Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Ágæti Sigurður
Ingi.
Ég heiti Inda Björk
Alexandersdóttir, rétt
að verða 43 ára, gift
og er móðir þriggja
drengja á aldrinum 15
til 25 ára.
Vegamál og umferð-
aröryggi hafa verið
mér ákveðið hugðar-
efni í mörg ár. Ég sat í
Umferðarráði í nokk-
ur ár fyrir hönd Bifhjólasamtaka
lýðveldisins, Snigla, og núna hef ég
það að atvinnu að aka þjóðvegi
landsins á 10 hjóla dráttabíl með
heildarþunga upp á 44 tonn og 49
tonn á undanþágu sem er talsvert
algengt í fiskflutningum.
Hinn 5. október 2018 sátum við
Sigurður Hafsteinsson, einn af eig-
endum Sigga danska. ehf., umferð-
arþing á Grand hóteli þar sem um-
fjöllunarefni var aukin slysatíðni
erlendra ferðamanna á Íslandi. Það
kom okkur Sigurði verulega á óvart
að hvorki þú né Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir ferðamálaráðherra gát-
uð setið þingið vegna annarra anna
þótt það hafi verið ákveðin bót að
sjá ykkur taka þátt í umræðum á
pallborði.
Hins vegar var ég
ein af þeim sem sátu
þingið og fékk að
skjóta fram spurningu
sem hljóðaði svo: Hvað
er hægt að gera?
Hvernig getum við
spornað við þeirri
plágu sem erlendir
ferðamenn eru orðnir
úti á þjóðvegi? Ég sem
atvinnubílstjóri og
keyri flestar mínar
ferðir austur á Seyðis-
fjörð er farin að
þekkja vegakerfið
nokkuð vel, ég veit hvar hætturnar
liggja, hvar slæmu kaflarnir eru,
hvar er búið að vanta stikur í lang-
an tíma, hvaða nýir viðgerðir kaflar
eru illa gerðir og svo framvegis. Til
að nefna þetta hörmulega banaslys
sem varð á brúnni yfir Núpsá 27.
desember sl. þá get ég líka sagt þér
að í hvert sinn sem ég hef keyrt
Suðurlandið hefur mér oft komið í
hug á ákveðnum köflum og brúm:
„hvenær verður banaslys hérna?“
og núna hefur það orðið, hörmulegt
banaslys þar sem þrír láta lífið sök-
um þess að öryggi í vegamálum og
notkun á öryggisbúnaði er í lág-
marki.
Það sló okkur Sigurð líka á þessu
málþingi – og hefur reyndar gert
lengi – hvað vegagerðin er fjár-
svelt. Ég veit að Vegagerðin hefur
oftar en ekki verið öll af vilja gerð
til að sjá vegakerfinu fyrir sóma-
samlegri vetrarþjónustu en það er
eitt sem við landflutningabílstjórar
þurfum að lifa við; arfaslæm vetrar-
þjónusta. Ég hef hringt í neyðar-
þjónustu Vegagerðarinnar seint að
kvöldi til og beðið um hálkuvörn á
Námaskarðið austan við Mývatn og
sá sem sat fyrir svörum spurði mig
hvort ég væri í alvörunni að ætlast
til þess að Vegagerðin ætti að þjón-
usta okkur vörubílstjórana allan
sólahringinn. Svar mitt var já; við
erum nefnilega vinnandi fólk, við
erum foreldrar, börn, systkini og
allir vilja fá okkur heim. En þetta
kvöld var Námaskarðið afar hált
vegna gufu sem liggur yfir þjóðveg-
inn í ákveðinni átt og myndar ís-
ingu. Þetta kvöld fór ég niður
skarðið með bílinn og vagninn í
vinkil og vonaði að ég færi út af
þeim megin sem ég dræpi mig ekki
ef ég færi út af. Kaldhæðnin í
þessu er að maðurinn sem þjón-
ustar Námaskarðið býr á Mývatni
og er allur af vilja gerður til að
þjónusta skarðið betur og lengur,
en hendur hans eru bundnar vegna
fjárskorts Vegagerðarinnar. Það er
ekkert vit í því að þjónusta t.d.
Norðausturland ekki eftir kl. 19 á
kvöldin á þeim forsendum að það
er á þjónustusvæði 2 eða 3. Við sem
keyrum vöruflutningabíla erum
alltaf á ferðinni á þessum svæðum
burtséð frá því hvað annarri um-
ferð líður, við þurfum þjónustu.
Hvað vegtollana varðar, Sig-
urður Ingi, þá getum hvorki ég
sem almennur bifreiðaeigandi eða
maðurinn minn, sem er meðeigandi
í fyrirtækinu Sigga danska ehf.,
samþykkt þessa vegtolla. Það er
verið að margrukka okkur um
gjöld sem hafa ekki skilað sér í
vegakerfið. Með öðrum orðum þá
er það staðreynd að við erum búin
að borga fyrir uppbyggingu vega-
kerfisins og alla þá þjónustu sem
Vegagerðinni ber að veita okkur
með sérstökum sköttum eins og
þungaskatti og bifreiðaskatti. Í
mörg ár hafa hefur einungis brota-
brot af þeim sköttum skilað sér til
vegakerfisins og lögbundinnar
þjónustu, sem er arfaslæm í
ákveðnum landshlutum. Við bif-
reiðaeigendur og atvinnumenn úti á
þjóðvegum söknum þessa fjár-
magns og ég fyrir mitt leyti og fyr-
ir hönd fyrirtækisins Sigga danska
ehf. neita að samþykkja þessa veg-
tolla.
Þetta er ekki siðferðislega rétt
og ég hvet þig og ykkur til að finna
aðra lausn á þessu máli því við
þjóðin eigum rétt á því að aka um á
öruggu vegakerfi án þess að vera
margsköttuð og rukkuð fyrir það
án alls öryggis um að það skili sér,
en það er nákvæmlega það sem hef-
ur verið að gerast hér á landi und-
anfarin ár.
Ég spurði á umferðarþinginu
hvað væri hægt að gera og það sem
mig langar til að leggja af mörkum
er að bjóða ykkur Þórdísi Kolbrúnu
í för með mér og okkur sem ferð-
umst austur á Seyðisfjörð. Mig
langar til að sýna ykkur vinnutækið
okkar, þjóðveginn með okkar aug-
um, sýna ykkur ástandið, benda
ykkur á hættulegu kaflana og hvað
hefur verið gert gott.
Ég hvet ykkur eindregið til að
þiggja þetta boð mitt. Ég lofa þér
og ykkur áhugaverðu ferðalagi í
okkar allra bestu dráttarbílum,
þetta verður líka gaman.
Opið bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar
Eftir Indu Björk
Alexandersdóttur » Vegakerfið, úrbætur
og fjárlög til vega-
framkvæmda. Sýn at-
vinnufólks í akstri úti á
þjóðvegum á vegakerf-
inu og þjónustu Vega-
gerðarinnar.
Inda Björk
Alexandersdóttir
Höfundur er landflutningabílstjóri
hjá Sigga danska ehf.
inda@simnet.is
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Mælum við það
með fjölda þeirra
olíutunna sem spik
hans gefur okkur?
Eða kjötmagninu sem
við skerum af, og
neytum svo eða selj-
um? Eða metum við
virði hvala út frá
skemmtun og
fræðslu, út frá hvala-
skoðun og þá eftir því
hversu miklum fjár-
munum ferðamenn eyða til að fá
að sjá dýrin í sínu náttúrulega
umhverfi?
Fyrir sumum er gildi hvala gef-
ið. Gildi tilveru þeirra og áhyggjur
af velferð hvers dýrs, hvort sem
það fær í sig sprengiskutul, flæk-
ist í net humarveiðimanna eða
verður fyrir flutningaskipi.
Viðhorf okkar breytast með tím-
anum. Saga hvala í menningu okk-
ar er í laginu eins og stundaglas.
Neðri hlutinn táknar ríkulega for-
tíð goðsagna og hefða sem voru til
staðar áður en iðnaðarhvalveiðar
hófust fyrir alvöru. Efri hlutinn er
svo síaukinn áhugi á hvölum sem
birtist í hvalaskoðun og hvala-
söngvum – og eftir stendur þá
þessi örmjói bútur í miðjunni, frá
1930 til rúmlega 1960, örþunnt
mittið. Sérhver veidd-
ur hvalur var smætt-
aður niður í það
hvernig hann stóðst
samanburð við
stærstu skepnu sem
hefur lifað á jörðinni,
fullorðna steypireyði,
og olíuna sem hægt
var að draga úr hon-
um. 110 tunnur eða 15
þúsund lítra.
Á þeim tíma þegar
hvalveiðifyrirtæki
stóðu í blóðugri sam-
keppni við Suðurheimskautið var
notast við „steypireyðareiningu“
til að fylgjast með veiðunum. Hver
hvalur var mældur út frá stærsta
dýri sem uppi hefur verið á jörð-
inni, því magni af olíu sem hægt
var að vinna úr steypireyði. Tvær
langreyðar voru eitt steypireyðar-
gildi eða eitt BWU. Tveir og hálf-
ur hnúfubakur voru sömuleiðis
eitt BWU.
Það er ekki nema um áratugur
síðan vísindamenn byrjuðu að
meta víðtækt hlutverk hvala í vist-
fræði hafsins. Fyrir þann tíma
snérust vistfræðilegar rannsóknir
á hvölum einkum um afrán þeirra
– hve mikinn fisk og átu þeir éta.
Niðurstöður þessara rannsókna
voru stundum settar fram sem
hagsmunaárekstur á milli manna
og hvala og gefið í skyn að hvalir
væru í beinni samkeppni við fisk-
veiðar. Þar af leiðandi bæri að
halda fjölda þeirra í skefjum. Ný-
leg yfirlýsing frá Hafrannsókna-
stofnun á Íslandi endurtekur þess-
ar hugmyndir þar sem því er
haldið fram að hvalir éti í kringum
6 milljónir tonna af fiski og svifi
árlega.
En hvalir eru miklu meira en
aðeins neytendur. Þeir eru líf-
fræðilegir verkfræðingar sem
gegna margvíslegu vistfræðilegu
og efnahagslegu hlutverki. Hér
eru örfá dæmi:
Hvalir færa næringarefni frá
djúpsævinu, þar sem margir
þeirra nærast, upp á yfirborðið,
þar sem þeir hvílast og gefa frá
sér úrgang. Þetta ferli, sem kall-
ast hvalapumpan, losar um köfn-
unarefni, járn, fosfór og önnur
næringarefni í úrgangi (hægðum)
sem þörungar svo neyta, sem eyk-
ur grundvallarframleiðni sjávar.
Þessi vöxtur getur aukið fjölda
svifþörunga og jafnvel lífmassa
fiska í hafinu.
Hvalir geta líka einangrað kol-
efni þegar þeir drepast, í formi
hvalhræja. Þessi náttúrulegi
hvaladauði er líka nauðsynlegur
vistkerfi hundraða djúpsjávarteg-
unda, en sumar þeirra hafa hvergi
fundist nema á hvalhræjum og
eiga á hættu að verða útdauðar ef
þetta búsvæði þeirra hverfur.
Þetta vistfræðilega hlutverk og
gagnsemi þess fyrir okkur mann-
fólkið hefur nýlega verið viður-
kennt af Alþjóðahvalveiðiráðinu í
ályktun um hvalastofna og vist-
kerfi, og gagnsemi þess fyrir
manninn. Rannsóknir okkar og
skilningur er enn að mótast.
Undanfarið ár, sem styrkhafi
Fulbright NSF Arctic, hef ég
rannsakað flutning næringarefna
með skíðishvölum sem ferðast frá
norðurhöfum í mildari og suð-
rænni höf, ferli sem kallast hið
mikla hvalafæriband. Margar
hvalategundir ferðast nær heim-
skautunum til að nærast á sumrin
og fara svo í hlýrri höf á veturna
til þess að fjölga sér og eignast
kálfa. Þeir nærast venjulega ekki í
þessum næringarlitlu vistkerfum,
en þeir skilja eftir næringu frá
heimskautasvæðunum í formi
hvalhræja ef þeir drepast á þess-
um slóðum.
Ég mun mæla vistfræðileg áhrif
þessara næringarefna, sem geta
orðið fæða fyrir hákarla, háhyrn-
inga og önnur lífsform, sem og
næringarefni sem geta ýtt undir
framleiðni í hafinu. Þessar ferðir
hvalanna tryggja beina tengingu á
milli hafsvæða á hæstu og lægstu
breiddargráðunum.
Nú í vetur meta Íslendingar
virði hvala. Meta þeir það aðallega
út frá tekjum af sölu á kjöti?
Tekjum af skipulagðri hvala-
skoðun eða er virði hvala mest í
formi líffræðilegs hlutverks
þeirra, náttúrlegri tilveru þeirra?
Sem stærstu dýr hnattarins,
sem koma reglulega upp á yfir-
borðið til að ná sér í súrefni, eru
hvalir einhverjar sýnilegustu, og
oft umdeildustu, skepnur sjávar-
ins. Geta þeir hjálpað okkur að
berjast við loftslagsbreytingar,
eða endurvakið ævafornar boðleið-
ir næringar, lífríki hafsins sem og
mannkyni til gagns? Um leið og
fjöldi þeirra vex og þeir snúa aft-
ur á fornar fengistöðvar þá mun-
um við komast að því.
Hvers virði er hvalur?
Eftir Joe Roman » Afurðir hvala hafa
löngum verið mik-
ilvægar en þeir gegna
einnig mikilvægu hlut-
verki í vistkerfi sjávar.
Joe Roman
Höfundur er fræðimaður og styrkhafi
hjá Fulbright-National Science
Foundation í Háskóla Íslands og
höfundur bókarinnar Whale
(Reaktion).
romanjoe@gmail.com