Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.01.2019, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.1. 2019
LESBÓK
ROKK Söngkonan og bassaleikarinn Suzi Quatro, sem
sló eftirminnilega í gegn á áttunda áratugnum með lög-
um á borð við If You Can’t Give Me Love og Stumblin’
In, er hvergi af baki dottin og mun senda frá sér glæ-
nýja breiðskífu í mars næstkomandi, No Control. Fyrsta
smáskífan af plötunnui, No Soul/No Control, er vænt-
anleg um miðjan næsta mánuð. „Ég hef aldrei hætt að
gefa út efni og er mjög stolt af síðustu þremur plötunum
mínum, sem ég lagði mikla vinnu í, en No Control er allt
önnur skepna. Ég er meira en til í að rokka inn í árið
2019,“ hefur rokkvefurinn Blabbermouth.net eftir hinni
68 ára Quatro. Ellefu lög verða á nýju plötunni og þar
vinnur söngkonan í fyrsta skipti með syni sínum, Rich-
ard Tuckey. Þá er tónleikaferð fyrirhuguð síðar á árinu.
Suzi Quatro stjórnlaus
Suzi Quatro hefur engu gleymt.
Wikimedia
FÉ Gene Simmons, söngvari og bassaleikari
glysmálmbandsins Kiss, upplýsti í nýlegu við-
tali við bresku vefsíðuna This is Money að
konungsfjölskylda nokkur hefði einu sinni
greitt honum margar milljónir sterlings-
punda fyrir að koma fram á viðburði á henn-
ar vegum. „Ekki er við hæfi að upplýsa hvaða
kóngafólk þetta er en það vildi hafa mig á
staðnum. Guð einn veit hvers vegna. Ég
þurfti ekki einu sinni að telja í lag; bara
ávarpa gesti,“ segir Simmons sem er ekki síð-
ur þekktur fyrir viðskiptavit sitt en tónlist-
arhæfileika og hefur, að því er fram kemur í
viðtalinu, þénað hraustlega gegnum árin.
Fékk milljónir fyrir að spjalla við fólk
Gene Simmons (t.h) ásamt Paul Stanley í Kiss.
Reuters
Bjarki Bjarnason, rithöfundur og
skáld í Mosfellsdal, á heiðurinn af
flestum textunum á plötunni eins og á
þeirri fyrri en Hjördís Kvaran Ein-
arsdóttir á tvo texta, auk þess sem
eiginkona Karls, Líney Ólafsdóttir,
þreytir frumraun sína í textagerð, á
einn texta á plötunni.
Vildi halda áfram í tónlist
Kalli Tomm stofnaði og lék á tromm-
ur með rokksveitinni Gildrunni í yfir
þrjátíu ár en segir tónlistina á sóló-
plötunum af allt öðrum toga. Þá sé
það ný reynsla fyrir hann að semja
tónlist einn og óstuddur. „Gildran
hætti svolítið óvænt fyrir nokkrum
árum og mig langaði að halda áfram
að skapa og flytja tónlist. Nið-
urstaðan varð sú að gera það á mín-
um forsendum, þannig að ég byrjaði
að prófa að semja lög og syngja sjálf-
ur. Óhætt er að segja að ég hafi
stokkið út í djúpu laugina en þetta
hefur gengið framar björtustu von-
um. Örlagagaldur féll í afar góðan
jarðveg, bæði hjá leikum og lærðum,
og mér sýnist það sama vera að ger-
ast með Oddaflug. Það er ómetanlegt
að fá slíkan stuðning; ekki síst þegar
maður gefur út sjálfur.“
Formið, geislaplatan, má þó muna
sinn fífil fegurri. „Ég finn mikinn
mun frá því Örlagagaldur kom út í
árslok 2015. Þá fékk ég ekki að heyra
hjá nokkrum manni að hann ætti ekki
geislaspilara, nú hafa margir sagt
þetta við mig. Það eru til dæmis engir
geislaspilarar í nýjustu bílunum,
þetta er allt að verða stafrænt.“
Honum þykir þessi þróun miður.
„Mér hefur alltaf þótt platan sjálf,
hvort sem það er vínill eða geisli, snar
þáttur í útgáfunni; það er einhver
galdur í því fólginn að handfjatla al-
búmið. Sjálfur hef ég lagt áherslu á
að vanda til verka í þessum efnum, að
hafa umslögin aðlaðandi. Til þess hef
ég notið krafta sama hönnuðar á báð-
um mínum plötum, Péturs Fjalars
Baldvinssonar og hefur hönnun hans
vakið verðskuldaða athygli. Vínillinn
hefur verið að koma aftur á und-
anförnum árum, sem er mjög
ánægjulegt, ég sá mikið eftir honum
þegar hann hvarf á sínum tíma, en
geislinn er augljóslega á útleið.“
Karl hyggst fylgja Oddaflugi eftir
með útgáfutónleikum á heimavelli, í
Hlégarði í Mosfellsbæ. Dagsetning
liggur ekki endanlega fyrir en að öll-
um líkindum verða tónleikarnir í
mars. „Samstarfsmenn mínir á plöt-
unni eru mjög uppteknir, þetta er
eins og að smala köttum,“ segir hann
hlæjandi. „Að því leytinu til er þetta
frábrugðið því að vera í hljómsveit.
En við finnum tíma á endanum. Það
er alveg á hreinu.“
Spurður um framhaldið kveðst
Karl ætla að halda ótrauður áfram á
sömu braut. „Þessar tvær plötur hafa
gengið vel og þær viðtökur hafa að
sjálfsögðu hvatt mig til dáða. Ég er á
fullu að semja lög og á örugglega eftir
að láta meira að mér kveða í framtíð-
inni. Það er bara spurning í hvaða
formati efnið kemur út.“
Hættur í bæjarpólitíkinni
Karl starfar hjá kjúklingafyrirtækinu
Matfugli í Mosfellsbæ og segir það
fara vel með tónlistinni. Um sé að
ræða dagvinnu sem gefi honum tæki-
færi til að sinna áhugamálinu á kvöld-
in og um helgar. Um átta ára skeið
sat hann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
fyrir Vinstri-græn en segir þeim
kafla í lífi sínu lokið.
„Það var mikil lífsreynsla að vera í
bæjarpólitíkinni. Sem oddviti Vinstri-
grænna tók ég á sínum tíma þátt í að
mynda meirihluta með Sjálfstæð-
isflokknum. Ekki hugnaðist öllum
það og fyrstu tvö til þrjú árin voru
vægast sagt erfið; það gustaði um
mig. En eitthvað höfum við gert rétt,
alla vega er meirihlutinn ennþá starf-
andi, einn sá elsti á landinu, ef ekki sá
elsti.“
Ingibjörg Hólm Einarsdóttir, Jóhann
Helgason, Birna Karls, Eyjólfur
Kristjánsson og Guðmundur Jónsson
með Kalla Tomm á plötunni.
„Það var ofboðslega gaman að
vinna með þessu fólki og ég stálhepp-
inn að fá það með mér í verkefnið; það
var valinn maður í hverju rúmi.
Margt af þessu fólki var líka með mér
á fyrri plötunni og var allt tilbúið að
koma aftur,“ segir Kalli Tomm.
ara manna og fékk þá af þeim sökum í
lið með mér. Ég hef hvorki samið með
Guðmundi né Tryggva áður og það
var mjög skemmtileg reynsla, þeir
bera ábyrgð á ófáum perlunum gegn-
um árin, að ekki sé talað um Jóhann,“
segir Kalli Tomm.
Fjöldi annarra hljóðfæraleikara
leggja honum lið á Oddaflugi; auk
þeirra sem þegar hafa verið nefndir
eru það Þórður Högnason, Jón Ólafs-
son, Jóhann Ásmundsson, Jakob Frí-
mann Magnússon, Kjartan Valde-
marsson, Sigurður Flosason,
Sigurgeir Sigmundsson, Þráinn Árni
Baldvinsson og Ásmundur Jóhanns-
son sem einnig stjórnaði upptökum.
Þá syngja mæðgurnar Íris Hóm og
T ónlistin er svipuð og á fyrstusólóplötunni minni, Örlaga-galdri, en munurinn er sá að
það er eilítið meira af rafmagns-
hljóðfærum á nýju plötunni,“ segir
Karl Tómasson tónlistarmaður,
gjarnan kallaður Kalli Tomm, en önn-
ur sólóplata hans, Oddaflug, kom út á
dögunum. Megnið af lögunum á plöt-
unni er eftir Kalla Tomm sjálfan,
Guðmundur Jónsson úr Sálinni og
Tryggvi Hübner semja sitt lagið hvor
í félagi við hann og Jóhann Helgason
á tvö glæný lög. Þá er þar að finna
eitt gamalt lag í nýjum búningi eftir
Guðmund Jónsson sem upprunalega
var á sólóplötu hans, Jaml.
„Ég hef lengi verið aðdáandi þess-
Karl Tómasson er mjög
þakklátur fyrir viðtök-
urnar sem sólóplötur
hans tvær hafa hlotið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Út í djúpu
laugina
Eftir 30 ár í Gildrunni hóf Karl Tómasson sólóferil
og fyrir skemmstu kom önnur plata hans út, Odda-
flug, þar sem margir listamenn leggja honum lið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
Þorrinn
Þann 18. janúar gefur
Morgunblaðið út sérblað
tileinkað þorranum
PÖNTUN AUGLÝSINGA
ER TIL 14. JANÚAR
Nánari upplýsingar gefur:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
SÉRBLAÐ