Morgunblaðið - 30.01.2019, Page 2
„Þetta á sér langa sögu, en hefur
versnað,“ segir Alma D. Möller land-
læknir. Um þriðjungur starfsmanna
Landlæknisembættisins hefur fund-
ið fyrir áhrifum myglu í húsnæði
gömlu Heilsu-
verndarstöðvar-
innar við Baróns-
stíg þar sem
skrifstofa emb-
ættisins er til
húsa.
„Þetta eru orð-
in yfir 20 manns
sem hafa kvartað
og þar af eru sex
sem geta ekki
unnið í húsinu og
eru því komnir annað,“ sagði Alma
við mbl.is í gær. Alls starfa um 60
manns hjá embættinu og var byrjað
að skoða hvort mygla leyndist í hús-
inu áður en Alma tók við embætti
vorið 2018.
Haft var eftir eiganda hússins í
fréttum RÚV að bæði hann og land-
læknisembættið hefðu fengið fyrir-
tæki til þess að rannsaka húsnæðið
og niðurstöður hefðu stangast á. Því
hefði verið kallaður til óháður mats-
maður sem nú væri að störfum.
Spurð hvort einhverjir hlutar hús-
Tuttugu hafa kvart-
að vegna myglu
Sex starfsmenn landlæknis færðir til
Morgunblaðið/Eggert
Embætti landlæknis Sex starfs-
menn geta ekki unnið í húsinu.
Alma
Möller næðisins séu ónothæfir sökum
myglu segir hún svo ekki vera. Fólk
hafi hins vegar verið fært til innan-
húss eftir því sem þurft hefði. „Það
eru þó svæði sem eru verri en
önnur,“ segir Alma og kveður brýnt
að málin komist í lag, þar sem þetta
hafi töluverð áhrif á starfsemi emb-
ættisins. „Eins og gefur að skilja þar
sem við höfum þurft að finna starfs-
mönnunum sex vinnuaðstöðu í heil-
brigðisráðuneytinu í Skógarhlíð.“
Alma er sátt við störf óháða mats-
mannsins sem nú skoðar húsið, en
telur niðurstöðu ekki að vænta alveg
á næstunni.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þrátt fyrir mikil fundahöld í kjara-
viðræðum Starfsgreinasambands Ís-
lands og Samtaka atvinnulífsins eru
viðsemjendurnir að takmörkuðu
leyti farnir að takast á um launalið
væntanlegra samninga. Nú eru fjór-
ar vikur liðnar frá því að kjarasamn-
ingar á almenna vinnumarkaðinum
losnuðu.
Í dag er boðað til sjötta sátta-
fundarins í kjaradeilu SA og verka-
lýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu
deilunni til Ríkissáttasemjara.
Í gærmorgun hittust samninga-
nefndir SA og SGS fyrir hönd aðild-
arfélaganna sem ekki hafa vísað
kjaradeilunni til sáttameðferðar.
Einnig voru haldnir fundir í undir-
hópum og nefndum um afmörkuð
mál, samkvæmt upplýsingum Björns
Snæbjörnssonar, formanns SGS.
„Það þokast allt. Það er enginn
gassagangur en það er gangur. Við
höldum áfram að ræða um hin ýmsu
málefni í undirhópum,“ segir Björn.
Hann segir frekar rólegt yfir þessu
en samt miði viðræðum áfram.
Spurður hvort farið sé að ræða að
einhverju ráði um launahækkanir
segir hann að menn hafi ekki farið
mikið í gegnum það en séu þó að
skoða ýmis mál, m.a. launatöflur og
fjölmargt fleira, og auk þess stytt-
ingu vinnuvikunnar.
Engin ný útspil stjórnvalda
Ekki hafa komið neinar nýjar til-
lögur eða útspil frá stjórnvöldum frá
því að átakshópur um húsnæðismál
skilaði tillögum sínum um aukið
framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir
til að bæta stöðuna á húsnæðismark-
aði í seinustu viku.
Tillögurnar eru sagðar mikilvægt
innlegg í yfirstandandi kjaraviðræð-
um en gagnrýnt er að ekkert sé þar
fjallað um hvernig þær verði fjár-
magnaðar. Í pistli á vefsíðu Sam-
iðnar, sambands iðnfélaga, er tekið
undir þetta. Margt gott sé í tillög-
unum en það séu mikil vonbrigði að
ekki skuli fylgja tillögur að fjár-
mögnun svo hægt sé að hrinda þeim
strax framkvæmd. Það sé megin-
veikleiki tillagnanna.
,,Margar gætu þurft nokkuð lang-
an aðdraganda til að komast í fram-
kvæmd, t.d. framkvæmdir á ríkislóð-
um á Keldum eða uppbygging
samgangna. Eitt það sem hefur orðið
banabiti margra góðra tillagna um
úrbætur í húsnæðismálum er að
þeim hefur ekki fylgt fjármagn.
Framhjá þessu er skautað býsna létt
í tillögugerðinni og er t.d. fjármögn-
uninni vísað til ASÍ og SA og er þar
væntanlega verið að vísa til að fjár-
magnið eigi að koma úr lífeyrissjóð-
unum,“ segir í pistli Samiðnar.
Aðrar tillögur s.s. um leiguvernd
og skipulags- og byggingamál snúi
að Alþingi og sveitarfélögum og þar
þurfi ekki að koma til samningagerð
aðila vinnumarkaðarins.
Þokast en „enginn gassagangur“
Fjórar vikur eru frá því að kjarasamningar runnu út Mikið fundað í undirhópum um afmörkuð mál
Samiðn gagnrýnir veikleika í tillögum átakshóps í húsnæðismálum Sjötti sáttafundurinn í dag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Óvissa Yfir 80 samningar meirihluta launafólks á almenna vinnumark-
aðinum runnu út um áramót og samningar eru enn ekki í sjónmáli.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kærunefnd útboðsmála hefur komist
að þeirri niðurstöðu að eins og málið
liggi fyrir á þessu stigi séu verulegar
líkur á því að framkvæmd hönnunar-
samkeppni og val tillögu vegna við-
byggingar við stjórnarráðshúsið hafi
verið ólögmæt. Því hefur samnings-
gerð við vinningshafa, Kurt og Pí
ehf., verið stöðvuð þar til endanlega
hefur verið skorið úr kæru, sbr. 1.
mgr. 110. gr. laga um opinber inn-
kaup.
Skúli Magnússon, formaður nefnd-
arinnar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að um bráðabirgðaákvörðun sé
að ræða, þar sem hún hafi haft lykil-
þýðingu fyrir áframhaldandi meðferð
málsins. Segir Skúli ekki ljóst hve-
nær endanleg niðurstaða nefndarinn-
ar í kærumálinu liggi fyrir, en bætir
við að það sé í hefðbundnu ferli.
Breytingar gerðar á lýsingu
Efnt var til hugmyndasamkeppni
um viðbyggingu við stjórnarráðshús-
ið í apríl síðastliðnum í tilefni af 100
ára afmæli fullveldisins og voru
niðurstöður samkeppninnar kynntar
3. desember síðastliðinn. Hlaut til-
laga frá arkitektastofunni Kurt og Pí
þar 1. verðlaun, en tillaga Andrúms
arkitekta ehf. varð í öðru sæti.
Andrúm arkitektar ehf. kærðu út-
boðið, sem hugmyndasamkeppnin
byggðist á, hinn 17. desember og
krafðist stofan þess að ákvörðunin
um að veita Kurt og Pí 1. verðlaun
yrði felld úr gildi og að kærunefnd út-
boðsmála léti uppi álit sitt á skaða-
bótaskyldu.
Í ákvörðun kærunefndar var eink-
um horft til svara dómnefndarinnar
til þátttakenda í samkeppninni, en
fyrri svör dómnefndar bárust 23. maí
2018 og seinni svör 30. ágúst 2018.
Segir í ákvörðun kærunefndar að
fyrri svör dómnefndarinnar hafi mátt
skilja á þá leið að svigrúm til þess að
víkja frá húsrýmisáætlun og nettó-
stærð viðbyggingarinnar væri tak-
markað. Í seinna svarinu hafi hins
vegar verið vikið frá þeirri afstöðu og
keppendum gefið frelsi til að skera
niður og samnýta einstök rými og
jafnframt að meta hvernig þeim
niðurskurði og/eða samnýtingu yrði
best hagað.
Telur kærunefndin ljóst að í reynd
hafi verið gerðar breytingar á lýs-
ingu umræddrar hönnunarsam-
keppni eftir fyrri fyrirspurnartímann
í maí, og að það hafi verið verulega
óljóst hvort og að hvaða marki þátt-
takendum væri heimilt að víkja frá
húsrýmisáætlun og hvernig slík frá-
vik myndu horfa við heildarmati
dómnefndar á tillögunum.
Hafna kröfum sóknaraðila
Varnaraðilar í málinu, Kurt og Pí
ehf. annars vegar og Framkvæmda-
sýsla ríkisins og forsætisráðuneytið
hins vegar skiluðu í gær og í fyrradag
viðbótargreinargerðum til kæru-
nefndarinnar um afstöðu sína til
málsins, en þar er kröfum Andrúms
arkítekta ehf. hafnað. Segir meðal
annars í greinargerð Framkvæmda-
sýslu ríkisins og forsætisráðuneytis-
ins að ekki hafi verið sýnt fram á að
þeir annmarkar hafi verið til staðar á
framkvæmd keppninnar sem hafi
takmarkað möguleika kæranda til
þess að hljóta 1. sæti.
Andrúm arkitektar ehf. vildu ekki
tjá sig um ákvörðun kærunefndar að
þessu sinni.
Viðbygging Kærunefnd útboðsmála hefur stöðvað samningsgerð milli ríkisins og Kurt og Pí um viðbyggingu við
Stjórnarráðið, þar sem verulegar líkur eru á því að framkvæmd hönnunarsamkeppninnar hafi verið ólögmæt.
Samningsgerð um
viðbyggingu stöðvuð
Framkvæmd hönnunarsamkeppni mögulega ólögmæt