Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
✝ Jón Sigurðssonfæddist 1. mars
1932 á Ljótsstöðum
í Vopnafirði. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Fossahlíð
á Seyðisfirði 14.
janúar 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Gunnarsson, f. 5.11.
1895, bóndi og odd-
viti á Ljótsstöðum,
d. 24.5. 1974, og Jóhanna Sigur-
borg Sigurjónsdóttir, húsfreyja
frá Ytri-Hlíð, f. 9.11. 1900, d.
5.6. 1992.
Systkini Jóns eru Gunnar, f.
1924, d. 2015, Sigurjón, f. 1925,
d. 2008, Ágúst, f. 1926, Sigurð-
ur, f. 1928, d. 2010, Jörgen, f.
1930, d. 2000, Valgerður, f.
1933, Anna, f. 1935, Katrín, f.
1936, Jóhann, f. 1940, d. 1997,
og Árni, f. 1943.
Jón kvæntist 30.6. 1957 Svan-
björgu Sigurðardóttur, f. 19.5.
1935 á Seyðisfirði, húsfreyju á
Hánefsstöðum. Foreldrar henn-
ar voru Sigurður Vilhjálmsson,
kaupfélagsstjóri og síðar bóndi
á Hánefsstöðum, f. 7.3. 1892, d.
25.2. 1968, og Svanþrúður Vil-
hjálmsdóttir húsfreyja, frá
Brekku í Mjóafirði, f. 7.5. 1894,
d. 3.11. 1989.
gekk í farskóla þar eins og þá
tíðkaðist. Hann vann við búið
heima og tilfallandi verkefni
sem unglingur og var í póst-
ferðum um sveitina. Hann fór á
tvær vertíðir til Vestmannaeyja
og vann í málningarverksmiðj-
unni Hörpu í Reykjavík sem
ungur maður. Árið 1958 tók
hann ásamt Svanbjörgu við búi
tengdaföður síns á Hánefs-
stöðum. Jón gegndi ýmsum
ábyrgðarstörfum á starfs-
ævinni, sat m.a. í hreppsnefnd
Seyðisfjarðarhrepps og var ár-
um saman oddviti, þar til hrepp-
urinn og Seyðisfjarðar-
kaupstaður voru sameinaðir
árið 1990. Hann tók að sér for-
mennsku í sjúkrasamlagi Seyð-
isfjarðarhrepps, sat í stjórn
Kaupfélags Austfjarða, umboðs-
maður Brunabótafélags Íslands
ásamt því að sinna veðurathug-
unum fyrir Veðurstofu Íslands
og flugvallarumsjón á flugvell-
inum á Seyðisfirði. Þá var hann
meðal stofnenda Harmonikku-
félags Seyðisfjarðar. Hann hélt
dagbók eftir að hann hóf bú-
skap á Hánefsstöðum og fylgd-
ist grannt með veðurfari og
skráði niður. Var ósjaldan leit-
að til hans þegar verið var að
meta snjóflóðahættu á Seyðis-
firði.
Útför Jóns fer fram frá Seyð-
isfjarðarkirkju í dag, 19. janúar
2019, og hefst athöfnin klukkan
11.
Börn Jóns og
Svanbjargar: 1)
Sigurður, f. 31.5.
1958, verkfræð-
ingur á Seyðis-
firði. 2) Vilhjálm-
ur, f. 22.3. 1960, fv.
bæjarstjóri á Seyð-
isfirði. 3) Jóhann,
f. 25.4. 1961, fram-
kvæmdastjóri á
Seyðisfirði, giftur
Ragnhildi Billu
Árnadóttur. Börn þeirra eru a)
Eva, f. 27.5. 1992, í sambúð með
Stefáni Rúnari Guðnasyni, b)
Ingvar, f. 25.3. 1995, c) Jón Arn-
ór, f. 3.3. 2000. 4) Gunnar, f.
29.10. 1965, bæjarritari í
Fjarðabyggð, giftur Þórunni
Gyðu Kristjánsdóttur. Börn
þeirra eru a) Arnar Birgisson, f.
27.4. 1981, maki Patty Lum-
inouz, b) Guðný Ósk, f. 17.4.
1992, maki Oleg Pesok, og c)
Brynja, f. 19.4. 1994, unnusti
Úlfur Björnsson. 5) María Svan-
þrúður, f. 26.12. 1971, ráðu-
nautur í Reykjahverfi. 6) Helgi,
f. 16.2. 1975, verkfræðingur í
Reykjavík, giftur Sonju Rúd-
ólfsdóttur Jónsson. Börn þeirra
eru Katarina Björg, f. 20.9.
2007, og Tómas Björn, f. 25.7.
2012.
Jón ólst upp á Ljótsstöðum og
Elsku pabbi minn. Nú skilur
leiðir okkar en þú kvaddir þenn-
an heim á mánudaginn var.
Minningarnar eru margar frá
okkar samverustundum. Ein
fyrsta minning mín er þegar þú
komst að mér að kvöldi þar sem
ég sofnaði á gólfinu, væntanlega
út frá því að dóta mér eitthvað
lengur en átti að vera. Þá tókst
þú mig upp og færðir mig í rúm-
ið mitt en ég man eftir hlýjum
faðmi þínum þar sem þú hefur
verið að koma frá verkum úti
við.
Og þær eru svo fjöldamargar
góðu minningarnar upp í gegn-
um uppvaxtarár mín.
Eflaust hefur það oft reynt á
þig hversu athafnasamur ég var
og þá í ýmsu því sem ég átti
ekki að gera. Með aldrinum
lærðist mér þó það sem ekki
mátti. Mér hefur oft orðið hugs-
að til þess hvernig þú leiðbeindir
og fræddir með þínum hætti.
Það var gert af yfirvegun, með
rólega og hógværa fasinu sem
alla tíð einkenndi þig.
Þessa eiginleika þína ásamt
þrautseigju, raunsæi og ósér-
hlífni kunni ég svo vel að meta
og fannst alltaf svo einstaklega
gott að vera með þér bæði í leik
og starfi. Það eru mikil forrétt-
indi að alast upp með foreldrum
sínum í sveit við margþætt störf.
Í það minnsta kenndi það mér
svo fjöldamargt og ekki síst er
það að þakka þolinmæði þinni.
Þau voru ekki fá verkefnin sem
þú tókst á við með bjartsýni að
vopni og sigraðist á. Að fá að
taka þátt í þeim með þér voru
forréttindi.
Með söknuði kveð ég þig.
Gunnar.
Þegar langri samfylgd lýkur
eru ótal hugsanir og minningar
sem vakna í huganum. Faðir
minn ólst upp á Ljótsstöðum í
stórum systkinahópi við lítil efni.
Það var mikil vinna að sinna
búinu auk þess sem hann tók að
sér póstferðir um sveitina oft við
erfiðar aðstæður. Hann naut
ekki langrar skólagöngu en afl-
aði sér þekkingar og reynslu í
skóla lífsins og lærði af færum
einstaklingum sem voru honum
samtíða eins og fólk hefur gert í
gegnum aldirnar og tíðkaðist áð-
ur en formlegt skólakerfi varð
til. Hann varð með því móti vel
að sér á mörgum sviðum. Það er
fátt sem er betra veganesti í líf-
inu en yfirvegun, hófsemi og
heilbrigð skynsemi og það hafði
hann í ríkum mæli. Hann hafði
heilbrigð gildi og lifði og starfaði
ætíð í samræmi við þau.
Búið á Hánefsstöðum þegar
foreldrar mínir tóku við var lítið
í fyrstu. Smám saman var aukið
við ræktun og framleiðslu. Efni
voru lítil og vinnan mikil og það
þurfti að fara vel með. Það
fylgdi þeim alla tíð en að sama
skapi skorti ekki áræði til að
ráðast í framkvæmdir og byggja
upp. Byggð voru ný hús fyrir
reksturinn og nýtt íbúðarhús. Í
endurminningunni eru þessi
framkvæmdaár eftirminnileg og
skemmtileg þótt vinnan hafi ver-
ið mikil og oft mikið álag. Hann
var ósérhlífinn og eins og það er
góður kostur þá var hann stund-
um ofnotaður. Bygging virkjun-
ar fyrir búið árið 1986 var mikil
framkvæmd sem tók á en hann
hafði mikla ánægju af henni, var
stoltur af virkjuninni og að vera
sjálfum sér nógur með rafmagn
og langaði til að virkja meira.
Meðfram störfum við búið sinnti
hann ýmsum félagsstörfum en
þar ber hæst störf fyrir Seyð-
isfjarðarhrepp þar sem hann var
lengi oddviti. Hann vann öll verk
sín af alúð og árvekni, gætti
þess að sinna þeim skyldum sem
hann tók að sér eins vel og hann
gat.
Mikil og oft erfið vinna tók
sinn toll og um fimmtugt fór að
bera á sliti í líkamanum, einkum
í bakinu. Stundum svo að hann
var óvinnufær. Þá sótti hann í
eiginleika sem hann hafði í svo
ríkum mæli sem var þrautseigja
og oft var ótrúlegt hvað hann
gat gert og hverju hann áorkaði
þrátt fyrir veikindi og erfiðleika.
Honum var það mikilvægt að
geta unnið og fannst erfitt þegar
hann gat það ekki lengur.
Hann var ákaflega laginn og
næmur og sá eiginleiki var ekki
síst mikilvægur í umgengni við
skepnurnar. Hann hafði næmt
tóneyra og hafði yndi af tónlist.
Hann og Jörgen bróðir hans
söfnuðu sér fyrir harmonikku
sem þeir keyptu í félagi þegar
þeir voru unglingar á Ljótsstöð-
um. Hann spilaði á harmonikku
og hljómborð, þekkti ekki nótur
en var mjög fær að spila eftir
eyranu og næmur á tóntegundir.
Hann kunni að meta góðan og
vandaðan flutning, söng og
hljóðfæraleik og gæði hljóðfær-
isins skiptu hann máli.
Mér þykir mjög vænt um að
hafa getað lagt honum lið eftir
því sem ég hef getað í gegnum
tíðina, stundum á erfiðum stund-
um þegar erfiðleikar og veikindi
sóttu að. Eins og síðustu árin
þegar heilsan fór að gefa sig og
hann þurfti á meiri aðstoð að
halda.
Það sem mér er efst í huga á
þessari stundu er þakklæti.
Þakklæti fyrir ríkuleg og gef-
andi samskipti alla tíð. Hann var
ákaflega hjálpsamur við fólkið í
kringum sig þegar á þurfti að
halda og oft var það ekki síst hlý
og yfirveguð nærvera sem skipti
mestu máli.
Sigurður.
Tengdafaðir minn, Jón á Há-
nefsstöðum, kvaddi þessa jarð-
vist 14. janúar sl. Margar minn-
ingar um hann hafa rifjast upp
síðustu daga. Hann kenndi mér
að umgangast dýr. Ég, dýra-
hrædda konan, var allt í einu
komin á fullt að mjólka kýrnar
með honum, orðin mjög fróð um
kindur og hlaupandi upp fjöll að
smala. Gat meira að segja klapp-
að kindunum á kollinn án vett-
linga.
Jón kenndi mér að bakka með
stóra kerru aftan í traktor,
bakka traktor að henni og
tengja við. Þetta lét hann mig
gera aleina því hann sagðist ætla
að skreppa inn og fá sér kaffi-
sopa. En ég sá hvar hann stóð á
bak við stóran bíl á hlaðinu og
reykti pípuna sína, að fylgjast
með hvort tengdadóttir hans til-
vonandi væri nú ekki búin að
læra þetta nógu vel hjá honum.
Jón var góður afi. Hann elsk-
aði barnabörnin sín enda voru
þau mjög hænd að honum. Hann
bókstaflega gerði allt fyrir þau.
Hann var mjög glaður þegar
hann fékk nafna og þó að hann
segði að Jón væri ekki nafn,
fannst honum ekki leiðinlegt að
fá Jón Arnór í fangið á skírn-
ardaginn.
Tengdafaðir minn var bóndi
af lífi og sál. Sauðfé var hans
uppáhald; hann talaði við það
svo unun var að horfa á. Jón var
einstaklega laghentur og alveg
fram á síðasta dag vöfðust hlut-
irnir ekki fyrir honum. Eitt sinn
sagði ég við hann að mig langaði
svo í snúrustaur í garðinn hjá
mér og nokkrum dögum seinna
mætti hann á traktor með tvo
snúrustaura á kerrunni. Jóni
fannst ég þurfa tvo snúrustaura
vegna þess að það var svo góður
yfirbyggður gangur á milli húss
og bílskúrs. Hann var mjög
músíkalskur, spilaði á harmon-
ikku og orgel. Hann hafði gott
tóneyra og sat oft með barna-
börnin sín við orgelið og spilaði
fyrir þau gamlar dægurlagaperl-
ur, bara svona eftir eyranu.
Jón var mjög stríðinn. Stund-
um vissi ég ekki hvort ég ætti að
taka hann alvarlega. Sagði ég oft
við hann að hann þyrfti að fá lyf
við stríðninni en hann sagðist
taka nóg af lyfjum og glotti.
Marga kaffisopana drukkum
við við eldhúsborðið á Hánefs-
stöðum og þá rifjaði hann upp
gamlar sögur úr æsku frá
Vopnafirði, sem mér fannst svo
gaman að hlusta á. Pólitískur
var hann og tók ég þá ákvörðun
fljótt eftir okkar fyrstu kynni að
vera ekkert að ræða pólitík við
hann. Framsóknarflokkurinn
átti allan hans stuðning og þar
vorum við ekki sammála. Hann
mátti ekkert aumt sjá hvorki hjá
mönnum eða dýrum. Hann var
alltaf mættur ef við Jóhann
þurftum á hjálp að halda. T.d.
mætti hann með orf og ljá að slá
garðinn hjá okkur. Það var ekk-
ert rafmagns- eða bensíndót.
Síðasta árið hans var honum
mjög erfitt. Alzheimer sótti hart
að mínum manni. En hann átti
góða að sem hjálpuðu honum.
Ekki síst starfsfólkið á hjúkr-
unarheimilinu Fossahlíð þar sem
Jón var síðasta árið. Þar leið
honum vel. Stundum fannst hon-
um of vel hugsað um sig. Hafði
hann stundum á orði að hann
ætti það bara alls ekki skilið.
Skrifaði hann oft þakkir til
starfsfólks á servíettu og skildi
eftir á borði.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Jóni tengdaföður mínum fyrir
samfylgdina, alla hans vináttu
og elsku. Við hittumst síðar
minn kæri.
Þín tengdadóttir,
Ragnhildur Billa.
Afi minn, Jón Sigurðsson,
kvaddi þennan heim síðastliðinn
mánudag.
Afi grínaðist oft með það
hversu löng og leiðinleg skóla-
gangan hans hefði verið, en
formleg skólaganga var mjög
stutt. Þrátt fyrir það mun mér
reynast erfitt að finna jafn vel
lesinn mann og með jafn sterka
réttlætiskennd og hann afa
minn. Það var sömuleiðis aldrei
langt í húmorinn hjá honum afa
og ef maður var ekki viss um
hvort um væri að ræða alvöru
eða grín þá sá maður fljótt svar-
ið á svipnum hans þar sem hann
setti upp góðlegt stríðnisglott ef
um grín var að ræða, þetta sama
góðlega stríðnisglott sé ég oft
hjá föður mínum og systkinum
hans.
Afi hafði dálæti á því að tína
ber á haustin, og ekki verra ef
hann var með pípuna sína líka,
en þegar ég var lítil gaf ég afa
viðurnefnið „afi með pípu“, hann
reykti pípu þegar ég var yngri.
Þannig kýs ég að muna eftir
honum; að tína ber undir Há-
nefsstaðafjallinu með pípuna
sína.
Takk fyrir allt sem þú kennd-
ir mér, allar sögurnar sem þú
deildir með mér og allt hlaupið
og súkkulaðið sem þú gafst mér
úr nammiskápnum, elsku afi
minn, þín verður sárt saknað.
Guðný Ósk Gunnarsdóttir.
Þessa seinustu daga hefur ein
minning um þig, afi minn, staðið
mjög nærri mér. Við fórum einu
sinni saman í berjamó á Hánefs-
stöðum til að tína aðalbláber.
Mér finnst þessi berjamór lýsa
þér ágætlega.
Við gengum aðeins upp og út
fyrir bæinn í fallegu haustveðri
með hund með okkur. Síðan
skildi leiðir þar sem hvort okkar
leitaði að bestu lautinni. Ég ætl-
aði sko að sýna að ég væri ekki
einskis nýt og hamaðist við að
tína. Þú virtist nú bara vera í ró-
legheitum við tínsluna og ég
taldi að ég hlyti nú allavega að
ná jafn miklu og þú. En jæja, á
daginn kom að ég hafði tínt
helmingi minna. Þú hrósaðir
mér samt eins og ég hefði tínt tí-
falt á við þig. Ég hafði lítið spáð
Jón Sigurðsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
NJÁLL TRAUSTI ÞÓRÐARSON,
andaðist á Hrafnistu Nesvöllum
mánudaginn 7. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 22. janúar klukkan 13.
Kolfinna Árnadóttir
Ástfríður Svala Njálsdóttir
Árný Dalrós Njálsdóttir Gísli Sigurðsson
Jóhanna Njálsdóttir Kári Þorgrímsson
Þórdís Anna Njálsdóttir Erlendur Salómonsson
Kolfinna Njálsdóttir Óskar Birgisson
og fjölskyldur
Elskulegur bróðir og frændi okkar,
ÞÓRARINN BRANDUR ÞÓRARINSSON,
lést þriðjudaginn 8. janúar.
Útför fer fram í Fossvogskirkju
fimmtudaginn 24. janúar klukkan 15.
Stefán Þórarinsson
Sæunn Stefánsdóttir
Svava Lóa Stefánsdóttir
Pétur Helgason
Helena Helgadóttir
Helga Björk Helgadóttir
Gunnar Þór Helgason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GUNNLAUG EYGLÓ SIGFÚSDÓTTIR,
Efstaleiti 71, Reykjanesbæ,
lést á Landspítalanum við Fossvog
föstudaginn 11. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 24. janúar
klukkan 13.
Ragnheiður Halldórsdóttir Ásgeir Torfason
Halldóra M. Halldórsdóttir Hafsteinn Hilmarsson
Halldór, Hilmar, Gunnlaugur Sveinn, Fanndís Harpa
og systkini
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR EIÐSSON,
andaðist í Brákarhlíð, Borgarnesi,
þriðjudaginn 15. janúar.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju
fimmtudaginn 24. janúar klukkan 14.
Jónasína Halldórsdóttir
Þorgerður Sigurðardóttir Ólafur F. Ólafsson
Eiður Sigurðsson Genalyn Dela Cruz
Halldór Steinar Sigurðsson Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
og afabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS Þ. HAUKDAL JÓNSSON,
frá Höll í Haukadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 10. janúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 25. janúar klukkan 13.
Sigurjón Kristjánsson Bodil Kristjánsson
Jón Magnússon Nína Agnarsdóttir
Ása Magnúsdóttir Sigurður Karlsson
Sigurlína Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
TEITUR JENSSON,
lést á Hrafnistu DAS Boðaþingi
miðvikudaginn 9. janúar.
Jarðarför hans fer fram frá Digraneskirkju
í Kópavogi föstudaginn 25. janúar klukkan 13.
Elsie Sigurðardóttir
Sigmar Teitsson Hafdís Hlöðversdóttir
Vilborg Teitsdóttir Helgi V. Sverresson
barnabörn og barnabarnabörn