Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 38

Morgunblaðið - 17.01.2019, Side 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2019 BAKSVIÐ Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Mjög hefur dregið úr frjósemi kvenna víða um heim og í um helm- ingi ríkja heims fæðast ekki nægilega mörg börn til að viðhalda fólksfjölda. Þessi þróun er meðal annars greini- leg á Íslandi þar sem frjósemi var lengi með því mesta sem þekkist í Evrópu en svo er ekki lengur. Hin tæknilegi mælikvarði á frjó- semi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Er yfirleitt miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöld- anum til lengri tíma litið. Nýlega birtist í vísindatímaritinu Lancet grein um niðurstöður rann- sóknar á frjósemi í 195 löndum á tímabilinu frá 1950 til 2017. Um miðja síðustu öld eignuðust konur í þessum löndum að jafnaði 4,7 börn um ævina og hvergi var frjósemin undir fyrr- greindu 2,1 barns viðmiði. Árið 2017 var meðalfrjósemin komin niður í 2,4 börn og í nærri helmingi landanna var hún komin undir 2,1 barn. Merkileg þróun Christopher Murray, forstjóri heilsutölfræðistofnunar Washington- háskóla í Bandaríkjunum, sagði við breska ríkisútvarpið BBC að komið væri að ákveðnum tímamótum þar sem frjósemi í helmingi ríkja heims væri komin undir fyrrgreind viðmið- unarmörk. „Þetta er merkileg þróun og hún kemur mjög á óvart,“ segir hann. Hraðast hefur dregið úr frjósemi í iðnvæddum ríkjum, svo sem í flestum Evrópuríkjum, Bandaríkjunum, Jap- an, Suður-Kóreu og Ástralíu. Skýr- ingarnar eru ekki líffræðilegar held- ur samfélagslegar, svo sem að verulega hefur dregið úr ungbarna- dauða, sem þýðir að konur eignast að jafnaði færri börn, aðgangur að getn- aðarvörnum hefur aukist og atvinnu- þátttaka kvenna og menntun hefur vaxið hratt. Ung pör bíða einnig lengur en áður með að eignast börn. Norska blaðið Aftenposten hefur eftir Trude Lappegård prófessor að ungt fólk, bæði í Noregi og öðrum löndum, sem er að koma undir sig fótunum, upplifi óvissu um efnahag, umhverfismál og stjórnmál sem hafi þau áhrif að það bíði með að taka mikilvægar ákvarð- anir, þar á meðal um barneignir. Það þýðir þó ekki að fólki sé að fækka í þessum löndum, lífslíkur hafa þar aukist hratt, sem þýðir að þjóð- irnar eldast, og innflytjendum hefur einnig fjölgað. Velta má fyrir sér hvaða áhrif þessi þróun muni hafa á heiminn okkar á næstu áratugum, bæði á efnahag ríkja og umhverfismál. Og þau þurfa ekki að vera neikvæð, svo framarlega sem þjóðum heims tekst að laga sig að breytingunum. Líklegt er að fólksflutningar milli landa og heimssvæða muni áfram fara vaxandi, einkum í ljósi þess hve munur á frjósemi milli landa og heimssvæða er mikill. Þannig var frjósemi kvenna í Níger 7,1 barn árið 2017, í Tsjad var hún 6,7 börn, 6,1 í Sómalíu, 6 í Malí og Afganistan og 5,9 í Suður-Súdan. Allt eru þetta meðal fátækustu ríkja heims. Minnst er frjósemin hins vegar í Kýpur og Taívan þar sem konur eign- ast að jafnaði aðeins eitt barn. Konur í Suður-Kóreu, Andorra, Púertó Ríkó og Taílandi eignast að jafnaði 1,2 börn og 1,3 börn í Bosníu, Póllandi, Moldavíu og Japan. Íslendingar eldast Íslenska þjóðin var lengi vel yngri og aðeins frjósamari en hinar Norð- urlandaþjóðirnar en það hefur breyst. Árið 2017 var frjósemi ís- lenskra kvenna 1,71 barn að jafnaði og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Til samanburðar má geta þess að árið 1857 var frjósemi íslenskra kvenna 5,7 börn og 4,3 árið 1960. Meðalaldur frumbyrja, mæðra sem eignast sitt fyrsta barn, hefur einnig hækkað jafnt og þétt. Frá byrjun sjö- unda áratugar síðustu aldar og fram yfir 1980 eignuðust konur sitt fyrsta barn að meðaltali 22 ára en síðustu tvo áratugi hefur meðalaldurinn hækkað og var 27,8 ár árið 2017. Búferlaflutningar hafa áhrif Guðjón Hauksson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands, segir að ýmsar ástæður geti verið fyrir þessari þró- un, þar á meðal miklir búferlaflutn- ingar hingað til lands á síðustu árum. Fólk sem er nýkomið til landsins sé ólíklegra en það sem fyrir er til að eignast börn. „Margir sem koma hingað í þeim tilgangi að vinna ætla sér ekki að stofna fjölskyldu. Meðan það eru svona miklir búferlaflutningar til landsins er ekki óeðlilegt að frjósem- in minnki aðeins,“ segir Guðjón. „Það er hins vegar erfiðara að segja til um hvers vegna frjósemi þeirra sem eru búsettir hér á landi til lengri tíma minnkar. Það hafa alltaf verið einhverjar sveiflur í frjósemi en það hefur farið nokkuð skarpt niður upp á síðkastið. Það sem hefur gerst hjá okkur líka er að frumbyrjualdur- inn hefur hækkað, og þegar það ger- ist dregur úr frjósemi.“ Hagstofan hefur ekki reiknað út hver frjósemi íslenskra kvenna var á síðasta ári en Guðjón segir að fljótt á litið séu vísbendingar um að hún hafi aukist eitthvað á ný. „Hér á landi er enn náttúruleg fjölgun um 2.500 árlega. Það fæðast um 4.500 börn árlega og um 2.000 ein- staklingar deyja. En á móti kemur að stórir árgangar eru að komast á eft- irlaunaaldur og það breytir myndinni talsvert.“ Hratt dregur úr frjósemi  Í um helmingi ríkja heims fæðast ekki nægilega mörg börn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið  Hugsanlega verða brátt fleiri afar og ömmur en barnabörn í sumum löndum „Norgur þarf fleiri börn. Ég held að ég þurfi ekki að útskýra hvernig á að fara að því,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Norðmanna, í nýársávarpi sínu um áramótin. Solberg hefur áð- ur lýst áhyggjum af lítilli frjó- semi landa sinna. Tilraunir stjórnvalda í Noregi til að hvetja fólk til barneigna, svo sem að lengja fæðingarorlof beggja for- eldra, hefur lítinn árangur borið. Sama þróun hefur verið á öll- um löndum á Norðurlöndunum síðustu árin. Sérfræðingar, sem blaðið Aftenposten ræðir við, segjast ekki hafa skýringar á reiðum höndum, auka þurfi rannsóknir á högum og við- horfum ungs fólks til barneigna. Biður um fleiri börn NOREGURFrjósemi kvenna á Íslandi* Frjósemi kvenna á Norðurlöndunum Þróunin frá 1949 til 2017 Árið 2016 Heimild: Eurostat 4,5 4,0 3,5 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 ’49 ’53 ’57 ’61 ’65 ’69 ’73 ’77 ’81 ’85 ’89 ’93 ’97 ’01 ’05 ’09 ’13 ’17 Fædd börn árið 2017 Heimild: Hagstofa Íslands og healthdata.org *Mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu Alls 4.071 2.112 drengir 1.959 stúlkur Frjósemi þarf að vera um 2,1 til að viðhalda mannfjölda Frjósemi í heiminum 1,71 var frjósemi kvenna á Íslandi árið 2017 Frjósemi á Íslandi 1,57 1,71 1,74 1,79 1,85 Finnland Noregur Ísland Danmörk Svíþjóð Kínverjar eru fjölmennasta þjóð heims, þar býr um 1,41 milljarður manna, en sérfræðingar segja að landsmönnum hafi fækkað á síð- asta ári í fyrsta skipti í sjö áratugi, þrátt fyrir að svonefnd eins barns stefna hefði verið aflögð árið 2016 og hjón megi nú eignast tvö börn. Í frétt AFP fréttastofunnar segir að talið sé að kínverskum konum á barneignaraldri muni fækka um 39% á næsta áratug og sú ákvörð- un stjórnvalda að leyfa hjónum að eignast tvö börn nægi ekki til að snúa þróuninni við. Aukin menntun fólks og hækkandi kostnaður vegna heilsugæslu og húsnæðis hafi þar áhrif. Ekki hafa verið birtar tölur um fæðingar á síðasta ári, en óháðir sérfræðingar, sem hafa rannsakað ýmsar hagtölur og upplýs- ingar, áætla, að fæðingum hafi fækkað um 2,5 milljónir frá síðasta ári og alls hafi Kínverjum fækkað um 1,27 milljónir á árinu. Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í opinbera kínverska skýrslu, sem birt var í byrjun ársins þar sem segir að Kínverjar verði 1,44 milljarðar árið 2029 en síðan muni þeim fækka hratt að óbreyttu. Yi Fuxian, sérfræðingur hjá Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkj- unum, segir við AFP-fréttastofuna að kínversk stjórnvöld verði nú að hætta að skipta sér af því sem fer fram í svefnherbergjum fólks, af- nema tveggja barna regluna, lengja fæðingarorlof og nota skattkerfið til að hvetja til barneigna. Nú sé staðan sú að fyrir hvern einn ellilíf- eyrisþega séu sjö einstaklingar á vinnumarkaði sem greiði inn í vel- ferðarkerfið. Árið 2030 verði þeir aðeins fjórir ef ekkert verði að gert. „Kínverska hagkerfið mun ekki fara fram úr því bandaríska. Það mun indverska hagkerfið hins vegar gera en íbúar Indlands eru al- mennt yngri. Það mun áfram draga úr krafti kínverska hagkerfisins sem hefur hrapallegar afleiðingar fyrir hagkerfi heimsins,“ segir Yi Fuxian. Sjá fram á fólksfækkun KÍNA Eitt barn Kínversk fjölskylda. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Á tilboði í janúar! d line baðherbergissett, hönnunar- vara eftir danska arkitektinn og iðnhönnuðinn KnudHolscher. Í settinu er: 1wc rúlluhaldari, 1 aukarúlluhaldari, 1 wcbursti meðupphengi og2 snagar. Tilboðsverð í janúar: 31.677 kr. Fullt verð: 39.596 kr. Sendumumallt land. 20% baðherbergissett afsláttur í janúar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.