Morgunblaðið - 19.01.2019, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
safnsins og förum að ræða um verk
Sigurðar almennt. „Verkin mín eru
merkingarfælin, ég er sjálfur
merkingarfælinn,“ segir hann.
„Mín myndlist sækir efnivið sinn í
skáldskap, nýjan skáldskap og
minn skáldskap. Til dæmis munt
þú ekki sjá verk eftir mig sem var-
ar við hlýnun Jarðar eða eitthvað
svoleiðis, fjallar um umhverfismál
þó að ég sé umhverfissinni, að
sjálfsögðu. Þú munt ekki sjá verk
eftir mig sem er að rétta kynjahlut-
fallið eða hjálpa fátækum eða öðr-
um góðum málum. Rithöfundar eru
náttúrlega oft á kafi í þessu en
verkin mín eru meira eins og þú
sért að hlusta á tónlist. Sá sem
hlustar á músík spyr ekki hvað hún
þýði en listamaðurinn er alltaf
spurður að þessu, hvað hann sé að
meina með þessu. Ég er að meina
það sem þú sérð með augunum, al-
veg eins og músíkmaðurinn,“ segir
Sigurður sposkur.
„Nei, þú skilur ekki“
Sigurður segir það almennan ósið
í öllum listaheimum að vera í slíkri
merkingarleit. „Það er hrikalega
leiðinlegt, boring, boring, boring,“
segir Sigurður með áherslu. „Sá
sem er að leita að merkingu í lista-
verki, hvort sem það er bókmennta-
verk eða eitthvað annað, verður ægi-
lega hamingjusamur þegar hann er
búinn að finna það sem hann vissi.
En ég segi: List mín er ekki það
sem er nýverið heldur nývera. Þetta
er ekki „illústrasjón“ af einhverju
málefni sem er ofarlega á baugi eða
þannig og fólk er almennt sammála
um og kinkar kolli og segir já, ég
skil. Þá segi ég: Nei, þú skilur ekki.“
Sigurður segir að fyrir nokkrum
árum hafi vísindamenn uppgötvað
að hugmynd væri hrein afleiðing af
tilfinningu sem þegar væri til staðar
í heilanum. „Ég vil fara beint þang-
að í mínu sköpunarferli, á bak við
hugmyndina og sleppa hugmynd-
inni. Svo þarf náttúrlega verkplan
og það má kalla það hugmynd, allt í
lagi, hvernig á að skipuleggja en ég
sé alltaf verkið fyrir mér og þróa
það, sný því á haus og fer á kennd-
erí með verkinu, myndinni inni í
mér, missi trúna á því eða geri
breytingu á því í hausnum á mér,
ímyndinni. Ég passa mig á því að
koma þá ekki við efnið.“
Sigurður segir að sem betur fer
séu listamenn mjög mismunandi.
„Hugsaðu þér ef allir listamenn
væru alveg nákvæmlega eins og Sig-
urður Guðmundsson, hvað það væri
boooring. Það yrði ekki góður heim-
ur, my god!“ segir hann og hlær
innilega.
Morgunblaðið/Eggert
Líkamshlutar Sigurður við frumgerð af verki sem hann vann fyrir World Class í Laugum og sýnir líkamshluta.
Morgunblaðið/Freyja Gylfa
Allt hægt Korter í flog á Músíktilraunum 2017, ungir og ævintýragjarnir.
og alls konar – og allt gengur þetta
samt upp. Tónlistin sjálf – ég
gleymdi næstum því að tala um
hana – er ansi villt. Flog í korter
byrjar með brjáluðum hávaða en
fer svo í vel rokkaðan súrkálsgír,
hvar blástur spilar m.a. lykilhlut-
verk. Síðustu þrjár mínúturnar eru
síðan hreint óhljóðalistaverk, sem
brestur skyndilega á með. Tónninn
er orðinn sýrðari og sérstæðari og
framför má greina frá Lögum til að
slá við, þar sem ungæðislegir
sprettir voru oft í forgrunni, eðli-
lega.
Eins og segir: síðasta ár var
með eindæmum gjöfult hjá
post-dreifingu og öllum þeim lista-
mönnum sem því tilheyra. Það
verður spennandi að fylgjast með
þróun mála í ár en í raun erfitt og
illómögulegt að giska eitthvað.
Landar Skoffín samningi í Banda-
ríkjunum? Verða Bagdad Brothers
frægir í Þýskalandi? Fáum við eitt-
hvert helbert meistarastykki frá
Tucker Carlson’s Jonestown
Massacre sem nær að skáka Freak
Out! Frank Zappa? Nei ég segi
svona. En samt …
Katarina Fros-
tenson hættir
formlega í
Sænsku aka-
demíunni (SA).
Þetta kemur
fram í frétta-
tilkynningu sem
birt var á vef SA
í gær. Frosten-
son, er gift Jean-
Claude Arnault
sem á síðasta ári hlaut tveggja ára
fangelsi fyrir nauðgun. Ásakanir
um að Arnault hafi áratugum sam-
an beitt konur kynferðislegu of-
beldi leiddi til mikillar krísu innan
SA með þeim afleiðingum að ekki
reyndist unnt að veita Nóbels-
verðlaun á síðasta ári. Sjálf var
Frostenson sökuð um að hafa rofið
trúnað við SA og átti yfir höfði sér
að vera rekin. Samkvæmt sam-
komulaginu sem kynnt var í gær
fær Frostenson um 173 þús. ísl. kr.
á mánuði í nokkurs konar eftirlaun,
en hún starfaði fyrir SA í 25 ár og
er 65 ára gömul. Frostenson hafði
sett það sem skilyrði fyrir því að
hætta í SA að henni yrði tryggð
framfærsla um ókomna tíð svo hún
gæti sinnt ritstörfum sínum, en í því
samhengi má minna á að meðlimir
SA eru æviráðnir. Auk þess fær
hún áfram að búa í íbúð á vegum
SA sem hún hefur haft á leigu.
silja@mbl.is
Frostenson hætt
í akademíunni
Katarina
Frostenson
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s
Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Lau 2/2 kl. 20:00 197. s
Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 3/2 kl. 20:00 198. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s
Sun 27/1 kl. 20:00 9. s Sun 10/2 kl. 20:00 11. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Sun 10/2 kl. 20:00 30. s
Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Sun 20/1 kl. 17:00 5. s Sun 27/1 kl. 20:00 7. s
Mið 23/1 kl. 20:00 6. s Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Fim 31/1 kl. 20:00 7. s
Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 19/1 kl. 20:00 Fim 31/1 kl. 20:00 Lau 9/2 kl. 19:30
Lau 19/1 kl. 22:30 Fös 1/2 kl. 19:30 Fim 14/2 kl. 19:30
Fim 24/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Fös 25/1 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 22:00
Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 2/2 kl. 22:00 Lau 16/2 kl. 19:30
Lau 26/1 kl. 20:00 Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Lau 26/1 kl. 22:30 Fös 8/2 kl. 19:30
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Sun 3/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200