Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 ✝ Teitur Jenssonfæddist 9. maí 1929 í Selárdal. Hann lést á Hrafn- istu DAS Boðaþingi 9. janúar 2019. For- eldrar hans voru Jens Gíslason (1891-1949) og Ingveldur Bene- diktsdóttir (1898- 1963). Systkini hans voru Sigur- fljóð Guðmunda, f. 1919, Gísli Ragnar, f. 1921, Benedikta Ragnhildur, f. 1924, Davíð Krist- ján, f. 1926, og Ólafía Sigríður, f. 1937, þau eru öll látin. Teitur var verslunar- og skrif- stofumaður í Reykjavík, starfaði lengst hjá Olíufélagi Íslands. Eftirlifandi eig- inkona Teits er El- sie Sigurðardóttir, f. 1936. Foreldrar hennar voru Sig- urður Marteinsson (1899-1977) og Vil- borg Jónsdóttir (1902-1970). Teitur og Elsie eignuðust tvö börn, Sigmar, f. 1954, og Vilborgu, f. 1956. Eiginkona Sigmars er Hafdís Hlöðversdóttir og eiga þau fjög- ur börn. Eiginmaður Vilborgar er Helgi Valtýr Sverrisson og eiga þau tvö börn. Útför Teits fer fram frá Digraneskirkju í dag, 25. janúar 2019, klukkan 13. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka fyrir ástina, upp- eldið og vinskapinn sem öðlingur- inn hann pabbi hefur sýnt okkur alla ævi. Hann og mamma voru dugleg að fara í ferðalög um landið með okkur í aftursætinu með Andrésblöðin. Allar sundlaugar og kirkjur heimsóttar. Þá standa helst upp úr ferðirnar í Selárdal- inn en pabbi var fyrst og fremst Seldælingur. Hann skipti ein- hvern veginn um göngulag þegar þangað var komið, spilaði á nikku sagði sögur úr dalnum bæði um fólk, byggingar og kennileiti, við börn, tengdabörn og barnabörn nutum góðs af. Kirkjan í Selárdal var einhvern veginn hans, þar kenndi afi honum á orgelið og þar æfði hann nýjustu lögin áður en farið var að spila á böllum. Mikill töffari, hann pabbi. Hann var forsöngvari, veislu- stjóri og ræðumaður hvar sem hann kom. Við kveðjum og þökk- um enn og aftur og syrgjum heið- ursmanninn hann pabba. Sigmar og Vilborg. Elsku afi minn er farinn heim. Ég sé hann fyrir mér aftur ungan, skoppandi um ástkæra Selárdal- inn sinn með nikku í hendi og bros á vör. Hann var einstakur öðling- smaður, hann afi Teitur, og gerði öllum í kringum sig gott. Við barnabörnin fórum ekki á mis við það. Hann var einstaklega dugleg- ur að drífa okkur t.d. í laugina. Mullers-æfingarnar á bakkanum og við rauð upp fyrir höfuð yfir því hvað kallinn var skrítinn. En ætli það hafi ekki haldið honum svona unglegum og frískum eins lengi og raun var. Óteljandi eru sumarbústaða- ferðirnar nú og sumarfríin bæði hér heima og erlendis. Tjaldvagn- inn ET var aldrei langt undan og það sem hann nennti að sækja og skila var með ólíkindum. Flottustu ferðirnar voru óneitanlega í ást- kæra Selárdalinn þar sem afi þekkti hverja þúfu. Við fórum ein- mitt síðustu ferðina okkar þangað sumarið 2010 og þar sýndi hann okkur einu sinni enn allt sem hon- um var svo kært. Kirkjan, tónlist- in og gleðin stóðu honum ávallt of- ar en erfiðið við að alast upp þarna eins og okkur fannst, á hjara ver- aldar. Þar sem ekki þótti tiltöku- mál að skreppa gangandi yfir í næsta fjörð til að spila á balli. Ég hef verið einstaklega heppin að eiga þau að og undanfarið að sitja með ömmu að segja sögur – alveg yndislegt. Takk fyrir mig, elsku afi. Hlakka til að dansa með þér næst. Þín Elsí Rós. Góða nótt, elsku afi. Smelltu einum á kinnina hans Gústa þegar þið hittist. Bænin er það fegursta og besta sem í brjósti mínu bærist. Háleitari en sú hugsun sem í höfðinu hrærist. Sem andvörp til himneskrar fegurðar þær flögra. Um loftið þær líða sem friðarins fuglar og brúa þar bil. Hjartað mýkist og sjónarhornið verður í senn skýrara og mildara. Þá kærleikurinn ljúflega mig tekur að aga og benda mér á leiðir sem best er að fara. (Sigurbjörn Þorkelsson) Katrín Sólveig og börn. Hann pabbi er farinn. Vilborg hringdi tveimur tímum eftir að við hjónin kvöddum Teit vin okkar og þær mæðgur, fullviss þess að lengra væri í viðskilnað en þetta. Minningar liðinna ára, allar ljúfar og skemmtilegar, birtast hver af annarri. Samverustundir hjónaklúbbs- ins okkar, stofnaður 1961, urðu óteljandi á heimilum sex hjóna bæði hér á Reykjavíkursvæði, sem og á Akureyri á meðan heilsa leyfði. Teitur hrókur alls fagnaðar með sína góðu söngrödd og léttu lund. Á Akureyri var framan af dval- ið í „Essohúsinu“ og heima hjá Ellu og Magga. Síðar í Sæluhús- um Akureyrar. Alltaf gaman saman. Ógleymanlegar útilegur, sem farnar voru meðan börnin voru yngri hvort sem farið var í Þjórsárdalinn, Skorradalinn eða í Galtalæk. Því miður fórum við aldrei í Selárdalinn, ótrúlegt en satt, þangað sem hugur hans leit- aði ekki hvað síst nú síst síðustu misserin. Ekki má gleyma laufa- brauðsbakstrinum sem setti svip sinn á jólaundirbúninginn og var Teitur með allt til ársins 2016. Eins er gott að minnast sam- veru hins ljúfa lífs seinni ára á Gran Canaria. Það er svo gott að eiga góðar minningar þegar við kveðjum tryggan og góðan vin, sem Teitur var alla tíð. Þær ylja svo sannar- lega og minnka söknuðinn. Við fimm, sem lifum hann þökk- um honum samfylgdina í 60 ár plús. Við biðjum góðan Guð að vaka yfir Elsi, Sigmari, Vilborgu og fjölskyldum þeirra Blessuð sé minning þín, elsku vinur, Guð geymi þig. Bergþóra, Einar, Jón, Elín og Magnús. Kær vinur okkar, Teitur Jens- son, hefur kvatt þetta jarðlíf og segja má að fráfall hans hafi ekki komið okkur á óvart vegna veik- inda sem hann hefur átt við að stríða undanfarið. Hann var fæddur í Selárdal við Arnarfjörð og þar átti hann sínar rætur og heimsótti hann æsku- stöðvar sínar eins oft og hann gat. Þar fannst honum gott að vera og þar naut hann útiverunnar milli vestfirskra fjalla. Hann hafði yndi af útiveru og ferðaðist bæði innan- lands og utan og áttum við þess kost að ferðast með honum bæði hér heima og erlendis. Hann var góður sögumaður enda vel lesinn og sjófróður og ekki síður góður söngmaður og var oftar en ekki forsöngvari á gleðistundum. Við Teitur kynntumst árið 1954 þegar hann hóf störf hjá Vinnu- fatagerð Íslands hf. og við, sex starfsmenn þess fyrirtækis, sam- einuðumst um að byggja raðhúsa- lengju við Skeiðarvog sem við byrjuðum á vorið 1957. Við unnum nánast að öllu leyti sjálfir í okkar frítíma og velvilji ráðamanna fyr- irtækisins hjálpaði okkur mikið við þá framkvæmd. Þar skapaðist sá vinskapur og sú vinátta meðal okkar og fjölskyldna sem hefur haldist alla tíð síðan. Við bygg- inguna æxlaðist það þannig að við Teitur unnum alltaf saman og aldrei kom upp missætti á milli okkar eða félaga okkar og betri manni en Teit get ég ekki hugsað mér að vinna með. Þetta samfélag var eins og ein fjölskylda og eftir að allir voru fluttir inn var oft glatt á hjalla í raðhúsalengjunni og var Teitur oftar en ekki prímus mótor í þeirri gleði. Ég minnist þess að á gamlárs- kvöld voru allar útidyr opnar og mikil gleði ríkti á stéttinni framan við húsin. Teitur gekk í félagið AKÓGES í Reykjavík 1955 og gegndi hann þar öllum trúnaðarstörfum og var alla tíð einn af máttarstólpum þess félags bæði í leik og í starfi. Við fé- lagarnir erum í mikilli þakkar- skuld við hann fyrir allt það starf og allan þann tíma sem hann vann fyrir félagið. Teitur var heiðurs- félagi í AKÓGES. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Við kveðjum góðan vin og þökk- um honum samfylgdina. Elsku Elsie, Sigmar, Vilborg og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lilja og Klemenz. Teitur Jensson ✝ Árni VilbergSigurðsson múrari fæddist í Hafnarfirði 8. októ- ber 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 13. janúar 2019. Foreldrar Árna voru hjónin Jólín Ingvarsdóttir, f. 1. nóvember 1924, d. 10. desember 2004, og Sigurður Lárus Árnason múrarameistari, f. 23. október 1921, d. 5. mars 1969. Árni átti tvö systkini þau, Ingvar Jóhann, f. 23. desember 1949, d. 2. apríl 1963, og Arnbjörgu, f. 25. nóvember 1952. Eiginmaður Arnbjargar er Ástgeir Þor- steinsson, f. 6. september 1950. Fyrri eiginkona Árna var Guð- laug Bára Þráinsdóttir, f. 19. nóvember 1945, d. 7. desember 2014, þau skildu. Dóttir þeirra er Guðrún Árný Árnadóttir, f. 7. febrúar 1969, eiginmaður hennar er Jens Jó- hannsson, f. 28. febrúar 1969. Börn þeirra eru: Ásthild- ur Bára, f. 18. des- ember 1993, Árni Björn, f. 23. apríl 2002, og Gunnar Alex, f. 16. sept- ember 2008. Árni og Bára bjuggu í mörg ár í Ólafsvík og síðar á Selfossi. Seinni eiginkona Árna er Sólrún Ósk Sigurðardóttir, f. 14. júlí 1961. Foreldrar hennar eru Sig- urður Ág. Kristjánsson, f. 1 ágúst 1929, d. 26 febrúar 2011, og Svala Aðalsteinsdóttir, f. 5. september 1933. Sonur Sólrúnar er Þorgeir Lárus, f. 20. október 1992, en Árni ættleiddi hann ár- ið 2005. Síðastliðin 20 ár hafa þau Árni og Sólrún verið búsett í Kópavogi. Útför Árna fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 25. janúar 2019, klukkan 13. Kæri Árni, nú er komið að kveðjustund og minningarnar hrannast upp. Við höfum verið samferða í gegnum lífið, bæði fædd á Holts- götunni og fluttum svo á Hóla- brautina þar sem feður okkar byggðu sér hús saman. Þar átt- um við ljúfa frumbernsku. Ég var svo heppin að hafa ykkur systkinin á neðri hæðinni sem leikfélaga. Leiksvæðið var skemmtilegt, lékum í nýbygging- um, bófaleikjum, í yfir og fórum niður í fjöru til að veiða og vaða. Mér fannst óréttlátt þegar pabbi keypti flott byssubelti og riffil fyrir þig og Ingvar en ekkert fyrir mig, en þá fékk ég bara lánað. 1957 fjölgaði þegar Arna syst- ir fæddist og við fluttum til Eyja. Þú komst þangað, bjóst hjá okk- ur um tíma og vannst í fiski. Það eru líka áföll í lífinu, Arna dó og við fluttum aftur á Hólabrautina 1962 og þið fjölskyldan reyndust mér vel í minni sorg. Ingvar bróðir þinn lenti svo í hræðilegu slysi 1. apríl 1963 og lést nokkr- um dögum seinna. Það var mikið áfall fyrir alla fjölskylduna. Arna yngri fæddist svo 6. apríl og ég fermdist stuttu síðar. Við Ingvar áttum að fermast saman. Ferm- ingardagurinn var skrítinn dag- ur fyrir okkur öll. Lífið hélt áfram og var oft mikið fjör í kringum þig og ég man vel þegar ég hitti þig og Arnar frænda á sveitaballinu í Aratungu. Þá var lítill tími fyrir tiltekt og þrif en þú vildir samt alltaf hafa snyrtilegt í kringum þig. Þá plataðir þú okkur Öddu systur þína oft til að þrífa og gast borgað ansi vel. Þú varst glaður og stoltur þegar þú sagðir mér að þú værir að fara í Iðn- skólann að læra múrverk eins og pabbi þinn. Mér fannst þú svo duglegur því þetta var kvöldskóli sem bættist við langan vinnudag. Svo kom ástin hún Bára þín og lífið hægði á sér, við giftum okkur sama ár og fluttum af Hólabrautinni en ekki langt hvort frá öðru þannig að auðvelt var að hittast. En sorgin var ekki langt undan, pabbi þinn dó 5. mars 1969 og það var mikið áfall fyrir ykkur öll og aftur þurfti að takast á við sorgina. Það var þó líka gleði því þarna var fædd lítil dama, hún Guðrún Árný, mikill sólargeisli fyrir alla. Þið fluttuð svo til Ólafsvíkur. Það lengdist á milli okkar þar til við Kalli fluttum vestur á firði. Þið fluttuð svo á Selfoss þar sem sambúð ykkar Báru lauk og þið fluttuð í bæinn. Stundum gekk illa að ná í þig, þá fékk ég fréttir af þér hjá mömmu þinni og Öddu. Oftast tókst að ná í skottið á þér á afmælinu þínu ýmist sím- leiðis eða kíkt í heimsókn. Fyrir um tuttugu árum kynnt- ist þú henni Sólrúnu og tókstu Þorgeir að þér sem þinn son. Sambandið varð meira, stutt að skreppa í Kjarrhólmann, taka spjall og horfa á Esjuna sem blasti við. Það var gaman að heyra þig segja frá börnunum þínum, hvað þú varst stoltur af þeim. Þorgeir búinn að koma sér vel fyrir í sinni íbúð og Árný flutt í Daltúnið þar sem við vorum ná- grannar í nokkur ár. Ég kynntist þessari ungu frænku minni og hennar fjölskyldu betur. Ég er þakklát fyrir spjallið okkar í vetur og það gladdi okk- ur að þið náðuð að koma í heim- sókn til okkar á Fossá í nóvem- ber. Þú varst svo bjartsýnn um jólin um að krabbinn væri farinn en svo var ekki og þú kvaddir Esjuna þína bjarta og fallega sunnudaginn 13. janúar. Minningin lifir. Þín frænka, Helga Einars og fjölskylda. Í dag verður til grafar borinn Árni mágur minn sem fæddur var í Hafnarfirði og bjó á Hóla- brautinni öll sín uppvaxtarár. Ég kynntist Árna fyrst fyrir 47 ár- um er ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir systur hans. Það var gott að eiga Árna að sem vin. Ég minnist þess er hann og fyrr- verandi kona hans, Guðlaug Bára Þráinsdóttir sem nú er látin, bjuggu í Ólafsvík hér á ár- um áður en það var gott að koma í heimsókn til þeirra enda kom- um við Adda eins oft og hægt var til að eiga samverustund með þeim hjónum. Eins var það eftir að þau fluttu á Selfoss, þar sem við Adda bjuggum á þeim tíma þá urðu kynnin enn nánari enda ekki eins langt að fara í heim- sókn og áður. Það er hægt að segja að Árni var ekki allra en líkaði honum persónan þá var vel tekið á móti viðkomandi, ég minnist þess ekki að hafa heyrt Árna nokkru sinni hallmæla nokkrum manni. Það var oft glatt á hjalla þegar við mágarnir fengum okkur örlít- ið í aðra tána og voru þá öll mál rædd hvort sem um var að ræða trúmál, pólitík eða einhverja aðra viðburði. Eitt lærði ég fljótt, að reyna ekki að taka upp rökræður við hann því hann gat verið alveg ótrúlegur á þeim vettvangi og gafst ég yfirleitt upp þó svo að ég teldi mig vita betur. Já, hann gat verið ansi þrjóskur en í þeirri þrjósku leyndist yfirleitt einhver stríðni því í Árna bjó mikill húmor. Ég varð þess aðnjótandi að búa í stuttan tíma í Ólafsvík og starfaði þá með Árna og sam- starfsmanni hans til margra ára, Þráni Þorgrímssyni. Ég hefði ekki viljað missa af þessum tíma því það var stórkostlegt að fá að vera með þessum mönnum, hvor um sig miklir gleðimenn hvort sem var í starfi eða utan þess, enda var vinnudagurinn fljótur að líða þar sem eilíflega var verið að segja skemmtilegar sögur með miklum tilþrifum. Árna er sárt saknað af hans nánustu og þá sérstaklega af barnabörnum hans sem elskuðu hann afa sinn sem þrátt fyrir mikinn eril vegna vinnu átti allt- af tíma fyrir þau. Síðustu árin bjó Árni í Kópavogi ásamt eigin- konu sinni, Sólrúnu Ósk Sigurð- ardóttur, og syninum Þorgeiri Árnasyni. Við fjölskyldan biðjum góðan guð að varðveita kæra eiginkonu, dóttur, son, tengda- son og barnabörnin þrjú. Farðu í friði, kæri vinur. Þinn mágur, Ástgeir (Geiri). Árni Vilberg Sigurðsson Ástkær sonur minn, faðir, bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORLEIFUR HARALDSSON frá Haga í Nesjum, sem lést 8. janúar verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 26. janúar, klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á námssjóð í nafni dóttur hans, Maríu Sólar Þorleifsdóttur: Rnr.: 0314-13-300278, kt.111105-2430. Guðrún Finnsdóttir María Sól Þorleifsdóttir Kristín Edda Gunnarsdóttir Harpa Cilia Ingólfsdóttir Ivon Stefán Cilia Sigrún Brynja Haraldsdóttir Þorvaldur Helgason Gunnar Björn Haraldsson Sara Hjörleifsdóttir Halldór Sölvi Haraldsson Anna Halldórsdóttir Elín Dögg Haraldsdóttir Örvar Hugason Rakel Ósk Sigurðardóttir S. Alexander Ásmundsson Edilon Númi Sigurðarson og systkinabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUNNARSSON, Tjarnartúni 17, Akureyri, lést á heimili sínu 21. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. janúar klukkan 13.30. Gunnar Harðarson Ásta Hrönn Harðardóttir Vala Björt Harðardóttir og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með ævi- ágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.