Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Útsalan er hafin 30-60% afsláttur af útsölu- vörum Undirföt • Sundföt • Náttföt Náttkjólar • Sloppar tækið Helgafellsbyggingar ehf. eignaðist landið sem á aðalskipulagi var íbúðabyggð. Verkefnið var kom- ið nokkuð af stað þegar hrunið skall á af öllum sínum þunga svo fram- kvæmdir sem þá voru hafnar stöðv- uðust. Svo fór að Helgafellsbyggingar urðu gjaldþrota og Landsbankinn leysti eignir á svæðinu, það er lóðir og innviði, til sín. Í framhaldinu var gerður samningur milli bankans og Mosfellsbæjar þar sem sveitarfélag- ið yfirtók framkvæmdir á svæðinu. Eftir það hófst að nýju uppbygging á svæðinu sem hefur verið mjög hröð síðustu ár. Fella skipulag að landslagi Það eru 1.-3. áfangar Helgafells- hverfis sem eru nú langt komnir, það er í brekku undir fjallinu sem snýr mót suðri. Má áætla að þarna séu 2/3 alls byggingamagns í hverfinu. „Mér finnst þetta mjög fallegt og skemmtilegt byggingarland, það eru fá svæði hér á höfuðborgarsvæðinu SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nærri 1.400 manns búa í dag í nýju íbúðahverfi í Helgafellslandi í Mos- fellsbæ. Hverfið er óðum að öðlast heildstæðan svip og þar að myndast samfélag. Fjöldi fjölbýlishúsa hefur verið reistur á svæðinu og eru þau flest í svonefndu Auga, sporöskju- laga reit í miðju hverfinu sem er líkur mannsauga. Allt þar í kringum verð- ur sérbýlishúsabyggð og samtals verða í hverfinu fullbyggðu milli 1.100 og 1.200 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 3.000 manns. Í miðju Auganu er svo hinn nýi Helgafells- skóli en starf þar hófst nú í byrjun vikunnar. Sá skóli þjónar einnig nær- liggjandi hverfi, Ásabyggð, þar sem í dag eru um 560 íbúar. Ráðagerðir um íbúðabyggð við Helgafell hófust um árið 2003. Fyrir- þar sem byggingarlandið snýr mót suðri og sól með fallegu útsýni yfir Sundin,“ segir Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Í þessu hverfi hefur verið kappkostað og tekist að halda sterkum tengsl- um við náttúruna og fella skipulagið að landslaginu. Frá nýju byggðinni er örstutt út í sveit og í óspillta nátt- úru. Þannig tengjast gamli og nýi tíminn saman.“ Nú er unnið að deiliskipulagi 4. og 5. áfanga hverfisins þar sem verða um 300 íbúðir en það er aust- an við núverandi byggingasvæði og þar með innar í landinu. Þar verða einkum og helst sérbýlishúshús sem og í 6. áfanganum, en það er svæði sem er vestan Helgafells, nærri gatnamótum Vesturlands- og Þing- vallavegar. Af þæeim slóðum sést vel yfir Mosfellsbæinn og til Reykjavíkur, yfir Kollafjörð og Faxaflóann, upp á Skaga og til Esj- unnar. „Ég á von á því að lóðir í 4. áfang- anum verði tilbúnar seinni hluta næsta árs og svo í framhaldinu 5. og 6. áfanginn en þar er byggingarland sem nú er í eigu bæjarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn. Sóllilja, Salka og Ugla Það gefur Helgafellshverfi vissu- lega nokkuð menningarlega ímynd að nöfn á götunum þar eru sótt í smiðju Halldórs Laxness, skáldsins mikla í Mosfellsdal. Gaf fjölskylda höfundarins samþykki sitt fyrir því að nöfnin og þar með hugverk hans væru nýtt með því móti. Þær tvær stofngötur sem mynda útlínur Augans svonefnda eru Vef- Nýtt hverfi mót suðri og sól  Heimkynni við Helgafell  Fólkinu fjölgar jafnt og þétt  Nærri 1.200 íbúðir og fjölbýlishúsin fyrst  Götunöfnin sótt til Nóbelskáldsins  Nægt land fyrir íbúðabyggð er tiltækt í Mosfellsbæ Morgunblaðið/Hari Morgunblaðið/Sigurður Bogi Blokkir Augað sem svo er nefnt er sporöskjulaga reitur í miðju Helgafellslandinu. Þar eru fjölbýlishús áberandi en sérbýlin verða fremur í öðrum byggingareitum á þessu svæði. Helgafellshverfi Kortagrunnur: OpenStreetMap Vefarastræti Gerplustræti Varmá H EL G AF EL L Ve st ur la nd s v eg ur Bæjarstjóri „Mér finnst þetta mjög fallegt og skemmtilegt byggingarland,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri um Helgafellslandið og svipmót þess. „Þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa á síðustu árum hefur Mosfellsbær haldið einkenn- um sveitarinnar. Bæjarbragurinn er rólegur, íbúar vita gjarnan deili hver á öðr- um og það er stutt út í náttúr- una. Mér og mínum líður vel í þessum bæ, “ segir Ólafur Már Gunnlaugsson. Þau Hansína Vík- ingsdóttir kona hans og börnin tvö, Eyþór Andri sem nú er tólf ára og María Ólína sex ára, fluttu í Helgafellshverfi á síð- asta ári þegar þau keyptu 110 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi við Vefarastræti. „Við bjuggum í Grafarvogi en stefndum alltaf í Mosfellsbæinn þar sem ég ólst upp. Tækifærið opnaðist þegar nýjar íbúðir í Helgafellshverfi komu á söluskrá og það á mjög hagstæðu verði miðað við hvað almennt gerist á höfuðborgarsvæðinu, “ segir Ólafur. Hann segir nálægð við alla helstu þjónustu vera kost í hverfinu; stutt sé í verslanir, skóla og íþróttaaðstöðu sem börnin sín sæki. Þá sé fínt í góð- ar og vel merktar gönguleiðir, svo sem á Helgafellið sem er víðsýnt af. Tækifæri í Vefarastræti EINKENNI SVEITARINNAR HALDAST Í STÆKKANDI BÆ Ólafur Már Gunnlaugsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.