Morgunblaðið - 19.01.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Ylströndin Nauthólsvík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Mánudagar – Föstudagar
11-14 og 17-20
Laugardagar
11-16
Lengri
afgreiðslutími
á ylströnd
Verið velkomin í Nauthólsvík
garður og Suðurgarður og við Norð-
urgarðinn á nú enn að bæta og hefur
verið auglýst útboð þar sem óskað er
eftir tilboðum í sjófyllingu undir
lenginguna í tveimur hlutum og skal
þeim fyllingum ásamt viðhalds-
dýpkun vera lokið fyrir 1. október
næsta haust.
Góð hafnaraðstaða gefur stór-
um skipum möguleika á að leggjast
að bryggju og landa afla sínum í
Grundarfirði en sú var raunin sl.
mánudagskvöld þegar eitt af flagg-
skipum Samherja, Björg EA 7, heiðr-
aði Grundfirðinga í fyrsta sinni með
nærveru sinni. Ekki spillti það fyrir
að skipstjórinn, Guðmundur Freyr,
er hér öllum hnútum kunnugur frá
sínum æsku- og unglingsárum en hér
sleit hann barnsskónum. Bæjarstjóri
Grundfirðinga, Björg Ágústsdóttir,
sem er vakin og sofin í starfi sínu, lét
sig ekki vanta til að taka á móti hinu
glæsta skipi og snaraði sér um borð
þótt komið væri fast að miðnætti til
að heilsa upp á nöfnu sína sem og
skipstjórann. Gerði hún heimsókn
sinn góð skil í máli og myndum á fa-
cebooksíðu Grundarfjarðarbæjar.
Skipulagsmál voru á dagskrá
síðasta bæjarstjórnarfundar en end-
urskoðun aðalskipulags hefur nú
staðið yfir í þrjú ár.
Í ljósi þess taldi bæjarstjórnin
að taka þyrfti til breyttra forsendna
á þessu tímabili og ákvað að óska
eftir frekari vinnu við gerð aðal-
skipulags þar sem m.a yrði tekið til-
lit til sívaxandi ferðamannastraums
eins og fram kemur í fundargerð en
þar segir m.a. að það „þurfi að beina
sjónum enn frekar að því að styrkja
ímynd og aðdráttarafl Grundar-
fjarðar sem lykiláfangastaðar með
Kirkjufellið í forgrunni“. Einnig
þurfi að „tengja þéttbýlið og áning-
arstaðinn við Kirkjufellsfoss og
Kirkjufell betur saman og skil-
greina annan lykiláningarstað í
þéttbýlinu sjálfu“.
Í pípunum er nú bygging hótels
í landi Skerðingsstaða rétt vestan
við Grundarfjörð og er á heimasíðu
Grundarfjarðar auglýst eftir at-
hugasemdum við verkefnislýsingu á
gerð deiliskipulagstillögu vegna
bygginga í landi Skerðingsstaða.
Arkitektastofan Zeppelin hefur
gert uppdrátt að allt að 100 her-
bergja hótelbyggingu ásamt fleiri
stökum byggingum á um 4,5 hekt-
ara reit á þessu landi og mun sinna
gerð deiliskipulagstillögunnar.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Vetrarbirta Frá síðustu sólardögum í nóvember á síðasta ári. Grundarfjörður og Kirkjufell í baksýn.
Sjá ekki sólina fyrir fjöllunum
ÚR BÆJARLÍFINU
Gunnar Kristjánsson
Grundarfirði
Þótt margir dásami fegurð og
nánd fjallanna sem umkringja
Grundarfjörð eru þeir til sem finnst
nánd þeirra fullmikil. Slík nánd hef-
ur óhjákvæmilega í för með sér
nokkra ókosti. Fjöllin magna vind-
inn oft um helming þannig að vindur
sem nær 20 metrum á sekúndu þeg-
ar hann kemur sunnan að fjallgarð-
inum er kominn á 40 metra hraða
þegar hann skellur niður í byggðina.
Annan ókost má telja að menn sjá
ekki sólina fyrir fjöllunum frá því í
byrjun nóvember þangað til langt er
liðið á janúar en þá er líka tilefni til
að fagna með sólarpönnukökum
þegar sólin gægist stutta stund yfir
fjallgarðinn og nú er bara vika í að
slíkt geti gerst.
Höfnin í Grundarfirði hefur
hægt og bítandi verið að stækka í
takt við vaxandi umsvif. Við höfnina
er ekki lengur verið að tala um
bryggjur enda hafa þær sem eitt
sinn voru bara stubbar sem ekki
náðu nema fram í sjóinn á flóði feng-
ið annað heiti og eru nú kallaðar
garðar. Þar eru Norðurgarður, Mið-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á svínakjöti jókst um 460 tonn á
síðasta ári, eða um 7,3%. Með sömu
þróun mun svínakjötið sem framleitt
er í landinu verða söluhærra en
lambakjötið fljótlega á þessu ári.
Sala á alifuglakjöti jókst lítillega á
nýliðnu ári, miðað við árið á undan,
samkvæmt bráðabirðatölum Mat-
vælastofnunar. Þó er alifuglakjöt
langvinsælasta kjöttegundin af inn-
lendri framleiðslu. Kindakjötið er
enn í öðru sæti, með tæplega fjórð-
ungs markaðshlutdeild. Jókst sala á
því um 1,8% á árinu. Svínakjötið er í
þriðja sæti og er næst vinsælasta
kjöttegundin á markaði hér ef inn-
fluttu kjöti er bætt við innlendu fram-
leiðsluna. Sala á nautakjöti jókst
einnig en sala á hrossakjöti minnkaði.
Allar miðast þessar tölur við sölu á
kjöti sem framleitt er í landinu. Tölur
um innflutning á síðasta ári liggja
ekki fyrir en hann hefur aukist hratt
á undanförnum árum. Á árinu 2017
nam sala á innfluttu kjöti af alifugl-
um, svínum og nautgripum 20-30% af
heildarsölu kjöts af þessum skepn-
um.
Duga birgðirnar?
Framleiðsla á kindakjöti nam alls
10.487 tonnum á síðasta ári. Er það
1,2% samdráttur frá árinu á undan.
Samdráttur í framleiðslu og aukin
sala gera það að verkum að offram-
leiðslan minnkaði og þar með þörfin
fyrir útflutning við lágu verði. Þó
voru flutt út um 3.800 tonn.
Birgðir voru um 5.000 tonn um
áramót sem er 750 tonnum minna en í
byrjun árs. Birgðirnar samsvara sölu
á kindakjöti í rúma 8 mánuði, og því
má búast við að skortur verði orðinn
á einstaka tegundum kindakjöts áður
en sláturtíð hefst í haust.
Mesta aukning varð
í sölu á svínakjöti
Birgðir kindakjöts í lágmarki
Sala kjöts 2018
tonn
tonn
Heimild: Matvælastofnun
Hlutdeild í %
+0,8%
+1,8% +7,3%
+3,6%
-6,8%
Breyting í % frá 2017
Kindakjöt NautakjötAlifuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Birgðir kindakjöts, tonn
Sala kjöts 2018
5.751Ársbyrjun
5.003Árslok
33,3%
24,7%23,4%
16,6%
2,1%
9.606
6.262
7.142
6.357
7.104
6.728
Skógræktin hefur gert samkomulag
við Límtré Vírnet og Nýsköpunar-
miðstöðina um tilraunavinnslu á ís-
lensku timbri til límtrésframleiðslu.
Öflun viðar hefst í næstu viku.
Í samningi sem undirritaður var
10. janúar kemur fram að Skógrækt-
in leggi fram án endurgjalds alls
fjóra rúmmetra af flettu efni úr furu,
ösp, greni og lerki í tilraunavinnslu
með þurrkun og límingu. Gerðar
verða límtrésprufur úr öllum fjórum
viðartegundunum en Límtré Vírnet
sér um að þurrka efnið og líma í
fyrirfram uppgefnar stærðarein-
ingar. Einnig verður styrkur efnis-
ins prófaður og sér Nýsköpunar-
miðstöð Íslands um að túlka niður-
stöður mælinganna.
Á heimasíðu Skógræktarinnar er
haft eftir Birni B. Jónssyni, verk-
efnastjóra afurðamála hjá Skóg-
ræktinni, að hann finni fyrir miklum
áhuga á vinnslu sem þessari, bæði
innan Skógræktarinnar og hjá sam-
starfsaðilunum. Timburvinnslufyrir-
tækjum sé akkur í því að geta sýnt
fram á að tiltekið hlutfall framleiðsl-
unnar sé unnið úr heimafengnu hrá-
efni og vaxandi kröfur verði um slíkt
í framtíðinni. Einnig sé áhugavert að
finna aðferðir til að búa til aukin
verðmæti úr þeim grönnu bolum
sem til falla við grisjun. aij@mbl.is
Límtré úr
íslensku
timbri