Morgunblaðið - 19.01.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson
Það er draumi líkast að ferðast til Brasilíu og Argentínu.
Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru,
mikilfenglegum fossum og tveimur af fallegustu borgum
veraldar, Buenos Aires og Rio de Janeiro. Við heimsækjum
Iguazú þjóðgarðinn, förum á tangósýningu og skoðum hina
þekktu Kristsstyttu. Hér er um að ræða ógleymanlega ferð
sem skilur eftir ljúfar og litskrúðugar minningar.
6. - 19. október
Kynntu þér úrval ferða á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Allir velkomnir á kynningarfund 22. janúar kl. 20:00
hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
Brasilía&Argentína
Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 skýjað
Hólar í Dýrafirði -1 snjókoma
Akureyri -4 alskýjað
Egilsstaðir -2 snjókoma
Vatnsskarðshólar 4 skýjað
Nuuk -1 alskýjað
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló -4 heiðskírt
Kaupmannahöfn -1 heiðskírt
Stokkhólmur -6 heiðskírt
Helsinki -11 heiðskírt
Lúxemborg 0 léttskýjað
Brussel 1 þoka
Dublin 8 skýjað
Glasgow 2 rigning
London 5 léttskýjað
París 4 heiðskírt
Amsterdam 1 heiðskírt
Hamborg 1 léttskýjað
Berlín 0 léttskýjað
Vín 2 léttskýjað
Moskva 1 snjókoma
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 7 léttskýjað
Barcelona 8 léttskýjað
Mallorca 11 skýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 14 léttskýjað
Winnipeg -28 skýjað
Montreal -14 snjókoma
New York 1 skúrir
Chicago -1 þoka
19. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:46 16:32
ÍSAFJÖRÐUR 11:15 16:13
SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:55
DJÚPIVOGUR 10:21 15:56
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Suðvestan 10-15 m/s, él og frost 0 til
4 stig, hægari og léttskýjað um landið norðaustan.
Á mánudag Suðaustan 13-20 m/s og rigning, en
snýst í suðvestan 3-8 með éljum, fyrst vestantil.
Víða rigning og síðar snjókoma en þurrt norðaustantil fram á kvöld. Snýst í suðvestan 5-13 með
éljum síðdegis, fyrst vestast. Víða vægt frost en 0 til 5 stiga hiti sunnan- og vestanlands.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rafrænt eftirlit og gagnaöflun vegur
þungt í ítarlegri greinargerð lögreglu-
manna sem rannsökuðu bitcoin-málið
svonefnda. Þetta má lesa í dómi Hér-
aðsdóms Reykja-
ness þar sem at-
burðarás málsins
er rakin. Á meðal
gagna eru ítarleg-
ar greinargerðir
lögreglumanna
sem rannsökuðu
málið. Annars
vegar lögreglu-
manna við emb-
ætti lögreglustjór-
ans á Suður-
nesjum og hins vegar við embætti
lögreglustjórans á Vesturlandi.
Þar kemur fram að stuðst var við
myndir úr eftirlitsmyndavélum, stað-
setningar farsíma sakborninga sam-
kvæmt tengingum við fjarskipta-
möstur og ítarlegar upplýsingar um
notkun síma og símtækja sakborning-
anna. Hægt var að sjá staðsetningu
símanúmera hverju sinni. Sérstak-
lega var rannsakað hvort símar sak-
borninga hefðu verið í nágrenni við
vettvang innbrotanna um það leyti
sem brotist var inn. Einnig var kann-
að hvernig símarnir ferðuðust í að-
draganda og kjölfar hvers brots. Þá
voru úttektir úr hraðbönkum notaðar
til að skrásetja ferðir sakborninga
með mikilli nákvæmni í tengslum við
innbrotin. Einnig viðskipti þeirra við
bílaleigur og bílaviðskipti.
„Í stórum málum eru þessar rann-
sóknaraðferðir orðnar gríðarlega
mikilvægar,“ sagði Ólafur Helgi
Kjartansson, lögreglustjóri á Suður-
nesjum. Hann minnti á Birnumálið
árið 2017 þar sem upplýsingar úr eft-
irlitsmyndavélum og farsímakerfinu
voru notaðar við rannsóknina. „Við
eigum ekkert annað þegar við höfum
ekki vitni. Þá verðum við að finna það
sem við leitum að eftir öðrum leiðum,“
sagði Ólafur Helgi.
Eftirlitsmyndavélarnar sem
minnst er á í dóminum eru til dæmis
hjá Bílaleigu Flugleiða við Selhellu í
Hafnarfirði, utan á ótilgreindu húsi
nálægt gagnaveri BDC á Ásbrú, í
gagnaveri Advania á Ásbrú, við gjald-
skýli Hvalfjarðarganga og hjá af-
greiðslu Olís í Borgarnesi.
Ákæruvaldið benti á að brotamenn-
irnir hefðu notað fjölda símtækja og
símanúmera sem skipt var reglulega
um, þeir keyptu GPS-staðsetningar-
tæki sem ætlunin var að koma fyrir á
vaktbifreiðum öryggisvarða, þeir
leigðu tvo sendibíla og skiptu um
númer á öðrum þeirra auk þess sem
keyptur var sendibíll sem notaður var
við innbrot í Borgarnesi og eytt
nokkrum dögum síðar.
Stundum þarf dómsúrskurð
Ólafur Helgi var spurður hvernig
lögreglan bæri sig að því að fá gögn úr
eftirlitsmyndavélum. „Þegar hags-
munir fyrirtækisins eru að upplýsa
brot þá hefur oftast gengið ágætlega
að fá gögnin. Það kemur fyrir að
menn vilja ekki afhenda þetta og þá
verðum við að fara til dómstóla og fá
úrskurð.“ Hann bendir á að fyrirtæki
setji eftirlitsmyndavélar upp til þess
að koma í veg fyrir innbrot. Sé brotist
inn er hægt að sjá innbrotið sem get-
ur hjálpað við að upplýsa málið.
Ef talin er hætta á að mikilvægum
gögnum úr eftirlitsmyndavélum verði
eytt byrjar lögreglan á að leggja hald
á gögnin í þágu rannsóknarinnar og
afla síðan dómsúrskurðar áður en
gögnin eru skoðuð.
Eigandi símanúmers getur heimil-
að lögreglu að afla upplýsinga um
símanotkun sína. Ólafur Helgi segir
að menn séu ekki alltaf mjög fúsir til
þess. Gefi eigandinn ekki leyfi þarf
lögreglan að afla dómsúrskurðar til
að fá gögnin hjá símafyrirtækinu.
Svipað gildir um upplýsingar um út-
tektir úr hraðbönkum. Veiti eigandi
bankareikningsins lögreglunni ekki
leyfi til að skoða upplýsingarnar þarf
hún að fá dómsúrskurð.
„Menn eru kannski ekki fíknir í að
veita svona leyfi ef þeir telja sig vera í
þeirri stöðu að án þessara upplýsinga
verði ekkert meira að gert. En menn
gera sér líka grein fyrir því að þegar
um alvarleg mál er að ræða eru lík-
urnar miklar á því að dómstólar veiti
þetta leyfi,“ sagði Ólafur Helgi.
Tæknin hagnýtt við rannsókn brots
Lögreglan studdist við rafræn gögn við rannsókn bitcoin-málsins Eftirlitsmyndavélar og símar
Morgunblaðið/Golli
Myndavélaeftirlit Eftirlitsmyndavélar er víða að finna. Þær geta geymt
mikilvægar upplýsingar sem koma lögreglu að gagni við rannsókn afbrota.
Ólafur Helgi
Kjartansson
Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði
upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstranda-
friðlandsins. Tilgangurinn er að auka öryggi, en fjaran
er grýtt og oft erfitt að koma fólki í land með öruggum
hætti. Alls eru níu sumarhús í Fljótavík og eru þau mik-
ið notuð yfir sumartímann.
Fyrirhugað er að fara í verkefnið í sumar og á sama
stað og núverandi lending er, en það er Atlastaðir,
sumarhúsafélag, sem stendur að umsókninni. Stefnt er
að því að fjarlægja steina sem fyrir eru, steypa plötu út
í stórstraumsfjöruborð og stoðvegg ofan á hana til að
verjast öldunni. Veggurinn á að vera 15 metra langur,
hæstur átti hann að verða 2,2 metrar næst stórum
steinum sem eru í sjónum en lægstur gæti hann orðið
um 80 sentimetrar í fjörunni. Við frágang á að raða
grjóti við vegginn og leggja steina í plötuna til að hún
falli sem best að landslaginu. Umhverfisstofnun setur
það skilyrði að veggurinn verði lækkaður og grjót
steypt í jaðar varnargarðsins sé þess kostur án frekara
rasks á svæðinu.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sumardagur Fólk og farangur í fjörunni í Fljótavík og bátur bíður fyrir utan á sléttum sjónum.
Auka öryggi í Fljótavík
Ráðgert er að eitt uppsjávarskip
haldi til vöktunar á loðnustofninum á
mánudag og verður lögð áhersla á
svæðið fyrir Norðausturlandi. Þá
heldur rannsóknaskipið Árni Frið-
riksson til leitar undir lok næstu
viku. Í loðnuleiðangri þriggja skipa
4. – 15. janúar mældust aðeins um
214 þúsund tonn af kynþroska loðnu.
Það er undir því magni sem þarf til
að mælt verði með loðnuveiðum á
yfirstandandi vertíð. Þetta er sam-
bærilegt magn og fannst í loðnuleið-
öngrum í september og í desember.
Nú mældist lítilsháttar magn af
kynþroska loðnu út af Víkurál, en
þar austur af reyndist einkum vera
ókynþroska loðna, eða allt austur að
Djúpál. Kynþroska loðnu var eink-
um að finna út af Strandagrunni og
þaðan austur á Kolbeinseyjarhrygg
en fullorðin loðna var ekki gengin
austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.
Rannsóknasvæðið var landgrunn-
ið og landgrunnsbrúnin frá Græn-
landssundi, austur með Norðurlandi
og út af Austfjörðum Út af Vest-
fjörðum hamlaði hafís yfirferð skip-
anna talsvert en þar að auki urðu þar
frátafir vegna veðurs. aij@mbl.is
Halda loðnuleit
áfram eftir helgi
Enn enginn upphafskvóti á vertíðinni