Morgunblaðið - 25.01.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 25.01.2019, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 ✝ Antoníus Þor-valdur Ólafs- son fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1936. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar 2019. Foreldrar hans voru Selma Ant- oníusardóttir, hús- móðir og kaup- kona frá Byggðar- holti í Vestmannaeyjum, f. 1912, d. 1989, og Ólafur Stefánsson verslunarmaður, f. á Hvamms- tanga 1913, d. 1991. Þorvaldur var elstur þriggja systkina. Bróðir hans var Stefán flug- vélstjóri, f. 1938, d. 1970. Systir hann er Rannveig, f. 1944. Eiginkona Þorvalds er Ólöf Árnadóttir húsmóðir, f. Hafn- arfirði 14.9. 1935. Foreldrar hennar voru Guðlaug Ólafs- dóttir, f. 1902, d. 1979, og Árni Elísson sjómaður, f. 1904, d. 1976. Þorvaldur og Ólöf bjuggu lengst af í Breiðási 11, Garðabæ. Síðustu árin á Strikinu 2, Garða- bæ. Þau gengu í hjónaband 3.12. 1955 og eignuðust þrjú börn. 1) Guðlaug, f. 21.6. 1956, d. 2.12. 1978. 2) Ólafur vélfræðingur, f. 17.12. 1957. Eiginkona hans er skipum og strandferðaskipum ásamt olíuskipinu Hamrafelli. Árið 1962 réðst hann sem yfirvélstjóri á Árvakur, nýtt skip Vita- og hafnamála- stjórnar, og starfaði þar til árs- ins 1969. Eftir það var hann yfirvélstjóri á ýmsum bátum og skipum. Lengst af á loðnu- og síldarbátunum Ásgeiri RE-60 og Héðni ÞH-57. Einnig var hann yfirvélstjóri á flutningaskipinu Hansa Trade. Árið 1977 réðst hann til starfa hjá Siglinga- málastofnun Íslands þar sem hann starfaði sem skipaskoð- unarmaður og umsjónarmaður köfunarmála til ársins 1987. Samhliða störfum hjá Sigl- ingamálastofnun á árunum 1980 til 1983 smíðaði hann sér og gerði síðan út til ársins 1997 neta- og handfærabátinn Selmu HF-130 . Síðustu starfsár sín var hann vélstjóri á olíuskipinu Bláfelli og síðan nótabátnum Faxa GK-44 og Faxa RE til 2002. Um langt árabil vann Þorvaldur sjálfboðavinnu fyrir Slysavarnafélag Íslands, lengst af sem vélstjóri á björgunar- bátnum Gísla J. Johnsen. Einnig sat hann um tíma í stjórn Vél- stjórafélags Íslands. Hann var í mörg ár félagi í Kiwanisklúbbn- um Setbergi, Garðabæ. Útför Þorvalds fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 25. janúar 2019, klukkan 15. Erla Kjartansdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 20.6. 1958. Börn þeirra eru a) Lilja Kristín, f. 1981. Eiginmaður hennar er Úlfur Teitur Traustason og eiga þau þrjú börn. b) Þorvaldur Ólafsson, f. 1984. Eiginkona hans er Katrín Briem og eiga þau tvö börn. c) Eygló Dögg, f. 1996, í sambúð með Attila Balatoni. 3) Steinunn Birna sjúkraliði, f. 5. 7. 1961. Dóttir hennar er Ólöf Steinunnardóttir, f. 1984. Eigin- maður hennar er Loïc Baboulaz og eiga þau tvö börn. Þorvaldur stundaði nám við Austurbæjarskóla og Iðnskóla Reykjavíkur ásamt verklegu námi í vélsmiðjunni Steðja það- an sem hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1956. Síðan hóf hann nám við Vélskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist 1960. Síðar stundaði hann nám og þjálfun í köfun hjá danska sjó- hernum. Meðfram námi og fyrst á eftir sótti Þorvaldur sjó, fyrst sem aðstoðarmaður í vél og síðar sem vélstjóri á ýmsum fiski- Nú þegar hann pabbi hefur lagt upp í sína síðustu ferð yfir hafið endalausa, þá koma upp í huga minn margar minningar um góða tíma. Þrátt fyrir erfiðar stundir sem fylgdu sjúkdómi hans, þá eru það góðu stundirnar sem við áttum saman sem sitja eftir. Auðvitað var pabbi mín helsta fyrirmynd, sá sem vísaði mér veginn í æsku. Það var vegna hans áhuga á skátastarfi, sem ég gerðist skáti og starfaði í Skátafélaginu Vífli í Garðabæ. Vegna góðra minninga hans um sveitadvöl hjá frændfólki í Efstalandskoti í Öxnadal, sá pabbi um að koma mér í sveit á sumrin þegar ég var drengur. Ekki má ég gleyma öllum þeim ferðum sem hann tók mig með um borð í vitaskipið Árvakur og síðar í síldarbátinn Ásgeir í Norðursjóinn. Þetta voru ævin- týri sem höfðu mikil áhrif á mig. Fyrstu ferðir mínar á skíði, annars staðar en á Valdatúni, voru þegar pabbi keyrði mig og fleiri í Skálafell. Einnig er það mér minnisstætt þegar ég var unglingur og við höfðum það að venju að tefla eina skák eftir kvöldmat. Síðar fór ég sömu leið og pabbi, lærði vélvirkjun og vél- stjórn og starfaði sem vélstjóri á sjó. Við áttum margar stundir saman í vinnu þegar hann var að smíða bátinn sinn, Selmu HF-130. Einnig áttum við góðar stundir sumarið sem ég réri með honum frá Grindavík. Síðasta samtal okkar feðga var tveimur dögum áður en hann kvaddi. Þá spurði ég hann þar sem hann lá rænulítill hvort hann myndi eftir þegar við vor- um á skaki við Reykjanes. Þá opnaði pabbi augun og sagði „hvernig getur maður gleymt því“. Síðar gerðumst við viðskipta- félagar, þegar ég kom með hon- um að rekstri félagsins Ísbands sf., sem við rákum saman til hans hinsta dags. Ég vil þakka þér, pabbi, fyrir góðvildina sem þú sýndir okkur Erlu, börnunum okkar og lang- afabörnunum. Einnig þakka ég allar soðn- ingarnar sem þú færðir okkur á Selmu árunum. Blessuð sé minning þín. Ólafur. Þann 12. janúar féll afi minn og alnafni frá. Með ást og hlýju þakka ég honum fyrir að hafa verið mér kærleiksríkur afi. Síðustu ár reyndust honum erfið, því er ekki að neita, og má í raun þakka fyrir að hann hafi loks fengið líkn frá sínum veikindum. Þeir sem til hans þekkja vita að nafni bar ávallt hag hins minni máttar fyrir brjósti. Þannig umlukti hann til að mynda okkur barnabörnin með ást og alúð og vildi ævinlega allt fyrir okkur gera. Sjómaður- inn sá dúkkaði oft á tíðum upp með nýveitt í soðið, en tók ekki síður þátt í að sækja og skutla ef svo bar undir. Þá var hann mikið náttúrubarn og fór gjarn- an með okkur í ferðir um nær- sveitir þar sem njóta mátti náttúrunnar. Minnisstæðar eru sumarbústaðaferðir með ömmu og afa, t.d. að Laugarvatni. Það var í einni slíkri að nafni kom mér einlæglega fyrir sjónir sem fótfráasti maður í heimi. Þó hann hafi nú kannski aldrei stundað íþróttir, var hann að minnsta kosti hraustmenni mikið sem vílaði ekkert fyrir sér þegar kom að líkamlegri vinnu. Þetta endurspeglaðist í þeim ógnarspretti sem hann tók hér um árið á Laugarvatni og skapaði þessa ímynd mína af honum. Í mínu tilfelli dró hann mig sömuleiðis óhikað með sér í vinnuferðir út á land, þar sem mér var ætlað að „hjálpa“ til. Eina slíka ferð fórum við til Vestmannaeyja. Eflaust hefði hann klárað verkið klakklaust án þess að ég væri til staðar að rétta honum skiptilykilinn við og við, en samvera okkar nafna situr þó eftir sem dýrmætur tími. Nafni sýndi mér ætíð hlýju. Þó þótti mér hann örlítið of hreinskilinn þegar 12 ára ég óskaði eftir að fá forláta rakvél í afmælisgjöf. Sagði hann enga þörf á slíkri vél fyrir minn ve- sæla hýjung. Amma fékk þó ráðið og fékk ég að endingu vélina forláta. Afi hafði rétt fyr- ir sér, vélin kom að litlum not- um næstu fimm árin. Í veikindum nafna breyttist hans kærleiksríka viðmót til mín og fjölskyldu minnar aldr- ei. Alltaf þegar við heimsóttum hann tók hann okkur fagnandi og með bros á vör. Líkt og hann hafði verið elskulegur við okkur barnabörnin, var hann ekki síður elskulegur við lang- afabörnin sín. Þó mín börn hafi ekki kynnst afa áður en hann veiktist, duldist þeim þó ekki að þarna fór hlýr og góður maður. Góða ferð, elsku afi. Þorvaldur Ólafsson. Það er svo margs að minnast þegar mér verður hugsað til afa. Ég get engan veginn valið uppáhalds stundir eða samræð- ur, enda voru þær óteljandi. Ég mun sakna mest samtalanna við afa, hvort sem þau áttu sér stað í húsbóndastólnum hans í horni stofunnar á Breiðási eða í sím- tölum héðan og þaðan um heiminn. Ég var heppin að eiga afa sem vin og geta deilt með honum upplifunum mínum á er- lendri grundu sem og öðrum lífsins verkefnum og áskorun- um. Alltaf fékk ég áhugaverðar spurningar og vangaveltur sem lituðust af lífsreynslu hans og ævistarfi út á sjó, sem hann stundaði til lengri tíma fjarri fjölskyldu sinni. Afi reyndist mér mikill styrkur þegar ég þurfti sem mest á því að halda og ég verð honum ævinlega þakklát fyrir göngutúra okkar í Heiðmörk og niður á Gróttu sumarið 2010. Ég mun ávallt minnast afa sem ævintýra- gjarns mannvinar, með mikla þrautseigju, stórtækar hug- myndir sem hann var óhrædd- ur við að hrinda í framkvæmd. Til allrar lukku var afi búinn þeim hæfileika að þaulskipu- leggja ferðir sínar og leysa ein- staklega vel úr vandamálum þegar þau komu upp. Ég veit að afi var búinn að þrá það lengi að fá að fara og það er gott að vita að hann hafi ekki þurft að þjást lengur en raun ber vitni. Það er samt ótrúlega sárt að vita til þess að afi sé farinn og samtölin og göngutúrarnir verði ekki fleiri. Hann var fyrirmynd á mörgum sviðum og mun lifa áfram í afkomendum sínum um ókomna tíð. Mig langar til að kveðja afa með erindi úr ljóði Davíðs Stef- ánssonar vegna þess að ég á mjög sterkar minningar frá því að hann hjálpaði mér að læra – og meta – hin ýmsu ljóð sem mér bar að læra utanbókar á grunnskólaaldri. Ég horfi ein á eftir þér, og skipið ber þig burt frá mér. Ég horfi ein við ystu sker, því hugur minn er hjá þér bundinn, og löng er nótt við lokuð sundin. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Þín Ólöf. Dagurinn er að kveldi kom- inn. Eftir situr minning um mann, Þorvald Ólafsson vél- stjóra, sem hefur kvatt þennan heim. Þorvaldur var skipverji hjá mér á M.S. Faxa RE um nokk- urt skeið. Var okkur vel til vina, enda hafði hann til að bera hógværð og réttlætistil- finningu fyrir góðum mál- efnum. Hann var vélstjóri um borð ásamt Stefáni Unnari heitnum. Að hafa slíka menn til að halda hjarta skipsins gangandi var ákveðin forréttindi, enda varð aldrei feilpúst þar, þrátt fyrir mikið álag. Þorvaldur hafði oft orð á því hversu ánægður hann var að vera í þessu skipsrúmi. Oft var siglt með mikið hlað- ið skip til annarra landa, sem hefði ekki verið gert nema fyrir það að þessum mönnum var treystandi. Öllum er það ljóst að hver og einn er kallaður yfir móðuna miklu. Eftir situr minningin hjá hinum sem eftir verða. Því er það hlutskipti mitt að kveðja þessa frábæru menn. Við konan mín sendum Ólöfu og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Ingvi Rúnar Einarsson, fv. skipstjóri. Þorvaldur Ólafsson ✝ Jóna fæddist íReykjavík 24. nóvember 1927. Hún lést 13. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Guðbrandur Björnsson frá Stafshóli í Fljótum, Skagafirði, f. 14.7. 1897, d. 13.11. 1966, og Stefanía Einarsdóttir, f. í Reykjavík 23.10. 1897, d. 26.3. 1993. Jóna var næst- yngst sinna þriggja systkina, þeirra Birnu Guð- ríðar Sveinsdóttur Muller, f. 15.4. 1925, d. 15.12. 2014, og Harðar Sveinssonar, f. 15.3. 1933, d. 2011. Útför Jónu fer fram frá Grensás- kirkju í dag, 25. janúar 2019, klukkan 13. Jóna fæddist í heimahúsi á sín- um tíma. Síðar kom í ljós að hún var spastísk og heyrnarlaus og fór ekki að ganga fyrr en fjögurra ára gömul. Jóna gekk í Heyrn- leysingjaskólann hjá Brandi. Hún vann við hin ýmsu störf en lengst af í 42 ár hjá ÁTVR. Ég naut þeirrar ánægju að búa í kjallaranum hjá ömmu Stebbu í Barmahlíðinni, en þar mynduðust náin tengsl á milli okkar Jónu og það leið ekki sá dagur að við fær- um ekki á milli hæða. Eftir að ég eignaðist fyrsta barnið mitt, Bjarka, þá var hún eins og amma hans. Hún passaði hann oft þegar við skruppum frá. Leit ekki af honum augum á meðan. Hún var svo stolt að fá að taka þátt í þessu með mér. Jóna eignaðist ekki nein börn sjálf, en hafði mikið yndi af þeim og öll börn hændust að henni. Þegar við systur mínar vorum yngri þá spilaði hún við okkur endalaust ólsen og svartapétur. Þetta endurtók sig þegar mín börn voru yngri. Alltaf var stutt í grín og glens. Hún var óspart að búa til ýmis andlit með grettum og lék alls konar kúnstir, ekki verra þegar fölsku tennurnar fóru af stað líka. Jóna var alltaf ung í anda, hún virtist ekkert eld- ast nema líkaminn. Skemmtileg- asta sem hún gerði var að fara í búðir og skoða föt. Þau voru ófá skiptin sem við sátum yfir Sears- pöntunarlista eða fórum í göngu eftir Laugaveginum að skoða í búðarglugga. Síðan var farið á kaffihús í Kjörgarði á eftir. Jafn- vel þegar hún var orðin 80 ára. Henni þótti þó gott að vera í gallabuxum og strigaskóm. En móðir mín Birna eða Bidda eins og hún var kölluð hjá Jónu var ekki eins ánægð með það. En hún var samt í þeim heima hjá sér. Jóna fór í húsmæðraskóla fyrir heyrnarlausa í Hamar í Noregi, sem reyndist henni vel seinna enda eldaði hún daglega eftir að hún flutti inn í sína eigin íbúð. Fyrir nokkrum árum varð hún fyrir því óláni að brjóta sig í þrí- gang. Hún komst ekki heim eftir þriðja brot. Jóna var alla tíð mik- ill snyrtipinni og mjög reglusöm með alla hluti. Hver hlutur átti sinn stað og hún þoldi ekki óreiðu. Hún tók heldur betur til hendinni þegar hún kom í heimsókn og komst í þvottinn minn eða í eld- húsið. Þvílíkur lúxus. Jóna var alveg einstakur per- sónuleiki og allt lék í höndum hennar eins og allar þær óteljandi myndir sem hún saumaði bera með sér. Ferðalög og samskipti við aðra voru alltaf hennar líf og yndi. Þær voru heldur ekki fáar ferðirnar sem Jóna kom með okk- ur til útlanda. Þrátt fyrir sinn veikburða líkama og óstöðugleika til gangs var hún alltaf svo sterk. Félagsskapur heyrnarlausra hef- ur alltaf haldið vel hópinn, fé- lagsmenn stutt hver annan í einu og öllu. Eiga þeir heiður skilinn, þá er hún Laila á skrifstofunni hjá þeim ekki undanskilin. Síð- ustu árin bjó hún á hjúkrunar- heimili Hrafnistu í Reykjavík. Var þar á frábærri deild, Mána- teig, naut mikillar hlýju og vel- vilja starfsfólksins alveg fram á síðasta dag. Hún var alltaf glöð og var óspör á brosið til þeirra og þakklæti. Þín verður sárt saknað, Jóna mín, megir þú hvíla í friði. María Muller og systkini. Með táknum og látbragði sem voru yfirleitt á þá leið að hún stækkaði hendurnar og blés út kinnar og sagði svo á sinn hátt „þú feitur“ voru vanalega hennar orð ef hún sá mig með eitthvað matarkyns fyrir framan mig en það var hennar leið að segja mér að passa mig og þannig man ég þig best, elsku Jóna mín, hvernig þú túlkaðir heiminn í kringum þig, beinskeytt og með húmor. Það er ótrúlega skrítið að vera hér í Nóatúninu í dag og vita að þú komir ekki aftur heim, en ég man hversu oft þú passaðir mig yfir daginn á heimili þínu eða helgi ef ég var heppinn og við horfðum saman á spólurnar sem þú áttir nóg af, og ég gat haft eins hátt og ég vildi í sjónvarpinu þangað til nágrannarnir kvört- uðu. Það voru svo sannarlega gleðitímar æsku minnar. Þú sem varst alltaf svo sterk að oftast þurftum við hin að reyna okkar besta að halda í við þig, og þú gast ekki setið auðum höndum heldur þurftir alltaf að vera að sinna einhverjum heimilisverkum þó svo að þú værir í heimsókn annars staðar. Ég verð ævinlega þakklátur þér fyrir margt og þá sérstaklega hvernig ég túlka heiminn í kring- um mig í dag. Þín verður sárt saknað, elsku Jóna. Þinn Bjarki. Kær vinkona frá barnæsku er látin. Ég og fjölskylda mín minn- umst hennar með mikilli hlýju. Við Jóna áttum samleið frá unga aldri í Málleysingjaskólan- um í Reykjavík, eins og skólinn hét þá. Jóna var rúmlega þremur árum eldri en ég en það kom ekki í veg fyrir náinn vinskap. Heyrnarlaus frá fæðingu kom ég sjö ára gömul, eftir langt ferðalag frá Önundarfirði, með móður minni til Reykjavíkur. Ég minnist þess eins og það hafi ver- ið í gær þegar ég sá Jónu fyrst í skólanum. Jóna var snyrtileg og fallega klædd og alveg sérstak- lega hláturmild. Skömmu síðar var mér boðið heim til Jónu í afmælisveislu. Góðar móttökur fjölskyldu henn- ar yljuðu frá fyrstu stundu. Ég er ætíð þakklát fyrir hversu hjartahlý og góð Stefanía, móðir Jónu, reyndist mér. Það var huggun að vita af þessu góða fólki á þeim erfiðu tímum og óbærilegu stundum sem komu á eftir þegar móðir mín yfirgaf mig nánast án þess að ég vissi hvað var um að vera. Mér leið oft eins og ég væri ein í heiminum en vinskapur Jónu og annarra nemenda sem urðu vinir mínir fyrir lífstíð, var mér afar mikils virði. Við áttum menn- ingu heyrnarlausra, tungumálið okkar; munn-hand-kerfið, tákn- málið, fingrastafrófið og námið í varalestri, sameiginlegt. Jóna gekk ekki heil til skógar, var hreyfihömluð en lét það ekki aftra sér í neinum námsgreinum. Hún var afar listfeng, saumaði út, prjónaði og málaði myndir. Við Jóna áttum oft samleið á nám- skeiðum þar sem við lærðum að sauma og mála. Fyrst á unglings- árunum eftir skóla fylgdi Stefanía okkur á saumanámskeið og svo sóttum við Jóna fleiri námskeið eftir að grunnskólanámi lauk. Jóna sótti húsmæðraskólanám fyrir heyrnarlausa í Hamar í Nor- egi en ég fór í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Við bárum oft saman bækur okkar úr náminu. Við fórum í gegnum skyldu- námið með þeim aðferðum sem voru notaðar og viðurkenndar er- lendis á þessum tíma. Margrét Rasmus skólastjóri hafði kennt danska aðferð, mund-hand sys- tem, frá 1923 við skólann og Brandur Jónsson talkennari sem tók við síðar sem skólastjóri nýtti allar mögulegar tjáskiptaleiðir til að gera tjáningu okkar stöðugt betri. Áhersla var enn frekar lögð á talmál og að nýta heyrnarleifar með heyrnartækjum. Markmið allra var að ná betra sambandi við umheiminn í gegn- um tjáningu og að eiga lifandi tungumál. Ég kynntist fljótt allri fjöl- skyldu Jónu. Heimilið var kær- leiksríkt og ég átti góðar stundir á Njálsgötunni og síðar í Barma- hlíð. Fjölskyldan og systkini Jónu, þau Birna og Hörður, sem nú eru látin, tóku mér fagnandi. Þær systur Jóna og Birna áttu ætíð náið samband og öll fjöl- skylda Jónu hefur borið hag hennar fyrir brjósti. Þær mæðgur, Jóna og Stef- anía, fylgdust með barnahóp okk- ar Guðmundar stækka og Jónu var ætíð fagnað þegar hún heim- sótti okkur. Jóna vann lengst af hjá ÁTVR og var vel liðin í starfi. Síðustu misserin dvaldi hún á DAS og var það okkur fjölskyld- unni mikið fagnaðarefni þegar Jóna kom í 90 ára afmæli Guð- mundar nú í október. Blessuð sé minning okkar ást- kæru vinkonu. Hervör Guðjónsdóttir, Guðmundur Egilsson og fjölskylda. Jóna Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.