Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 34

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 34
Ný Neko3 er samtímatónlistarhópur er hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Um 30 verk verða heimsfrumflutt á hátíðinni í ár auk þess sem nokkur verk verða Íslandsfrumflutt,“ segir Gunnar Karel Másson, listrænn stjórnandi nútímatónlistarhátíðar- innar Myrkra músíkdaga (MM), sem hefst á morgun og stendur til 2. febr- úar. Markmið hátíðarinnar, sem Tón- skáldafélag Íslands stofnaði til 1980, er að sögn Gunn- ars að flytja og kynna samtíma- tónlist með áherslu á nýja, ís- lenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og flytjendur. „Í ár bjóðum við upp á rúmlega 20 viðburði á 14 ólíkum tónleika- stöðum á einni viku,“ segir Gunnar, en um er að ræða Iðnó, Gamla bíó, Hallgrímskirkju, Fríkirkjuna í Reykjavík, Hafnarborg, húsnæði tónlistardeildar LHÍ í Skipholti 31, Norræna húsinu, Mengi, Húrra, Hannesarholt, Hafnarhúsið og þrjú ólík rými Hörpu. „Við ákváðum að lengja hátíðina í viku í ár til að prufukeyra slíkt skipu- lag fyrir næsta ár þegar 40 ár verða liðin frá stofnun hátíðarinnar með til- heyrandi hátíðarhöldum,“ segir Gunnar og rifjar upp að á upphafs- árum hátíðarinnar hafi hún yfirleitt staðið í tvær viku. „Lengi vel stóð hún síðan í viku, en þegar hún flutti öll inn í Hörpu um tíma styttist hún niður í þrjá daga til að halda kostnaði í lágmarki,“ segir Gunnar og bendir á að annað árið í röð sé hátíðin haldin víðs vegar um borgina, þó nokkrir viðburðir fari enn fram í Hörpu, þ.m.t. tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Draumur okkar er að hátíð- in verði haldin víðs vegar um höfuð- borgarsvæðið, enda búa tónskáldin ekki öll í miðbænum,“ segir Gunnar og nefnir í því samhengi að ánægju- legt sé að hluti hátíðarinnar fari fram í Hafnarborg í tengslum við sýn- inguna Hljóðön – sýning tónlistar sem þar verður opnuð á morgun. Líkt og í fyrra verða flestallir tón- leikar hátíðarinnar um klukkutími að lengd og dagskránni stillt þannig upp að hátíðargestir eiga að geta mætt á alla tónleika. Á vefnum darkmusic- days.is má finna ítarlega dagskrá og upplýsingar um flytjendur. Þar má einnig nálgast hátíðarpassa fyrir 15 þús. kr. Miðaverð á staka tónleika er á bilinu 1.500-4.500 kr. en ókeypis er á nokkra viðburði. Að sögn Gunnars eykst aðsókn listamanna í hátíðina sífellt milli ára, í ár bárust um 350 umsóknir en voru 300 í fyrra. „Sem fyrr er markmið okkar að hækka hlutfall kven- tónskálda og fer það upp í 37,4% í ár en var 30% í fyrra,“ segir Gunnar og tekur fram að við val á flytjendum sé einnig horft til þess að fjölbreytnin sé mikil. Algjör hvalreki fyrir hátíðina Myrkir músíkdagar verða form- lega settir í Norræna húsinu á morg- un kl. 19. Á sama stað kl. 20 frum- flytur tónlistarhópurinn The Riot Ensemble „Solstices“ eftir Georg Friedrich Haas, en tónskáldið verður viðstatt og situr fyrir svörum að tón- leikum loknum. „The Riot Ensemble er ein af leiðandi kammersveitum á Bretlandi. Þau pöntuðu verkið eftir Haas sem er prófessor í tónsmíðum við Columbia-háskóla og í topp fimm af lifandi nútímatónskáldum. Það er því algjör hvalreki fyrir hátíðina að fá heimsfrumflutning á verki eftir hann,“ segir Gunnar og bendir á að verkið verði flutt í algjöru myrkri. Tvennir tónleikar verða í boði á sunnudag. Schola cantorum Íslands- frumflytur „Requiem“ eftir Alfred Schnittke og frumflytur verk eftir Sigurð Sævarsson í Hallgrímskirkju kl. 16 undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Tónlistarhópurinn Kúbus kemur fram í Fríkirkjunni í Reykja- vík kl. 20 og frumflytur verk eftir Hauk Tómasson og Kolbein Bjarna- son. „Í verkum Hauks er skírleikinn og einfaldleikinn í fyrirrúmi meðan meira flúr er áberandi í verkum Kol- beins,“ segir Gunnar og bendir á að Kolbeinn sé í raun ungt tónskáld þar sem hann hafi ekki snúið sér að tón- smíðum fyrr en eftir langan og far- sælan feril sem tónlistarflytjandi. „Það er mjög áhugavert að sjá svona þroskaðan listamann og tónlistar- flytjanda takast á við nýtt hlutverk sem tónskáld.“ Ungir flytjendur fá pláss Þriðjudaginn 29. janúar kemur Dúplum Dúó, sem Björk Níelsdóttir, söngkona og tónskáld og Þóra Mar- grét Sveinsdóttir víóluleikari skipa, fram í Iðnó kl. 20 og frumflytur verk eftir ung íslensk og hollensk tón- skáld. „Mér finnst mikilvægt að há- tíðin gefi ungum flytjendum pláss til að flytja tónlist sinnar kynslóðar. Þetta verða mjög áhugaverðir tón- leikar, enda eru þær báðar frábærir flytjendur,“ segir Gunnar. Miðvikudaginn 30. janúar kl. 20 heldur Hið íslenska gítartríó tónleika á neðri hæð Hafnarborgar þar sem frumflutt verða verk eftir m.a. Hildi- gunni Rúnarsdóttur og Svein Lúðvík Björnsson. „Okkur fannst spennandi að gítartónlist væri flutt á hátíðinni, en gítarinn á það stundum til að gleymast. Það getur verið mjög flók- ið að skrifa samtímatónlist fyrir gítarinn og því nauðsynlegt að tón- skáldin þekki hljóðfærið vel.“ Fimmtudaginn 31. janúar efnir Rannsóknarstofa í tónlist (RíT) við tónlistardeild LHÍ í samstarfi við Myrka Músíkdaga og tónleikaröðina Hljóðön til málstofu um listrann- sóknir í tónlist undir stjórn Marko Ciciliani og Barböru Lüneburg í stofu S304 í húsnæði tónlistardeildar Listaháskóla Íslands í Skipholti 31 milli kl. 13 og 15. Þess má geta að þau koma fram á tónleikum í Hafnarborg 2. febrúar kl. 16. Mikilvægt samstarf Zoë Martlew kemur fram í Kalda- lóni Hörpu 31. janúar kl. 17.30 og flytur verk eftir m.a. Daníel Bjarna- son, Bjørn Fongaard og Juliönu Hodkinson. „Ég hef unnið náið með Zoë frá 2014, bæði skrifað fyrir hana og pródúserað tónleika með henni,“ segir Gunnar en Zoë Martlew kom fram á Jaðarber-tónleikaröðinni 2014. „Hún er ein af samtímatón- listarsellistum Bretlandseyja, en hef- ur komið víða við í tónlistinni og m.a. setið í dómnefnd Eurovision þar í landi. Hún var DIVA í Danmörku, sem er skammstöfun fyrir Danish International Visiting Artist og kynntist þar danskri og norrænni samtímatónlist sem unnið er með á þessum tónleikum,“ segir Gunnar og bendir á að tónleikarnir séu hluti af PULS-verkefninu. „PULS, sem Myrkir músíkdagar urðu hluti af í fyrra, er norrænt tengslanet fjár- magnað af Norræna menningar- sjóðnum.“ Fjölbreytni í fyrir- rúmi á hátíð ársins  Nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar að hefjast Dúó Elísabet Waage og Laufey Sigurðardóttir hafa unnið lengi saman. Gunnar Karel Másson 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2019 Soffía Sæmundsdóttir myndlistar- kona opnaði í gær sýninguna Órætt landslag í Galleríi Gróttu á Seltjarnarnesi og stendur hún yfir til 24. febrúar. Galleríið er á 2. hæð Eiðistorgs, inni á bókasafni bæjarins. Á sýningunni má sjá olíumálverk unnin á tré og myndröð unna á pappír með olíulitum og coldvaxi sem blandað er saman við litinn og borið á með spaða, eins og segir í tilkynningu. „Verkin eru unnin hratt og máta sig við óhlutbundna málarahefð með áherslu á endur- tekningu í myndbyggingu og sam- spili lita og flata,“ segir þar. „Yfirbragð sýningarinnar er hrátt enda flestar myndirnar unn- ar sl. mánuð og sumar varla þorn- aðar. Það er eitthvað hressandi við það í upphafi nýs árs að fara út á ystu nöf þess mögulega. Enginn tími til yfirlegu og markvissrar niðurstöðu. Maður verður bara að treysta og það er áhætta sem þarf að taka (svo eitthvað komist upp á vegg!!),“ segir Soffía enn fremur í tilkynningunni. Öll skilningarvit séu þanin, skynjarar hafi vart und- an að taka á móti litaflæði og formum sem komi í röðum. Hún hugsi um tónlist en hlusti á mynd- list. Abstrakt Eitt af verkum Soffíu á sýningunni í Galleríi Gróttu. Hressandi að fara út á ystu nöf DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.