Morgunblaðið - 19.01.2019, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
✝ Helgi Kristó-fersson fædd-
ist 26. júlí 1949 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 30. desember
2018.
Foreldrar hans
voru Ásdís Guð-
laugsdóttir, f. 19.
ágúst 1928, d. 24.
desember 1993, og
Kristófer Helgason, f. 18. jan-
úar 1926, d. 4. apríl 1959.
Seinni eiginmaður Ásdísar var
Magnús Vilmundarson, f. 17.
október 1918, d. 29. apríl 1988.
Bræður Helga eru Kristófer, f.
1959, og Magnús Elvar, f. 1967.
Hinn 28. nóvember 1970
2010. Áður átti Kristófer börn-
in Aron Kára, f. 16. desember
1990, í sambúð með Nínu Óla-
dóttur, f. 29. janúar 1988, og
eiga þau dótturina Björgu
Viktoríu, f. 12. nóvember 2013,
og Karen Erlu, f. 5. febrúar
1992, í sambúð með Einari
Gíslasyni, f. 14. október 1989.
3) Einar, f. 13. maí 1974,
kvæntur Rakel Ýri Isaksen, f.
26. mars 1976, börn þeirra eru:
Lena Rut, f. 11. desember 1997,
Gabriel Eric, f. 1. september
2001, og Felix Dagur, f. 23.
desember 2004.
Helgi vann hjá slökkviliðinu
í Reykjavík í um áratug frá
1974 til 1984. Þaðan lá leiðin til
Bæjarleiða og síðar til Stræt-
isvagna Reykjavíkur. Hann hóf
síðan störf hjá Kynnisferðum
þar sem hann var rútubílstjóri
en sneri svo aftur í vagnstjór-
astarf hjá Strætó bs. þar sem
hann vann til æviloka.
Útför Helga fór fram í kyrr-
þey 11. janúar 2019.
kvæntist Helgi eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Margréti
Einarsdóttur, f. 5.
febrúar 1948. For-
eldrar hennar voru
Hulda Sigurlás-
dóttir, f. 2. apríl
1924, d. 31. októ-
ber 2017, og Einar
Árnason, f. 18.
mars 1925, d. 22.
mars 2011.
Börn Helga og Margrétar
eru: 1) Guðrún, f. 9. febrúar
1968. 2) Kristófer, fæddur 22.
júlí 1970, kvæntur Bylgju Elínu
Björnsdóttur, f. 18. nóvember
1972, dætur þeirra eru Hekla
Rán, f. 2. febrúar 2005, og
Saga Katrín, f. 20. desember
Elsku pabbi minn, ég trúi því
ekki að þú sért farinn. Kveðju-
stundin kom alltof fljótt, ég vildi
óska að ég gæti fengið meiri tíma
með þér.
Pabbi minn var besti pabbi í
heimi, góður, blíður og hjálpsam-
ur með eindæmum, svo hjálp-
samur að hann var vanur að
hringja til að athuga hvort hann
gæti ekki hjálpað til með eitt-
hvað. Hann var einstaklega
skemmtilegur, með létta lund og
gat verið ákaflega stríðinn. Hann
hafði gaman af að gantast í fólki
og tókst oftar en ekki að koma
jafnvel hinum mesta fýlupúka í
gott skap. Hann var alveg ein-
stakur afi og gerði allt sem hann
gat fyrir barnabörnin, hvort sem
það var að gera við bíla, skutlast
með þau út á land, eða mæta á
dansmótin og fótboltamótin.
Pabbi hafði átt við veikindi að
stríða frá árinu 2014 sem hann
tókst á við af miklu æðruleysi.
Hann var svo mikill baráttumað-
ur og alltaf svo bjartsýnn, léttur
og kátur, að maður gleymdi því
oft hversu veikur hann var.
Hann hélt áfram að vinna þrátt
fyrir þessi veikindi sín fram til
haustsins 2018 enda hafði hann
mikla unun af starfinu og var
dáður af öllum, hvort sem það
voru samstarfsfélagar eða far-
þegar.
Minningarnar um pabba eru
óteljandi og svo ákaflega gott að
eiga þær til að hlýja sér við,
hvort sem það var þegar maður
fékk að leika sér á slökkvistöð-
inni þegar pabbi var að vinna,
eða þegar hann var að skutla
manni á djammið eftir að hann
varð leigubílstjóri og bara allar
skemmtilegu og góðu samveru-
stundirnar.
Elsku pabbi minn, þú varst
kletturinn minn, hetjan mín og
fyrirmynd, ég sakna þín sárt, þú
munt ávallt vera í hjarta mér, ég
elska þig.
Þín dóttir,
Guðrún.
Mig langaði að minnast með
fáeinum orðum svila míns og vin-
ar, Helga Kristóferssonar, sem
lést hinn 30. desember. Við kom-
um inn í fjölskylduna á Vallar-
brautinni á svipuðum tíma fyrir
um 48 árum. Það tókst fljótt með
okkur góð vinátta sem aldrei bar
skugga á. Fjölskyldur okkar
stækkuðu og urðu sem ein. Það
var lýsandi fyrir Helga að hann
leit alltaf á mín börn sem sín.
Fyrstu árin starfaði Helgi í
slökkviliðinu en síðar sem bif-
reiðarstjóri. Þær voru ófáar ferð-
irnar sem farnar voru með fjöl-
skylduna bæði innan lands og
utan. Fórum til Danmerkur og
Þýskalands í sumarfrí. Einnig
fórum við nokkrum sinnum til
Spánar og tengdaforeldrar okk-
ar voru oftast með í för. Í þess-
um ferðum naut Helgi sín best.
Það kom aldrei annað til greina
en að hann keyrði svo við hin
gætum notið ferðarinnar sem
best.
Helgi var einnig mikill gleði-
gjafi. Hafði beittan húmor og var
oft glatt á hjalla þegar sest var
niður á kvöldin og farið yfir stöð-
una. Ég leiddi oft hugann að því
að Helgi hefði átt að verða leik-
ari en ekki bílstjóri, maður með
slíka frásagnargáfu og húmor.
Helgi var einstakur heim að
sækja. Hann tók á móti manni
með útbreiddan faðm og sagði
ávallt: „Komdu sæll elsku vinur.“
Í þetta sinn er komið að mér
að segja: „Vertu sæll elsku vin-
ur.“
Björgvin.
Því meira sem árunum fjölgar
í æviskeiði hvers manns, því
hraðar flýgur tíminn. Samferða-
menn kveðja og minningar hlað-
ast upp í huga okkar.
Nú þegar okkar góði vinur
Helgi Kristófersson hefur gengið
sína ævibraut á enda viljum við
þakka honum samfylgdina og
minnumst margra góðra stunda
sem við áttum saman á árum áð-
ur. Við fórum saman margar
ferðir um Þýskaland, Holland,
Danmörku og fleiri lönd, þar sem
hann naut sín vel og var hrókur
alls fagnaðar. Auk þess vorum
við vinnufélagar á bifreiðastöð-
inni Bæjarleiðum.
Helgi kom nokkuð víða við á
sinni starfsævi, svo sem hjá
Slökkviliðinu, Strætisvögnum
Reykjavíku og Kynnisferðum
auk aksturs leigubifreiðar. Og á
öllum þessum stöðum var hann
gleðigjafi, sagði skemmtilega frá
og kryddaði jafnan frásagnir sín-
ar með spaugilegum athuga-
semdum, sem hann var ótrúlega
fundvís á og kættu áheyrandann.
Hin síðari ár hafa verið honum
erfið vegna baráttu við illvígan
sjúkdóm, en jafnan var hann full-
ur bjartsýni og ætíð var stutt í
gamansemina, sem var honum
svo eðlislæg. Við kveðjum góðan
vin og trúum að hann eigi góðar
stundir í blómabrekkunni, þar
sem hann verður áfram gleði-
gjafi og sagnaþulur.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldum þeirra.
Guðbjörg og Hörður.
Nú er horfinn á braut öðling-
urinn Helgi Kristófersson.
Margar minningar á ég frá barn-
æsku og fullorðinsárum um
þennan kæra fjölskyldumeðlim.
Margra ferðalaga og samtala um
lífið og tilveruna minnist ég.
Helgi var stóískur rólyndis-
maður sem talaði við mann sem
barn eins og um fullorðna mann-
eskju væri að ræða. Minnisstætt
er þegar hann tók mig tali á
ferðalagi í Þýskalandi þegar ég
var barn. Horfði hann djúpt í
augun á mér og sagði mér að
meta pabba minn að miklum
verðleikum þar sem hann legði
svo mikið á sig að sinna okkur
systkinunum. Þetta var kennsla í
þakklæti og að taka ekki sem
sjálfgefnum þeim góðu hlutum
sem manni áskotnast í lífinu.
Ég er þess fullviss að Helgi er
nú annars staðar á sínu ferðalagi
með Wonderful Land í bak-
grunni í túlkun þeirrar hljóm-
sveitar sem hann ávallt hafði
yndi af.
Helgi var mikill gleðigjafi og
þakklátur er ég að hafa kynnst
honum og votta öllum aðstand-
endum hans innilega samúð
mína.
Einar.
Elsku Helgi minn. Mér finnst
alltof snemmt að skrifa hérna til
þín. Hélt við fengjum fleiri ár til
að glensa og taka örfá tvistspor
inn á milli.
Ég vona svo innilega að þú
hafir vitað hversu mikilvægur þú
varst í mínu lífi. Frá því ég fædd-
ist hefur þú verið partur af mínu
lífi og því fannst mér ekkert eðli-
legra en að kalla þig alltaf Helga
„frænda“ þótt við værum nú ekki
blóðskyld. Í minningum mínum
um samveru okkar var alltaf
stuð, mikið hlegið og grínast.
Ég gleymi ekki öllum jólunum
og veislunum þar sem þú skelltir
græjunum í gang og greipst í
mig til að koma að tvista við þig,
það sem ég hló og fannst þú
skemmtilegur. Já, þú varst sko
alltaf skemmtilegur Helgi minn!
Ég tel mig ótrúlega heppna að
hafa fengið að ferðast svona mik-
ið með ykkur eldra fólkinu í fjöl-
skyldunni. Þar sem ég var yngst
fékk ég að fljóta með í fullt af
ævintýrum sem ég hugsa með
mikilli gleði til í dag. Við áttum
ófáar ferðirnar á Vallarbrautina
þar sem ýmislegt skemmtilegt
var brallað og Akureyrarferðirn-
ar stóðu alltaf fyrir sínu. Við nut-
um sólarinnar á Mallorca og
geitunganna í Hunsrück en topp-
urinn á öllu var þó ökuferðin
okkar um Þýskaland og löndin í
kring þar sem við brunuðum á
Transitinum um fjöll og dali þar
sem þú varst kapteinninn og við
Magga vorum aðstoðarbílstjór-
arnir hjá þér í framsætinu. Sú
ferð verður alltaf ógleymanleg.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Takk fyrir allt, elsku Helgi
minn, ég mun sakna þín ólýs-
anlega og mun sko segja henni
Ylfu minni frá yndislega Helga
okkar. Vona að þér líði vel á öðr-
um stað kallinn minn, við
sjáumst síðar.
Þinn eilífi tvistfélagi og stór-
vinkona,
Linda.
Helgi
Kristófersson
Kær vinur okk-
ar til fjölda ára
hefur kvatt sitt
jarðlíf. Hann var
traustur vinur, röggsamur,
glaðvær, heiðarlegur, víðlesinn
og góður dansherra.
Kynni okkar hófust í Dans-
skóla Heiðars Ástvaldssonar
fyrir rúmum 40 árum. Í ljós
kom að þau Hrefna, kona hans,
voru einstaklega skemmtileg og
hlý hjón sem gott og gaman var
að umgangast. Hittumst þar
vikulega í 20 ár okkur til gagns
og ánægju.
Við skólann var starfandi
dansklúbbur sem hélt skemmt-
anir mánaðarlega yfir vetrar-
mánuðina.
Gissur Þorvaldsson
✝ Gissur Þor-valdsson fædd-
ist 1. september
1929. Hann lést 22.
nóvember 2018.
Útför Gissurar fór
fram 5. desember
2018.
Eftir að við fór-
um þar í stjórn til
lengri eða styttri
tíma hittumst við æ
oftar því fundir
voru hjá stjórnar-
mönnum í heima-
húsum og margt
spjallað. Það mynd-
uðust sterk tengsl
með mörgum okkar
og með tímanum
þróaðist hluti þessa
hóps í matarklúbb og höfum við
haldið hópinn ætíð síðan. Giss-
ur var hrókur alls fagnaðar í
þessum hittingum okkar og lét
mörg gullkornin falla. Börn
okkar kölluðu þetta hláturhóp-
inn.
Við hjónin fórum í mörg
ferðalög með Gissuri og
Hrefnu. Þar naut hann sín vel
enda víðförull um landið. Þrjú
sumur í röð þræddum við sam-
an Vestfirði og Strandir undir
frábærri leiðsögn og alltaf vor-
um við heppin með veður. Þar
urðu til skemmtilegar minning-
ar sem munu seint gleymast.
Einn fallegan sunnudags-
morgun fyrir um 25 árum
hringdi Gissur til okkar hjóna
og hvatti okkur til Esjugöngu.
Við fórum sex saman í þessa
ógleymanlegu göngu á yndis-
legum degi, þetta var okkar
eina Esjuganga upp á topp.
Eitt sinn, er við vorum í
sumarbústað norður á landi,
komu þau hjónin í heimsókn.
Ýmislegt var sér til gamans
gert, farið í sund, berjamó og
langar gönguferðir.
Ekki má gleyma veiðiferð-
inni en Gissur var mikil
veiðikló. Eiríkur veiddi hróð-
ugur fyrsta fiskinn, smátitt, en
Gissur næstu sjö og þá stóra.
Var Eiríki nóg boðið og bað
Gissur að koma sér upp úr
vatninu.
Best væri að koma sér strax
upp í bústað, hann skyldi elda
kvöldmatinn. Að sjálfsögðu
smakkaðist veiðin vel.
Við söknum vinar í stað og
minnumst hans með hlýju og
virðingu. Vottum Hrefnu, börn-
um þeirra og fjölskyldum inni-
lega samúð okkar.
Jóhanna og Eiríkur.
Að heilsast og
kveðjast er lífsins
saga. Hermína vin-
kona mín fæddist á
Bíldudal. Benjamín, hennar
yndislegi faðir, sagði svo frá að
Klara konan hans hefði viljað
fleiri börn þegar þrjú voru
komin í heiminn, Gísli, Sigríður
og Inda Dan. „Ég ákvað að láta
það eftir henni,“ sagði Benja-
mín, „en ég bætti um betur og
hafði þau tvö.“ Tvær stúlkur,
Hermína og Eva. Það var gleði
á Bíldudal þegar tvíburarnir
komu í heiminn. Fyrst man ég
eftir Hermínu vinkonu minni á
göngum gamla Verzló – geisl-
andi með sitt breiða bros og
heillandi fas. En kynni okkar
urðu ekki náin fyrr en mörgum
árum síðar þegar við báðar vor-
um tilbúnar í ævintýrið að opna
saman gjafavöruverslun með
þriðjaheimsvörum á miðjum
Laugaveginum. Þetta voru
spennandi tímar, spennandi
vörur, spennandi viðskiptavinir,
spennandi ferðalög – samvinna
sem bókstaflega small á fyrsta
degi og breyttist aldrei.
Hermína vinkona mín var
lífsins hetja. Lífið úthlutaði
henni góðum gáfum, listfengi,
glæsileik og útgeislun sem
hreif alla er hana hittu. Hún
var einhvern veginn alltaf í að-
alhlutverki hvar sem hún kom.
Hermína
Benjamínsdóttir
✝ HermínaBenjamíns-
dóttir fæddist 23.
september 1946.
Hún lést 17. októ-
ber 2018.
Útför Hermínu
fór fram í kyrrþey.
Ung kynntist hún
manninum sínum,
honum Jóni – þau
klæddu hvort ann-
að einstaklega vel.
Fengu mörg góð ár
í sambúð og ynd-
islega dóttur, Söru.
Leiðir þeirra skildi
en þau skildu þó í
raun aldrei því þau
voru alltaf bestu
vinir, hvernig sem
lífið snerist. Hermína, þetta
sólskinsbarn, elskaði heitu
löndin, hún lét draum rætast,
flutti til Spánar og átti þar gef-
andi daga. En örlögin gripu inn
í – breyting á högum. Hermína
flutti á Frón á ný. Áratugur var
liðinn og allt með öðrum brag.
Hermína, þessi flotta sterka
vinkona mín, vitur og fær,
bretti upp ermar og tókst á við
nýja tilveru.
Allra sterkust var hún þegar
krabbinn réðst miskunnarlaust
á hana; hann afvopnaði hana
aldrei, hún stóð keik og lét ekk-
ert knésetja sig. Ég sat hjá
henni á líknardeildinni í Kópa-
vogi; hún var falleg eins og allt-
af þar sem hún lá í fjólubleik-
um silkislopp, með langar
málaðar neglur, böðuð október-
sólinni sem skein inn um
gluggann.
Nú hefur hún haldið inn í
eilífðarsólskinið, þessi fallega,
skemmtilega vinkona mín. Ég
þakka henni af öllu hjarta fyrir
nærri fjörutíu ára ómetanlega
vináttu.
Vertu kært kvödd, elsku
Hermína, og góðum Guði falin.
Helga Mattína
Björnsdóttir, Dalvík.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.isFlatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
AÐALBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR
frá Reykholti, Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á deild 2 B
á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka hlýju og góða umönnun.
Anna G. Þorsteinsdóttir Ólafur B. Kristinsson
Sigurður J. Þorsteinsson Sæunn Þorvaldsdóttir
Þórólfur Þorsteinsson Ólrikka Sveinsdóttir
Jóhanna Rósa Þorsteinsd.
Oddný J. Þorsteinsdóttir Ellert I. Harðarson
og fjölskyldur
Ástkær bróðir okkar, stjúpi, afi og langafi,
SÆVAR KRISTINSSON
frá Dalvík,
Gullsmára 11, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 13. desember.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 13DE fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Aðstandendur