Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 29
Þingeyjarsveit
Vaglaskógur – Breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 6. desember 2018 að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulags-
laga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á þeim hluta gildandi deiliskipulags af Vaglaskógi sem nær yfir svæðið
syðst í Stórarjóðri.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi felst m.a. í eftirfarandi:
• Felld er út lóð og byggingarreitur fyrirhugaðrar þjónustubyggingar sem gert var ráð fyrir sunnan
Stórarjóðurs ásamt skógarleiksvæði sunnan þjónustubyggingar. Í byggingunni var m.a. gert ráð fyrir
möguleika á upplýsingamiðstöð, salerni, grillaðstöðu og aðstöðu fyrir starfsmenn.
• Í stað þjónustubyggingar er nú gert ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir eldaskála á svæði sunnan
Stórarjóðurs og er skálinn staðsettur nokkuð sunnar en fyrirhuguð þjónustubygging var staðsett.
Eldaskálinn er bygging þar sem gert er ráð fyrir bálrými undir þaki í öðrum endanum en salernisaðstöðu
og geymslu í hinum endanum. Á milli er opið rými eða áningarstaður.
• Gert er ráð fyrir lóð og byggingarreit fyrir salernisbyggingu syðst í Stórarjóðri til að þjónusta tjaldgesti, en
í byggingunni er gert ráð fyrir salernum auk möguleika á aðstöðu til þvotta. Byggingin er staðsett þar
sem núverandi salernisbygging er.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og
með föstudeginum 25. janúar 2019 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 8. mars 2019. Þá eru
upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:
https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur
til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. mars 2019. Skila skal athugasemdum skriflega til
skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið helga@thingeyjarsveit.is.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.
Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar.
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Zumba Gold 60+ kl.10.30.
Bingó kl. 13.30, spjaldið kostar 250 kr. Allir velkomnir. Kaffi kl. 14.30-
15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Botsía með Regínu kl. 10. Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við
Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Velkomin. S. 535-2700.
Boðinn Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16.
Fella- og Hólakirkja Allir karlar velkomnir í kaffi og vínarbrauð frá
kl. 10-11.30. Gestur okkar er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Láttu sjá
þig við tökum hlýlega á móti ykkur, Fella- og Hólakirkja, Hólabergi 88,
Reykjavík.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13-16. Velkomin!
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl.
14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, spurninga-
keppni um þorrann kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl.
8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju, thai chi með Guðnýju
kl. 9-10, botsía kl. 10.15-11.20, hádegismatur kl. 11.30 (panta þarf fyrir
kl. 9 samdægurs). Zumbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 13-13.50.
Bingó Hollvinafélagsins kl. 14, gott eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir
velkomnir, óháð aldri. Nánari uppl. í s. 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi með Brynjólfi kl. 9 í Grafarvogssundlaug.
Brids kl. 12.30 í Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borg-
um. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Allir velkomnir, góða helgi.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða bíó
kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Íslendingasögu-/fornsagnanámskeiðið kl. 13, þar
sem sögusviðið er Ísafjarðardjúp. Góð samvera í góðum hópi. Kenn-
ari sem fyrr Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld 27. janúar kl. 20-
23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn frá kl. 13-14 með Gylfa Gunnars-
syni. Kaffi kl. 14-14.30.
Félagsstarf eldri borgara
Raðauglýsingar 569 1100
Tilboð/Útboð
Auglýsing um breytingu á aðal- og deiliskipulagi
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps samþykkti þann 12. desember 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deili-
skipulagi Kröfluvirkjunar og samhliða breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023, skv. 1. mgr.
31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tilefni breytingarinnar er breytt lega á Kröflulínu 3 í nánd við Kröflustöð. Breytingin felst í því að lega línunnar
breytist frá Sandabotnaskarði að Kröflustöð og er breytt lega línunnar færð inn á deiliskipulagsuppdrætti A
og B. Þá eru mannvirki sem byggð hafa verið á skipulagssvæðinu frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi færð inn
á deiliskipulagsuppdrátt B. Um er að ræða tengivirki innan byggingarreits við Kröflustöð og viðbyggingu við
starfsmannahús sem einnig er innan byggingarreits. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum
um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Samhliða er lögð fram breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felst í breyttri legu Kröflulínu
3 og fjórum nýjum efnistökusvæðum hennar vegna. Við hönnun og umhverfismat línunnar var valin línuleið sem
víkur frá núgildandi aðalskipulagi næst Kröflustöð auk þess sem óveruleg breyting er á legu línunnar um 6-7
km austan Kröflusvæðisins.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660
Mývatni frá og með föstudeginum 25. janúar 2019 til og með föstudeginum 8. mars 2019. Þá eru tillögurnar
einnig aðgengilegar á heimasíðu Skútustaðahrepps: http://www.skutustadahreppur.is undir skipulags-
auglýsingar (efst á forsíðu).
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. mars 2019. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests. Skila skal athugasemd-
um skriflega til skrifstofu Skútustaðahrepps, Hlíðavegi 6, 660 Mývatni og/eða í tölvupósti á netfangið:
gudjon@skutustadahreppur.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast þeim samþykkir.
Guðjón Vésteinsson,
skipulagsfulltrúi.
Skútustaðahreppur
Tilkynningar
Lýsing breytingar
Aðalskipulags Skorra-
dalshrepps 2010-2022,
í landi Dagverðarness
Hreppsnefnd samþykkti á 127. fundi sínum
þann 12. desember 2018 að kynna fyrir
almenningi og öðrum hagsmunaaðilum
lýsingu breytingar Aðalskipulags Skorra-
dalshrepps 2010-2022 er varðar breytta land-
notkun í landi Dagverðarness skv. 1. mgr. 30.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.
Í megindráttum felur skipulagsbreytingin í
sér að hluti frístundabyggðasvæðis, sem er
3,9 ha að stærð, færist til og óbyggt svæði
minnkar, en í þess stað verður skilgreint
skógræktarsvæði.
Lýsingin liggur frammi á skrifstofu
sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á
Hvanneyri og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.skorradalur.is frá 25. janúar til og með
19. febrúar 2019. Einnig verður opinn dagur
á skrifstofu sveitarfélagsins þann 29.
janúar 2019 milli kl. 10 og 12 þar sem
allir eru velkomnir til að kynna sér efni
lýsingarinnar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
er gefinn kostur á að koma með ábendingar
um efni lýsingarinnar. Ábendingar skulu
vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í
síðasta lagi þann 19. febrúar 2019.
Skila skal ábendingum á skrifstofu sveitar-
félagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri,
311 Borgarnes eða á netfangið
skipulag@skorradalur.is.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
Atvinnublað Morgunblaðsins
fimmtudaga og laugardaga
Er atvinnuauglýsingin þín á besta stað?
Sendu pöntun á atvinna@mbl.is eða hafðu samband í síma 569 1100
Allar auglýsingar birtast í Mogganum, á mbl.is og finna.is
200 mílur