Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
40 ár
á Íslandi
Snjóblásarar í
öllum stærðum
og gerðum
Hágæða snjóblásarar frá
Stiga
ST5266 PB
Veður víða um heim 29.1., kl. 18.00
Reykjavík -5 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði 1 skýjað
Akureyri -5 snjókoma
Egilsstaðir -5 snjókoma
Vatnsskarðshólar -6 heiðskírt
Nuuk -10 léttskýjað
Þórshöfn 0 snjóél
Ósló -10 þoka
Kaupmannahöfn 0 skýjað
Stokkhólmur -1 snjókoma
Helsinki -5 snjókoma
Lúxemborg 0 skýjað
Brussel 3 heiðskírt
Dublin 2 léttskýjað
Glasgow 2 skýjað
London 4 rigning
París 2 snjókoma
Amsterdam 2 léttskýjað
Hamborg 2 léttskýjað
Berlín 2 léttskýjað
Vín 1 skýjað
Moskva -2 þoka
Algarve 16 skýjað
Madríd 9 rigning
Barcelona 9 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 8 heiðskírt
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -33 léttskýjað
Montreal -13 snjókoma
New York 0 snjókoma
Chicago -16 þoka
Orlando 14 þoka
30. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:15 17:08
ÍSAFJÖRÐUR 10:37 16:56
SIGLUFJÖRÐUR 10:21 16:38
DJÚPIVOGUR 9:49 16:33
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Norðan 8-15 m/s og éljagangur, en
þurrt og bjart veður S-til á landinu. Frost 2 til 12 stig.
Á föstudag Norðanátt og él N-lands, en víða létt-
skýjað á S- og V-landi. Herðir frost.
Norðan 8-13 og heldur hvassara með A-ströndinni. Él um landið norðanvert, en léttskýjað syðra.
Áfram kalt í veðri.
Engan sakaði þegar snjóruðnings-
tæki úr flota Reykjavíkurborgar fór
niður í gegnum ís á Rauðavatni síð-
degis í gær. Verið var að ryðja burt
snjó svo útbúa mætti skautasvell
þegar ísinn á vatninu, sem mælst
hafði 15 sentimetra þykkur, gaf sig
svo tækið fór niður í vatnið. Stjórn-
anda þess tókst þó að komast þurr-
um fótum út, drap á vélinni og
hringdi síðan eftir aðstoð, sem barst
fljótt og vel. Var traktorsgrafa not-
uð til þess að bjarga tækinu í land og
virtist það lítið skemmt.
„Þetta virðist ætla að sleppa nokk-
uð vel. Nú förum við bara beint með
tækið á verkstæði og reynum að
halda tjóninu í lágmarki,“ sagði Ein-
ar Guðfinnsson, deildarstjóri rekstr-
ar og umhirðu hjá Reykjavíkurborg,
í samtali við Morgunblaðið.
Lengi hefur tíðkast í kuldatíð eins
og nú ríkir að útbúið sé skautasvell á
Rauðavatni og hafa leikir þar verið
fólki yndisauki. Aðgerðir í gær köll-
uðu hins vegar á að brjóta þurfti
svellið upp á stóru svæði svo enginn
brunar þar að minnsta kosti næstu
daga. sbs@mbl.is
Engir skautaleikar á Rauðavatni eftir björgunaraðgerðir í gærdag
Ísinn gaf
sig og tæk-
ið í vatnið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Rafræn skjalavarsla er skammt á
veg komin og varðveislu tölvupósta
ábótavant, samkvæmt könnun Þjóð-
skjalasafns sem gerð var árið 2017
meðal þeirra sveitarfélaga sem ber
skylda til að afhenda skjöl sín til
safnsins. Ástand skjalamála er hins
vegar yfir meðallagi hjá þeim skrif-
stofum sveitarfélaga sem könnunin
náði til.
Eiríkur G. Guðmundsson þjóð-
skjalavörður segir að athugunin hafi
komið ágætlega út miðað við þá
mælikvarða sem settir hafi verið á
hið svonefnda „þroskastig“ skjala-
vörslunnar. „Helsti vandinn er hins
vegar sá er að ekki hefur verið hugað
markvisst að því að varðveita rafræn
skjöl með skipulegum hætti,“ segir
Eiríkur.
Tölvupóstar eru líka skjöl
Í könnuninni kom í ljós að af 15
sveitarfélögum sem svöruðu könnun-
inni voru sjö, eða 47%, sem sögðust
ekki varðveita allan tölvupóst sem
varðaði mál í málasafni sínu. Eiríkur
segir það ekki heppilegt, þar sem
slíkir tölvupóstar, sem innihaldi til
dæmis málsgögn eða varpi ljósi á
málsmeðferð ættu að geymast eins
og önnur skjöl. „Tölvupóstar eru í
raun ekkert annað en skjöl, og þá
póstar sem varða mál á að varðveita í
málinu,“ segir Eiríkur og vísar þar
meðal annars til nýlegrar umræðu
um varðveislu tölvupósta í fjöl-
miðlum um Braggamálið svonefnda.
Betra að hafa starfsmann
Ein af niðurstöðum skýrslunnar er
sú að 40% þeirra sveitarfélaga sem
svöruðu könnuninni séu ekki með
sérstakan starfsmann sem beri
ábyrgð á daglegu skjalahaldi, en
mælt er með því að slíkur starfs-
maður sé til staðar.
„Þar sem starfsmaður er fyrir
hendi sem hefur sérstaklega það
verkefni að sinna skjalahaldinu er
ástandið almennt betra,“ segir
Eiríkur. Það hafi almennt séð reynst
raunin, sama hvort litið sé til ríkis-
stofnana, embætta eða sveitarfélaga.
„Það er mjög mikilvægt að einhver
beri ábyrgð á því verkefni að taka við
gögnum og sjá til þess að þau fari til
skráningar á mál og viðfangsefni og
haldi utan um það, þannig að alltaf
megi finna málsgögn með skjótum
hætti þegar þarf að skoða mál eða
fjalla um hvernig það var afgreitt,“
segir Eiríkur að lokum.
Rafræn skjöl sitja á hakanum
Ástand skjalamála yfir meðallagi hjá sveitarfélögum samkvæmt könnun Þjóð-
skjalasafns Almennt séð betra að sérstakur starfsmaður sinni skjalavörslu
Morgunblaðið/Ómar
Fyrirmyndargangur Allt flokkað, skráð og á sínum stað í Þjóðskjalasafninu.
Rennsli um hitaveituæðar Veitna á
höfuðborgarsvæðinu náði nýjum
hæðum í gær þegar það fór í 16 þús-
und tonn á klukkustund að jafnaði í
sólarhring. Það er mesta notkun
sem sést hefur, að því er fram kemur
í tilkynningu frá Veitum.
Viðbragðsáætlun í rekstri hita-
veitunnar var virkjuð í gær vegna
kuldakastsins sem nú stendur yfir.
Gangi veðurspár eftir næstu daga
getur þurft að skerða afhendingu til
stórnotenda á heitu vatni en þar á
meðal eru sundlaugarnar.
Í tilkynningu hvetja Veitur al-
menning til að fara sparlega með
heita vatnið af þessum sökum. Fólk
getur sparað heitt vatn og þar með
kyndikostnað sinn með því að gæta
að því að gluggar séu ekki opnir og
útidyr ekki látnar standa opnar
lengur en þörf er á. Þá skipta einnig
máli stillingar ofna – að óþarflega
heitt vatn renni ekki frá þeim – og að
ofnarnir séu ekki byrgðir, til dæmis
með gluggatjöldum eða húsgögnum.
Fólk spari
heita vatnið
Viðbragðsáætlun
virkjuð hjá Veitum