Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Öflug og framsækin
fyrirtækjaráðgjöf
Við önnumst
meðal annars:
• Kaup og sölu á fyrirtækjum
• Sameiningu fyrirtækja
• Greiningu á fjárhag fyrirtækja
• Fjárhagslega endurskipulagningu
• Arðsemis- og áhættugreiningar
Ráðgjafar / eigendur
Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA
Gsm. 8939855
Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA
Gsm. 8939370
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Varnargarður við Víkurklett austan
við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs
Kötluhlaups, var á dagskrá ríkis-
stjórnarinnar í gær. Sigríður Á.
Andersen dómsmálaráðherra kynnti
málið.
Tillögur að slíkum varnargarði
eru byggðar á hermun jökulhlaups í
Múlakvísl í kjölfar Kötlugoss. Ráð-
herrann vakti athygli á því að
skýrsla um hermunina benti til þess
að tiltölulega ódýr varnargarður
gæti komið í veg fyrir stórfellt tjón í
þéttbýli Víkur kæmi til Kötlugoss
með jökulhlaupi niður Múlakvísl og
vestur til Víkur. Málið er í höndum
dómsmálaráðherra sem yfirmanns
almannavarna í landinu.
Í líkaninu var stillt upp varnar-
garði við Víkurklett austan við Vík
og niður að sjávarkambinum við
ströndina. Útreikningar sýndu að
garður á þeim stað með krónu í sjö
metra hæð yfir sjávarmáli myndi
varna því að vatn rynni til Víkur.
Samkvæmt upplýsingum frá dóms-
málaráðuneytinu er heildarkostnað-
ur við varnargarð við Víkurklett tal-
inn geta orðið á bilinu 80-110
milljónir króna. Eftir er að hanna
varnargarðinn og ákveða endanlega
staðsetningu hans í samráði við land-
eigendur og sveitarfélagið. Hönnun-
in getur haft áhrif á endanlegan
kostnað við gerð varnargarðsins.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um
að ráðast í þessa framkvæmd. Málið
fer nú til frekari vinnslu hjá viðeig-
andi ráðuneytum og stofnunum, að
sögn dómsmálaráðuneytisins.
Hlaup eins og kom 1918
Á Kötluráðstefnu sem haldin var í
Vík í Mýrdal 12. október, þegar 100
ár voru liðin frá upphafi Kötlugoss-
ins 1918, var greint frá hermun
Kötluhlaups í Múlakvísl og mati á
rennsli til Víkur. Verkfræðistofan
Vatnaskil gerði líkanið.
Matið byggðist á því að það kæmi
jökulhlaup af sömu stærðargráðu og
það sem kom við Kötlugosið 1918.
Tekið var tillit til líklegrar uppsöfn-
unar sets, sem á sér stað í svona
flóði. Það reyndist vera mikilvægt til
þess að fá varfærið mat á rennsli
vatns í átt til Víkur.
Auk þess var greindur atburður
þar sem minna flóð rennur um nýtt
yfirborð í kjölfar Kötluhlaups um
farveg í átt til Víkur. Bæði tilfellin
gáfu svipað mat á mestu flóðhæð eða
um 5,4-6 metra yfir sjávarmáli við
Víkurklett.
Huga að gerð varnargarðs við Vík
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vík Líkan sýnir að jökulhlaup geti náð til Víkur verði ekki gripið til varna.
Hermun jökulhlaups í kjölfar Kötlugoss bendir til þess að vatn gæti flætt til Víkur Slíkt flóð gæti
valdið miklu tjóni Í skoðun er gerð varnargarðs við Víkurklett sem gæti kostað 80-110 milljónir
Kötlugos
» Heildarmagn gosefna sem
nýfallinnar gjósku auk þess
sem bættist við Mýrdalssand
og Kötlutanga 1918 er talið
vera tæplega 2 km3.
» Rúmmál íss sem bráðnaði í
kringum gosstöðvarnar og í
Kötlujökli var a.m.k. 2-2,5 km3
en varla meira en fimm km3.
» Stærstu hlaup sem hætta er
talin á úr Mýrdalsjökli með
rennsli upp undir eina milljón
m3/sek gætu farið með 25-35
km hraða á klukkustund.
Sextán ára fangelsisdómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur yfir Khaled
Cairo, sem varð Sanitu Brauna að
bana í íbúð á Hagamel í september
árið 2017, hefur verið staðfestur af
Landsrétti. Khaled Cairo veittist að
Sanitu Brauna að kvöldi 21. septem-
ber á síðasta ári með því að slá hana
ítrekað í höfuðið með bæði flösku og
slökkvitæki.
Dómsuppsaga í málinu fór fram
kl. 14 í gær og var niðurstaða Lands-
réttar sú að dómur héraðsdóms
skyldi standa óbreyttur, utan þess
að þóknun réttargæslumanns Cairo,
hátt í þrjár milljónir króna, greiðist
úr ríkissjóði.
Cairo var gert að greiða allan
áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti,
en lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, greindi dómurum Lands-
réttar frá því að skjólstæðingur hans
myndi una niðurstöðu dómsins.
Landsréttur stað-
festir 16 ára dóm
Khaled Cairo mun una niðurstöðunni
Morgunblaðið/Hari
Í héraðsdómi Khaled Cairo í aðal-
meðferð málsins í héraðsdómi.
„Tillögur Þjóð-
skjalasafns Ís-
lands um með-
ferð tölvupósta
eru til umfjöll-
unar í mennta-
og menningar-
málaráðuneyt-
inu. Ráðherra
hefur ekki fengið
kynningu á til-
lögunum enn
sem komið er, stefnt er að því á
næstunni,“ sagði í svari upplýsinga-
fulltrúa ráðuneytisins.
Rætt var við Eirík G. Guðmunds-
son þjóðskjalavörð í Morgunblaðinu
fyrir viku.
Sagði Eiríkur að í febrúar 2017
hefði Þjóðskjalasafn sent ráðuneyt-
inu tillögur að reglum um tölvu-
pósta. Tilefni viðtalsins var umfjöll-
un um meðferð tölvupósta sem
spannst í kringum braggamálið
svokallaða. baldura@mbl.is
Ráðherra enn ekki
fengið kynninguna
Lilja
Alfreðsdóttir
Átakshópur sem
stjórnvöld og
heildarsamtök á
vinnumarkaði
settu á fót um
aukið framboð á
íbúðum og aðrar
aðgerðir til að
bæta stöðuna á
húsnæðismarkaði
skilar tillögum
sínum á sunnudaginn.
„Við stefnum að því að skila á rétt-
um tíma, það er eiginlega meginmál-
ið,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Faxaflóahafna og annar tveggja for-
manna hópsins.
Hópurinn hafði samráð við aðra
starfshópa um húsnæðismál og þá
vann Íbúðalánasjóður með hópnum
ásamt öðrum sérfræðingum. „Það
hefur verið góður andi í þessu og all-
ir jákvæðir að ná góðri niðurstöðu.
Það má segja að jákvæðnin og viljinn
hafi skipt mestu máli og margt fólk
hefur komið að verkefninu,“ segir
Gísli. mhj@mbl.is
Tillögum
um húsnæð-
ismál skilað
Gísli Gíslason
Aðgerðir til að
auka framboð
Hundur rak upp stór augu þegar hann sá kött
spóka sig innan við búðarglugga í verslun á
Laugaveginum. Kötturinn pírði augun og starði
á hvutta gegnum glerið en virtist þó ekki kippa
sér mikið upp við heimsóknina. Það má ætla að
það hafi verið mildi fyrir alla að gler skildi dýrin
tvö að. Kisa naut sín kannski inni í hlýjunni, en
hundurinn skartaði fínum vetrarklæðnaði frá
tískumerkinu Supreme.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hundur og köttur heilsast á Laugaveginum