekki ríkiskassans. Þannig skaust Trump upp að hlið þeirra Ronalds Reagans og Johns Kennedys á þessu sviði. Aðgerða forsetans ásamt dugnaði hans við að grisja reglugerðarskóginn (sem hér þykknar með degi hverjum) sér stað um Bandaríkin þver og endilöng og hafa orðið til þess að forsetinn hefur nú þorra repúblikana á bak við sig. Atvinnustigið hefur ekki verið öflugra um langt skeið. Atvinnuleysið er með því minnsta sem þekkist. Kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað verulega þar sem fyrirtækin verða að borga meira til þess að fá fólk í vinnu. Það vekur athygli að atvinnutækifær- um blökkumanna hefur fjölgað meir en í áratugi áð- ur, sem og annarra minnihlutahópa. Verð hlutabréfa hefur tekið stökk frá því að Trump kom til valda en seinustu mánuði hafa þó sveiflurnar verið miklar. Forsetinn gefur til kynna að bjartsýni hafi aukist um að risaveldin tvö, Kína og Bandaríkin, muni á næstunni ná samningum í viðskiptastríðinu sem Trump stofnaði til í þeim yfirlýsta tilgangi að auka gagnsæi og til að knýja Kína til að sýna eðlilega sanngirni í viðskiptum þjóðanna. Hagvöxturinn í Bandaríkjunum er miklu öflugri en í ESB, sem hefur ekki náð sér fyllilega á strik eftir bankaáfallið og eilífðarátök innan sambandsins. Sautjánárastríð og önnur Trump hefur tilkynnt að hann ætli sér að kalla herlið sitt heim frá Sýrlandi þar sem viðfangsefninu þar sé lokið. Sama eigi við um Afganistan eftir 17 ára stríð þar. Það dóu 3000 manneskjur við árásir á tvíbura- turnana (og tvær tengdar árásir). Það var öllum ljóst að Bandaríkin og Bush forsti þeirra kæmist ekki upp með neitt annað en hörð viðbrögð eftir hina óvæntu árás á meginland Bandaríkjanna. Osama bin Laden stjórnaði árásunum frá Afganistan. Nú hafa 2400 Bandaríkjamenn misst lífið í aðgerðum þar og um 20 þúsund hafa særst. Halda má því fram að innrásin hafi heppnast að því leyti til að talíbönum var bolað frá völdum og stjórn andstæð þeim hefur verið við völd í Kabúl síðan. En það er aðeins hálf sagan. Við- ræðurnar sem leiða eiga til þess að bandarískt herlið geti farið frá Afganistan eru við talíbana. Þeir munu því ná völdum í landinu að þeim viðræðum loknum. Stórríkið Pakistan er í orði kveðnu bandamaður Bandaríkjanna og Breta. En því er illa treyst. Osama bin Laden átti skjól þar og það er óhugsandi að það hafi staðið svo lengi án þess að leyniþjónusta lands- ins og æðstu ráðamenn þess hafi vitað um það. Bandarísku þjóðinni er orðið ljóst að með Pakistan sem svo óvissan bandamann standa engar vonir til þess að endanlegum markmiðum verði náð í Afgan- istan. Í þessu sambandi má horfa til Víetnams, en stríðið um suðurhluta þess var það fyrsta sem Bandaríkin töpuðu. Nú eru tengsl ríkjanna tveggja ótrúlega góð og ekki frítt við að valdamenn í Hanoi líti til Bandaríkj- anna um stuðning vegna hins fyrirferðarmikla ná- granna síns Kína. Árásin á Írak Saddams Husseins heppnaðist vel sem hernaðaraðgerð, enda var beitt ofurefli liðs. En einmitt m.a. vegna þess ofureflis og eyðileggingar allra helstu innviða landsins töpuðu Bandaríkin og Bretar eftirleiknum. Sigurvegurunum var ekki fagnað sem hetjum eins og þeir væntu. Vegna hinnar miklu eyðileggingar snarversnaði hag- ur alls almennings, þótt hinn hataði harðstjóri væri úr sögunni. Súnnítum var sópað út úr her og stjórnkerfi sem þýddi að Íran, erkióvinur Bandaríkjanna, hefur náð miklum áhrifum í Bagdad. Yfir 4000 Bandaríkja- menn hafa fallið í Írak og fleiri en 30 þúsund hafa særst. Völt vinsemd Þegar Trump forseti sótti sveitir sínar í Írak óvænt heim um jólin tókst ekki að koma á fundi hans og leiðtoga Íraks. Þeir vildu ekki ganga á fund forset- ans í bandarískri herstöð og óljóst var talið að hægt yrði með svo stuttum fyrirvara að tryggja öryggi for- setans í Bagdad. Þau úrslit sýna hversu brothætt ástandið og „bandalag“ ríkjanna er. Forsetinn segist hafa verið á móti innrásinni í Írak frá upphafi. Það er ekki talið fyllilega nákvæmt, enda var ákvörðunin vinsæl vestra þegar hún var tekin. En hitt er annað mál að sannindamerki eru um að hann hafi verið farinn að tala neikvætt um árásina á Írak á árinu 2004, ári eftir innrásina. Þá voru brota- lamir eftirleiksins teknar að koma fram, eins og fyrr var nefnt. Óbrigðult lögmál Þótt stundum fylgi skens slíkum orðum þá er ekkert að því að vera vitur eftir á. Það myndu margir standast þau próf sem þeir þreyttu eftir að hafa séð bæði spurningarnar og svörin. En það þýðir þó ekki að þá yrði gefið 10 fyrir svör- in. En hér heima munum við orð skáldsins á sextugs- afmælinu: „Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem allir sáu það fyrir.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnúss 13.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.