Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 40

Morgunblaðið - 25.01.2019, Page 40
Tálgað undir hömrum, sýning á verk- um Guðjóns R. Sigurðssonar, verður opnuð í Svavarssafni, listasafni Svavars Guðnasonar, í dag kl. 17 á Hafnarbraut 27 í Hornafirði. Guðjón tálgaði og smíðaði hina ýmsu muni um ævina en viðarstyttur, sem hann skar út og gaf kunningjum sínum eða seldi ferðamönnum, urðu vin- sælar meðal listunnenda. Í dag prýða styttur hans heimili og söfn víða um landið og tilheyra sögu næfrar myndlistar á Íslandi. Tálgað undir hömrum FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Frammistaða íslensku landsliðs- mannanna í handknattleik á heims- meistaramóti karla var ekki eins góð í leikjunum þremur í milliriðl- inum og hún var í leikjunum fimm í riðlakeppninni þar á undan. Morg- unblaðið metur frammistöðu leik- mannanna í millariðlakeppninni og gefur þeim einkunnir fyrir hana. »2 Einkunnir leikmanna fyrir milliriðilinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Listasafnið á Akureyri verður með dagskrá helgaða sýningunni Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi um helgina. Á laugardaginn frá kl. 15 verður haldin kynning á bók um Örn Inga og málþing en sýningin hefur verið skipulagður gjörningur frá því hún var opnuð 3. nóvember. Á sunnudaginn kl. 14 hefst tón- listardagskrá og munu tónlistar- nemar flytja verk samið fyr- ir sýninguna og börn úr leik- listarskóla munu leiklesa úr nokkrum hand- ritum sem Örn Ingi samdi fyrir börn. Dagskrá helguð list Arnar Inga um helgina leiðinlegt enda segi ég á síðu minni að telji fólk sig eiga höfundarréttinn á efninu skuli það senda mér línu og ég þurrka það út.“ Seinna stofnaði hann síðurnar MeNicelander, þar sem sjá má tæplega 100 myndbönd og Saegrjot, þar sem eru tæplega 1.000 myndbönd og yfir 2.000 áskrif- endur. „Þegar ég byrjaði skrifaði ég útvarpsstjóra og spurði hvort hann hefði eitthvað við þetta að athuga. Mér var ekki svarað og því fór ég að ráðum ömmu minnar sem sagði allt- af að þögn væri sama og samþykki.“ Á síðum Hafsteins er margvíslegt efni eins og til dæmis tónlistar- myndbönd, skemmtiþættir, fræðslu- efni, leikrit, fréttir, viðtöl og ávörp forystumanna. „Um 305.000 hafa skoðað myndband um Mikka ref úr Dýrunum í Hálsaskógi,“ segir hann. „Það segir mér að einhverjir noti efnið sem barnapössun.“ Hann bæt- ir við að starfsmaður Ríkisútvarps- ins hafi haft samband fyrir um tveimur árum og spurt hvort hann ætti meira fréttaefni. „Á tímabili fleygði Sjónvarpið miklu efni eða tók yfir það, en seinna sáu menn að þarna höfðu verið gerð mistök,“ segir Hafsteinn og leggur áherslu á að hann hugsi fyrst og fremst um að varðveita efnið. „Ég hef hægt á niðurhalinu en er ekki hættur og hef nóg að gera þeg- ar ég hætti að vinna,“ segir Haf- steinn. Bendir loks á að þegar hann hafi verið skírður hafi kunningi föð- ur síns sagt: „„Jæja, heitir hann þá Sægrjót.“ Þannig varð nafnið á síð- unni til.“ Og hlær þar til símtalið rofnar. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hafsteinn Filippusson, húsgagna- smiður í Ástralíu, hefur bjargað mörgum íslenskum sjónvarps- upptökum frá glötun og sett þær inn á Youtube, þar sem þær eru öllum aðgengilegar. „Þetta hefur almennt mælst vel fyrir enda er tilgangurinn að bjarga verðmætum,“ segir hann. Hjónin Hafsteinn og Arndís Magnúsdóttir fluttu með tvær dæt- ur og tvo syni til Tamborine í Queensland í Ástralíu, um 60 km frá Brisbane, árið 1980. Þau eru öll þar enn fyrir utan yngri dótturina. „Hún ætlaði að skoða heiminn fyrir um 25 árum, byrjaði á því að fara til Van- couver í Kanada, en fór aldrei lengra og settist þar að,“ segir Haf- steinn. Undanfarin 20 ár hefur hann rek- ið fyrirtækið Steinco í aðstöðu heima en áður átti hann fyrirtækið Filippusson Cabinetmaking, sem síðar var breytt í Deskmasker & Chairmasters í Brisbane, rak það í um 19 ár og var mest með 45 manns í vinnu við að smíða skrifstofu- húsgögn. „Flestir á mínum aldri eru hættir að vinna, en ég vil ekki breyta lífinu þótt árunum fjölgi,“ segir Hafsteinn, sem verður 77 ára í ár. Fékk sendar spólur frá Íslandi Eftir að þau fluttu til Ástralíu sendi faðir Hafsteins, Filippus Þor- varðarson, honum reglulega vídeó- spólur með efni sem hann hafði tek- ið upp úr íslensku sjónvarpi. „Af rælni fór ég að leika mér að því að koma þessu á stafrænt form og setja inn á Youtube, vann við það á hverju kvöldi í sjö ár frá 2008,“ segir hann. Fyrst notaði Hafsteinn nafnið Humperdinkus á Youtube og þar eru nú á 1.200 hundrað titlar og tæplega 3.000 áskrifendur. Hann segir að ýmsir hafi hvatt sig til þess að halda áfram en aðrir hafi viljað stöðva útbreiðsluna og hann hafi verið kærður fyrir stuld á efni og höfundarrétti. Þá hafi Youtube haft lokað á hann í eitt ár. „Mér þótti það Stendur vörð um íslenska menningu  Hefur bjargað íslenskum sjónvarpsupptökum frá glötun Brisbane Hjónin Hafsteinn og Arndís Magnúsdóttir. Miðbærinn í baksýn. HEIMSBORGIR ÁFLOTTUVERÐI! BOSTON FRÁ 12.999kr.* Ferðatímabil: janúar - maí 2019 DETROIT FRÁ 12.999kr.* Ferðatímabil: janúar - febrúar 2019 NEWYORK FRÁ 12.999kr.* Ferðatímabil: janúar - maí 2019 MONTRÉAL FRÁ 15.999kr.* Ferðatímabil: janúar - maí 2019 TORONTO FRÁ 15.999kr.* Ferðatímabil: janúar - maí 2019 WASHINGTON,D.C. FRÁ 12.999kr.* Ferðatímabil: janúar - febrúar 2019 Bragðast pítsan betur í Boston eða NewYork? Þú getur auðveldlega komist að því, enda færðu flug frá aðeins 12.999 kr. Svomá líka skella sér til Detroit,Washington,D.C. eða kíkt til Kanada þar sem Toronto ogMontréal bíða þín með opinn faðminn. *Verðmiðast viðWOWbasic aðra leiðmeðsköttumef greitt ermeðNetgíró ogflugbókað framog til baka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.