Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LYSEFJORD N°5859 120x200 cm 99.900 kr. Nú 74.900 kr. 160x200 cm 129.900 kr. Nú 96.900 kr. 180x200 cm 139.900 kr. Nú 99.900 kr. HÖFÐAGAFL N°01 120x200 cm 19.900 kr. Nú 14.900 kr. 160x200 cm 24.900 kr. Nú 17.900 kr. 180x200 cm 29.900 kr. Nú 21.900 kr. LYSEFJORD WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 2 3 4 5 6 1 Nýtt 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort svampur - 5 cm 3 7 svæða pokagormar - 15 cm 4 Stuðningssvampur 5 Bonell-pokagormar - 13 cm 6 Sterkur viðarrammi - 8 cm Fyrstu tónleikar ársins í röðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni verða haldnir í dag kl. 12 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða fluttir skemmtilegir dúettar og aríur úr ýmsum áttum. Flytjendur eru Hall- veig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svav- ar Jósefsson barítón og Hrönn Þrá- insdóttir píanóleikari. Milli laga munu þau fara með gamanmál og mögulega kemur leynigestur fram með þeim. Hallveig, Jón og Hrönn á ljúfum nótum FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Fjögur bestu liðin, að mati Gunnars Valgeirssonar, sérfræðings Morg- unblaðsins, eru komin í undan- úrslitin í bandarísku NFL-ruðnings- deildinni sem fara fram um næstu helgi. New Orleans Saints og Kans- as City Chiefs verða á heimavelli og standa því vel að vígi fyrir leiki sína gegn Los Angeles Rams og New England Patriots. »4 New Orleans og Kans- as standa vel að vígi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kanadíska tón- listarkonan Al- anis Morissette verður heiðruð með tónleikum annað kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Heiðurs- hljómsveitin sem flytur lög hennar er skipuð dyggum aðdáendum hennar og mun hljómsveitin flytja breiðskífuna Jagged Little Pill í heild sinni og aðra slagara Moris- sette. Hljómsveitina skipa Arna Rún Ómarsdóttir, Helgi Reynir Jónsson, Björgvin Birkir Björgvins- son, Jón Ingimundarson, Erla Stef- ánsdóttir, Gunnar Leó Pálsson og Rósa Björg Ómarsdóttir. Alanis Morissette heiðruð fyrir norðan Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á veitingastaðnum Horninu á mót- um Hafnarstrætis og Pósthús- strætis mátti fá mat að ítölskum hætti í fyrsta sinn á Íslandi og stað- urinn hefur kætt matgæðinga í nær 40 ár. Hann er með elstu veitinga- stöðum landsins og hefur verið í eigu sömu eigenda og á sama nafnnúmeri og kennitölu frá upphafi. „Við lögð- um ákveðna línu í byrjun, höfum haldið okkur við hana og hún hefur gengið vel,“ segir Jakob H. Magnús- son, sem á staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Jakob og Valgerður Jóhanns- dóttir, eiginkona hans, bjuggu lengi í Danmörku, en fluttu aftur heim 1979 og opnuðu Hornið í samstarfi við Guðna Erlendsson, frænda Jakobs, í júlí sama ár. Guðni flutti aftur út nokkrum árum síðar en hjónin héldu rekstrinum áfram og standa enn vaktina. Fjölskyldan tekur öll þátt í rekstrinum og vinnunni. Dóttirin Ólöf er matreiðslumeistari eins og Jakob, Hlynur, eldri sonurinn, er með föður sínum í rekstrinum og vinnur í eldhúsinu og Jakob Reynir er þjónn. Samtals eru 18 starfsmenn á sumrin og 15 til 16 á veturna. „Við höfum haft gott starfsfólk í gegnum tíðina og höfum gætt okkar á því að þenja okkur ekki mikið út heldur beina kröftunum á einn stað,“ segir Jakob. Hann vann á ítölskum veit- ingastað í Kaupmannahöfn og kynntist þar ítalskri matargerð, sem var óþekkt á Íslandi. Eftir heimkom- una vann hann á veitingastaðnum Skrínunni á Skólavörðustíg á meðan þau voru að koma Horninu í gang. Trú upprunanum „Við höfum alla tíð verið trú því sem við byrjuðum á, haldið í sérhæf- inguna í pítsum og pasta, og lagt mikið upp úr úrvals hráefni og góð- um mat.“ Veitingaflóran í miðbæ Reykja- víkur var ekki burðug fyrir 40 árum, nokkrir staðir sem buðu upp á heim- ilismat á Laugavegi og Askur á Suð- urlandsbraut. Jakob rifjar upp að Hressó hafi verið lokað klukkan níu á kvöldin, Nautið hafi líka verið í Austurstræti og Hótel Borg og Naustið skammt frá. „Svo voru það Hótel Holt, Hótel Saga og Hótel Loftleiðir. Þetta var ósköp fátæklegt og því má segja að bylting hafi orðið á þessu sviði, en nú er svo komið að matarsala er nánast í hverju rými í miðbænum, sem er kannski of mikið af því góða,“ segir Jakob. Tekur samt fram að gaman sé að fylgjast með gróskunni enda margir flottir staðir og kokkar í borginni. Horninu var strax mjög vel tekið. „Fólki fannst reyndar skrýtið að sitja ekki í básum og sjá hvorki gardínur né teppi, en breytt um- hverfi féll í kramið,“ segir Jakob. „Reksturinn hefur alla tíð gengið ágætlega,“ áréttar hann og segir að helsta breytingin sé sú að áður hafi gestir setið lengi eftir mat en nú fari þeir fyrr á kvöldin. „Viðskiptavin- irnir eru ánægðir, þeir vita að hverju þeir ganga og því höldum við áfram á sömu braut. Við heyrum fólk tala um tvo rótgróna staði; Hornið og Mokka, og ég er ósköp ánægður með að vera nefndur með kaffihúsinu.“ Morgunblaðið/RAX Fjölskyldan á Horninu Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri Hlynur, Valgerður, Ólöf og Jakob Reynir. Hornið traust í 40 ár  Í eigu sömu fjölskyldu og á sömu kennitölu frá byrjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.