Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 72

Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LYSEFJORD N°5859 120x200 cm 99.900 kr. Nú 74.900 kr. 160x200 cm 129.900 kr. Nú 96.900 kr. 180x200 cm 139.900 kr. Nú 99.900 kr. HÖFÐAGAFL N°01 120x200 cm 19.900 kr. Nú 14.900 kr. 160x200 cm 24.900 kr. Nú 17.900 kr. 180x200 cm 29.900 kr. Nú 21.900 kr. LYSEFJORD WWW.ILVA.IS/NORTHBEDS 2 3 4 5 6 1 Nýtt 25% KYNNINGARAFSLÁTTUR 1 Teygjanlegt efni sem má þvo 2 Comfort svampur - 5 cm 3 7 svæða pokagormar - 15 cm 4 Stuðningssvampur 5 Bonell-pokagormar - 13 cm 6 Sterkur viðarrammi - 8 cm Fyrstu tónleikar ársins í röðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni verða haldnir í dag kl. 12 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Á þeim verða fluttir skemmtilegir dúettar og aríur úr ýmsum áttum. Flytjendur eru Hall- veig Rúnarsdóttir sópran, Jón Svav- ar Jósefsson barítón og Hrönn Þrá- insdóttir píanóleikari. Milli laga munu þau fara með gamanmál og mögulega kemur leynigestur fram með þeim. Hallveig, Jón og Hrönn á ljúfum nótum FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Fjögur bestu liðin, að mati Gunnars Valgeirssonar, sérfræðings Morg- unblaðsins, eru komin í undan- úrslitin í bandarísku NFL-ruðnings- deildinni sem fara fram um næstu helgi. New Orleans Saints og Kans- as City Chiefs verða á heimavelli og standa því vel að vígi fyrir leiki sína gegn Los Angeles Rams og New England Patriots. »4 New Orleans og Kans- as standa vel að vígi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kanadíska tón- listarkonan Al- anis Morissette verður heiðruð með tónleikum annað kvöld á Græna hattinum á Akureyri. Heiðurs- hljómsveitin sem flytur lög hennar er skipuð dyggum aðdáendum hennar og mun hljómsveitin flytja breiðskífuna Jagged Little Pill í heild sinni og aðra slagara Moris- sette. Hljómsveitina skipa Arna Rún Ómarsdóttir, Helgi Reynir Jónsson, Björgvin Birkir Björgvins- son, Jón Ingimundarson, Erla Stef- ánsdóttir, Gunnar Leó Pálsson og Rósa Björg Ómarsdóttir. Alanis Morissette heiðruð fyrir norðan Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á veitingastaðnum Horninu á mót- um Hafnarstrætis og Pósthús- strætis mátti fá mat að ítölskum hætti í fyrsta sinn á Íslandi og stað- urinn hefur kætt matgæðinga í nær 40 ár. Hann er með elstu veitinga- stöðum landsins og hefur verið í eigu sömu eigenda og á sama nafnnúmeri og kennitölu frá upphafi. „Við lögð- um ákveðna línu í byrjun, höfum haldið okkur við hana og hún hefur gengið vel,“ segir Jakob H. Magnús- son, sem á staðinn ásamt fjölskyldu sinni. Jakob og Valgerður Jóhanns- dóttir, eiginkona hans, bjuggu lengi í Danmörku, en fluttu aftur heim 1979 og opnuðu Hornið í samstarfi við Guðna Erlendsson, frænda Jakobs, í júlí sama ár. Guðni flutti aftur út nokkrum árum síðar en hjónin héldu rekstrinum áfram og standa enn vaktina. Fjölskyldan tekur öll þátt í rekstrinum og vinnunni. Dóttirin Ólöf er matreiðslumeistari eins og Jakob, Hlynur, eldri sonurinn, er með föður sínum í rekstrinum og vinnur í eldhúsinu og Jakob Reynir er þjónn. Samtals eru 18 starfsmenn á sumrin og 15 til 16 á veturna. „Við höfum haft gott starfsfólk í gegnum tíðina og höfum gætt okkar á því að þenja okkur ekki mikið út heldur beina kröftunum á einn stað,“ segir Jakob. Hann vann á ítölskum veit- ingastað í Kaupmannahöfn og kynntist þar ítalskri matargerð, sem var óþekkt á Íslandi. Eftir heimkom- una vann hann á veitingastaðnum Skrínunni á Skólavörðustíg á meðan þau voru að koma Horninu í gang. Trú upprunanum „Við höfum alla tíð verið trú því sem við byrjuðum á, haldið í sérhæf- inguna í pítsum og pasta, og lagt mikið upp úr úrvals hráefni og góð- um mat.“ Veitingaflóran í miðbæ Reykja- víkur var ekki burðug fyrir 40 árum, nokkrir staðir sem buðu upp á heim- ilismat á Laugavegi og Askur á Suð- urlandsbraut. Jakob rifjar upp að Hressó hafi verið lokað klukkan níu á kvöldin, Nautið hafi líka verið í Austurstræti og Hótel Borg og Naustið skammt frá. „Svo voru það Hótel Holt, Hótel Saga og Hótel Loftleiðir. Þetta var ósköp fátæklegt og því má segja að bylting hafi orðið á þessu sviði, en nú er svo komið að matarsala er nánast í hverju rými í miðbænum, sem er kannski of mikið af því góða,“ segir Jakob. Tekur samt fram að gaman sé að fylgjast með gróskunni enda margir flottir staðir og kokkar í borginni. Horninu var strax mjög vel tekið. „Fólki fannst reyndar skrýtið að sitja ekki í básum og sjá hvorki gardínur né teppi, en breytt um- hverfi féll í kramið,“ segir Jakob. „Reksturinn hefur alla tíð gengið ágætlega,“ áréttar hann og segir að helsta breytingin sé sú að áður hafi gestir setið lengi eftir mat en nú fari þeir fyrr á kvöldin. „Viðskiptavin- irnir eru ánægðir, þeir vita að hverju þeir ganga og því höldum við áfram á sömu braut. Við heyrum fólk tala um tvo rótgróna staði; Hornið og Mokka, og ég er ósköp ánægður með að vera nefndur með kaffihúsinu.“ Morgunblaðið/RAX Fjölskyldan á Horninu Jakob fyrir framan og síðan frá vinstri Hlynur, Valgerður, Ólöf og Jakob Reynir. Hornið traust í 40 ár  Í eigu sömu fjölskyldu og á sömu kennitölu frá byrjun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.