Morgunblaðið - 17.01.2019, Qupperneq 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019
✝ Ólöf Helga Sig-urðardóttir
Brekkan fæddist í
Reykjavík 22.
nóvember 1928.
Hún lést í Reykja-
vík 10. janúar 2018.
Faðir hennar var
Sigurður Hólm-
steinn Jónsson,
blikksmíðameistari
í Reykjavík, f. 30.
júní 1896, d. 1. des-
ember 1985, sonur Jóns Sigurðs-
sonar bónda og Júlíönu Hans-
dóttur húsfreyju í Flatey á
Breiðafirði. Móðir Ólafar var
Sigríður Elísabet Guðmunds-
dóttir, húsmóðir f. 28. maí 1898,
d. 17. september 1976, dóttir
Guðmundar Engilbertssonar
bónda og Önnu Bjarnadóttur
húsfreyju í Dýrafirði.
Systkini hennar eru Baldur
Sigurðsson, f. 30. september
1922, d. 1. maí 2000, Magnús
Sigurðsson, f. 28. september
1925, d. 10. apríl 2017, og Hólm-
Sigurður Björn og Una Sjöfn. 3)
Hólmsteinn Brekkan blikk-
smíðameistari, f. 18. nóvember
1962, börn hans eru Tinna,
Sara, Ólöf Eir og Viktoría,
barnabörn eru Mikael Geir,
Adrían, María og Alexandra. 4)
Helga Brekkan kvikmynda-
gerðakona, f. 25. nóvember
1964, börn hennar eru Hanna
Mía og Emily. 5) Hanna Brekk-
an innanhússarkitekt, f. 25.
nóvember 1964, börn hennar
eru Kilian og Aron.
Ólöf varð stúdent frá MR árið
1948 og Cand. Odont. frá HÍ
vorið 1953 og hlaut tannlækn-
ingaleyfi sama ár. Hún lauk
framhaldsnámi í tannréttingum
við Tannlæknaháskólann í Ósló
1973-1975. Hún var aðstoðar-
tannlæknir sumarið 1963,
aðstoðarmaður í tannréttingum
1. nóvember 1966 til ágúst 1973
og júní 1975 til desember 1980.
Hún rak eigin tannlækninga-
stofu frá janúar 1981 til ársins
2000. Einnig var hún leiðsögu-
maður 1975-1982.
Ólöf var í stjórn TFÍ 1968-
1970 og í húsnefnd TFÍ.
Útförin fer fram frá Nes-
kirkju við Hagatorg í dag, 17.
janúar 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
steinn Sigurðsson,
f. 26. október 1939.
Eiginmaður
Ólafar var Ás-
mundur Friðriks-
son Brekkan, pró-
fessor og læknir, f.
11. maí 1926, d. 11.
apríl 2017, sonur
Friðriks Ásmunds-
sonar Brekkan rit-
höfundar og Estrid
Falberg Brekkan
kennara.
Börn þeirra eru 1) Friðrik
Brekkan leiðsögumaður, f. 21.
apríl 1951, giftur Jóhönnu Jó-
hannsdóttur, f. 3. ágúst 1962,
börn þeirra eru Júlía og Ragna.
Börn Friðriks eru Hanna og Vil-
hjálmur Goði, barnabarnabörn
eru Finnbogi og Guðrún Gígja.
2) Elísabet Brekkan kennari, f.
19. apríl 1955, gift Þorvaldi
Friðrikssyni, f. 22. desember
1952, börn þeirra eru Estrid,
Brendan og Patrik, barnabörn
eru Elísabet Estrid, Tómas Ían,
Móðir mín Ólöf Helga, stoð
okkar og ósérhlífin stytta, er
horfin á vit nýrra ævintýra. Síð-
asta skeið lífsins dvaldi hún í
mjög góðri umsjón frábærs
starfsfólks á Grund. Þar eign-
aðist hún marga nýja vini og
kom inn í hringiðuna og deildi
kímnigáfu sinni og jákvæðri
nærveru með öllum sem þar eru
til dvalar og starfs. Var ynd-
islegt að sjá hvað henni leið þar
vel.
Ótal minningar koma upp
þegar ég hugsa til mömmu og
allar jákvæðar. Hún hjálpaði öll-
um og var einstaklega handlag-
in. Hana langaði í raun að læra
innanhúshönnun og arkitektúr
eins og Högna skólasystir henn-
ar en svo varð ei, en hún kom
samt að mörgum hönnunarverk-
um innan fjölskyldunnar. Hún
var menntuð tannlæknir frá Há-
skóla Íslands en á miðjum aldri
ákvað hún að læra tannréttingar
og nam í tvö ár í Noregi. Hún
starfaði um áratuga skeið við
tannréttingar, lengst af í sam-
vinnu við Ólaf Björgúlfsson í
Miðstræti í Reykjavík.
Þegar ég lít til baka skil ég
ekki hvernig hún hafði þrek í að
ala upp fimm mismunandi „akt-
ífa“ villinga með öllum tilheyr-
andi frávikum frá eðlilegu lífi,
en hún tók þetta allt með æðru-
leysi og leitaði í grunninn vest-
firzka og flateyska, en foreldrar
hennar voru af Dýrafjarðar-
svæðinu og úr Flatey á Breiða-
firði, sterkt og gott fólk.
Mamma var skírð Ólöf Helga í
höfuðið á fósturforeldrum móð-
ur sinnar Sigríðar Guðmunds-
dóttur frá Litla Garði í Dýra-
firði, þeim Ólafi Pjeturssyni og
Helgu Halldórsdóttur, sem síðar
fluttust til Reykjavíkur og
bjuggu í fjölskylduhúsi okkar á
Mímisvegi 6. Fjölskyldan ferð-
aðist þónokkuð saman, en í raun
ekki nægilega oft þegar litið er
til baka. Fórum víða um Svíþjóð
vegna starfa föður okkar, Ás-
mundar Brekkan, og svo til
Þýzkalands og Englands,
Austurríkis og Spánar. Fórum
nokkrar ágætis ferðir um Ísland
en oft var snarvitlaust veður.
Einu sinni vorum við í Veiði-
vötnum og var svo mikið sand-
rok að tjöldin fuku öll „eitthvað“
burt. Á leið til Akureyrar um
páskana 1964 lentum við í hálf-
gerðum fellibyl, en það var
ákveðið að þrauka og láta sig
hafa það að aka norður í Hlíð-
arfjall og eins og við manninn
mælt þá birti upp og við nutum
þess að vera á skíðum í fjóra
daga í dásamlegu veðri.
Það er sama í hvaða minn-
ingakistu ég leita, alltaf eru
minningarnar jákvæðar um
mömmu. Hún lagði sig alla fram
með rólegheitum sínum, dugnaði
og eilífri vinnu að sjá til þess að
börnunum, barnabörnunum og
barnabarnabörnunum liði sem
allra bezt, alltaf. Mamma vann
um árabil með Jóhönnu konu
minni og náðu þær vel saman og
hélzt sú vinátta og „trúnó“ alla
tíð og fyrir það erum við öll
þakklát. Dætur okkar Jóhönnu,
Júlía og Ragna, koma inn á þau
svið sem mamma vildi gjarnan
læra, hönnun og arkitektúr og
veit ég að þar mun hún fylgjast
vel með. Mamma gerði alltaf allt
100 prósent. Hanna og Villi,
börnin mín, eru og á skapandi
sviði og hún naut þess að fylgj-
ast með dugnaði þeirra. Hef
ekkert annað en góðar minn-
ingar um mömmu og þakka ég/
við fyrir öll tækifæri sem við
höfðum til að vera saman í leik
og starfi. Blessuð sé minningin
um Ólöfu Helgu Sigurðardóttur
Brekkan.
Friðrik Á. Brekkan.
Æskuheimili Ólafar tengda-
móður minnar var á Mímisveg-
inum í Reykjavík. Þar voru
hamingjudagar bernskunnar
með góðum vinkonum eins og
Daddy, sem bjó handan götunn-
ar, og öðrum. Mímisvegurinn og
næstu götur mynduðu eitt best
skiplagða hverfi Reykjavíkur
með fallegum húsum og stórum
görðum og þar bjuggu þá lista-
menn eins og Einar Jónsson,
Ásmundur Sveinsson, Ásgrímur
Jónsson, Páll Ísólfsson og skáld-
konan Hulda sem bjó í næsta
húsi við Ólöfu og orti fegurst
ættjarðarljóð.
Ólöf var til fjölda ára á sumr-
um kaupakona á Grjóteyri í
Kjós þar hafði hún með sér ung-
an bróður sinn Hólmstein Sig-
urðsson sem hún hugsaði um og
annaðist. Hún var dugmikill
námsmaður í Austurbæjarskól-
anum, Menntaskólanum í
Reykjavík og síðar í Háskóla Ís-
lands. Móðir hennar, Sigríður
Elísabet Guðmundsdóttir, var
öflugur liðsmaður í kvenfélagi
Hallgrímskirkju og faðirinn,
Sigurður Hólmsteinn Jónsson,
blikksmíðameistari sem rak
Blikksmiðju Reykjavíkur, lagði
og hönd á plóginn við kirkju-
bygginguna. Hún var ættuð úr
Dýrafirði en hann var Breiðfirð-
ingur. Hann var kominn af mikl-
um köppum og sægörpum úr
Hólsbúð sem var eitt höfuðbýlið
í Flatey. Hann var sonarsonur
Sigurður Ólafssonar í Hólsbúð
sem var á áraskipaöldinni talinn
ásamt með Snæbirni í Hergilsey
annar tveggja bestu siglara
Breiðafjarðar. Hann var vertíð-
arformaður þegar tugir manna
fórust ár hvert í brimi og stórsjó
þegar fárviðri gerði undir
Svörtuloftum. En Sigurður úr
Hólsbúð missti aldrei mann,
honum barst aldrei á eins og
faðir Ólafar sagði. Frægust er
sagan þegar gríðarmikið illhveli
reyndi að gleypa bát formanns-
ins úr Hólsbúð en í því kom
reyðarhvalur og hratt illhvelinu
niður í djúpið. En við átökin
braut hvalsporður afturhluta
bátsins en formaðurinn náði
engu að síður að stýra til lands
og allir menn lifðu.
Þetta er nefnt hér því Ólöfu
brá mög til breiðfirskra forfeðra
sinna um útlit og atgervi. Þetta
voru eiginleikar eins og höfð-
ingsskapur og rausn, hún var
smiður góður, framkvæmdasöm,
verkmikil, ráðagóð og hjálpsöm.
Hún sneið föt og endurnýtti, og
saumaði fagrar rúmábreiður úr
klæðisbútum og gaf börnum sín-
um. Hún lagði flísar í eldhús og
baðherbergi þegar lagerhúsnæði
var breytt í íbúð fyrir dóttur
hennar og tengdason. Og þegar
tengdasoninn vanhagaði um
kjólfatabuxur vegna kórsöngs
spretti hún sundur kjólfatabux-
um grannholda og spengilegs
föður síns heitins og setti í stóra
bót milli skálmanna sem hefur
dugað vel til kórsöngs síðan.
Á þessum tímamótum er
þakklæti efst í huga og ég óska
Ólöfu tengdamóður minni far-
arheilla með elstu ferðabæn sem
til er á íslensku og stendur í
Landnámu.
Mínar bið ek at munkareyni
meinalausan fararbeina.
Heiðis haldi hárrar foldar
hallar drottinn yfir mér stalli.
Þorvaldur Friðriksson.
Við amma sátum oft og spjöll-
uðum saman yfir cappuccino og
ræddum um eldhúsinnréttingar
og sniðugar lausnir í hönnun.
Samband mitt við ömmu var
mikið, við spjölluðum og spáðum
í hvernig hægt væri að end-
urhanna gömul föt. Það er mér
minnisstætt þegar hún sagði frá
því þegar hún var ófrísk að tví-
burunum Helgu og Hönnu. Hún
sagði að hún hefði verið hand-
viss um að hún gengi með tvær
stelpur en læknirinn sagði að
hún hefði ekki rétt fyrir sér,
þetta væri stór þungur drengur.
Á þeim tíma var ekki hægt að
fara í sónar. Eftir að tvíburarnir
fæddust kom læknirinn til henn-
ar og bað hana afsökunar.
Eftir að vera búin að eignast
fimm börn fór amma í fram-
haldsnám í tannlækningum til
Noregs. Amma Ólöf var hógvær
og ekki sjálfhælin, það var ekk-
ert verið að blogga eða pósta um
ofurkonur á þeim tíma. En hún
er ein af þeim sem svo sann-
arlega margir gætu tekið til fyr-
irmyndar.
Í mörg ár var hægt að koma
til ömmu og skoða nýjasta tölu-
blaðið af Året runt. Það sænska
tímarit fjallar um m.a. lífsstíl,
sálfræði, læknisfærði, hönnun
heimili og matargerð. Amma
lagaði fjölbreyttan og góðan mat
innblásin af sænskri matargerð.
Amma var mikill hönnuður og
hafði mikið verksvit. Endurnýtti
föt, saumaði nærbuxur úr nátt-
kjólum og bjó til bútasaumsrúm-
teppi úr gömlum efnum, bætti
húsgögn og flísalagði stórt
þvottahús og baðherbergi.
Nokkrir af afkomendum
hennar hafa erft þessa einstöku
hönnunarhæfni sem amma bjó
yfir, hún sagði það sjálf að ef
svoleiðis nám hefði verið til þeg-
ar hún valdi sér starfsgrein
hefði hún orðið hönnuður.
Eitt af mörgu sem ég gleðst
yfir að hafa lært af ömmu er að
spila rommí og hvernig á að
telja stigin. Góð lykt af hreinum
og vel saman brotnum þvotti
minnir mig alltaf á hana. Hún
var hagsýn og skynsöm. Gjaf-
mild, góð móðir og amma.
Ég kveð ömmu mína með
söknuði og trega en um leið
þakka ég fyrir að hafa kynnst
svo merkri konu sem er mér og
verður ávallt mikilvæg fyrir-
mynd í lífinu.
Estrid Þorvaldsdóttir.
Elsku amma.
Ég tel mig svo heppinn að
hafa átt góðar stundir með þér
síðastliðið vor þar sem ég dvaldi
á Íslandi í tvo mánuði. Í eitt af
þeim skiptum sem ég kom að
heimsækja þig á Grund var ynd-
islega fallegur dagur og við fór-
um í göngutúr saman, þú sagðir
mér frá afa og atburðum úr lífi
þínu. Við sátum á bekk og nut-
um sólarinnar, eins og þegar þú
komst og heimsóttir okkur í
september á hverju ári í sveitina
á Ítalíu. Við Kilian vorum svo
heppnir að hafa ykkur alveg út
af fyrir okkur í heilan mánuð ár
hvert og þú kenndir okkur Su-
doku og fannst þér alltaf eitt-
hvað að gera. Líka þegar þú
naust sólarinnar á svölunum á
Þorragötu, þar kenndir þú okk-
ur ólsen ólsen sem við spiluðum
stundum saman með þér inni í
eldhúsi.
Hjá ykkur afa og minni stóru
fjölskyldu á ég mínar bestu jóla-
minningar, þar sem hittust tugir
af frændum og frænkum sem þú
varst svo stolt af og allir elskuðu
þig svo heitt.
Ég man síðustu jól okkar
saman, þá töldum við saman alla
sem voru í boðinu og varst þú
sjálf svo hissa á „öllu þessu
fólki“ eins og þú sagðir það. Ég
man að við fórum saman í
Kringluna að kaupa jólagjafir og
auðvitað var komið við á Café
Roma þar sem þér fannst voða
gott að setjast og fá cappucino
og croissant.
Ég man fyrir tveimur árum
þegar þú fórst með mig í bíltúr
á kraftmikla Opelnum þínum og
þú fórst í rosastuð og sportgír
þegar þú settist undir stýri enda
varstu góður bílstjóri og elsk-
aðir að keyra.
Ég man í hvert skipti þegar
kom að kveðjustund og við héld-
um til baka til Ítalíu, þá stóðuð
þið við eldhúsgluggann og veif-
uðuð til okkar þangað til bíllinn
fór í hvarf, í hvert skipti var
þetta erfið skilnaðarstund fyrir
okkur, en það hjálpaði mér að
ég fann ykkur nálægt mér þó að
þúsundir kílómetrar skildu okk-
ur að. Nú, elsku amma mín, ertu
farin í ferðalag til að hitta afa og
er erfitt fyrir þig að slíta þig frá
okkur öllum en mamma, Kilian
og ég ásamt allri þinni stóru
fjölskyldu erum núna að kveðja
þig úr eldhúsglugganum eins og
þú gerðir við alla sem komu til
þín og þótti vænt um.
Við finnum núna fyrir tóm-
leika og hryggð sem mun síðar
breytast í hamingju yfir því að
finna fyrir þér í hjartanu vitandi
af þér á fallegum stað, þú og afi
saman. Skilaðu kveðju til afa frá
okkur Kilian.
Þinn,
Aron.
Elsku fallega amma.
Nú ertu komin til englanna á
himnum og afa. Hér á jörðinni
varstu engill margra og ég og
hin barnabörnin, barnabarna-
börnin og börnin vorum þínir
englar og við höldum áfram að
varðveita engilinn þinn í okkur
og þú munt ávallt vaka yfir okk-
ur að ofan, handan eða hvar sem
það nú er sem hinar framliðnu
sálir safnast saman. En það er
án efa góður staður og bjartur
og birti enn yfir með komu
þinni. Við skulum kalla hann
„allt um kring“, eins og í hinu
fallegu kvöldbæn Sigurðar Jóns-
sonar frá Presthólum.
Nú um jólin vorum við Hönn-
urnar saman á aðfangadag á
Ítalíu og hringdum í þig. Þú
varst þreytt, en glöð að heyra í
okkur. Rauðkálið þitt fræga var
meðlæti með jólasteikinni og
minningarnar streymdu fram
samofnar hinum rauða, krydd-
aða ilmi. Jólailmi. Þau eru mörg
jólaboðin sem þið afi hélduð og
mikið var hlegið, skrafað, sungið
og spilað. Sífellt bættist í hópinn
og ástúðlegt faðmlag þitt
breikkaði að sama skapi og um-
vafði hina nýju fjölskyldumeð-
limi og laðaði þá að sér.
Þú varst umvafin ást og um-
hyggju, þeirri sömu og þú gafst
og styrkur þinn var aðdáunar-
verður og ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
ömmu svona lengi. Næstum 50
ár.
E.t.v. er það vegna brennandi
skíðaáhuga þíns, allra Austur-
ríkisferðanna (þ.á.m. einnar
okkar saman), eða blómaástar
þinnar, en ég hugsa alltaf um
alparósina er ég hugsa til þín.
Alparósin heldur ótrúlegri feg-
urð sinni og ferskleika í harð-
geru landslagi Alpanna og minn-
ir okkur á hve mikið kraftaverk
lífið er og að fegurðin þrífst líka
við erfiðustu aðstæður. Þú verð-
ur alla tíð í hjarta mínu elsku
Helga amma, mín alparós, eða
eins og texti samnefnds lags
segir svo fagurlega:
Alparós, alparós
árgeislar blóm þitt lauga
hrein og skær, hvít sem snær
hlærðu sindrandi auga
Blómið mitt blítt, ó þú blómgist frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós
aldrei ljúkist þín saga.
Þín,
Hanna.
Nú kveðjum við þig, elsku
amma okkar. Við gætum ekki
verið þakklátari fyrir allt sem
þú hefur gefið okkur.
Það kemur margt upp í hug-
ann, þegar við sitjum hér og
hugsum til þín, sem hægt er að
setja niður á blað varðandi
kjarnakonuna hana ömmu.
Dugnaðarforkur sem átti samt
alltaf nægan tíma fyrir okkur
stelpurnar.
Alveg sama hversu mikið lá á
þá var alltaf hægt að fara til
ömmu og vera aðal í smá stund.
Amma ofurkona skilur eftir sig
heila hersveit af þakklátum
ömmubörnum og langömmu-
börnum og erum við systurnar
svo heppnar að vera partur af
þessum frábæra og hæfileika-
ríka skara.
Við systurnar berum ekkert
nema þakklæti og gleði í hjarta
að hafa átt hana sem ömmu og
okkar börn sem langömmu, hún
var alveg yndisleg kona og það
var gott að hafa hana í lífinu.
Takk fyrir allt.
Við elskum þig.
Tinna, Sara, Ólöf Eir og
Viktoría Brekkan.
Við vorum fjögur sem lukum
tannlæknaprófi 1953 og vorum
við Ólöf kventannlæknar númer
tvö og þrjú. Vinátta okkar hófst
í tannlæknadeildinni svo þetta
er orðin löng saga.
Eftir að Ólöf hafði eignast sín
fimm börn og búið í mörg ár í
Svíþjóð þar sem Ásmundur var
við nám og störf, hóf hún fram-
haldsnám í tannréttingum. Hún
starfaði síðan sem sérfræðingur
þar til starfsævinni lauk.
Margar ferðir fórum við sam-
an í gegnum árin. Fyrst heim-
sóttum við hvor aðra meðan ég
bjó með fjölskyldu í Noregi á
Svíþjóðarárum hennar. Seinna
fórum við oft saman í ferðalög.
Minnisstæð er mér ferðin í
Lónsöræfi þar sem ekið var upp
Illakamb og yfir óbrúaða á.
Skíðaferðir til Austurríkis voru
margar, einnig eftir að ég varð
ekkja. Við tók svo golfið bæði
innanlands og utan. Ekki má
gleyma 60 ára afmælisferð okk-
ar Ólafar með mökum til Kína
og Balí. Allt var tekið upp á
myndband svo auðveldara væri
að rifja upp stórkostlega ferð.
Við höfum átt samleið í starfi,
fríum og búsetu. Við bjuggum
nálægt hvor annarri í Laug-
arásnum og nú síðustu rúma tvo
áratugi á Þorragötunni. Nýlega
héldum við upp á 90 ára afmælin
okkar með þriggja daga millibili.
Ég mun sakna Ólafar vinkonu
minnar sárt. Takk fyrir 70 ára
vináttu.
Elín Guðmannsdóttir.
Ólöf Helga Sigurð-
ardóttir Brekkan
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
i ll i undirbúnings og
framkvæmd útfar r ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu o umhyggju
að leiðarljósi og f fa legum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna