Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 48

Morgunblaðið - 17.01.2019, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 Beztu uppskriftirnar okkar bestakryddid.is Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Hálfheimagert kryddbrauð 1 pakki af Toro krydderkake 1 egg ½ dl olía eða 100 g bráðið smjör/ smjörlíki 2 dl vatn Hitið ofninn á 170 C° blástur Setjið innihald pakkans í skál Blandið svo eggjum, vatni og olíu eða smjöri út í Hrærið vel Bakið í 35 mínútur Þar sem ofnar eru afar mismun- andi mæli ég með að stinga prjóni í mitt brauðið áður en það er tekið út úr ofninum, til að vera viss um að það sé bakað í gegn. Ljósmyndir/María Gomez Kryddbrauð er bæði bragðmikð og gott.Ómótstæðilegt kryddbrauð Hver elskar ekki heimabakað kryddbrauð? Hvað þá ef það er nærri tilbúið þannig að fyrirhöfnin er nán- ast engin. Matargúrúinn María Gomez sem heldur úti bloggsíðunni Paz.is bakaði þetta brauð á dög- unum og var gríðarlega ánægð með útkomuna. Kryddbrauð eða kryddkaka eins og sumir kalla það, stendur ávallt fyrir sínu enda frábær blanda af sæ- tindum og brauðmeti. Best er brauðið nýbakað og volgt. Kryddbrauð er sérlega gott með smjöri. Hvern dreymir ekki um þessa stórkostlegu vekjaraklukku sem er með innbyggðri kaffivél. Og við erum ekki að tala um neitt hversdagssull heldur hágæða uppáhellingu sem fær kaffiunnandann til að stynja af gleði (eða eitthvað í líkingu við það). Þessi magnaða klukka/kaffivél er að slá í gegn svo um munar en fyrst var fjallað um tilurð hennar á Matarvefnum fyrir rúmu ári þegar fram fór hópfjármögnun til að koma henni í framleiðslu. Nú er komin vefsíða og verslun og fagurkerar jafnt sem fjölmiðlar fá ekki nóg af þessari snilld. Gripurinn kostar tæpar 50 þúsund krónur og hægt er að skoða hann nánar á vefsíðunni barisieur.com Hvað er betra en að byrja daginn á nýlöguðu kaffi? Góðan daginn! Það ríkir þjóðarsátt um mataræði landans um þessar mundir en heils- an er í fyrirrúmi sama hvaða leið er farin. Ketó-bókin er nánast upp- seld í Hagkaup og hjá Pure Deli í Kópavoginum eru vinsældir grænmetisdjús- anna svo miklir að daglega er verið að búa til djús úr tonni af grænmeti. Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, eins eig- anda Pure Deli eru svokallaðir þriggja daga orkuhreinsikúrar vin- sælastir hjá honum en þá eru djús- arnir drukknir allan daginn en á kvöldin er léttur kvöldverður. Jón leggur mikla áherslu á að mikil- vægt sé að djúsarnir innihaldi mik- ið magn af grænmeti en ekki ein- ungis ávöxtum eins og sumir flaska á. „Þegar fólk drekkur góðan grænmetisdjús eykur það orkuna og blóðsykurinn helst stöðugur. Grænmetisdjúsarnir er fullir af vítamínum og við notum til að mynda mikið af rauðrófum sem eru bólgueyðandi og lækka blóðþrýst- ing ásamt því að vera fullar af trefj- um. Sellerí vinnur gegn bólgum og er mjög vatnslosandi, fullt af magn- esíum, A-vítamíni og járni. Síðan er sítróna, engifer, gúrkur, gulrætur og epli. Þessir djúsar eru algjör orku- sprengja sem hjálpar manni við að losna við slenið eftir jólin.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Djúsa hátt í tonn á dag Jón Arnar Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.