Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Margirsetjasama-
semmerki á milli
álagna ríkisins á
ökutæki og elds-
neyti og útgjalda
til vegamála.
Þessi tenging verður ekki til
vegna þess að hún sé nátt-
úrulögmál heldur með því að
álögurnar eru iðulega rök-
studdar með því að um sé að
ræða drjúgan útgjaldalið,
sem fjármagna verði með
einhverjum hætti.
Reyndin er hins vegar sú
að mun minna fé er varið til
vegamála en innheimt er af
eigendum bifreiða. Í
Morgunblaðinu í gær kemur
fram að árið 2018 voru tekjur
ríkisins af skattlagningu bíla
og eldsneytis 45,1 milljarður
króna. Sá hluti framlaga til
Vegagerðarinnar, sem rann
beint til vegamála í fyrra, var
hins vegar aðeins rúmur
helmingur af því eða 28,6
milljarðar króna.
Þessar tölur koma fram í
minnisblaði, sem tekið var
saman í samgönguráðuneyt-
inu að ósk umhverfis- og
samgöngunefndar.
Þessa dagana fer fram um-
ræða um það hvort hefja eigi
innheimtu veggjalda af
stofnleiðum til og frá
Reykjavík til þess að fjár-
magna tímabærar endur-
bætur á þeim. Nýir skattar
og auknar álögur
hafa löngum verið
viðkvæðið þegar
ráðast á í fram-
kvæmdir. Hefur
nánast verið
óþægilegt að
fylgjast með
ákafa stuðningsmanna hug-
myndarinnar, þótt efasemdir
um ágæti hennar virðist nú
fara vaxandi.
Minnisblað samgöngu-
ráðuneytisins sýnir að álögur
á ökumenn eru nú þegar
langt umfram þá upphæð,
sem rennur til vegamála.
Ef rökin með veggjöldum
eru þau að notendur vega
eigi að borga fyrir þá er full
ástæða til að spyrja hvers
vegna ekki er hægt að nota
þá peninga, sem þeir láta
þegar af hendi rakna í fjár-
hirslur ríkisins, frekar en að
búa til nýjar álögur. Ekki má
gleyma því að veggjöldum
fylgir ærinn kostnaður. Setja
þarf upp sérstök hlið, flókinn
rafrænan búnað og viðamikið
innheimtukerfi.
Þá er það skrítin bábilja að
rukka þurfi vegfarendur sér-
staklega um lagningu vega
og smíði brúa. Uppihald heil-
brigðiskerfisins er ekki ein-
skorðað við sjúklinga. Það er
hluti samneyslu. Er ekki rétt
að staldra við áður en lengra
er haldið í veggjaldamálinu
og velta því fyrir sér frá öll-
um hliðum?
Er þörf á veggjaldi
þegar álögur á bíla
og eldsneyti eru
langt umfram út-
gjöld til vegamála?}
Vegir og skattar
Ríkisútvarpiðgerir lítið
með þau lög sem
það á að starfa eft-
ir. Það hefur ítrek-
að sýnt að það fer
á svig við þessi lög
og kemst upp með það eða fær
pent tiltal þegar best lætur.
Dæmi um þetta síðastnefnda
er nýleg ákvörðun Fjölmiðla-
nefndar, sem almennt hefur
lítið haft sig í frammi gagnvart
Ríkisútvarpinu, um brot
Ríkisútvarpsins á lagaákvæði
um kostun dagskrárefnis.
Ríkisútvarpið á lögum sam-
kvæmt almennt ekki að afla
tekna með kostun, en þröng
undanþága gerir það þó kleift í
einstaka tilviki. Þessa þröngu
undanþágu umgengst Ríkis-
útvarpið með sama hætti og
lögin almennt og reynir að
teygja hana og toga til að
sjúga til sín stærri hluta aug-
lýsingamarkaðarins, þvert á
það sem löggjafinn ætlast til.
Þrátt fyrir gróft brot og
svipuð og verri dæmi, sem
meðal annars eru nefnd í
ákvörðun Fjöl-
miðlanefndar,
kemst nefndin að
þeirri niðurstöðu
að sekta Ríkis-
útvarpið aðeins
um eina milljón
króna.
Þar sem stjórnendur Ríkis-
útvarpsins hafa sýnt að þeir
kæra sig kollótta um þau lög
sem um stofnunina gilda er
augljóst að svo lág sekt mun
engin áhrif hafa á starfsemi
Ríkisútvarpins á auglýsinga-
markaði. Ríkisútvarpið mun
áfram, í skjóli margra millj-
arða forskots í formi skattfjár,
sækja inn á auglýsinga-
markaðinn af fullri hörku og
óbilgirni. Síðastliðið sumar
sýndi það til hvers vilji þess
stendur, þegar það nýtti HM
til að þurrka upp auglýsinga-
markaðinn og valda einka-
reknum fjölmiðlum miklu
tjóni.
Því miður er fátt ef nokkuð
sem bendir til að ætlunin sé að
stöðva þessa óheillaþróun hjá
Ríkisútvarpinu.
Lág sekt mun engu
breyta um framferði
Rúv. sem lætur sem
það sé hafið yfir lög}
Ríkisútvarpið brýtur lög
Á
skoranir íslensks landbúnaðar
eru margar ótvíræðar. Sá tolla-
samningur sem tók hér gildi í
maí sl. hefur í för með sér að
97,4% af tollaskránni í heild
sinni eru orðin tollfrjáls. Það litla sem eftir
er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá-
kvæmilega auka samkeppni á innlendum
kjötmarkaði. Á sama tíma hangir óvissa um
afnám frystiskyldunnar yfir bændum, mikl-
ar óhagstæðar gengissveiflur og lokanir
markaða í Evrópu – ekki síst í Noregi –
hafa valdið algjörum markaðsbresti. Allt
þetta og fleira til hefur valdið því að raun-
verð til sauðfjárbænda hefur lækkað um
38% frá 2015. Það er ljóst að hér er verk að
vinna.
Sauðfjárbændur upplifa mikinn velvilja í
garð framleiðslu sinnar, enda er hún einstök
á heimsmælikvarða. En það er ekki nóg. Upp-
runamerkingar þurfa að vera nægar og skýrar og
eftirlit með þeim þarf að vera til staðar, ekki síst í
veitingarekstri og þjónustu. Þá má hvergi slá slöku við
að upplýsa almenning um sérstöðu íslensks landbún-
aðar, þann einstaka stofn sem hvorki étur sýklalyf né
hormóna.
Það er mikið hagsmunamál að slátur- og kjötiðnaður
fái að þróast til aukinnar hagræðingar til þess stand-
ast samkeppni. Staðreyndin er sú að íslensk sláturhús
eru örfyrirtæki í alþjóðlegum samanburði en nú
kemur samkeppnin einmitt þaðan – að
utan. Þingmenn Framsóknar hafa nú lagt
fram frumvarp þess efnis að undanskilja af-
urðastöðvar í kjötiðnaði ákvæðum sam-
keppnislaga eins og þekkist reyndar víða
um heim. Þetta er gert til þess að fyrir-
tækin geti samnýtt og hagrætt í rekstri sín-
um sem vonandi skilar sér á endanum í
hærra afurðaverði til bænda og lægra verði
til neytenda. Málið er framfara-, samvinnu-,
og hagsmunamál neytenda sem og bænda.
Það er staðreynd að fákeppni ríkir á inn-
anlandsmarkaði í kjöti [DK1]. Þær raddir
sem tala á móti því að íslenskur kjötmark-
aður verði undanþeginn þessu samkeppnis-
ákvæði benda á að það komi sér illa fyrir
neytendur og hækki verð á matvælum.
Samkeppni verði bara til þess að bændur
aðlagi sig breyttu umhverfi með betri vöru
og hagkvæmari fyrir neytendur.
Hagur neytenda snýst einnig um að hér sé áfram
gott og vistvænt innlent kjöt sem lýtur ströngum heil-
brigðiskröfum, ásamt því að bera miklu minna kol-
efnisspor heldur en innflutt kjöt. Fákeppni í verslun
hér á landi er ekki nein trygging fyrir vistvænum
kjötmarkaði á viðráðanlegu verði. Með þessu frum-
varpi er verið að tryggja íslenskum neytendum áfram
góð matvæli sem tikka í öll box krafna hérlendis.
Halla Signý
Kristjáns-
dóttir
Pistill
Verk að vinna
Höfundur er 7. þingmaður NV-kjördæmis.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrátt fyrir að aðeins 30%framboðinna skinna hafiselst á janúaruppboðidanska uppboðshússins í
Glostrup eru stjórnendur Kopen-
hagen Fur bjartsýnir á að ástandið
fari að lagast. Reikna þeir með að
markaðurinn glæðist með vorinu eft-
ir mörg mögur ár. Árið í heild verði
betra en það síðasta og næsta ár enn
betra.
„Það kom mér eiginlega á óvart
hvað þeir voru ótrúlega bjartsýnir í
samtölum við okkur og þeir sögðu
það sama við danska minkabændur.
Þeir telja að betri tímar séu fram-
undan vegna þess hversu mikið hafi
dregið úr heimsframleiðslu á skinn-
um auk þess sem notkun skinna hafi
aukist í Asíu en einnig í Evrópu og
Norður-Ameríku,“ segir Einar Eð-
vald Einarsson, minkabóndi á
Syðra-Skörðugili og formaður Sam-
bands íslenskra loðdýrabænda.
Hann fór um helgina á janúar-
uppboð hjá Kopenhagen Fur þar
sem íslenskir skinnabændur selja af-
urðir búa sinna og hefur þessar upp-
lýsingar þaðan.
Störukeppni á fyrsta uppboði
Alltaf ríkir ákveðin óvissa um
fyrsta uppboð ársins. Færri skinn
eru boðin upp en á öðrum uppboðum
og að þessu sinni mættu óvenju fáir
kaupendur. Einar líkti uppboðinu
við störukeppni þar sem mikið bar á
milli verðhugmynda kaupenda og
seljenda. Uppboðshúsið telur að
markaðurinn fari að jafna sig vegna
mikils samdráttar í framleiðslu og
dró til baka þau skinn sem ekki
komu viðunandi boð í. Annars hefði
verðið lækkað mikið frá því sem var
á síðasta ári og er varla á það bæt-
andi því skinnaverðið er langt undir
framleiðslukostnaði.
Ástæðan fyrir erfiðleikum á
skinnamörkuðum er einkum lang-
varandi offramleiðsla sem varð þeg-
ar margir ætluðu að græða á háu
skinnaverði í mesta góðæri sem
þekkst hefur í greininni. Fram-
leiðslan fór upp undir 90 milljónir
skinna á árunum 2013 til 2015, eins
og sést á meðfylgjandi súluriti. Eftir
það fór að draga úr framleiðslunni
en vegna birgða, meðal annars af
vörum í framleiðslu og tilbúnum
vörum sem safnast höfðu upp á
mörkuðunum, tekur tíma að ná jafn-
vægi á milli framboðs og eftir-
spurnar.
Markaðurinn í Kína er mikil-
vægastur í minkaskinnum. Einar
segir að svo virðist sem það hafi
áhrif á fyrsta uppboði ársins að kín-
versku áramótin eru ekki fyrr en um
miðjan febrúar. Hann segir að þegar
saumastofurnar hefji framleiðslu
eins og vanalega síðar á árinu þurfi
þær minkaskinn. Þá ætti markaður-
inn að lifna aftur. Stjórnendur upp-
boðshússins hafi talað um að það
ætti að gerast á maíuppboði eða
jafnvel fyrr.
Ekki ástæða til að gefa skinn
Lækkun á verði undanfarin ár
þýðir að það hefur verið og er undir
kostnaði við framleiðsluna og afleið-
ingin er harkalegur samdráttur í
framleiðslu.
Framleiðslan fór úr 86 millj-
ónum skinna árið 2015 niður í 56
milljónir á síðasta ári og danska upp-
boðshúsið spáir því að framleiðslan
fari niður í 37 milljónir skinna í ár og
hún verði enn minni á næsta ári. Það
þýðir að framleiðslan verður orðin
talsvert minni en eftirspurnin.
Uppboðshúsið spáir þannig í
spilin að komið sé að umskiptum á
markaðnum og þess vegna dró það
skinnabúntin til baka á daufu jan-
úaruppboði frekar en að selja þau á
lágu verði. Þeir segjast
vera að tryggja að
verðið fari ekki
neðar og bændur
séu ekki að
„gefa“ skinnin.
Spennandi
verður að sjá hvað
gerist á næsta uppboði, í
mars.
Bændur sjá loksins
ljós við enda ganganna
„Það getur enginn lifað á því
verði sem fæst fyrir skinnin
núna. En það er fátt annað að
gera en að lifa á bjartsýninni og
trúa því sem Danirnir segja um
bjartari tíð fram undan. Ef mað-
ur trúir því ekki er alveg eins
gott að hætta,“ segir Einar Eð-
vald Einarsson, sem rekur
stærsta minkabú landsins, á
Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Hann segir vonandi að botn-
inum sé loksins náð og stígandi
verði í sölu og verði héðan í frá.
Árið endi með ásættanlegum
hætti og næsta ár verði ennþá
betra.
Offramleiðsla og verðfall hef-
ur komið illa við loðdýrarækt-
ina hér eins og annars staðar.
Um 40% samdráttur varð í
fjölda dýra
sem leiðir til
samsvarandi
minni fram-
leiðslu. Sex
minkabú
hættu
fram-
leiðslu í
vetur,
þar af
tvö af
stærstu
búum
landsins.
Verð að lifa á
bjartsýninni
EINAR Á SKÖRÐUGILI
Einar E.
Einarsson
48 51
Heimsframleiðsla á minkaskinnum
Milljónir skinna 2009-2019
Spá
fyrir
2019
80
60
40
20
0
Kína Öll önnur lönd
Heimild:
Kopenhagen Fur
10
47
50
55
64
88
83 86
74
68
56
37
12
38
15
40
22
42
40
32 30
56
25
49
22
46
14
42
7
37
30
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019