Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nú í janúar eru 14 ár frá því að Björg-
ólfur Thor Björgólfsson kom í fyrsta
sinn til smábæjarins Davos. Þangað
var hann kominn eftir að hafa verið
boðin þátttaka í Young Global Lead-
ers (YGL) ráðstefnu sem haldin er
samhliða Alþjóðaefnahagsþinginu
sem haldið er árlega í fyrrnefndum
skíðabæ í austurhluta Sviss. „Ég
skildi nú eiginlega ekkert af hverju
þeir boðuðu mig þangað. En ég mætti
og þetta var fyrsta árið sem þetta pró-
gramm var keyrt. Það má segja að
það sé eins konar mastersnám þar
sem farið er mjög hratt yfir.“
Í fyrsta árganginum, sem boðaður
var árið 2005 voru m.a. ásamt Björg-
ólfi þeir Sergey Brin og Larry Page,
sem stofnað höfðu leitarvélina Google
sjö árum fyrr. Björgólfur segist ekki
hafa átt kost á því að sækja öll þingin
frá því að hann mætti fyrst til leiks en
að nú hvíli á honum skyldur í
tengslum við þau. Þær tengist
stjórnarsetu hans í YGL-verkefninu.
„Við héldum stjórnarfund á mánu-
dag og fylgdum svo starfinu úr hlaði
þegar um 90 nýir þátttakendur, alls
staðar að, komu og hófu þátttöku sína
í því. Það var mjög ánægjulegt en það
voru Klaus Schwab og Satya Nadella,
forstjóri Microsoft, sem fylgdu verk-
efninu úr hlaði,“ segir Björgólfur.
Merkileg blanda fólks
En það er fleira sem dregur hann
til Davos en verkefni tengd YGL-
verkefninu. Björgólfur segir að á ráð-
stefnunni komi saman mjög góð
blanda stjórnmálamanna, fólks úr
fjölmiðlum, háskólasamfélaginu og
viðskiptalífinu.
„Það er engin ráðstefna eins og
þessi þar sem svona ólíkir hópar
koma saman. Hún dregur til sín bæði
mikla hæfileika og valdamikið fólk.
Þetta sjá stórfyrirtækin og það er
mjög algengt að utan við ráðstefnu-
svæðið leigi heilu veitingahúsin, lista-
söfn, kaffihús og verslanir sem breytt
sé í móttöku- og fundarstaði.“
Spurður út í hvort og hvernig hann
búi sig undir þátttökuna segir hann
að nauðsynlegt sé að gera ákveðnar
ráðastafanir til að fá sem mest út úr
dögunum sem viðburðurinn stendur.
„Það þarf að bóka fundi, ekki síst
þegar maður hefur áhuga á að eiga
fundi með ráðherrum og öðrum
kjörnum fulltrúum. Þar er mjög stífur
prótókoll. Það getur líka reynst mikil-
vægt þegar um formlega viðskipta-
fundi er að ræða. En maður þarf líka
að gera ráðstafanir þegar kemur að
áhugaverðustu fyrirlestrunum sem í
boði eru. Þeir eru það fjölsóttir að það
komast ekki allir að.“
Bundist fólki tryggðaböndum
Reynsla Björgólfs er sú að það sé
ekki endilega heillavænlegt að koma
gagngert til Davos í þeim tilgangi að
byggja upp virkt tengslanet, hins veg-
ar hafi hann kynnst mörgu góðu fólki
á þessum vettvangi sem hann hafi
bundist tryggðaböndum.
„Það var t.d. skemmtilegt núna í ár
að hitta forstjóra Heineken. Ég hef
ekki hitt hann síðan hann keypti
Bravo af mér í Rússlandi á sínum
tíma. Það fór afar vel á með okkur.“
Ráðstefnan er fjölsótt og hefur
mikil áhrif á öll umsvif í Davos. Björg-
ólfur bendir á sem dæmi um þau að
verð á hótelherbergjum og veitinga-
húsum fimm- til tífaldist dagana í
kringum ráðstefnuna.
Spurður út í efnistökin á ráðstefn-
unni að þessu sinni segir Björgólfur
að hann hafi einkum beint sjónum sín-
um að umræðunni um hið nýja 5G-
kerfi sem stefnir í að muni umbylta
gagnaflutningum í heiminum.
„Það er margt að gerast í þessum
efnum og forvitnilegt að hlusta á for-
stjóra stórfyrirtækja á borð við
AT&T um til hvers þessi tækni muni
leiða. Þekkingin sem maður aflar á
þessum fundum er eitthvað sem mað-
ur tekur svo áfram með sér í starf-
semina sem við erum m.a. að byggja
upp í Suður-Ameríku.“
Tiplað í kringum tæknirisa
En Björgólfur segir að hann skynji
svipaða stemningu í Davos og fjallað
var um í grein Financial Times sem
birt var í ViðskiptaMogganum í gær
Þar var bent á að lítið færi fyrir opin-
skárri umræðu um stöðu stærstu
tæknirisa veraldar þegar kæmi að
hagnýtingu persónugagna notenda
þeirrar þjónustu sem fyrirtæki á borð
við Google og Facebook veittu.
„Stóru tæknifyrirtækin eru mjög
fyrirferðarmikil hérna og hafa sterk
ítök. En þrátt fyrir það reyna menn
að nálgast þessa umræðu út frá ýms-
um sjónarhornum. Það sér maður
m.a. á fólki frá Bandaríkjunum sem
talar í auknum mæli fyrir íhlutun
stjórnvalda, löggjafarvaldsins. Það
heyrist æ oftar að mikilvægt sé að
breyta stjórnarskrám og tryggja
mannréttindi sem felast í aðgengi að
internetinu en stjórn á eigin persónu-
legu gögnum um leið. Fólki er að
verða ljóst að tæknirisarnir eru alltof
stórir og það þarf að brjóta þessi
fyrirtæki upp með einhverju móti.
Þar er ég fyrst og síðast að vísa til Go-
ogle, Facebook og Amazon sem hafa
hreðjatak á gagnanotkun heimsins en
ekki svo fjarri þeim eru svo fyrirtæki
á borð við Apple, Netflix og Micro-
soft.“
Risarnir þrír
of valdamiklir
14 ár síðan Björgólfur Thor sótti fyrst WEF í Davos
Ráðstefna World Economic Forum hefur verið haldin í Davos frá árinu 1971.
25. janúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 120.53 121.11 120.82
Sterlingspund 156.46 157.22 156.84
Kanadadalur 90.48 91.0 90.74
Dönsk króna 18.319 18.427 18.373
Norsk króna 14.015 14.097 14.056
Sænsk króna 13.338 13.416 13.377
Svissn. franki 120.62 121.3 120.96
Japanskt jen 1.0985 1.1049 1.1017
SDR 167.63 168.63 168.13
Evra 136.82 137.58 137.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.9631
Hrávöruverð
Gull 1284.9 ($/únsa)
Ál 1867.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.37 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Húsnæðisverð á Íslandi hækkaði um
5,8% á þriðja ársfjórðungi 2018 frá
því sem var á sama ársfjórðungi
fyrra árs. Það er
aðeins fyrir ofan
þróunina í Evr-
ópusambandinu
sem og á evru-
svæðinu en í
hvoru tilfelli fyrir
sig hækkaði hús-
næðisverð um
4,3%. Þetta kem-
ur fram í saman-
tekt sem Hag-
stofa Íslands
byggir á vísitölum frá hagstofu Evr-
ópusambandsins. Sé horft til Skand-
inavíu sést að húsnæðisverð hefur
hækkað um 3,5% í Danmörku á sama
tímabili, um 3,5% í Noregi og um 1%
í Finnlandi. Í Svíþjóð hefur hús-
næðisverð aftur á móti lækkað um
2,1% á sama tímabili. Sé horft til
þeirra landa þar sem húsnæðisverð
hefur hækkað hvað mest á sama
tímabili er Slóvenía þar í sérflokki en
þar nemur hækkunin 15,1%. Í Hol-
landi nemur hækkunin 10,2%.
Þessar tölur hagstofu ESB ná aftur
til fjórða ársfjórðungs árið 2015. Sé
þriðji ársfjórðungur ársins 2016 bor-
inn saman við þriðja ársfjórðung
2017 hér á landi sést að hækkunin
hér á landi á því tímabili var heil
22,5%. Sé fjórði ársfjórðungur ársins
2015 borinn saman við þriðja árs-
fjórðung 2016 var hækkunin 7,8%.
Magnús Árni Skúlason hjá
Reykjavík Economics segir að um
jákvæða þróun sé að ræða og að hús-
næðismarkaðurinn sé að ná jafnvægi
frá lágpunktinum árið 2010. Hann sé
nú eðlilegur í samanburði við önnur
lönd varðandi svona lækkunarferli
og að búast megi við eðlilegri verð-
hækkunum til framtíðar.
„Það er komið að endalokum
þessa hækkunarferlis sem hefur átt
sér stað frá árinu 2010. Það sem ýtti
einnig undir verðhækkunina er
lækkun húsnæðislánavaxta og fram-
boðsskortur ásamt því mikla inn-
streymi af fólki sem kom til landsins
eftir útstreymið eftir fjármálakrepp-
una,“ segir Magnús.
Húsnæðismark-
aður í jafnvægi
Komið að endalokum hækkunarferlis
Magnús Árni
Skúlason
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
AIR OPTIX® COLORS
Linsur í lit
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2017 RAM 3500 Limited
Litur: Perluhvítur, svartur að innan.
Ekinn 9600 km.
Einn með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting,
upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, RAM-box. 6,7L Cummins
VERÐ
9.180.000 m.vsk
2019 Ford F-350 Lariat
Ultimate
Litur: Svartur / svartur að innan
6-manna bíll. 6,7L Diesel,450 Hö, 925 ft of torque.
Lariat með öllu, Ultimate- og krómpakka, upphituð/
loftkæld sæti, stóra topplúgan, heithúðaðan pall,
fjarstart og trappa í hlera, Driver alert og distronic,
Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél.
VERÐ
11.990.000 m.vsk
2018 RAM 3500 Laramie
Litur: Svartur (brilliant black), dökk grár að innan.
Black apperance pakki. 35” Dekk.
Ekinn 17.000 km.
6,7L Cummins, Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun,
heithúðaður pallu, fjarstart, 5th wheel towing pakki
VERÐ
8.530.000 m.vsk
2019 Chrysler Pacifica
Hybrid Limited
Glæsilegur 7 manna bíll.
Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak,
leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon
hljómflutningskerfi o.fl. o.fl.
VERÐ
8.490.000 m.vsk