Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is ÚTANSK ÞORRAMATUR www.veislulist.is BLÓTUM ÞORRANN EINS OG SÖNNUM ÍSLENDINGUM SÆMIR Allt um þorramatinn, verð og veislur á heimasíðu okkar veislulist.is VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hallgrímur Helgason, Sigrún Eld- járn, Hörður Kristinsson, Jón Bald- ur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhalls- dóttir hlutu í gærkvöldi Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 er þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í 30. sinn, en það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, sem afhenti verðlaunin. Hallgrímur Helgason hlaut verð- launin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn í flokki barna- og ungmennabóka fyrir skáldsöguna Silfurlykillinn og Hörður Kristins- son, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir í flokki fræði- bóka og rita almenns efnis fyrir bókina Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar. Verðlaunaféð nemur einni milljón króna fyrir hvert vinn- ingsverk. Fjögurra manna lokadóm- nefnd valdi vinningsverkin úr hópi fimmtán bóka sem tilnefndar voru 1. desember, en fimm bækur voru til- nefndar í hverjum flokki. Lokadóm- nefnd skipuðu að þessu sinni Stein- grímur Þórðarson, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Þórunn Sigurðar- dóttir og Gísli Sigurðsson, sem jafn- framt var formaður nefndarinnar. Nota alla tónana í hörpu minni „Það er alltaf gaman að fá viður- kenningar. Og kannski sérstaklega fyrir þessa bók sem mér finnst nú með því betra sem ég hef gert,“ seg- ir Hallgrímur Helgason, höfundur skáldsögunnar Sextíu kíló af sól- skini. Hann hefur fjórum sinnum áður verið tilnefndur til verð- launanna, árið 2015 fyrir Sjóveikur í München; 2011 fyrir Konan við 1000°; 2005 fyrir Rokland og 2001 fyrir Höfundur Íslands sem sigraði það árið. „Maður er að verða sextugur og kannski hefur manni farið eitthvað fram á öllum þessum árum,“ segir Hallgrímur og tekur fram að í sín- um huga standi kannski Höfundur Íslands og Sextíu kíló af sólskini upp úr á sínum rithöfundarferli. „Höfundur Íslands var reyndar metnaðarfyllri og flóknari bók, en í Sextíu kílóum af sólskini finnst mér koma saman margir tónar sem ég hef verið að nota í gegnum tíðina. Hún býr yfir groddalegri kómedíu eins og í Þetta er allt að koma, það er þjóðaranalýsa og krítík eins og í Roklandi, það er klassískur sveita- stíll eins og í Höfundi Íslands og jafnvel fantasía eins og í Herra Al- heimi. Þannig má segja að ég noti alla tónana í hörpu minni í þessari nýjustu bók. Svo er ég líka með þriðju persónu frásögn sem ég hef sjaldnast verið með og þá skapast meira pláss fyrir persónusköpun auk þess sem ég get farið yfir víðara svið,“ segir Hallgrímur og lýsir notkun sinni á tungumálinu sem „skringi-elementi“ í stílnum. „Þetta er tilhneiging til að vera öðruvísi og segja hlutina ekki eins og þeir hafa verið sagðir áður heldur finna upp nýjar líkingar og snúa upp á orðin og tungumálið til að fá lesendur til að sjá hlutina í nýju ljósi.“ Spurður hvort hann telji að verð- launin muni gagnast bókinni er- lendis segist Hallgrímur vona það. „Reglan hefur eiginlega verið á þá leið hjá mér að bókum sem njóta velgengni hérlendis hefur ekki vegnað eins vel erlendis og öfugt,“ segir Hallgrímur og nefnir Höfund Íslands sem dæmi um bók sem rok- seldist hérlendis en komst ekki á flug erlendis og 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp sem dæmi um bók sem naut meiri vinsælda erlendis en hér á landi. „Ég er að vona nýja bókin brjóti þessa reglu,“ segir Hallgrímur og bendir á að forlög eigi oft erfitt með að skilgreina höfunda sem skrifi fjölbreyttar bækur. „Ég er svolítið úti um allt á tegundaskalanum.“ Framhald á teikniborðinu Að sögn Hallgríms er Sextíu kíló af sólskini fyrst og fremst bók fyrir landann. „Mig langaði nú fyrst og fremst til að skrifa bók um og fyrir Íslendinga. Ég vildi fara djúpt í þjóðareðlið, vita hvaðan við komum og af hverju við erum eins og við er- um.“ Inntur eftir því hvort hann sé farinn að leggja drög að næstu bók svarar Hallgrímur því játandi. „Sem stendur er ég að klára að þýða Tar- tuffe eða Loddarann eftir Molière fyrir Þjóðleikhúsið. Það er búið að vera svakalegt verk, enda allt rímað og stuðlað. Þetta er eins og að yrkja hálfan Gunnarshólma á dag og því ekkert áhlaupaverk. Síðan ætla ég að fara að mála aðeins, stefni á sýn- ingu í Tveimur hröfnum í vor. Ætli ég taki svo ekki sumarið í að melta næstu skref og skoða hvort ég skrifi framhald af þessari bók,“ segir Hallgrímur og bendir á að söguhetj- an Gestur Eilífsson sé ekki nema 15 ára þegar bókinni ljúki og síldin að- eins nýkomin til landsins. „Upphaflega var planið að skrifa um síldartímann á Siglufirði, en síð- an uppgötvaði ég hákarlatímann og var komin með 300 síður án þess að síldin væri komin,“ segir Hall- grímur og bendir á að undir lok bók- ar sé síldin aðeins búin að vera í eitt sumar á Segulfirði, sögusviði bókar- innar. „Tíminn þegar Norðmenn voru hér við síldveiðar var mjög ævintýralegur tími. Oft voru þús- undir manna í landlegum en aðeins einn lögregluþjónn í bænum. Þarna ríkti því villtavestursástand. Ætli ég reyni ekki að fara eitthvað inn í þennan tíma í næstu bók, fram yfir fyrra stríð kannski og fylgja Gesti inn í fullorðinsaldurinn,“ segir Hall- grímur og tekur fram að hann reikni með að líða muni tvö til þrjú ár áður en framhaldið kemur út. „Sögulegar skáldsögur kalla auð- vitað á meiri heimildavinnu en skáldsögur úr samtímanum. Hlut- verk rithöfundarins er að skrifa um staðreyndir eins og væru þær skáld- skapur, svo fólk hafi gaman af að lesa um þær, en skrifa skáldskap eins og væri hann staðreynd, svo fólk trúi á frásögnina,“ segir Hall- grímur og tekur fram að hann hafi við vinnslu allra bóka sinna lagt leið sína á sögustaði. „Eina undan- tekningin er að ég fór ekki til Arg- entínu þegar ég skrifaði Konan við 1000° sem gerðist úti um víðan völl. Þá notaðist ég við Google Earth og held að það hafi sloppið fyrir horn. Þegar ég skrifaði Hellu keyrði ég austur og var þar í þrjá tíma. Fyrir nýjustu bókina bjó ég hins vegar heilan mánuð á Siglufirði til þess að finna fyrir staðnum,“ segir Hall- grímur. Fjármagnar afmælisveisluna Spurður hvort hann hafi gaman af grúski svarar Hallgrímur því ját- andi. „Þegar þú færð bók upp í hendurnar sem þú veist að þú getur gert þér mat úr þá lestu hana af meiri æsingi. Þú lest hana eins og gráðugur matmaður,“ segir Hall- grímur og tekur fram að höfundar þurfi þó að kunna sér hóf í rann- sóknarvinnunni. „Ef þú ert að fara í hástökk máttu ekki taka þriggja kílómetra tilhlaup því þá ertu bara þreyttur þegar þú kemur að stöng- inni.“ Spurður hvort hann sé búinn að eyrnamerkja verðlaunaféð ein- hverju tilteknu svarar Hallgrímur því játandi. „Þetta fer í sextugs- afmælið,“ segir Hallgrímur sem á stórafmæli um miðjan næsta mán- uð. „Í bjartsýni minni var ég byrj- aður að skipuleggja stóra afmælis- veislu þótt ég hefði í raun ekki efni á því, en nú hef ég það,“ segir Hall- grímur. Stækkar um nokkra sentimetra „Það er æðislega skemmtilegt að hljóta þessi verðlaun. Maður stækk- ar um nokkra sentimetra,“ segir Sigrún Eldjárn, höfundur skáldsög- unnar Silfurlykillinn. Hún hefur Stolt, ánægð og þakklát  Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn, Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018  Hallgrímur hlaut sömu verðlaun 2001 Morgunblaðið/Eggert Verðlaunaafhending á Bessastöðum Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ásamt verðlaunahöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni, en þeir voru: Hallgrímur Helgason, Sigrún Eldjárn, Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.