Morgunblaðið - 19.01.2019, Síða 35
MINNINGAR 35
Hjónaminning
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Hallgrímur Guð-
jónsson var fæddur
í Hvammi í Vatns-
dal 15. janúar 1919
og hefði því orðið
100 ára núna 15.
janúar síðastliðinn,
en hann lést 3.
ágúst 2018. Hann
var sonur hjónanna
Rósu Ívarsdóttur
og Guðjóns Hall-
grímssonar.
Árið 1946 hóf Hallgrímur svo
búskap á hálfum Hvammi sem
hann keypti af föður sínum. Hall-
grímur líktist forfeðrum sínum í
mörgu. Hann var hægur og yf-
irvegaður, traustur og framfara-
sinnaður og bjó vel að sínu, var
stálminnugur og sagði vel frá
liðnum atburðum.
Hallgrímur mun snemma hafa
hugsað sér búskap sem lífsstarf,
og sýndi fljótt að hann var bú-
höldur góður. Hann ræktaði jörð
sína og byggði við íbúðarhúsið og
einnig nýtt fjós og fjárhús ásamt
hlöðu. Svo að Hvammur varð
fljótt með best setnu jörðum
sveitarinnar.
Hallgrímur kvæntist Sigur-
laugu Fjólu Kristmannsdóttur
frá Hlöðversnesi á Vatnsleysu-
strönd, f, 29. nóvember 1921, d.
29. september 2010, árið 1952.
Fjóla, eins og hún jafnan var
kölluð, var myndarleg og dug-
mikil kona sem stóð fast við hlið
manns síns í blíðu og stríðu.
Hún var hæglát í fasi og fram-
komu, traust og hlýleg, var ekki
að trana sér fram, en vann sín
verk ekki síður en þeir sem gust-
meiri eru, og var nærfærin við
menn og málleysingja.
Ekki gat Hallgrímur komist
hjá því að taka að sér opinber
störf fyrir sveit sína og hérað.
Hann sat í hreppsnefnd og var
hreppstjóri í mörg ár og gegn
auk þess ýmsum öðrum trúnað-
arstörfum. Þessi störf leysti
hann vel af hendi og var maður
sátta og samkomulags.
Fjóla og Hallgrímur eignuðust
þrjár dætur; Rósu, Þuríði og
Margréti, auk þess átti Fjóla fyr-
ir dreng, Hafstein Gunnarsson.
Afkomendahópurinn er orðinn
æði stór og efnilegt fólk.
Þegar um fór að hægjast ferð-
uðust þau hjón töluvert um land-
ið, til dæmis þegar hringvegur-
inn um Skeiðarársand opnaðist
ferðuðust þau um þær slóðir, og
hittu bændur og búalið og tóku
tali, enda var þetta tímamótaat-
Hallgrímur Guðjóns-
son og Sigurlaug Fjóla
Kristmannsdóttir
burður í sögu þjóðarinnar. Einn-
ig voru þau við opnun Hvalfjarð-
arganga á sínum tíma, sem olli
líka straumhvörfum í gangagerð
og samgöngum. Þau hjón ferð-
uðust einnig tvisvar til Vestur-
heims, á Íslendingaslóðir í
Winnipeg - ferðuðust þar víða
um og höfðu mikla ánægju af
þessum ferðum.
Heim komin var eftir því tekið
hvað Hallgrímur mundi allt vel
úr ferðalaginu, nöfn á fólki og
alla þá staði sem þau komu til, og
ekki spillti frásagnarlistin.
Hallgrímur var mikill bóka-
maður og fróðleiksfús, hafði
gaman af því að hitta menn og
ræða málefni líðandi stundar og
ekki síður gamla tíma og þekkti
marga. Hann safnaði bókum og
ritum og lét binda þau inn.
Hann virtist alltaf hafa tíma til
að ræða við gesti, hvernig sem á
stóð í búskapnum og var sam-
ræðugóður.
Árið 1984 varð Hallgrímur
fyrir heilsubresti sem leiddi til
þess að hann varð að hætta bú-
skap. Þau hjón seldu þá jörð sína
og bú árið 1985.
Það voru Hallgrími þung spor
að geta ekki lengur stundað lífs-
starf sitt en honum var það viss
gleði í þeirri raun að getað litið
yfir jörð sína og bú og séð hverju
hann hafði fengið áorkað á bú-
skaparárum sínum. Hve fram-
kvæmdirnar höfðu verið miklar
og allt skuldlaust.
Þau fluttu til Reykjavíkur og
bjuggu lengst af á Þorragötu 5
þar sem þau höfðu búið sér fal-
legt heimili.
Framkoma þeirra við sumar-
dvalarunglinga til hjálpar við bú-
störfin var til fyrirmyndar, enda
komu mörg þeirra aftur og aftur.
Ég undirritaður kom 11 ára til
þeirra í Vatnsdalinn, og er þar
enn, kominn á áttræðisaldur.
Blessuð sé minning Hallgríms og
Fjólu sem bjuggu í Hvammi í
Vatnsdal.
Jón Bjartmar Bjarnason.
✝ Unnur Guð-mundsdóttir
fæddist í Minni-
Brekku í Fljótum
17. desember 1921.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Sauðárkróki 12.
janúar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna Krist-
ín Guðmunds-
dóttir, f. 29.12.
1899, d. 19.12. 2003, og Guð-
mundur Benediktsson, f. 19.7.
1893, d. 7.10. 1970.
Systur Unnar voru: 1) Guð-
rún Ólöf Guðmundsdóttir, f.
28.9. 1926, d. 6.1. 2015, eigin-
maður hennar var Kristinn
Jónasson, f. 17.8. 1914, d. 24.8.
1996, börn þeirra eru tvö. 2)
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f.
12.2. 1929, d. 2.9. 2004, maður
hennar var Jón Árnason, f.
27.6. 1927, d. 10.3. 2004.
Eiginmaður Unnar var
Sveinn Þorsteinsson, f. 13.5.
1911, d. 3.3. 1997. Börn þeirra
eru: 1) Jónmundur, f. 15.9.
1945, d. 16.5. 1958. 2) Þórólfur,
f. 19.9. 1949. Kona hans er Sig-
ríður Inga Kristjánsdóttir, f.
16.5. 1949. Börn þeirra eru: A)
Unnur, f. 27.2. 1976, maður
hennar er Kristján Jóhannes-
son, f. 21.2. 1974. Börn þeirra
eru Inga Sól og Jóhannes Þór.
B) Sveinn, f. 12.4. 1977, eigin-
kona hans er Ólöf María Birnu
og Brynjarsdóttir, f. 9.10. 1980.
Börn þeirra eru Brynjar Hall-
dór, Arndís Inga, Páll Kristþór
og Guðrún Katrín. 3) Reynir, f.
6.4. 1954, eiginkona hans er
Anna Kristín Jóns-
dóttir, f. 11.6.
1950. Börn þeirra
eru: A) Ragnheiður
Ásta, f. 13.6. 1973,
eiginmaður hennar
er Árni Björn
Björnsson, f. 29.2.
1968. Börn Ragn-
heiðar eru Kristján
Reynir, Birkir Örn
og Arnar Bjarki.
Börn Árna eru Sig-
ríður Vava og Guðný Vaka. B)
Unnur Berglind, f. 13.1. 1981,
eiginmaður hennar er Ragnar
Karel Gunnarsson, f. 1.11. 1977
. Börn þeirra eru Helena Kar-
en, Kamilla Lind og Nadía
Klara. C) Sveinn Ingi, f. 23.1.
1983, sambýliskona hans er
Alexandra Kjeld, f. 1.6. 1983,
barn þeirra er Símon Reynir.
D) Jón Þorsteinn, f. 12.8. 1988,
eiginkona hans er Rakel Hin-
riksdóttir, f. 25.5. 1986, börn
þeirra eru Úlfur Már og Atli
Hrafn.
Starfsvettvangur Unnar var
í Fljótum, bæði við bústörf og
heimilisstörf. Hún og Sveinn
bjuggu stuttan tíma í Vík, á
Sjöundastöðum og á Sigríðar-
stöðum, en árið 1951 fluttu þau
að Berglandi og þar áttu þau
heima þar til árið 1991 að þau
fluttu á Sauðárkrók. Sveinn
lést 1997, en Unnur bjó áfram í
íbúð þeirra á Skógargötu 6 til
ársins 2015, en eftir það dvaldi
hún á Heilbrigðisstofnuninni á
Sauðárkróki.
Útför Unnar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 19.
janúar 2019, klukkan 11.
Elsku amma okkar Unnur
Guðmundsdóttir frá Berglandi er
látin 97 ára að aldri.
Mikið erum við heppin að hafa
fengið að hafa þig hjá okkur
svona lengi, elsku amma.
Minningarnar streyma fram
og bera okkur aftur í tímann,
þegar við vorum börn og heim-
sóttum ykkur afa að Berglandi.
Þá sátuð þið afi oft bæði við að
prjóna ullarsokka. Það var alltaf
gott að koma til ykkar afa, þið
áttuð ótakmarkað magn af vænt-
umþykju, hlýju, glensi og tíma
fyrir okkur og alltaf var stutt í
húmorinn.
Í minningunni var alltaf gott
veður á Berglandi hvort sem það
var sumar eða vetur, á veturna
þurftum við oft að moka okkur í
gegnum skafla til að komast heim
að bænum.
Það var gaman að heimsækja
ykkur, þið afi alltaf tilbúin í spil
eða spjall, fullt búr af bakkelsi og
bláberjum og rjóma og alltaf nóg
að hafa fyrir stafni. Við tókum
þátt í því sem þurfti að gera og
þið kennduð okkur til verka. Við
fórum með að gefa kindunum,
fengum að gefa hænunum og
taka eggin frá þeim og einhver á
minningu um að læra að þvo upp
leirtau hjá ömmu.
Mörg listaverkin urðu til í
heimsóknum til ykkar afa sem
þið geymduð og tókuð fram þeg-
ar listamaðurinn kom aftur í
heimsókn.
Hlýjan, væntumþykjan, húm-
orinn og gestrisnin breyttist ekk-
ert við flutningana á Sauðárkrók.
Það var alltaf jafn gott að koma
til ykkar í Skógargötuna fyrst til
ykkar afa og svo til þín þegar afi
var farinn.
Elsku amma, við þökkum fyrir
stundirnar með þér og yljum
okkur við góðar minningar. Við
vitum að það hefur verið tekið vel
á móti þér á nýja áfangastaðnum
og örugglega mikið rætt og hleg-
ið.
Barnabörnin frá Mýrakoti,
Ragnheiður Ásta,
Unnur Berglind,
Sveinn Ingi,
Jón Þorsteinn,
og fjölskyldur,
Á Berglandi var mögnuð
klukka með kólfum sem ég minn-
ist þess að hafa staðið frammi
fyrir, starað upp á með andakt og
beðið þess að hún slægi. Svo hef-
ur Unnur frænka komið inn í
stofuna, sem bara var notuð
spari, til að bjóða mér kleinu og
kalda mjólk.
Unnur var glettin, gestrisin og
geysilega skemmtileg frænka.
Þessi ömmusystir var í augum
barnsins alltaf á mjög óræðum
aldri. Ég á minningar um nota-
legar heimsóknir til hennar og
Sveins, í Bergland og síðar á
Skógargötuna. Aðalstaðurinn var
eldhúsborðið þar sem þjóðmálin
voru krufin, fréttir sagðar og
gantast. Það var alltaf stutt í
brosið hjá Unni, að minnsta kosti
við okkur krakkana. Ég minnist
hennar með hlýju og þakklæti
fyrir kærleiksríkt viðmót og nær-
veru og sendi fólkinu hennar og
vinum mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Kristrún Heiða Hauksdóttir.
Unnur
Guðmundsdóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐBJARGAR FLYGENRING,
Hringbraut 67,
Hafnarfirði,
Ingólfur Flygenring
Magnús Flygenring Hildur Guðfinnsdóttir
Þóra Flygenring Sigurður Arnórsson
Unnur Flygenring Gunnlaugur Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJÖRN HAFSTEINN JAKOBSSON,
Grænumörk 3, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
miðvikudaginn 9. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Helgi Björnsson
Grétar Jakob Björnsson Ellen Sæbjörg Erlingsdóttir
Birna Margrét Björnsdóttir
Einar Haukur Björnsson Ruth Kjærnested
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
ÖNNU PÁLU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5
á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á
Sauðárkróki.
Leifur Ragnarsson
Páll Ragnarsson Margrét Steingrímsdóttir
Árni Ragnarsson Ásdís Hermannsdóttir
Hólmfríður Ragnarsdóttir
Ólöf Sigríður Ragnarsdóttir Pétur Heimisson
Örn Ragnarsson Margrét Aðalsteinsdóttir
Úlfar Ragnarsson Auðbjörg Friðgeirsdóttir
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
GEIRÞRÚÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Lilla,
Vaðlatúni 28, Akureyri,
áður til heimilis í Norðurgötu 46,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. janúar
klukkan 13.30.
Jón Þórisson
Sigurður Jónsson Annette J. de Vink
Þuríður Anna Sigurðardóttir Alexander Sundquist
Líney Rut Sigurðardóttir
Jónína Maj Sigurðardóttir
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
LILJU ARADÓTTUR,
Víkurbraut 32, Höfn í Hornafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
heimaþjónustunnar fyrir góða umönnun.
Börn, tengdabörn, barnabörn og fjölskyldur
Allar minningar
á einum stað
MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að
geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst
hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa
frá árinu 2000 til dagsins í dag.
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn
úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu
á útfarardegi verður greinin að hafa bor-
ist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum fylgir for-
máli sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést og
loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram upp-
lýsingar um foreldra, systkini, maka og
börn.
Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletraður, en ekki
í minningargreinunum.
Minningargreinar