Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Útsalan
er hafin
30-60%
afsláttur
af útsölu-
vörum
Undirföt • Sundföt • Náttföt
Náttkjólar • Sloppar
tækið Helgafellsbyggingar ehf.
eignaðist landið sem á aðalskipulagi
var íbúðabyggð. Verkefnið var kom-
ið nokkuð af stað þegar hrunið skall
á af öllum sínum þunga svo fram-
kvæmdir sem þá voru hafnar stöðv-
uðust.
Svo fór að Helgafellsbyggingar
urðu gjaldþrota og Landsbankinn
leysti eignir á svæðinu, það er lóðir
og innviði, til sín. Í framhaldinu var
gerður samningur milli bankans og
Mosfellsbæjar þar sem sveitarfélag-
ið yfirtók framkvæmdir á svæðinu.
Eftir það hófst að nýju uppbygging
á svæðinu sem hefur verið mjög
hröð síðustu ár.
Fella skipulag að landslagi
Það eru 1.-3. áfangar Helgafells-
hverfis sem eru nú langt komnir, það
er í brekku undir fjallinu sem snýr
mót suðri. Má áætla að þarna séu 2/3
alls byggingamagns í hverfinu.
„Mér finnst þetta mjög fallegt og
skemmtilegt byggingarland, það eru
fá svæði hér á höfuðborgarsvæðinu
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Nærri 1.400 manns búa í dag í nýju
íbúðahverfi í Helgafellslandi í Mos-
fellsbæ. Hverfið er óðum að öðlast
heildstæðan svip og þar að myndast
samfélag. Fjöldi fjölbýlishúsa hefur
verið reistur á svæðinu og eru þau
flest í svonefndu Auga, sporöskju-
laga reit í miðju hverfinu sem er líkur
mannsauga. Allt þar í kringum verð-
ur sérbýlishúsabyggð og samtals
verða í hverfinu fullbyggðu milli
1.100 og 1.200 íbúðir og áætlaður
íbúafjöldi um 3.000 manns. Í miðju
Auganu er svo hinn nýi Helgafells-
skóli en starf þar hófst nú í byrjun
vikunnar. Sá skóli þjónar einnig nær-
liggjandi hverfi, Ásabyggð, þar sem í
dag eru um 560 íbúar.
Ráðagerðir um íbúðabyggð við
Helgafell hófust um árið 2003. Fyrir-
þar sem byggingarlandið snýr mót
suðri og sól með fallegu útsýni yfir
Sundin,“ segir Haraldur Sverris-
son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Í
þessu hverfi hefur verið kappkostað
og tekist að halda sterkum tengsl-
um við náttúruna og fella skipulagið
að landslaginu. Frá nýju byggðinni
er örstutt út í sveit og í óspillta nátt-
úru. Þannig tengjast gamli og nýi
tíminn saman.“
Nú er unnið að deiliskipulagi 4.
og 5. áfanga hverfisins þar sem
verða um 300 íbúðir en það er aust-
an við núverandi byggingasvæði og
þar með innar í landinu. Þar verða
einkum og helst sérbýlishúshús sem
og í 6. áfanganum, en það er svæði
sem er vestan Helgafells, nærri
gatnamótum Vesturlands- og Þing-
vallavegar. Af þæeim slóðum sést
vel yfir Mosfellsbæinn og til
Reykjavíkur, yfir Kollafjörð og
Faxaflóann, upp á Skaga og til Esj-
unnar.
„Ég á von á því að lóðir í 4. áfang-
anum verði tilbúnar seinni hluta
næsta árs og svo í framhaldinu 5. og
6. áfanginn en þar er byggingarland
sem nú er í eigu bæjarfélagsins,“
segir bæjarstjórinn.
Sóllilja, Salka og Ugla
Það gefur Helgafellshverfi vissu-
lega nokkuð menningarlega ímynd
að nöfn á götunum þar eru sótt í
smiðju Halldórs Laxness, skáldsins
mikla í Mosfellsdal. Gaf fjölskylda
höfundarins samþykki sitt fyrir því
að nöfnin og þar með hugverk hans
væru nýtt með því móti.
Þær tvær stofngötur sem mynda
útlínur Augans svonefnda eru Vef-
Nýtt hverfi mót suðri og sól
Heimkynni við Helgafell Fólkinu fjölgar jafnt og þétt Nærri 1.200 íbúðir og fjölbýlishúsin
fyrst Götunöfnin sótt til Nóbelskáldsins Nægt land fyrir íbúðabyggð er tiltækt í Mosfellsbæ
Morgunblaðið/Hari
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Blokkir Augað sem svo er nefnt er sporöskjulaga reitur í miðju Helgafellslandinu. Þar eru fjölbýlishús áberandi en sérbýlin verða fremur í öðrum byggingareitum á þessu svæði.
Helgafellshverfi
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Vefarastræti
Gerplustræti
Varmá
H
EL
G
AF
EL
L
Ve
st
ur
la
nd
s v
eg
ur
Bæjarstjóri „Mér finnst þetta mjög fallegt og skemmtilegt byggingarland,“
segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri um Helgafellslandið og svipmót þess.
„Þrátt fyrir
mikla fjölgun
íbúa á síðustu
árum hefur
Mosfellsbær
haldið einkenn-
um sveitarinnar.
Bæjarbragurinn
er rólegur, íbúar
vita gjarnan
deili hver á öðr-
um og það er stutt út í náttúr-
una. Mér og mínum líður vel í
þessum bæ, “ segir Ólafur Már
Gunnlaugsson. Þau Hansína Vík-
ingsdóttir kona hans og börnin
tvö, Eyþór Andri sem nú er tólf
ára og María Ólína sex ára,
fluttu í Helgafellshverfi á síð-
asta ári þegar þau keyptu 110
fermetra íbúð í fjölbýlishúsi við
Vefarastræti.
„Við bjuggum í Grafarvogi en
stefndum alltaf í Mosfellsbæinn
þar sem ég ólst upp. Tækifærið
opnaðist þegar nýjar íbúðir í
Helgafellshverfi komu á söluskrá
og það á mjög hagstæðu verði
miðað við hvað almennt gerist á
höfuðborgarsvæðinu, “ segir
Ólafur. Hann segir nálægð við
alla helstu þjónustu vera kost í
hverfinu; stutt sé í verslanir,
skóla og íþróttaaðstöðu sem
börnin sín sæki. Þá sé fínt í góð-
ar og vel merktar gönguleiðir,
svo sem á Helgafellið sem er
víðsýnt af.
Tækifæri í Vefarastræti
EINKENNI SVEITARINNAR HALDAST Í STÆKKANDI BÆ
Ólafur Már
Gunnlaugsson