Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 28

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 ✝ SvanfríðurSverrisdóttir fæddist á Akureyri 7. apríl 1952. Hún lést 13. janúar 2019. Foreldrar henn- ar voru María Sig- ríður Helgadóttir, f. 22. maí 1920, d. 27. maí 2010, og Sverrir Þorgrímur Jónsson, f. 22. jan- úar 1916, d. 4. maí 1977. Systkini hennar eru Jóhann, f. 1950, Jón Haukur, f. 1954, og Elísabet, f. 1957, auk þeirra hálfsystir samfeðra Brynja, f. 1947. Eiginmaður hennar er Jón Ásgeir Eyjólfsson, f. 10. október 1951, en þau giftu sig 25. ágúst 1972. Börn þeirra eru: 1) Sverrir Þór, f. 22. október 1973, börn hans eru Hannes Arnar Sverr- isson (barnsmóðir Bjarnheiður Hannesdóttir) og Jón Unnar Sverrisson (barnsmóðir Herdís Ósk Unnarsdóttir). 2) Snorri Már, f. 28. maí 1975. Börn hans eru Svanhvít Ósk Snorradóttir og Erna Ósk Snorradóttir. Svanfríður og Jón fluttu til Keflavíkur árið 1984. Þar fékkst hún við ýmis störf, svo sem í Frystihúsinu Brynjólfi, Prentsmiðjunni Grágás við bók- band, Pylsuvagninum við Tjarnargötu og félagsstarf á Hlévangi, heimili aldraðra. Árið 1993 stofnaði Svanfríð- ur fyrirtækið Föndurheima ásamt Guðlaugu Björnsdóttir. Föndurheimar voru alhliða föndurverslun en sérhæfði sig í keramikframleiðslu. Starfaði hún þá næst í mötuneyti varnar- liðsins (Messinn) og í skólaeld- húsi framhaldsskóla varnar- liðsins (High School) til ársins 2006. Eftir það hjá HH veiting- um í mötuneyti ríkisskattstjóra. Svanfríður starfaði síðustu tíu árin í íþróttahúsinu við Sunnu- braut í Keflavík. Hún var ein af stofnendum Kvennasveitarinnar Dag- bjargar, en tilgangur kvenna- sveitarinnar er að vera bakhjarl Björgunarsveitar Suðurnesja ásamt því að vinna að slysa- vörnum. Hjá Myndlistarfélagi Reykja- nesbæjar sótti hún mörg nám- skeið í myndlist. Gönguferðir og útilegur voru algengari áður fyrr, en í seinni tíð var stefnan tekin á byggingu sumarhúss í Hraunborgum. Útför Svanfríðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 25. jan- úar 2019, klukkan 13. Eiginkona og barnsmóðir er Una Björg Ingimundar- dóttir. 3) Andri Páll, f. 17. ágúst 1978. Börn hans eru Lovísa Ýr Andradóttir (barnsmóðir Þórdís Lúðvíksdóttir), Gabríel Snær Andrason og Lena Natalía Andradótt- ir (barnsmóðir Sólveig Harpa Helgadóttir). 4) Elmar Örn, f. 15. júní 1983. Börn hans eru Emilia Line Elmarsdóttir og Isabella Elmarsdóttir (barns- móðir Linn Theres Berg Olsen). 5) Daníel Freyr, f. 27. júlí 1988. Barn Daníels er Arnþór Liljar Daníelsson (barnsmóðir Lilja Bjarklind Kristinsdóttir, barn hennar er Guðrún Heiða Jóns- dóttir). 6) Aron Ingi, f. 12. maí 1992. Kærasta Birna Dögg Kristjánsdóttir. Svanfríður ólst upp á Akur- eyri og gekk í Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Þá fór hún að vinna í fataverksmiðjunni Heklu og seinna meir POB bókbandi. Í dag kveðjum við elskulega systur okkar og mágkonu, Svan- fríði Sverrisdóttur frá Akureyri, sem lést eftir stutta baráttu við krabbamein. Við eigum eftir að sakna hennar svo sárt. Á tímum sem þessum lítum við til baka, rifjum upp skemmtilega tíma og góðar minningar, horfum fram á veginn og hugsum hvað framtíðin beri í skauti sér með nánustu vinum og ættingjum. Þegar örlögin grípa inn í og einn úr hópnum fellur frá standa fjöl- skylda og vinir eftir harmi slegn- ir – ekkert er sjálfgefið í þessu lífi. Fátt virðist geta huggað en góðar minningar verða ekki tekn- ar af okkur og það er dýrmætt að ylja sér við þær á slíkum stund- um. Guð blessi eiginmann hennar, syni, tengdadætur og barnabörn. Hvar sem lítið kærleikskorn kann að festa rætur Þar fer engin út í horn einmana og grætur (Höf. ók.) Blessuð sé minning þín, elsku Svanfríður. Jóhann, Jón Haukur, Elísabet, Ásta og Sigfús. Eftir umhleypingatíð ákvað Vetur konungur að sáldra mjöll á frístundahúsabyggðina í Hraun- borgum, nóttina sem vinkona okkar og nágranni í sveitinni, Svanfríður Sverrisdóttir, kvaddi þetta tilverustig. Um morguninn var stillt veður, alhvít jörð og sól- in hellti geislum sínum á Gríms- nesið. Draumaveðrið hennar Svönu. Það var skrýtin tilfinning að horfa yfir Hofsvíkina vitandi að Svana kæmi ekki aftur. Hún, sem átti svo margt eftir og margt á prjónunum – hún sem með lífs- krafti sínum gaf nærsamfélaginu ástæðu til að aðhafast og halda áfram – lifa lífinu lifandi. Sumarið 2011 sáum við mann stika um á lóðinni hinum megin við götuna. Við vorum þau einu sem höfðu fest kaup á lóð í Hofs- víkinni og lék okkur því forvitni á að vita hver væri þarna kominn og var honum því umsvifalaust boðið inn í fellihýsið í kaffi. Þetta reyndist vera Jón Ásgeir Eyjólfs- son úr Keflavík og sagði hann okkur að það væri nú ekki hann sem væri að kaupa þessa lóð heldur væri það konan hans, hún Svanfríður. Þetta voru fyrstu kynni okkar af Jóni Ásgeiri og stuttu seinna fengum við að hitta Svanfríði konu hans. Ekki leið á löngu þar til þau fluttu í Hofs- víkina og bjuggu þar í litlu hjól- hýsi. Þarna eyddum við nokkrum sumrum saman sitt hvorum meg- in við götuna, þau í hjólhýsinu og við í fellihýsinu. Síðan risu húsin okkar hægt og rólega og fluttum við inn í þau hálfkláruð. Sam- skipti okkar þróuðust í góða og trygga vináttu. Svanfríður, eða Svana eins og við kölluðum hana, var vinmörg og mikil fjölskyldu- kona og sóttu barnabörnin í að fá að dvelja hjá ömmu og afa. Hún var afar dugleg og kraftmikil kona, henni féll aldrei verk úr hendi. Hún prjónaði, málaði, gróðursetti og sultaði. Peysurnar á barnabörnin og synina sex urðu til á færibandi. Hún var ákaflega listræn, bjó til stórar styttur úr fjörugrjóti sem hún gæddi lífi með málningu. Gömul húsgögn voru pússuð, máluð eða lökkuð. Svo ekki sé talað um öll fallegu málverkin sem liggja eftir hana. Svana var mjög skipulögð, allir hlutir voru í röð og reglu og áttu sinn stað á heimilinu. Henni tókst að gera allt svo fallegt í kringum sig, hvort sem það var í hjólhýs- inu, fortjaldinu eða húsinu þeirra sem þau voru nýlega flutt inn í. Við gátum setið og spjallað um liti og form eða þröskulda og hurðir svo dæmi sé tekið, skoðað blöð og látið okkur dreyma. En oft sátum við bara yfir kaffibolla og spáðum í menn og málefni. Betri nágranna en Svönu og Jón er vart hægt að hugsa sér. Svana sýndi ótrúlegt æðru- leysi í veikindum sínum, kvartaði aldrei, sagði þegar spurt var að henni liði bara mjög vel. Núna síðast fyrir tveimur mánuðum dreif hún sig á námskeið í list- málun. Hún sýndi fádæma kraft og dugnað og við vorum farin að trúa því að kraftaverk yrði, hún myndi sigra vágestinn. Það er erfitt að átta sig á að þessum kafla er lokið. Svana okk- ar er farin inn í ljósið, inn í eilífð- ina, þangað sem við öll förum að lokum. Svönu verður sárt saknað í Hofsvíkinni af þeim sem þar búa. Elsku Jón, synir og barna- börn, megi minningin um yndis- lega konu, móður og ömmu styrkja ykkur og styðja í gegnum sorgina. Elsku Svana okkar, takk fyrir allt. Svanhvít og Kjartan, Hofsvík 12. „Það eru takmörk fyrir því hvað líkaminn þolir mikinn krabba“ var það sem ástvinir Svanfríðar fengu að heyra á dánarbeði hennar. Hún hafði tekið slaginn við þessa óværu, var svo vongóð um að hafa betur. Nú var komið nýtt meinvarp og hún varð að láta í minni pokann eftir níu mánaða baráttu. Enn eina meðgönguna. Við kynntumst þeim hjónum Svönsu og Nonna rétt eftir að við fluttum til Keflavíkur 1985. Strax tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei bar skugga á. Farið var í margar sumarbústaðaferðir og ófáar útilegur. Þau voru ekki mörg tjaldstæðin, sem við heim- sóttum ekki á Suðurlandinu og var alltaf stuð, söngur og gleði í þessum ferðum. Svansa var höfð- ingi heim að sækja, ávallt með heitt á könnunni og með því þeg- ar maður leit inn. Sérstaklega minnumst við hvað það var gott að fara yfir í tjaldvagninn þeirra, þegar maður vaknaði misvel á sig kominn eftir skemmtun nætur- innar, og fá sér tíu. Fljótlega stofnuðu konurnar saumaklúbbinn Carmen ásamt fleirum og starfar hann enn með miklum blóma og þurfa þær vin- konurnar nú að kveðja aðra vin- konuna á stuttum tíma. Svansa og Nonni voru gæfu- söm saman í lífinu, eignuðust sex mannvænlega stráka, sem allir hafa staðið sig vel í lífinu og var hún afar stolt af hópnum sínum, svo og öllum barnabörnunum. Hún var ekki að stressa sig yfir hlutunum og þó að stundum hafi verið erfitt að ná endum saman reddaðist þetta alltaf. Svansa var mikil handavinnu- kona, málaði í frístundum og tók þátt í nokkrum samsýningum. Það var fátt sem Svansa gat ekki gert, enda stórt heimili að hugsa um. Fyrir nokkrum árum festu þau kaup á sumarbústaðalóð rétt hjá okkur í Hraunborgunum og eftir að hún veiktist var settur auka kraftur í að klára bústaðinn, enda ætluðu þau að setjast þar að og njóta efri áranna. Við heimsótt- um þau rétt fyrir jólin og var bú- staðurinn orðinn mjög Svönsu- legur, töluvert eftir, en hlýr og notalegur. Við drukkum saman kaffi og spjölluðum. Út um gluggann blasti Ingólfsfjallið við í vestri og Heklan í austri. Maður fann að þarna leið henni vel, þarna hefði hún viljað vera aðeins lengur. Elsku Nonni, missir þinn er mikill, enda voruð þið sem eitt í öllu sem þið tókuð ykkur fyrir hendur. Við vonum að guð styrki þig, strákana ykkar og fjölskyld- ur í að takast á við þennan mikla missi. Guð blessi Svanfríði Sverris- dóttur. Indriði Jóhannsson og Berglind Guðnadóttir (Didda). Þú varst yndisleg, góðhjörtuð og traust manneskja. Elsku Svansa, söknuðurinn er mikill og ég trúi því ekki enn að þú sért farin. Þú tókst á við erfið veikindi af miklum styrk og þrautseigju. Nonni stóð eins og klettur við hlið þér ásamt fjölskyldunni þinni. Ég á eftir að sakna þess að hitta þig ekki uppi í bústað, tala við þig og heyra röddina þína. Elsku Nonni, synir og fjöl- skylda, innilegar samúðarkveðj- ur og megi minning um yndislegu Svönsu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Sigríður Rut Indriðadóttir. Kæra vinkona. Ég kveð þig með sorg og sökn- uði og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Svanfríður var fædd og uppal- in á Akureyri og þar lágu leiðir okkar saman í Barnaskóla Akur- eyrar. Það var mikið brallað, hlegið og spjallað. Tíminn leið og við urðum ung- ar stúlkur og fullar af bjartsýni ... og þá birtist Nonni, fallegur og góður drengur, ástin hennar Svönsu og framtíðin. Saman eiga þau sex syni og mörg barnabörn, stóra og sterka fjölskyldu. Svönsu var margt til lista lagt, hvort sem það var olíumálverk, keramik eða prjónaskapur. Við brúðkaup mitt bakaði hún tertur í metravís og ekki var hún að velta fyrir sér álaginu við baksturinn ... ekki orð. Ekki vantaði dugnaðinn og eljusemina hjá þeim hjónum. Saman voru þau að leggja loka- hönd á fallegt hús í Grímsnesinu og var yndislegt að koma til þeirra í nóvemberlok. Gestrisni í hávegum, kræsing- ar á borði og útsýnið stórbrotið. Það fór ekki framhjá okkur að vinkona mín var ekki lík sjálfri sér að öllu leyti. Hún var orðin sárveik, en naut stundarinnar með okkur, hló og spjallaði. Elsku Svanfríður, þú ert sú fjórða af vinkonum mínum frá Akureyri sem kveður þessa jarð- vist. Samúðarkveðjur til Nonna, drengjanna og fjölskyldu. Góða ferð. Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir. Svanfríður Sverrisdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, Minningargreinar Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Tröllakór 13-15, Kópavogur, fnr. 230-6109, þingl. eig. Jóna Guðný Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Tollstjóri og Söfnunarsjóður lífeyr- isréttinda, þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 10:00. Baugakór 1, Kópavogur, fnr. 227-8944, þingl. eig. Guðjón H. Frið- geirsson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 10:30. Hjallabrekka 1, Kópavogur, fnr. 224-8565, þingl. eig. H2o ehf., gerðarbeiðendur Kópavogsbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 11:00. Hjallabrekka 1, Kópavogur, fnr. 224-8566, þingl. eig. H2o ehf., gerðarbeiðendur Kópavogsbær og Landsbankinn hf., þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 11:10. Fellsmúli 5, Reykjavík, fnr. 201-5478, þingl. eig. Vinh Van Ðo og þb. Hao Van Ðo, b.t. Sunnu Axelsdóttur, gerðarbeiðendur Trygginga- miðstöðin hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 13:30. Blöndubakki 5, Reykjavík, fnr. 204-7375, þingl. eig. Arvydas Kievis- as, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 29. janúar nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 24. janúar 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Þórufell 14, 50% ehl.gþ., Reykjavík, fnr. 205-2044, þingl. eig. Þórður Sigríksson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 10:00. Möðrufell 13, Reykjavík, fnr. 205-2824, þingl. eig. Guðjón Markús Árnason, gerðarbeiðandi Möðrufell 1-15,húsfélag, miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 10:30. Depluhólar 10, Reykjavík, fnr. 204-8493, þingl. eig. Kefren ehf., gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Reykjavíkur- borg, miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 11:00. Írabakki 28, Reykjavík, fnr. 204-8214, þingl. eig. Sigurlaug B Hólm Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 24. janúar 2019 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Furugrund 58, Kópavogur, fnr. 206-0802, þingl. eig. Guðlaug Jóns- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 31. janúar nk. kl. 10:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 24. janúar 2019 Aðalfundarboð Aðalfundur Málfundafélagsins Óðins verður haldin í Valhöll 11. febrúar næstkomandi kl. 17.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Fyrir hönd stjórnar Eiríkur Ingvarsson formaður Óðins Fundir/Mannfagnaðir Raðauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.