Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 52

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 ✝ Vignir Þor-björnsson fæddist á Höfn í Hornafirði 25. júní 1947. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu á Hornafirði 2. janúar 2019. Foreldrar hans voru Ágústa Mar- grét Vignisdóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1923, d. 31. maí 2015, og Þorbjörn Sig- urðsson, flugvallarstarfsmaður og vitavörður, f. 7. febrúar 1918, d. 16. apríl 1988. Vignir var annar í röð sex bræðra, hinir eru Sigurbergur, f. 1946, d. 2007, Ólafur Björn, f. 1948, Örn Þór, f. 1951, Ágúst Hilm- ar, f. 1952, d. 2010, og Guðjón Hermann, f. 1962. Eiginkona Vignis er Sigríð- ur Ragnhildur Eymundsdóttir, Vignir Snær, f. 2007. 2) Þor- björn, f. 23. september 1970, eiginkona hans er Jónína Ó. Kárdal, f. 8. nóvember 1966. Dætur þeirra eru Helga Fann- ey, f. 2003, og Hugrún, f. 2006. Vignir byrjaði ungur að aldri að aðstoða föður sinn og afa við afgreiðslu flugvéla á Hornafirði og tók hann síðar við sem umdæmisstjóri á flug- vellinum á Hornafirði eftir að hann hafði lokið landsprófi frá Héraðsskólanum á Laugar- vatni og samvinnuskólaprófi frá Samvinnuskólanum á Bif- röst. Alls áttu árin á launaskrá hjá hinum ýmsu flugfélögum, þá aðallega Flugfélagi Íslands og flugfélaginu Erni, allt í allt eftir að verða 53 en hann starf- aði á flugvellinum allt þar til hann hætti störfum sökum ald- urs 1. desember 2015. Með- fram flugafgreiðslunni vann Vignir ýmis störf, til dæmis við vitavörslu, eldsneytisaf- greiðslu og fleira. Vignir sat í hreppsnefnd og ýmsum öðrum nefndum á Hornafirði um ára- bil. Útförin fór fram í kyrrþey. f. í Dilksnesi 22. desember 1948. Foreldrar hennar voru Helga Bjarnadóttir hús- freyja, f. 17. jan- úar 1909, d. 6. apr- íl 1996, og Eym- undur Björnsson bóndi, f. 15. nóv- ember 1898, d. 12. mars 1996. Vignir og Ragna gengu í hjónaband 27. desember 1969 og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Helga Guðlaug f. 8. febrúar 1969. Eiginmaður hennar er Borgar Antonsson og eru börn þeirra: Ragnhild- ur Lind, f. 1989. Sonur hennar er Böðvar og fósturdóttir Gull- veig Katrín. Brynja Rut, f. 1992. Sambýlismaður hennar er Sindri Snær. Vigdís María, f. 1995. Aron Freyr, f. 2005. Elsku besti pabbi minn, ég bara trúi ekki að þú sért farinn í þitt síðasta flug. Betri pabba er ekki hægt að hugsa sér. Þolin- mæði þín var einstök, þú áttir alltaf tíma fyrir okkur öll. Það voru aldrei læti í kringum þig og þú gerðir verkin á þínum hraða. Stundum fannst mér ganga held- ur hægt enda fékk ég ekkert af þolinmæði þinni en þegar upp var staðið gerðir þú allt svo vel að það var vel þess virði að bíða. Flugið var líf þitt og yndi enda varstu búinn að vinna við það allt þitt líf. Flugfjölskyldan þín er stór og þér þótti svo vænt um þau öll. Þegar þú varst orðinn veikur voru það þínir bestu dagar að komast aðeins á flugvöllinn, hitta vini þína og hjálpa til. Þegar þú varst orðinn mjög veikur og svafst mikið vaknaðir þú þegar þú heyrðir í flugvélinni þinni fljúga yfir, brostir og sofnaðir svo aftur. Þið mamma gerðuð allt saman, unnuð saman, ræktuðuð fallega garðinn ykkar og bestu afa- kartöflurnar. Þið höfðuð yndi af því að ferðast um landið og þó svo að þið hafið ekki komist oft í burtu nutuð þið þess alltaf að ferðast saman. Börnin okkar Bogga hafa verið svo heppin að fá að alast upp við hliðina á ömmu sinni og afa, að fá að lenda í skotinu hjá ykkur var alltaf best. Ófáar ferðirnar fóru þau líka yfir í spjall til ykkar og fengu þá yfirleitt eitthvað gott í gogginn. Þær stundir eru ómet- anlegar fyrir þau enda alltaf ein- stakt samband á milli ykkar allra. Þú ert hetja, elsku besti pabbi minn, og barðist við þennan ömurlega sjúkdóm af þolinmæði, þó að þú hafir nú platað okkur smá því þú vildir ekki að við hefð- um áhyggjur af þér. Hluta af jólunum eyddum við öll saman, þú varst veikur en harkaðir af þér til að gera jólin betri fyrir okkur öll. Síðustu dögunum eyddir þú svo á hjúkr- unarheimilinu á Höfn, þar sem svo frábærlega var hugsað um þig og er okkur fjölskyldunni efst í huga mikið þakklæti til allra þeirra sem hjálpuðu okkur í gegnum þessa erfiðu tíma, en starfsfólkið á hjúkrunarheimilinu er alveg einstakt og gerði þessa daga betri fyrir okkur öll. Ég sit hér með tárin í augun- um en minningarnar eru bara svo margar, fallegar og góðar. Ég minnist þess sérstaklega að hafa ekki sagt þér satt í eitt skipti, elsku pabbi, það var ég sem bakkaði á girðinguna … og líka hliðið. Ég lofaði þér að við myndum passa mömmu vel fyrir þig, og það munum við svo sannarlega gera enda er hennar missir mestur. Ég veit að það eru margir sem sakna þín. Ég veit að þú vakir yfir Bödda litla og okkur öllum. Ég veit að það hefur verið tek- ið vel á móti þér þegar þú flaugst í þína síðustu ferð. Pabbi minn, ég sakna þín mikið. Þín uppáhaldsdóttir Helga. Elsku besti afi okkar allra. Það verður aldrei hægt að koma því í orð hvað þú og amma hafið reynst okkur krökkunum úr Holtsenda vel í gegnum tíðina. Það verður sennilega aldrei hægt að finna afa sem hefur jafn mikil og góð áhrif á barnabörnin sín eins og þú gerðir alltaf og heldur áfram að gera um ókomna tíð. Það er alveg sama hvenær það var, við vorum og verðum alltaf velkomin í Holti. Helst vildir þú að við myndum gista sem oftast og gerðum við það mikið, en það var þá kallað að lenda hjá afa og ömmu. Að geta trítlað yfir götuna eftir skóla og fengið besta ristaða brauð í heimi, helst með vini með sér, var frábært, að geta hlaupið yfir á kvöldin þegar kvöldmatur- inn hentaði ekki heima, þá kom- um við yfir og gáðum hvort það væri ekki örugglega eitthvað betra hjá ykkur og helst ís í eft- irmat. Við erum öll svo heppin að hafa svo til fengið að alast upp á flug- vellinum frá því að við munum eftir okkur. Seinna meir höfum við stelpurnar allar unnið í kring- um flugið, þú hefur þá kennt okk- ur að taka á móti vélunum og réttu handtökin, strákarnir sem hafa ekki enn aldur til þess að vinna á vellinum hafa oft mætt og hjálpað til. Við komum til með að vera stolt af því alla tíð að hafa lært af besta og reynslumesta flugþjónustumanni Íslands en mest verðum við þó stolt af því að geta haldið áfram að segja frá því að afi okkar hafi verið þú. Við vit- um að þú ert farinn að taka á móti flugvélum þar sem hvergi er meira að gera í flugumferð, á himninum. Það er svo ósanngjarnt og sárt hvernig lífið gefur og lífið tekur. Hvíldu þig vel og í friði, elsku besti afi okkar allra. Við eigum eftir að sakna þín meira en orð geta lýst alla tíð en við fljúgum til þín þegar okkar tími kemur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Ragnhildur Lind Borgarsdóttir Brynja Rut Borgarsdóttir Vigdís María Borgarsdóttir Aron Freyr Borgarsson Vignir Snær Borgarsson. Tengdapabbi er nú búinn að kveðja okkur og farinn á næsta áfangastað. Vonandi hefur hann það gott og ekki væri nú verra ef þar væru einhverjar flugvélar til að virða fyrir sér. Það er oft þannig að þegar fólk deyr eru allir góðir en ég held svei mér þá að Bói hafi ekki bara verið góður því að mínu viti var hann þeim kostum búinn að hann var hreinlega einn besti maður sem ég hef kynnst. Ég kynntist honum 1987 og aldrei varð ég var við að hann skipti skapi, aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkra manneskju og aldrei hef ég heyrt einhvern tala um hann öðruvísi en sem þann toppmann sem hann var. Svo bara gat hann ekki verk- laus verið og um leið og hann kom heim frá því að afgreiða flugvél var skipt um föt og drifið í ein- hverju sem þurfti að gera úti við. Alltaf átti hann tíma til að gera eitthvað með barnabörnunum og sagði þeim einhverjar sögur á meðan og kenndi þeim hvernig best væri að gera hlutina. Það var til dæmis mjög spenn- andi að fá hnífapróf og var þá bú- ið að fara yfir það hvernig ætti að umgangast hnífa og fyrir öllu að fara varlega. Börnin okkar Helgu bjuggu vel að því að hafa afa og ömmu í næsta húsi og ósjaldan var skutlast upp í Holt í kleinu með osti eða ristað brauð og stundum buðu þau sér í mat ef eitthvað betra var í boði en heima fyrir. Ég veit að hans verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann og vil ég votta þeim öllum samúð mína og sérstaklega þó tengda- mömmu og nánustu aðstandend- um því við höfum öll misst mikið. Kveðja, Borgar Antonsson. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í litla samfélagið á afleggjaran- um okkar. Einstakt samfélag, það var lukka að fá að alast upp á ættarafleggjaranum og það mót- aði mig og gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það eru mörg ár síðan ég hætti að telja kleinurnar sem ég fékk hjá Bóa og Rögnu í stykkjum heldur varð að telja þær í kílóum. Alltaf var tími í spjall, kleinur og hlátur við eldhúsborðið. Alltaf var ég og allir velkomnir, sama þó svo ég væri sex ára, eða þegar börnin mín fóru að geta trítlað á milli húsa. Alltaf var allt óaðfinn- anlegt, húsið og garðurinn upp á tíu. Endalausir völundarstígar með brúm í garðinum þar sem Bói hafði gert ævintýraheim fyrir litla fætur. Allir stígar nýslegnir. Sullustaðir þar sem hægt var að eyða mörgum klukkustundum í leik, hátíð í hring þar sem allir á afleggjaranum komu saman og áttu góðan dag. Dásamlegar minningar sem hlýja manni um hjartaræturnar um ókomna tíð. Elsku Ragna, Helga, Boggi, Tobbi, Jónína, barnabörn og barnabarnabarn, ykkar missir er mikill og sár. Hugur okkar er hjá ykkur öllum. Valgerður Sigurðardóttir og fjölskylda. Komið er að erfiðri kveðju- stund, þegar við kveðjum Vigni Þorbjörnsson, eða Bóa eins og hann var ætíð kallaður. Áratuga vinskapur var með foreldrum okkar og aldrei bar skugga á. Feður okkar kvöddu með rúmlega tveggja mánaða millibili og Ágústa mamma Bóa og mamma voru jafnöldrur, skóla- og fermingarsystur og vin- konur alla tíð. Þau hvíla nú öll saman í Hafnarkirkjugarði. Ekki minnkaði sambandið þegar Ragna frænka mín og Bói gengu í hjónaband fyrir hartnær fimmtíu árum. Tærasta minning- in er samt frá 8. febrúar 1969, en þá kom Bói og sótti mig og sagði: „Ég er að ná í þig því við vorum að eignast dóttur áðan og þú átt að vera fyrsta manneskjan til að líta hana augum.“ Við svona tækifæri hrannast minningar upp, stórveislurnar í Holti, kaffitímarnir við borðið á Öxi, jóla og nýársheimsóknirnar svo eitthvað sé nefnt. Svo eru það kartöflurnar: Eitt sinn hringdi hann og sagði: „Ég er búinn að setja niður 53 kart- öflur, hvernig gengur hjá ykkur?“ Kveikt var á jólaseríunni á kartöflukofanum á haustin þeg- ar kartöflurnar voru komnar í kofann og slökkt á vorin þegar síðasta útsæðiskartaflan var komin í mold. Ekki er hægt annað en að minnast á skrúðgarðinn í Holti. Garðrækt var sameiginlegt áhugamál hjá Rögnu og Bóa og ber garðurinn þess merki sem er sönn paradís. Þau áttu líka því láni að fagna að stórfjölskylda Helgu dóttur þeirra er í næsta nágrenni við Holt og stutt fyrir börnin fimm að tölta til ömmu og afa. Bói var einstaklega barngóður og hafði alltaf tíma til að ræða málin og útskýra. Ekki veit ég til þess að hann hafi nokkurn tíma „skipt skapi“. Upp úr stendur minningin um umhyggjusemina og hjálpsem- ina. Ef við fórum út fyrir sýslu- mörkin fylgdist hann nákvæm- lega með okkur, hvar við værum, hvernig gengi, hvernig veðrið væri og hvort ekki væri örugg- lega allt í lagi. Missir fjölskyldu og vina er mikill en eftir stendur minningin um góðan dreng sem öllum vildi hjálpa og öllum gott gera. Elsku Ragna og fjölskylda. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar allra og bestu óskir til litla langömmudrengsins sem berst við erfið veikindi núna. Það er ómetanlegt að eiga góða að, fólk eins og ykkur. Agnes Ingvarsdóttir. Góða vini sem við eignumst á lífsleiðinni getum við aldrei full- þakkað. Sárt er þegar þeir kveðja jarðlífið, allt of snemma að okkur finnst. Kannski er það eigingirni, en manni finnst hlutverki þeirra hér á jörð engan veginn lokið þegar leiðirnar skilur. Vignir Þorbjörnsson og fjöl- skylda hans voru meðal þeirra sem tóku mér opnum örmum þegar ég flutti hingað til Horna- fjarðar árið 1974 og aldrei hefur nokkurn skugga borið á þá vin- áttu. Mikill vinskapur og frænd- semi var reyndar til staðar á milli tengdafjölskyldu minnar og fólksins þeirra Bóa (eins og Vign- ir var jafnan nefndur) og Rögnu konu hans. Naut ég strax góðs af þeim tengslum eins og við fleiri ágæta Hornfirðinga. Bói var einn af þessum fjallt- raustu mönnum sem halda ró- semi sinni og jafnaðargeði hvað sem á gengur. Aldrei vissi ég hann skipta skapi öll þau ár sem leiðir okkar lágu saman. Hann gekk að hverju verki með mikilli samvizkusemi og dugnaði og átti gott með að umgangast jafnt háa sem lága, fullorðna og börn. Lífsstarf hans tengdist frá unga aldri flugsamgöngum við Hornafjörð. Var það framhald af starfi föður hans og afa, sem báð- ir höfðu séð um flugafgreiðsluna frá bernskudögum flugsins hing- að austur. Og nú annast dóttur- dóttir hans það hlutverk þannig að þráðurinn er óslitinn. Um tíma sat Bói í sveitarstjórn á Höfn og þegar ég tók þar sæti síðar heyrði ég oft vitnað til þess hversu tillögugóður hann var þar og hóf sig yfir alla flokkadrætti við afgreiðslu mála. Það lýsir honum vel því þrátt fyrir að hann hefði sínar skoðanir var hann op- inn fyrir röksemdum annarra og tók til þeirra fullt tillit. En fyrst og fremst var Bói mikill fjölskyldumaður, vildi hlúa sem bezt að fólkinu sínu og bar hag þess mjög fyrir brjósti. Við Agnes erum barnlaus en höfum notið þeirrar gæfu að njóta sam- vista við gott fólk með stóra barnahópa í kringum sig sem við eigum góð tengsl við, ekki sízt af- komendur Bóa og Rögnu. Bói var einstaklega barngóður maður og þegar barnabörnin birtust í heiminn sýndi hann þeim enda- lausa þolinmæði og ræddi við þau málin eins og fullorðið fólk. Bói og Ragna hafa oftast verið nefnd í sama orðinu enda sam- rýnd hjón, létt í fasi og áttu gott með að kynnast fólki. Ég minnist þess þegar þau fóru í ferðalag vestur á firði og renndu í hlaðið á Láganúpi hjá móður minni. Mamma dreif þau í kaffi og auð- vitað voru þau orðin aldavinir eft- ir þessa stuttu heimsókn. Ég vil enda þessi fátæklegu minningarorð með kæru þakk- læti til Bóa fyrir einstaka velvild hans, góðmennsku og hlýju í garð okkar Agnesar og fólksins okkar. Ég ber þá fullvissu í brjósti að leiðir okkar munu liggja saman aftur. Rögnu minni og allri fjöl- skyldu þeirra Bóa sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Minning- in um góðan mann mun veita þeim styrk. Guðbjartur Össurarson. Látinn er góður vinur og skólabróðir, Vignir Þorbjörns- son, eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var haustið 1965 að kynni okkar hófust. Við vorum að hefja nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Fljótlega kom í ljós að Vignir hafði einstaklega góða nærveru. Hann var glettinn og hafði oft hnyttin tilsvör og at- hugasemdir við það sem rætt var um hverju sinni og varð fljótlega vinsæll í hópi skólasystkina. Hann var frá Hornafirði og var mjög stoltur af heimaslóðum sín- um. Þar væru hlutirnir í góðu lagi, eflaust mun betri en víðast hvar annars staðar. Á þessum tíma byrjaði Sam- vinnuskólinn fyrr á haustin en aðrir skólar og var alltaf slitið 1. maí á afmælisdegi Jónasar frá Hriflu, stofnanda skólans. Náms- efni var mikið og fjölbreytt og var full kennsla sex daga vikunnar. Nemendur þurftu því að halda sig vel að náminu, enda var ekki annað í boði hjá skólastjóranum sr. Guðmundi Sveinssyni. Vignir var duglegur og góður námsmað- ur og þátttaka hans í skólalífinu var einnig mikil. Skólaárið 1966- 1967 urðum við Vignir herbergis- félagar ásamt Jörundi Ákasyni. Þetta var gott samfélag og við herbergisfélagarnir allir góðir vinir. Stundum var tekist á um landsmálin, en Vignir keypti Morgunblaðið sem sannur sjálf- stæðismaður og voru m.a. leiðar- ar blaðsins teknir fyrir stöku sinnum. Vignir varðist að sjálf- sögðu fimlega eins og honum var einum lagið. Við útskrifuðumst svo frá Bifröst vorið 1967. Vignir fór að sjálfsögðu beint „heim“ til Hafnar í Hornafirði, en undirrit- aður lenti óvænt til Fáskrúðs- fjarðar og varð þar nokkuð leng- ur en áætlað var. Það var því tiltölulega stutt á milli okkar fé- laganna eftir skólaárin. Vignir vann allan sinn starfs- aldur á flugvellinum á Hornafirði sem umdæmisstjóri eða í 53 ár, fyrst hjá Flugfélagi Íslands hf. og síðar hjá arftökum þess. Hann var mjög vel látinn í starfi og heyrði ég það m.a. hjá Kristjáni heitnum Egilssyni flugstjóra hversu gott var að koma á Horna- fjörð og njóta þjónustu og sam- skipta við Vigni. Vignir var reyndar þriðji ættliður sem þjón- ustaði flug til Hornafjarðar og enn mun þessu starfi vera sinnt innan fjölskyldunnar. Vignir og hans góða kona Ragna, reistu sér fyrst hús á Höfn, en fluttu 1980 í annað hús sem þau höfðu reist á æskuslóð- um Rögnu í landi Hjarðarness og nefndu Holt. Vignir var mikill fjölskyldumaður og hélt vel utan um fólkið sitt í gegnum tíðina, alltaf tilbúinn að aðstoða ef á þurfti að halda. Við Sigrún vorum svo heppin að eiga með þeim hjónum góða dagstund í júní sl. sumar, þar sem ýmislegt skemmtilegt var rifjað upp. Við fengum einnig að fylgjast með tjaldinum sem var fastagestur hjá þeim í garðinum í sumar og var smám saman að kynna maka sínum og afkvæmum þennan góða stað og kræsingarn- ar sem fjölskyldan hafði notið frá Rögnu og Vigni. Vignir var ekki mikið á ferð- inni um dagana, var heimakær með afbrigðum og hitti því miður skólafélagana alltof sjaldan. Við Vignir vorum samt alla tíð í góðu símasambandi og fórum reglu- lega yfir það sem efst var á baugi. Við bekkjarsystkinin frá Bif- röst minnumst Vignis með mikilli hlýju og virðingu. Þökkum góð kynni og biðjum honum blessun- ar Guðs á nýjum vettvangi. Rögnu, börnum þeirra og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Gísli Jónatansson. Meira: mbl.is/minningar Vignir Þorbjörnsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.