Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019 LESBÓK Trúlega hefur Sigurð Guðmundsson ýtu-stjóra og bónda á Sviðugörðum í Flóaekki grunað hvað í vændum var þegar Ólafur Sveinn Gíslason myndlistarmaður byggði sér vinnustofu á Þúfugörðum og hóf að dvelja þar löngum stundum. Þeir sveitungarnir tóku oft tal saman og nú, næstum fjórum árum síðar, er svo komið að fyrir tilstuðlan Ólafs Sveins er enginn annar en téður Sigurður í aðal- hlutverki á fyrstu sýningu ársins, Huglæg rými, í Listasafni Árnesinga. Eins og gestir geta sannreynt kl. 15 á laugardaginn þegar sýning Ólafs Sveins verður opnuð með pomp og pragt. „Uppspretta verksins er samræður okkar Sigurðar hér í Flóanum. Sjálfur er ég borgar- barn, fæddur og uppalinn í Reykjavík, og bjó og starfaði í Hamborg í meira en aldarfjórðung eftir að ég lauk námi við Hochschule für bild- ende Künste árið 1988. Ég hafði þó lítillega ver- ið í sveit sem barn og unglingur, meðal annars í Flóanum hjá foreldrum Sigurðar og kannaðist því við hann þegar hann seinna seldi mér land- skikann fyrir vinnustofuna,“ segir Ólafur Sveinn. Sjálfbær og nægjusamur Smám saman varð þeim vel til vina. Listamað- urinn og heimsborgarinn fékk áhuga á alls kon- ar sveitapælingum og þótti Sigurður einstak- lega áhugaverður. „Ég heillaðist af hversu tengdur hann er býli, sem hann hefur búið á alla sína ævi, og húsunum, jörðinni og skepnunum í sveitinni sinni. Einnig og ekki síst hversu sjálf- bær hann er og nægjusamur. Hann er með smábúskap, nokkrar skjátur, smíðar hjólbörur og allt mögulegt eftir þörfum, reykir sjálfur kjötið sitt og gæti ábyggilega alveg lifað án þess að fara nokkurn tímann af bæ,“ segir Ólafur Sveinn, sem fluttist aftur heim þegar hann tók við stöðu prófessors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Huglæg rými er geysistór innsetning, sem hann sviðsetur í þremur meginsölum safnsins og anddyrinu. Verkið samanstendur af kvik- mynd, sem varpað er á sex fleti sýningarrým- isins, vatnslitaverkum, skúlptúrum og milli- veggjum. Ólafur Sveinn hefur unnið að verkinu um þriggja og hálfs árs skeið og kynnti það fyrst í Galleríi Kling & Bang þegar Marshall- húsið var opnað í hittifyrra. Undanfari sýning- arinnar var sjónvarpsþáttaröð á RÚV um ís- lenska samtímalist og var Ólafur Sveinn einn tólf myndlistarmanna sem gáfu innsýn í list sína og hugmyndafræði. Fortíðin upp úr öllum kössum „Síðan þá hefur verkið tekið miklum breyting- um og jafnframt orðið umfangsmeira og marg- slungnara. Til dæmis felur það í sér fjórtán byggingar, sem ég bý til úr ljósmyndum þannig að allt rýmið og arkitektúrinn hverfist um við- fangsefnið. Í þessu tilviki granna minn, Sigurð á Sviðugörðum, þar sem forfeður hans bjuggu um aldir og fortíðin kemur upp úr öllum kössum,“ segir Ólafur Sveinn, en hann hefur ásamt Sig- urði opnað marga kassa og grúskað í eldgömlu dóti. Í þágu verkefnisins vitaskuld. Ólafur Sveinn hefur í áranna rás fjallað mikið um samfélagið í list sinni og er innsetning- arverkið Huglæg rými augljóslega á þeim nót- um. Hann dregur upp mynd af sögu einstak- linga og sögu samfélags og setur sjálfan sig gjarnan inn í þá mynd. „Fagurfræði tengsla“ er þetta listform stund- um kallað þar sem áherslan er á tengsl fólks við tilteknar aðstæður. Aðstæður innflytjenda í verkinu Träumen in Hannover, sem hann sýndi í Sprengel-safninu þar í borg er bara eitt dæmi af mörgum viðfangsefnum sem hann hefur tek- ist á við í innsetningarverkum sínum og sýnt opinberlega. Hann tekur þá fyrir ólíka kima samfélagsins, kynnir sér þá í þaula og notar myndlistina sem verkfæri til miðlunar. Maður margra orða „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að fara inn í samfélög, rannsaka aðstæður og vinna með staðhætti í tengslum við fólk – og öfugt. „Site- specific art“ er þetta hugtak eða þema í listum kallað. Ég hef gert tugi verka af þessu tagi sem ég hef sýnt í ýmsum borgum í Þýskalandi, á Norðurlöndum og víða, en einnig á Íslandi,“ segir Ólafur Sveinn og víkur talinu hingað heim. Í Flóann nánar til tekið. Og hann er maður margra orða í bókstaflegri merkingu. Að minnsta kosti í myndlistinni. „Ég hef í meira en tvo áratugi unnið mjög mikið með texta í list minni. Því meira sem ég fór að nota kvikmyndaupptökuvél þeim mun meira vægi fékk textinn í verkunum, en þau byggjast að stórum hluta á samtölum mínum við fólk. Stundum hef ég líka einfaldlega sýnt textann með sögum fólks útprentaðan í þessum innsetningum.“ Eftir samtöl við Sigurð og heimildaöflun hófst Ólafur Sveinn handa við að skrifa hand- ritið, sem að hluta er texti sem hann fékk fjórar manneskjur á mismunandi aldri og báðum kynj- um til að flytja og leika sem Sigurður væru – og Sigurður lék sjálfan sig. „Í hópnum eru Þór Tulinius, sem er lærður leikari, unglingspiltur, ungur maður og kona úr sveitinni, þau Ágúst Þorsteinsson, Guðjón Helgi Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir. Mér finnst áhugavert hversu merking texta getur verið ólík eftir því hver fer með hann. Hún er ekki sú sama úr munni tólf ára drengs eða ungrar konu og áttræðs manns. Sigurður er margradda að því leyti að þau eru öll í mynd og raunverulega að leika Sigurð á hans eigin heimili. Þau hverfa til fortíðar og segja frá lífi hans frá því hann var barn og unglingur, rifja upp ýmsar minningar hans úr fortíðinni þar sem foreldrar hans, afar og ömmur koma við sögu,“ segir Ólafur Sveinn og bætir við að samtíminn sé ekki undanskilinn. Viðhorf Sigurðar og alls konar skoðanir á hinu og þessu speglist líka í orðræðunni. Tilfinningalegt flæði „Við undirbúning verksins Huglæg rými tók ég mér lengri tíma en venjulega í að dvelja í verk- inu og þróa ólík form. Þegar viðfangsefnið krist- allast í einum einstaklingi, hefur maður meira pláss til að hugsa um sjálfan sig í leiðinni. Sýn- ingin er því nokkurs konar tilraun með hvernig ég get teygt og skoðað ólíka vinkla frá mínu sjónarhorni. Og um leið að skoða sýnina, sem ég hef á sjálfan mig.“ Hann svarar neitandi þegar hann er spurður hvort hann hafi fengið aðra sýn á sjálfan sig. „Það verða kannski engar róttækar breytingar þegar maður er að nálgast sextugt eins og ég. En á meðan maður fer í gegnum svona ferli öðlast maður nýja sýn og þekkingu. Sýningin Huglæg rými er tilfinningalegt flæði og ekki útskýring á einu né neinu. Þótt módelin eigi sér fyrirmyndir er ég ekki að elta neitt á raun- sæjum forsendum heldur að fást við þetta hug- læga.“ Ólafur Sveinn segir að granni sinn, Sigurður Guðmundsson frá Sviðugörðum, sé enginn ein- setukarl í venjulegum skilningi, enda umgangist hann marga og eigi bæði góða ættingja og vini. „Hann er algjörlega sáttur við tilveru sína og segir að hver maður verði að viðhalda sérvisku sinni,“ hefur listamaðurinn eftir aðalstjörnu sýningarinnar. Ólafur Sveinn lagðist í alls konar sveitapælingar þegar hann byggði sér vinnustofu á Þúfugörðum. Ljósmynd/Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Maður verður að viðhalda sérviskunni Listamaðurinn Ólafur Sveinn Gíslason dregur upp mynd af Sigurði á Sviðugörðum á sýningunni Huglæg rými í Listasafni Árnesinga. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is ’Ég hef alltaf haft mikinnáhuga á að fara inn í sam-félög, rannsaka aðstæður ogvinna með staðhætti í tengslum við fólk – og öfugt. „Site-specific art“ er þetta hugtak eða þema í listum kallað. Ég hef gert tugi verka af þessu tagi.“ Sigurður t.h. og Þór Tulinius leikari í kvikmynd sem varpað er á vegg í einum sýningarsalnum. Ljósmynd/Ólafur Sveinn Gíslason Módel sem búið er til úr ljósmyndum, sem Ólafur Sveinn tók af Sviðugörðum. Ljósmynd/Ólafur Sveinn Gíslason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.