Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.01.2019, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 KRINGLU OG SMÁRALIND 5.597 VERÐ ÁÐUR 7.995 BARNASKÓR SKECHERS MECCA BARNASKÓR MEÐ GRÓFUM SÓLA. STÆRÐIR 27-33. ÚTSALA 30% AFSLÁTTUR >> >> Marta María mm@mbl.is Það er fátt eins óspennandi og fólk sem talar í frösum, er fyrirsjáanlegt á allan hátt, gerir alltaf sömu hlut- ina, klæðir sig alltaf eins og segir aldrei neitt frumlegt. Ef þú vilt breyta þér og verða aðeins hressari og skemmtilegri, byrjaðu þá á því að taka til í fataskápnum þínum. Fólk í litríkum fötum er nefnilega miklu áhugaverðara en þeir sem þora aldrei að taka áhættu. Ef þú vilt uppfæra þig fyrir vorið og vera alveg löðrandi þegar kemur að straumum og stefnum þá má sjá hér hvað stóru tískuhúsin leggja til. Tískukóngur augnabliksins er án efa Alessandro Michele, list- rænn stjórnandi ítalska tísku- hússins Gucci. Hann náði að dusta rykið af gömlum prent- um og stælum og koma þeim í móð á ný eftir hlé. Þegar vortíska Gucci er skoðuð kem- ur í ljós að glundroð- inn er í forgrunni. Margvíslegum munstrum er bland- að saman á heillandi hátt og fötin eru vel merkt svo það fari örugglega ekki framhjá neinum hvaðan þau koma. Franska tískuhúsið Chanel gerir þetta líka. Ekki er víst að eldri Chanel-frúr myndu láta sjá sig í hvítri skyrtu með CHA á öðrum vasanum og NEL á hinum en kannski er verið að reyna að höfða til yngri markhóps. Það sem er líka áberandi er að lógó Chanel er gert sýnilegt á eins mörgum stöðum og hægt er og ofgnóttin er allsráðandi. Það er náttúrlega glatað að vera með eina Chanel-tösku þegar þú getur „flexað“ tveimur. Ef við ætlum að draga einhvern lærdóm af Gucci og Chanel þegar við tökum til í fataskápnum gætum við mögulega prófað nýjar samsetn- ingar eins og að fara í klassískan jakka við leikfimisbuxurnar, klætt okkur í gallabuxur og gallajakka, blandað saman ólíkum munstrum og farið nokkrum skrefum lengra en við myndum annars þora. Ef það er eitthvað sem þú ættir að láta eftir þér 2019 þá er það það að prófa þig áfram. Finndu nýjar fatasamsetningar í þínum eigin fataskáp og þegar þú ferð í fata- búð prófaðu þá að máta föt sem þú heldur að fari þér ekki. Prófaðu liti, munstur og ný snið. Það versta sem gerist er að þú færð hláturskast ein með sjálfri þér í mátunarklefanum og sleppir því að kaupa þau. En þú gætir líka upp- lifað nýja hlið á þér. Ef þú gerir þetta mun eitt- hvað skemmti- legt gerast! Áfram þú árið 2019! GUCCI vor 2019 Chanel 2019 GUCCI vor 2019 GUCCI vor 2019 GUCCI vor 2019 Ætlar þú að vera þessi goslausa 2019? Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimiiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Chanel 2019 Chanel 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.