Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019 sp ör eh f. Fararstjóri: Guðrún Bergmann Suður-Afríka er talið eitt fegursta land í heimi. Landslagið er fjölbreytt og litríkt og verðurfarið einstaklega gott. Við skoðum m.a. Jóhannesarborg og förum í tveggja daga safarí í Krugerþjóðgarðinum innan um ljón, nashyrninga og fíla. Við heimsækjum einnig Höfðaborg og förum út á Góðrarvonarhöfða. Einstök ferð til að kynnast töfrum Afríku! 5. - 19. október Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Allir velkomnir á kynningarfund 21. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Suður-Afríka Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Ís- landi á síðasta ári, samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu. Yfir 10 milljón sinnum var leitað þar að upplýs- ingum um flug- ferðir til Íslands og 12,5 milljón sinnum að ferða- mannastöðum á Íslandi. Jesper Vang- kilde, samskipta- stjóri Google í Danmörku og á Íslandi, segir að áhuga á Íslandi megi merkja um allan heim og sá áhugi fari vaxandi. Fólk í öðrum löndum noti Google til að leita að upplýsingum, ekki aðeins um ferðir til Íslands, gist- ingu og veitingahús heldur einnig til að skipuleggja hvað það eigi að gera þegar komið er til landsins, hvert það eigi að fara og kaupa. En þegar hingað er komið virðist verðlagið á Íslandi koma ferðamönn- um í opna skjöldu því algengasta spurning erlendra ferðamanna til Google þegar þeir eru komnir hingað til lands, er: Hvers vegna er allt svona dýrt á Íslandi? Lundar og norðurljós Aðrar algengar spurningar eru: Hvað er hægt að gera/sjá á Íslandi, hvað er hægt að gera í Reykjavík, hvað búa margir á Íslandi, hvar er hægt að sjá lunda á Íslandi, hvar er hægt að sjá norðurljós, hvað er Ís- land stórt, hvernig á að hringja frá Ís- landi, hvar er hægt að kaupa áfengi, hvers vegna heitir Ísland Ísland, hvers vegna eru íslenskar konur svona fallegar og hve mörg eldfjöll eru á Íslandi. Þegar leitað er að ferðatengdum svörum um Ísland frá útlöndum, er algengast að spurt sé um Bláa lónið, frí á Íslandi, gullna hringinn, flug til Íslands, norðurljós, hvað hægt sé að gera hér á landi, hót- el, og bílaleigur. Vangkilde segir þetta sýna, að nauðsynlegt sé að íslensk fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vera sýnileg með stafrænum hætti á netinu og í snjallsímum því viðskipta- vinirnir séu stafrænir. Mikið leitað að upplýsing- um um Ísland á Google Morgunblaðið/Eggert Gullfoss Margir þeirra, sem hafa hug á ferðalagi til Íslands leita meðal annars að upplýsingum um gullna hringinn svonefnda á Suðurlandi.  Verðlagið hér á landi kemur ferðamönnum í opna skjöldu Jesper Vangkilde Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Alls létust 2.245 Íslendingar á árinu 2018. Þar af voru 2.168 búsettir á Ís- landi og 77 erlendis. Samkvæmt upplýsingum frá Kirkjugarðasam- bandi Íslands voru líkbrennslur frá bálstofunni í Fossvogi í fyrra 813 talsins eða 37,5% af tölu látinna á Ís- landi. Fjölgar þeim ár frá ári sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar út- farar. Ef aðeins er horft til Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma má sjá að duftker voru í fyrsta sinn fleiri en hefðbundnar kistur í fyrra, 571 á móti 516. Samkvæmt upplýsingum frá Þór- steini Ragnarssyni, forstöðumanni Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma og formanni Kirkjugarðasam- bands Íslands, voru bálfarir árið 1996 11% á landsvísu og um 20% hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófasts- dæma. Er því spáð að líkbrennsla aukist hratt á næstu árum og verði komin í 70% árið 2050. Þá eigum við samt langt í land með að ná grann- þjóðum okkar. Árið 2017 var hlut- fallið í Svíþjóð 81,3%, í Danmörku 83%, í Finnlandi 53,25% og í Noregi 41,5%. Hlutfallið í stærstu borgum Svíþjóðar og Danmörku er á milli 70 og 90%. Þórsteinn bendir á að endurnýja þurfi bálstofuna í Fossvogi innan fárra ára enda hafi í fyrra verið 70 ár síðan hún var tekin í notkun. Engin hreinsunartæki séu tengd bálstof- unni en slíkt sé orðið lagaskylda í ná- grannalöndunum. Þórsteinn segir að umtalsverður sparnaður sé því fylgjandi að auka líkbrennslu og sá sparnaður komi að- allega fram hjá sveitarfélögunum vegna minna landrýmis. Gangi áður- nefnd spá eftir muni kirkjugarðar á landinu þurfa til viðbótar um 10 hekturum minna svæði en þeir þyrftu ef hlutfallið yrði 50% árið 2050. Sífellt fl eiri bálfarir á Íslandi Hlutfall líkbrennslna af heildarfjölda látinna* á Íslandi 2011-2018 Hlutfall kistna og duftkera hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur 2015-2018 Heimild: Kirkjugarða- samband Íslands 60% 50% 40% Kistur Duftker 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 40% 30% 20% 10% 0% 22% 25% 29% 28% 30% 31% 35% 37,5% 2015 2016 2017 2018 *Látnir íslendingar búsettir á Íslandi 48%52% 48%43% 57% 52% Árið 2018 Duftker 571 Kistur 516 Fleiri líkbrennslur en jarðarfarir í Reykjavík  Mikil fjölgun bálfara, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar (SAF), segir afkomu ferða- þjónustufyrirtækja ekki í beinu sambandi við fjölgun ferðamanna. Ekki sé sjálfgefið að metfjöldi ferða- manna leiði til metafkomu. Tilefnið er umfjöllun í Morgun- blaðinu í gær um horfur í ferðaþjón- ustu. Rætt var við Þórð Birgi Boga- son, framkvæmdastjóra RR Hótela, sem taldi að árið 2019 yrði stærra en 2018 í komum ferðamanna. Árið 2018 var metár í fjölda gistinátta og ferða- manna. Því var ályktað að 2019 yrði metár. Ekki var fjallað um afkomu. Staðan er önnur úti á landi „Það sem fram kemur í fréttinni er ekki í samræmi við heildarsamheng- ið eins og það horfir við okkur. Rætt var við hótelrekanda í Reykjavík. Þegar horft er á málin út frá stöð- unni úti á landi og afkomu fleiri greina ferðaþjónustunnar er staðan öðruvísi. Nýleg skýrsla KPMG sýnir að kostnaður gististaða utan höfuð- borgarsvæðisins er töluvert hærra hlutfall af tekjum en á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Jóhannes Þór og bendir á greiningu hagdeildar SAF. Samkvæmt henni hefur EBITDA – afkoma fyrir fjármagnsliði, af- skriftir og skatta – versnað í flug- rekstri, hjá bílaleigum, í rekstri hóp- ferðabifreiða, hjá ferðaskrifstofum og í veitingasölu síðustu misseri. Samhliða hafi raungengið styrkst og launavísitalan til dæmis hækkað um 44% frá 2012. Þessar rekstrartölur á tímabili stöðugrar fjölgunar ferða- manna vitni um að afkoman fylgi ekki fjöldatölunum. Málið sé flókn- ara. Af því leiði að fullyrðingar um metár í greininni séu varasamar. „SAF telja augljóst að það sé mikil óvissa um stöðu ferðaþjónustunnar í ár. Þá bæði hvað varðar hræringar á flugmarkaði, þróun á helstu mark- aðssvæðum og samsetningu ferða- mannahópsins, þróun olíuverðs og gengis gjaldmiðla, hugsanleg átök á vinnumarkaði og niðurstöðu kjara- samninga. Við deilum því ekki þeirri skoðun að það stefni í metár í ferða- þjónustu, þótt líkur séu til að fjöldi ferðamanna verði meiri en í fyrra,“ segir Jóhannes Þór en SAF spáir 3-5% fjölgun ferðamanna í ár. Hefur dalað frá árinu 2015 Friðrik Árnason, hótelrekandi á Breiðdalsvík, segir tvennt ólíkt að bera saman horfur í ferðaþjónustu á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu annars vegar og úti á landi hins veg- ar. T.d. hafi vetrarnýting hjá hóteli hans á Breiðdalsvík, Hótel Bláfelli, toppað árið 2015. Hann hafi þá getað haft opið allt árið. Reksturinn hafi síðan dalað yfir vetrartímann og ekki verið grundvöllur fyrir að hafa opið allt árið. Efla þurfi samgöngur. „Það er ekki sama aukning í ferða- þjónustu austan Jökulsárlóns og annars staðar á landinu. Því getum við ekki haft opið allt árið. Það er ekki endalaust hægt að tala um met- ár í ferðaþjónustu. Aukningin á við í Reykjavík en ekki á landsbyggðinni. Það er ekki hægt að setja alla ferða- þjónustu á Íslandi undir sama hatt, eða miða alla ferðaþjónustu við Bláa lónið,“ segir Friðrik og bendir á að mörg fyrirtækin séu afar skuldsett. Fjölgun ferðamanna þýðir ekki metár  Samtök ferðaþjónustunnar benda á versnandi afkomu margra lykilgreina EBIDTA12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 350 300 250 200 150 100 50 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Hag- stofa Íslands og Ferðamála- stofa.Útreikn- ingar SAF. Fjöldi ferðamanna og hagnaður ferðaþjónustu EBIDTA* % af tekjum:* í flugrekstri í ferðaskrifstofum hjá bílaleigum hjá hópferðabílum veitingasala og -þjónusta hjá ferðaskipuleggjendum í rekstri gististaða með veitingasölu Fjöldi erlendra ferðamanna frá landinu (vísitala, 2013=100) *Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði Vísitala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.