Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Meira til skiptanna
30. janúar 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 119.21 119.77 119.49
Sterlingspund 157.0 157.76 157.38
Kanadadalur 90.14 90.66 90.4
Dönsk króna 18.218 18.324 18.271
Norsk króna 13.99 14.072 14.031
Sænsk króna 13.157 13.235 13.196
Svissn. franki 120.14 120.82 120.48
Japanskt jen 1.0886 1.095 1.0918
SDR 166.4 167.4 166.9
Evra 136.02 136.78 136.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0397
Hrávöruverð
Gull 1301.0 ($/únsa)
Ál 1865.5 ($/tonn) LME
Hráolía 61.49 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Bréf norska lág-
gjaldaflugfélagsins
Norwegian Air Shuttle
lækkuðu um 14,6% í
kauphöllinni þar í
landi í gær. Lækkunin
varð í kjölfar þess að
fyrirtækið tilkynnti
um skuldabréfaútgáfu
að fjárhæð 3 millj-
arðar norskra króna,
jafnvirði ríflega 42
milljarða íslenskra króna. Forsvarsmenn
Norwegian réðust í útgáfuna í von um að
styrkja bágborinn fjárhag þess. Á síðustu
12 mánuðum hefur hlutabréfaverð fé-
lagsins lækkað um nærri 50%.
Lækkunin í gær kom í kjölfar meiri
lækkana í liðinni viku en þá var tilkynnt
um að IAG, móðurfélag British Airways,
hefði ákveðið að hverfa frá fyrirætlunum
sínum um að taka félagið yfir. Markaðs-
virði Norwegian nam jafnvirði 77,2 millj-
arða íslenskra króna við lokun markaða í
gær.
Bréf Norwegian halda
áfram að lækka mikið
Flug Bjørn Kjos
er forstjóri Nor-
wegian.
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Tæknibúnaður frá kínverska tækni-
risanum Huawei er til umræðu þessa
dagana í íslenskri stjórnsýslu, eins
og raunin er víða um heim, hvort
sem það er í nágrannalöndum eins
og Noregi og Danmörku, eða löndum
eins og Ástralíu, Bretlandi eða
Bandaríkjunum. Ótti manna snýr að
því hvort kínversk yfirvöld muni not-
færa sér búnaðinn til njósna eða til
að trufla fjarskipti, en samkvæmt
lögum þar í landi ber fyrirtækjum að
leggja ríkinu lið, krefjist það þess í
þágu öryggis. Stjórnendur Huawei,
sem er stærsti framleiðandi fjar-
skiptabúnaðar í heiminum, neita
þessu, segja að fyrirtækið sé í eigu
starfsmanna þess, lúti ekki stjórn
ráðamanna í Kína og hafi aldrei not-
að tækni sína til að njósna eða ógna
öðrum löndum, eins og rakið var í
Morgunblaðinu á dögunum.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í
samtali við Morgunblaðið að stofn-
unin eigi í viðræðum við íslensku
fjarskiptafélögin um það með hvaða
hætti sé rétt að bregðast við um-
ræðunni.
Noregur frestar 5G
Nú fyrr í mánuðinum var sagt frá
því í frétt Reuters að Noregur hefði
fylgt í fótspor annarra vestrænna
ríkja og látið í ljós áhyggjur af Hua-
wei. Í fréttinni er ríkisstjórnin sögð
íhuga að banna fyrirtækinu að taka
þátt í innleiðingu 5G kerfis í Noregi.
Í fréttinni kemur einnig fram að
Huawei leiki stórt hlutverk í Noregi,
og bæði Telenor og Telia, símafyrir-
tækin, noti fjarskiptabúnað fyrir-
tækisins fyrir 4G fjarskiptanet sín.
Enn fremur standi yfir prófanir fyrir
5G kerfi frá fyrirtækinu. Þessu til
viðbótar segir í frétt Bloomberg að
fjarskiptafélagið Vodafone Group
hafi ákveðið að setja innleiðingu á
nýjum Huawei búnaði á ís í sínum
kjarnakerfum um allan heim, vegna
pólitískrar óvissu er snýr að Huawei,
eins og það er orðað í fréttinni. „Ég
hef engar staðfestar upplýsingar um
að þessi birgir eða nokkur annar hafi
sett inn í búnað sinn einhverja slíka
virkni sem verður til þess að hægt sé
að hlera þessi net eða stýra þeim á
óeðlilegan hátt,“ segir Hrafnkell.
Sýn fylgist með umræðunni
Kjartan Briem, framkvæmda-
stjóri tækni og innviða hjá Sýn, segir
að Vodafone noti Huawei búnað í
sínum farsímakerfum. Það sama sé
uppi á teningnum hjá Nova. „Við er-
um að fylgjast með umræðunni. Í
okkar vali á framleiðendum og bún-
aði, þá höfum við unnið náið með
Vodafone Group, og þeir hafa haft
Huawei sem einn lykilbirgja sinna í
farsímakerfum. Við höfum ekki tek-
ið ákvörðun um frá hvaða framleið-
endum við kaupum búnað fyrir fulla
innleiðingu 5G tækninnar, en sú
tækni er það stærsta framundan á
næstu misserum í farsímakerfun-
um.“
Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra,
segir aðspurður að mál Huawei sé
ekki komið á borð stofnunarinnar.
„En við fylgjumst með umræðunni
eins og aðrir.“
Póst- og fjarskiptastofnun
ræðir Huawei við símafélög
100
80
60
40
20
0
2014 2015 2016 2017 2018*
Heimild: Huawei/Financial times
*Áætlun fyrir 2018Ör vöxtur Huawei
Tekjur, milljarðar júan 170+
lönd og landsvæði
180.000 starfs-menn
80.000
starfsmenn í rannsóknar-
og þróunardeildum
14 rannsóknar-og þróunarsetur
Fjarskiptabúnaður
» Margvíslegur búnaður frá
Huawei er til sölu hjá íslensku
fjarskiptafélögunum.
» Internet hlutanna (e. inter-
net of things) mun nota 5G
tækni og Huawei er þar leið-
andi í heiminum.
» Málið hefur verið kynnt og
tekið til umræðu innan Net-
öryggisráðs og fyrirséð er að
áfram verði fylgst með málinu
og það rætt.
Víða um heim hefur innleiðingu 5G verið frestað Ótti við njósnir
Matarkarfan hækkaði um 0,62%
nú í janúar skv. nýbirtum tölum
Hagstofu Íslands. Þar kemur fram
að vísitala neysluverðs í mánuðin-
um hafi lækkað um 0,41% frá fyrri
mánuði. Við það lækkar árstaktur
verðbólgunnar úr 3,7% í 3,4%.
Hækkandi matarverð hafði
0,07% áhrif til hækkunar vísitöl-
unnar. Þá hækkaði rafmagn og hiti
um 1,33% og hafði það 0,06% áhrif
til hækkunar vísitölunnar. Aðrar
vörur og þjónusta hækkuðu svo
um 0,66% og þrýsti það vísitölunni
upp um 0,04 prósentur.
Þeir liðir sem höfðu mest áhrif
til þeirrar lækkunar sem raun-
gerðist á vísitölunni á fyrstu vik-
um ársins voru verðlækkun á fatn-
aði og skóm. Þar nemur lækkunin
11,1% vegna vetrarútsala. Hafði
það áhrif til lækkunar vísitölunnar
sem nam 0,4 prósentum. Húsgögn
og heimilisbúnaður lækkuðu sömu-
leiðis um 4,9% og ýtti það vísitöl-
unni niður um 0,19 prósentur. Þá
lækkaði verð á bílum um 1,8% og
hafði það áhrif til lækkunar sem
nam 0,15 prósentum. Verð á flug-
fargjöldum lækkaði þá um 4,6% og
lækkaði það vísitöluna um 0,07
prósentur. Greiningardeild Arion
banka vekur athygli á því að fast-
eignaverð hafi lækkað um 0,02% í
janúar skv. mælingu Hagstof-
unnar. Mest hafi lækkun sérbýlis á
höfuðborgarsvæðinu verið eða
0,45% en verð á fjölbýli á sama
svæði hafi nánast staðið í stað milli
mánaða. Fasteignamarkaður á
landsbyggðinni hækkaði hins veg-
ar um 0,48% milli mánaða. ses@-
mbl.is
Morgunblaðið/Eyþór
Verðlag Matarkarfan hækkar milli
mánaða og hífir upp verðbólguna.
Maturinn hækkar
um 0,62% í janúar
Tólf mánaða
verðbólga mælist
nú 3,4%