Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum. Jón Bjarnason fyrrverandi ráð-herra nefndi í pistli að „í há- degisfréttum Bylgjunnar sl. laugar- dag buldu á lands- mönnum æsingsfréttir þess efnis að Gunnar Bragi Sveinsson al- þingismaður hefði ver- ið drukkinn, með dólgslæti og frammí- köll á söngleiknum Ellý í Borgarleikhús- inu fyrr í mánuðinum.    Þarna voru fjöl-miðlar komnir í feitt. Ýmsir aðrir fjöl- miðlar fylgdu og dreifðu fréttinni.“    Og síðar: „Seinni part sl. laugar-dags eftir að fréttin hafði stað- ið yfir allan hádaginn, nokkra klukkutíma, fann ritstjórinn sig knú- inn til að biðjast afsökunar, fréttin væri ósönn og rakalaus og afturkall- aði hana.“    Fram kemur að sonur GunnarsBraga, Róbert Smári, hafi brugðist við lygafréttunum.    En Jón Bjarnason spyr:„Væri ekki tilefni til þess að Siðanefnd Blaðamannafélagsins færi yfir viðlíka fréttaflutning og kannaði hvernig hann kemst áfram þar sem bornar eru alvarlegar og ósannar ávirðingar á einstakling sem þykir liggja markaðslega vel við höggi?“    Það er hárrétt hjá Jóni að þarnavar um ömurlegan „fréttaflutn- ing“ fjölmiðils sem hefur smám sam- an verið að breytast í eins konar óritstýrða bloggsíðu.    Ekki væri síður æskilegt að fáupplýst með hvaða hætti fjöl- miðillinn sem í hlut á ætlar að bregð- ast við slíkum innanhússmeinsemd- um hjá sér. Gunnar Bragi Sveinsson Er allt leyfilegt? STAKSTEINAR Jón Bjarnason Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tæpur helmingur, 46%, aðspurðra í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði í Reykjavík finnur fyrir fordómum frá öðru fólki í samfélaginu. Þá telja 16% þeirra sig finna fyrir þessu viðhorfi hjá starfsfólki Félagsbústaða og 13% frá vinum og kunningjum. Hins vegar segjast 49% ekki hafa fundið fyrir fordómum þessum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði á viðhorfum meðal viðskiptavina þeirra. Alls voru 846 leigjendur Félagsbústaða í upphaflegu úrtaki og var svarhlut- fallið 35%. Um 79% íbúa Félagsbústaða eru ánægð með að leigja hjá fé- laginu. Um 55% aðspurðra segj- ast líta á núver- andi leiguíbúð sína hjá fyrir- tækinu sem framtíðarhús- næði, en 45% segja það vera millibilsástand. „Það hve margir sem leigja hjá okkur finna fyrir fordómum, meðal annars frá okkar starfsfólki, stingur vissulega í augu,“ sagði Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta þurfum við að yfirfara í þjónustustefnu okk- ar sem nú er í mótun, en mikilvægt atriði sem kemur fljótt upp í hug- ann er að tryggja að eignirnar séu alltaf í góðu ástandi. Þá er mikil- vægt að eignir okkar séu dreifðar sem víðast, en alls eiga Félags- bústaðir 2.500 íbúðir.“ Leigjendur finna fyrir fordómum  Viðhorf könnuð meðal viðskiptavina Félagsbústaða í Reykjavík Sigrún Árnadóttir „Orðbragð sem þarna kom fram var engu skárra en það sem kom fram hjá mönn- um á Klaustri hér forðum,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Mið- flokksins og for- maður umhverf- is- og samgöngu- nefndar Alþingis, í samtali við mbl.is um þær móttökur sem hann fékk á fundi nefndarinnar í gærmorgun. Talsverðar deilur urðu á fundi um- hverfis- og samgöngunefndar Al- þingis vegna óánægju nokkurra þingmanna með að Bergþór skyldi skipa embætti formanns nefndar- innar, en umræddur þingmaður Mið- flokksins stýrði í gær venju sam- kvæmt fundi nefndarinnar. Bergþór segist hafa verið að hluta til undir- búinn undir viðbrögð við veru hans þar. „Það höfðu ýmsir þingmenn í nefndinni haft uppi orð á fyrri stig- um, þannig að ég var nú viðbúinn því að gerðar yrðu athugasemdir og sett fram bókun eins og þarna var gert,“ segir Bergþór, en þau orð sem ein- staka þingmenn létu falla á fundinum komu honum hins vegar í opna skjöldu. Þá var lögð fram tillaga þess efnis að kjósa nýjan formann nefndarinnar, en henni var mætt með frávísunartillögu sem var sam- þykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur. „Nefndin vildi að stjórn- arandstöðuflokkarnir ræddu þetta á sínum vettvangi því það er undir- liggjandi samkomulag stjórnar- andstöðuflokkanna um skiptingu nefndarsæta,“ útskýrir Bergþór. Á von á að nefndin starfi óbreytt út kjörtímabilið Spurður hvort hann telji að hægt verði að lægja öldur og að nefndin geti starfað áfram út kjörtímabilið kveður Bergþór já við. „Já, ég tel enga ástæðu til þess að ætla annað. Samstarfið hefur gengið mjög vel í nefndinni þetta ár sem ég hef stýrt henni og það sýndi sig þarna [í gærmorgun] að samgöngu- áætlun er afgreidd út úr nefndinni,“ segir hann og heldur áfram: „Stjórnmálin eru bara þannig að það eru pólitískir andstæðingar að takast á og það hafa ábyggilega ýms- ir á einhverjum tímapunkti hugsað nefndarformönnum þegjandi þörfina út af öðrum málum.“ Þá sagði Jón Gunnarsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, „heil- mikið ósætti“ hafa orðið á fundinum. Orðbragð lítt betra  Formaður þingnefndar Alþingis undrast orðaval nefndarmanna Bergþór Ólason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.