Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
Í grein minni sem
birtist í Morgunblaðinu
12. janúar sl. fjallaði ég
um fyrirliggjandi
áform stjórnvalda um
upptöku veggjalda á
þremur stofnleiðum út
frá höfuðborgar-
svæðinu til að fjár-
magna stórfram-
kvæmdir í vegagerð.
Niðurstaða mín varð sú
að þetta fyrirkomulag væri af mörg-
um mikilvægum ástæðum ekki
heppileg fjármögnunarleið í því
verkefni sem hér um ræðir og því
væri rétt að horfa til annarra leiða
sem hentuðu betur og líklegt væri
að víðtækari sátt næðist um í þjóð-
félaginu.
Hvar geta veggjöld nýst sem
heppileg tekjuleið?
Áður en ég kem að þessum hug-
myndum mínum um nýja tekjuleið
er rétt að taka fram að ég tel að inn-
heimta veggjalda geti í mörgum til-
fellum verði heppileg leið sem
stjórntæki og tekjuleið við uppbygg-
ingu vegaframkvæmda. Sem dæmi
hér um má nefna afmörkuð og vel
skilgreind verkefni s.s. Hvalfjarð-
argöng, Vaðlaheiðargöng og Sunda-
braut þar sem vegfarendur hafa
jafnframt val um aðrar aksturs-
leiðir. Þá geta veggjöld og samtengd
veggjaldakerfi verið heppileg leið og
öflug stjórntæki í þéttbýli til að
draga úr umferðarálagi og mengun
um leið og þau skapa mikilvægar
tekjur sem nýtast í uppbyggingu
samgangna innan sveitarfélaganna.
Hröð þróun í Noregi
Í dag eru um 250 veggjaldastöðv-
ar („bomstasjoner“) í Noregi. Heild-
artekjur vegna innheimtu veggjalda
(„bompenger“) námu um 150 millj-
örðum ÍSK á síðasta ári og heild-
arskuldir um 750 ma.kr. Með-
algreiðsla veggjalda á árinu 2018
var um 60 þkr. á hvert ökutæki og
fer hækkandi. Fram að þessu hafa
rafbílar verið undanþegnir greiðslu
veggjalda, en á því verður breyting
á þessu ári. Norska Stórþingið hefur
samþykkt lög sem heimila inn-
heimtuaðilum að hefja gjaldtöku á
rafbílum, sem skal þó að hámarki
nema 50% af almennu veggjaldi.
Þessi innheimta hefst í Osló í vor og
væntanlega í Bergen á næsta ári,
þegar hlutfall rafbíla hefur náð 20%.
Í upphafi voru veggjaldastöðvar
settar upp til að flýta fyrir og fjár-
magna, að hluta til eða að öllu leyti,
ýmsar nýframkvæmdir á þjóðvega-
kerfinu um land allt („bomanlegg“).
Þessi verkefni voru tímabundin og
innheimtu hætt þegar lán vegna
framkvæmdanna höfðu verið greidd
upp. Í dag eru veggjaldsstöðvar í
öllum stærri borgum og bæjum
Noregs og þar fer þeim ört fjölg-
andi. Sett hafa verið upp samtengd
veggjaldakerfi („bomringer“) í flest-
um borgum sem afla mikilla tekna
en hafa jafnframt þann tilgang að
stýra og draga úr umferð og meng-
un á helstu umferðarleiðum á álags-
tímum. Þetta er m.a. gert með því
að hækka fjárhæð veggjalda á
álagstímum.
Athygli vekur að aðeins um 30%
af innheimtum veggjöldum af öku-
tækjum í 9 stærstu borgum Noregs
fara til uppbyggingar gatnakerfisins
á þessum stöðum. Um 70% af þess-
um tekjum fara í almennings-
samgöngur (strætó og lestarkerfi)
og í uppbyggingu göngu- og hjóla-
stíga („bypakker“). Hæst er þetta
hlutfall í Osló þar sem um 85% af
tekjunum fara í annað en sjálft
gatnakerfið. Þessi þróun sætir vax-
andi gagnrýni, þar sem margir eig-
endur ökutækja og samtök bíleig-
enda í Noregi (NAF)
vilja annaðhvort hætta
alfarið innheimtu
veggjalda eða að
hærra hlutfall af
veggjaldatekjum renni
til uppbyggingar
gatnakerfisins.
Akstursgjald í stað
veggjalds
Þegar allir mögu-
legir valkostir hafa
verið skoðaðir er nið-
urstaða mín sú að
heppilegasta leiðin sé sú að taka upp
svokallað „akstursgjald“ til að fjár-
magna þær stórframkvæmdir í
vegagerð sem flestir landsmenn eru
nú sammála um að ráðast þurfi í.
Akstursgjald er einfalt tekjukerfi
sem byggist á svipuðu innheimtu-
kerfi og notað er við innheimtu bif-
reiðagjalda. Kerfið byggist á álestri
ökumæla í öllum ökutækjum og raf-
rænni innheimtu í heimabanka. Mið-
að er við að álestur ökumæla fari
fram við aðalskoðun á hverju ári án
sérstaks kostnaðar af hálfu skoð-
unarfyrirtækja.
Fyrstu 4 árin eftir nýskráningu
mun akstur nýrra ökutækja taka
mið af árlegum meðalakstri í hverj-
um flokki, skv. upplýsingum Sam-
göngustofu. Eigendur nýskráðra
ökutækja geta síðan sent inn raf-
rænar upplýsingar um álestur öku-
mælis ef mikil frávik eru á rau-
nakstri og áætluðum akstri,
hliðstætt því sem þekkist við álestur
mæla fyrir rafmagn og heitt vatn
hjá orkufyrirtækjunum.
Miðað er við að bílaleigur greiði
akstursgjald af sínum bílum en ekki
leigutakarnir sem oftast eru erlend-
ir ferðamenn. Gjaldið sem verður
mjög lágt hlutfall af leiguverði bíla-
leigubíla mun því eftir atvikum, fær-
ast inn í verðskrá hjá bílaleigunum á
sama hátt og á við um aðra atvinnu-
bíla.
Álestur ökumæla í erlendum öku-
tækjum sem hingað koma til tíma-
bundinnar notkunar mun fara fram
við tollskoðun á Seyðisfirð, þ.e. við
komu og brottför, akstursgjaldið
verður greitt við brottför.
Miðað við fyrirliggjandi áætlanir
stjórnvalda um framkvæmdakostn-
að og framkvæmdatíma og for-
sendur um lánstíma, vaxtakjör o.fl.
má áætla að meðalakstursgjald fyrir
fólksbíl verði um 40-50 aurar á km
eða um 5 þkr. á ári, m.v. 13 þkm.
akstur. Þetta samsvarar um fjórð-
ungi af árlegum kostnaði við dekkja-
skipti á fólksbíl.
Reiknað er með því að gjald fyrir
bílaleigubíla verði hærra en fyrir al-
menna fólksbíla, t.d. x3 = 1,2 kr/km
og að gjald fyrir stærri ökutæki
(>3,5t) verði t.d. x5 = 2 kr/km.
Áætlað akstursgjald fyrir bílaleigu-
bíl sem ekur 50 þkm á ári yrði þá um
60 þkr/ári eða að meðaltali um 165
kr/dag.
Helstu kostir akstursgjaldsins
Akstursgjaldið er sanngjörn
leið við innheimtu tekna sem mun
nýtast allri þjóðinni í stórbættu
vegakerfi.
Akstursgjaldið mismunar ekki
fólki eftir búsetu. Eigendur allra
ökutækja (óháð orkugjafa) greiða
akstursgjaldið sem endurgjald fyrir
notkun þeirra á öllu vegakerfi lands-
ins.
Þessi leið er einföld og gegnsæ,
hún endurspeglar raunverulega
notkun hvers ökutækis á vegunum.
Líklegt er að víðtækari sátt
verði í þjóðfélaginu um þessa fjár-
mögnunarleið en um núverandi
áform stjórnvalda um upptöku
veggjalda.
Gjaldtakan er sjálfvirk og hef-
ur ekki áhrif á umferð frá einum
stað til annars. Engin leið er að
komast undan gjaldtöku.
Fjárhæð akstursgjalda á öku-
tæki sem ekur reglulega um stofn-
leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu
verður mun lægri en þau gjöld sem
stjórnvöld hafa áformað að inn-
heimta með veggjöldum.
Lítill sem enginn stofnkostn-
aður er við innleiðingu kerfisins.
Rekstrar- og innheimtukostn-
aður verður í algjöru lágmarki, eða
um 1-2% af tekjum. Innheimtu-
færslur verða mun færri en í
veggjaldaleiðinni.
Eigendur ökutækja þurfa ekki
að skrá ökutæki sín inn í kerfið.
Engin flókin afsláttarkjör verða, all-
ir greiða sama gjald fyrir hvern ek-
inn km í hverjum gjaldflokki, óháð
aksturslengd og aksturstíðni um
einstaka vegi.
Eftirlit með kerfinu verður ein-
falt, sjálfvirkt og ódýrt. Inn-
heimtukostnaður vegna ógreiddra
reikninga (sektir) verður í lágmarki.
Fjöldi möguleika á mismunandi
útfærslum, auðvelt að sníða gjald-
skrá að ökutækinu skv. ökutækja-
skrá (stærð, þyngd, bílaleigubílar,
erlendir bílar, vörubílar, hóp-
ferðabílar o.s.frv.)
Tekjuáhættan í þessari leið er
minni en í veggjaldaleiðinni. Tekj-
urnar munu taka mið af heildar-
akstri í landinu (samtals 4-5 millj-
arðar km á ári) en ekki svæðis-
bundnum akstri þar sem viðbúið er
að hluti ökumanna muni finna leiðir
til að losna, með auðveldum hætti,
undan gjaldtökunni.
Líklegt er að lánveitendur sýni
þessari fjárfestingu aukinn áhuga ef
þessi tekjuleið verður valin og að
það muni endurspeglast í hagstæð-
ari lánskjörum.
Á næstu vikum munu stjórnvöld
væntanlega leggja fram tillögur um
endanlegt fyrirkomulag við þessa
gjaldtöku. Alþingi þarf að sam-
þykkja sérstök lög um málið, þar
sem m.a. verður kveðið á um heimild
til stofnunar opinbers hlutafélags
sem verði að fullu í eigu ríkisins.
Þar verði ákvæði um markmið fé-
lagsins sem er að annast með sér-
stakri lagaheimild innheimtu þess-
ara tilteknu gjalda og að afla
lánsfjár til að fjármagna undirbún-
ing og framkvæmdir vegna þessara
skilgreindu verkefna.
Lánasamningar félagsins verði án
ríkisábyrgðar en tryggðir með veði í
lögbundnu tekjustreymi vegna
gjaldtökunnar.
Í lögunum verði ákvæði um sam-
skipti og verkaskiptinu á milli fé-
lagsins og Vegagerðarinnar, um 20
ára gildistíma og að félaginu verði
slitið og það lagt niður að þeim tíma
loknum.
Mikilvægt er að breið pólitísk
samstaða náist um afgreiðslu máls-
ins á næstu mánuðum svo hægt
verði að ganga frá stofnun félagsins
í sumar og hefja undirbúning að
framkvæmdum og innheimtu gjalda,
sem heppilegast væri að hefja strax
á næsta ári.
Það myndi lækka kostnað við
verkefnið töluvert þar sem hægt
yrði að fjármagna undirbúnings-
kostnað og hluta af framkvæmda-
kostnaði með tekjum af innheimtu
gjaldanna fyrstu árin.
Lántökur til verkefnisins yrðu því
síðar á ferðinni, þær yrðu lægri sem
þessu nemur og lánstíminn styttri.
Eftir Pálma
Kristinsson »Niðurstaða mín er
sú að heppilegasta
leiðin sé sú að taka upp
svokallað „aksturs-
gjald“ til að fjármagna
stórframkvæmdir í
vegagerð.
Pálmi Kristinsson
Höfundur er verkfræðingur.
Akstursgjald – Heppileg
leið til að fjármagna
vegaframkvæmdir
Við höfum meira um
að velja í fiski en flest-
ir jarðarbúa, en veljum
við rétt? Úr fiski er
það m.a. prótínið sem
þörfnumst en af 20
amínósýrunum eru 8-9
lífsnauðsynlegar og
allar verða þær að
vera í réttum hlut-
föllum svo okkur gagn-
ist þær. Af prótíni
fisks nýtast okkur þó
bara um 75% þeirra (sama í kjöti)
en um 100% í eggjum og næst best
í prótíni mjólkurvara, brauð er bara
nýtanlegt um 45% til að byggja upp
prótín okkar. Dagsþörfin er um-
deild en 0,5 g pr. kg líkamsþyngdar
er flestum sem hættir eru að vaxa
nægjanlegt. 70 kg kroppur þyrfti
því 35 g daglega og ef allt frá fiski
þarf hátt í 300 g skammt.
En prótín er í öllum frumumat og
við borðum fleira en fisk. Íslend-
ingar vöndust á að borða ýsu sem
var lengi ókeypis fyrir daga kæli-
tækninnar og þorskurinn fór mest í
salt og þurrkun. Jú, þorskur og ýsa
eru magrir fiskar en jafngild hvað
næringu varðar. Fita er langt undir
1%. Við förum mikils á mis að
borða ekki feitan fisk eins og síld,
makríl, steinbít og villtan lax. Fitan
í fiskum er sú hollasta sem þekkist
og í fitunni eru fituleysanlegu vít-
amínin. Þá er fitan meir marg-
ómettuð en aðrar olíur
og er þar mikið af
tveimur kolefnis-
fitusýrum sem eru
okkur lífsnauðsyn-
legar: hin tvíómettaða
línólsýra með 18 kol-
efnisfrumeindir og svo
hin þríómettaða línól-
ínsýra, líka með 18.
Þótt þær finnist líka í
jurtaolíum er oftast
eitthvað af trans-
fitusýrum frá vinnsl-
unni. Þegar ómettaðar
fitusýrur verða fyrir
háum hita oxast þær í trans-
fitusýrur og gerir líkaminn engan
mun á og notar t.d. í frumuhimnur
sem væntanlega hegða sér öðruvísi
en náttúrulegar. Heilinn er talinn
hafa allt að 60% fitu og getur tekið
við miklu af transfitu illu heilli.
Jurtaolíur eru ódýrar og varasam-
ar, líka í eldamennskunni. Bara
ólífuolíu sem er kaldunnin og helst
óhreinsuð er mikið neytt á Ítalíu og
er holl en hún er mestmegnis með
einómettuðum fitusýrum með 18
kolefnum. En líkaminn getur líka
myndað þá sýru úr mettaðri fitu.
En við getum borðað magran fisk
og tekið lýsi sem bætiefni og fengið
6-7 lífsnauðsynleg efni úr lýsinu.
Af línólsýru (ómega 6 sýra) getur
líkaminn myndað gamma-línólsýru
(ómega 6 fitusýra) og af henni hina
mikilvægu arakídonsýru og af þeim
tvö efni sem nefnast prostagladin 1
og 2, efni sem stjórna heilsunni.
Fiskur og fitusýrur
Eftir Pálma
Stefánsson
Pálmi
Stefánsson
Í gegnum tíðina
hefur myndast gjá á
milli þeirra sem
stundað hafa hið svo-
kallaða verknám og
hinna sem valið hafa
bóknám eða lang-
skólanám. Erfitt er
að skýra af hverju en
sá kvittur hefur kom-
ist í loftið að þeir sem
séu slakari til höfuðs-
ins fari frekar í verk-
nám en þeir sem mælast þar
sterkari, það kann að vera rétt.
Einhvern tímann átti ég gott spjall
við lögmann sem féll í flokk þeirra
sem töldust nokkuð gildir til höf-
uðsins, sá var talsmaður vinnuveit-
enda á þeim tíma við samninga-
borðið. Hann taldi sér það helst til
tekna og væri raunar skýrt ein-
kenni sinna mældu yfirburða að
hann væri svo klaufskur að hann
gæti með öngvu móti hengt mynd
á vegg, slíkt kostaði bláa og
bólgna fingur eftir öll hamars-
höggin sem lenda mundu á putt-
unum þar sem honum væri fyr-
irmunað að hitta nagla á höfuðið.
Þannig flokkaði þessi ágæti maður
hafrana frá sauðunum. Eins og
þessi flokkun lýsir nú mikilli fá-
kænsku hefur hún lifað býsna
lengi í þjóðarsálinni. Man þegar ég
var í héraðsskóla fyrir margt
löngu, þá var gáfnafar nemend-
anna mælt með minniskönnunum.
Sá sem gat troðið hvað mestu af
utanbókarlærðu í höfuðið á sér og
komið því helst orðréttu á blað
taldist mesti námsmaðurinn. Minni
gaumur var því gefinn hvort við-
komandi skildi efnið sem um var
fjallað, það virtist aukaatriði, aðal-
áherslan var lögð á minnið.
Mat á getu hefur breyst
Þetta finnst mér hafa breyst því
nú er nemendum meira kennt hvar
og hvernig nálgast megi upplýs-
ingar en minna lagt upp úr þulu
fræðslu. Engu að síður liggur það
fyrir að þeir sem í dag eru að
ljúka starfsævinni eða hafa nýlokið
henni voru metnir á grundvelli
minnishæfisins enda sést þess víða
glöggt merki í stjórnkerfinu þar
sem utanaðlærðir
frasar eru teknir fram
yfir skilning á við-
fangsefninu.
Langflestir í ráð-
andi stöðum eru bók-
námsfólk, koma úr
þeim hluta samfélags-
ins. Af hverju spyrja
margir, að mínu viti
er ástæðan nokkuð
einföld, eða sú að
stjórnsýslan byggist á
færni í meðhöndlun
pappíra, að ráða í
merkingu og gildi þeirra, finna
þeim stað, og eiga samskipti á
pappír og geta tjáð sig bæði skrif-
lega og munnlega þannig að
þokkalega gangi að skilja hvort
tveggja, þó að á því geti nú verið
misbrestur.
Þannig gerist það að þeir sem
eru t.d. að sýsla með hið svokall-
aða verknám, sem mér finnst
skrítið orð yfir þann hluta námsins
sem snýr að verklegum fram-
kvæmdum sem má skilja þannig
að hinir sem vinna með pappírinn
séu ekki í neinu starfi sinni engum
verkefnum, sem mér finnst nú
nokkuð klént fyrir þeirra hönd.
Þeir lifa í allt öðrum heimi en þeir
sem eiga að lifa og búa við þeirra
ráðslag, það leiðir eðlilega til þess
að margt af því sem ákveðið er
hentar illa, fellur ekki að þeim
verkefnum sem því er ætlað að
setja ramma um og skilgreina.
Speglar Alþingi samfélagið?
Einhvers staðar segir að Alþingi
eigi að endurspegla íslenskt sam-
félag, þar eigi allir þjóðfélagshópar
að eiga fulltrúa en er það nú svo?
Nei, svo sannarlega ekki, ég hygg,
án þess að ég hafi skoðað það, að
þá sé megnið af þingmönnunum
með háskólapróf af einhverju tagi
sem er að sjálfsögðu bara gott mál
en segir okkur engu að síður að
vinnustaðurinn Alþingi fellur undir
skilgreininguna um að vera papp-
írsvinnustaður, en þar er settur
ramminn um líf og störf okkar
allra af einstaklingum sem hafa
ekki í öllum tilfellum eigin reynslu
af þeim störfum og starfsumhverfi
sem þeir eru að véla með. Allt
fram á þennan dag hefur sjávar-
Heimarnir tveir
Eftir Helga Laxdal
Helgi Laxdal