Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
tvisvar áður verið tilnefnd, 2013
fyrir skáldsöguna Strokubörnin á
Skuggaskeri og árið 2014 fyrir
ljóðabókina Fuglaþrugl og nafla-
krafl þar sem hún myndskreytti
texta bróður síns, Þórarins Eldjárn.
Spurð hvort viðurkenningin hafi
komið henni á óvart bendir Sigrún á
að allar tilnefndu bækurnar hafi
verið góðar og því ekki á vísan á róa.
Spurð hvort Silfurlykillinn sé besta
bók hennar til þessar svarar Sigrún:
„Ég get ekki dæmt um það. Ég held
að þetta sé ágætisbók, en mér hefur
fundist margar af fyrri bókum mín-
um mjög góðar líka – svo ég sé svo-
lítið roggin,“ segir Sigrún, sem
sendi frá sér sína fyrstu bók 1980.
Sigrún liggur ekki á þeirri skoðun
sinni að barnabækur séu langmikil-
vægasta bókmenntagreinin. „Því ef
krakkanir venjast ekki á að lesa þá
er enginn til að lesa hinar bækurnar
í framtíðinni. Þannig að mér finnst
það mjög mikilvægt starf að búa til
bækur fyrir krakka og skemmtilegt
þar að auki,“ segir Sigrún og vísar
því á bug að hún finni fyrir meiri
pressu fyrir vikið. „Ég vil auðvitað
bara skrifa góðar bækur, þannig að
ég geri alltaf mitt allra besta.“
Fyrsti hluti þríleiks
Að sögn Sigrúnar eru nokkur ár
síðan hugmyndin að Silfurlyklinum
kviknaði. „Ég hef unnið að bókinni
meðfram öðru, en sagan hefur orðið
sífellt brýnni með tímanum miðað
við það sem er að gerast í heiminum
í dag,“ segir Sigrún og vísar þar til
þróunar loftslagsmála, en Silfur-
lykillinn gerist í framtíðinni þegar
mannfólkið er búið að eyðileggja
heiminn og öll nútímaþægindi og
-tækni eru horfin. „Mér fannst það
spennandi vinkill að taka burt öll
þessi tæki sem við erum vön og
þægindi á borð við rafmagn og
reyna að sjá fyrir mér hvernig
heimur það yrði. Í lok sögunnar
kemur í ljós að bækur hafa varð-
veist, en þær virka alltaf.“
Sigrún segist sjá fyrir sér að
Silfurlykillinn verði fyrsta bókin í
nýjum þríleik. „Þegar ég byrjaði á
þessu var ég að hugsa um að gera
bara þessa einu bók, en núna reikna
ég með að á henni verði framhald.
Það er ágætt að leyfa heimi verksins
og persónunum að lifa svolítið leng-
ur,“ segir Sigrún og reiknar með að
næsta bók komi út fyrir næstu jól.
„Enda má helst ekki líða of langt
milli framhaldsbóka fyrir börn,“
segir Sigrún og tekur fram að
reyndar sé ekki mikil hætta á því að
lesendur vaxi upp úr bókinni þar
sem góðar barna- og ungmenna-
bækur eigi erindi við alla aldurs-
hópa. Auk framhaldsins á Silfurlykl-
inum er Sigrún með nokkrar aðrar
bækur í vinnslu. „Þeirra á meðal er
ný saga um Sigurfljóð sem er lítil of-
urstúlka. Auk þess er ýmislegt
fleira að gerjast,“ segir Sigrún, sem
ekki aðeins skrifar og myndskreytir
eigin bækur heldur brýtur þær
einnig um. „Með því móti ræð ég
öllu sjálf og get, frá upphafi til enda,
mótað þennan grip sem bókin er. Af
því að svona bók er listaverk í sjálfu
sér finnst mér gott að geta séð um
það allt.“
Spurð hvort hún telji að verðlaun-
in geti hjálpað bókinni erlendis seg-
ist Sigrún vona það, enda eigi við-
fangsefni hennar erindi út fyrir
landsteinana. „Einhvern tímann
fyrir löngu kom út á japönsku og
esperanto ein bók og svo hefur ein
önnur komið út í Ungverjalandi. Að
öðru leyti hafa bækur mínar ekki
ratað til lesenda erlendis. Ég skil nú
ekkert í því,“ segir Sigrún og bendir
á að reyndar sé framboðið á barna-
og ungmennabókum mikið í ná-
grannalöndum okkar. „Það hefur
reynst erfiðara að koma íslenskum
barnabókum á þennan markað en
öðrum bókum með nokkrum und-
antekningum þó.“
Innt eftir því hvort hún sé búin að
eyrnamerkja verðlaunaféð ein-
hverju sérstöku svarar Sigrún því
neitandi. „En því verður vel varið.
Það að fá svona upphæð veitir
manni að minnsta kosti ráðrúm til
að sinna sinni vinnu.“
Glæðir vonandi áhuga fólks
„Við erum auðvitað bæði stolt og
ánægð yfir þessu. Og þakklát fyrir
þann heiður sem verkinu er
sýndur,“ segir Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir, sem ásamt Herði Kristins-
syni og Jóni Baldri Hlíðberg er höf-
undur Flóra Íslands. Blómplöntur
og byrkningar. Jón Baldur átti
myndirnar í Íslensk spendýr í rit-
stjórn Páls Hersteinssonar sem til-
nefnd var 2004 og var einnig til-
nefndur ásamt Ævari Petersen 1998
fyrir Íslenskir fuglar.
„Okkur þótti mjög vænt um til-
nefninguna á sínum tíma, því til-
nefningar eru ekki síður mikils
virði,“ segir Þóra og tekur fram að
Flóra Íslands hafi verið í mjög góð-
um hópi. „Við vonum það öll þrjú að
verðlaunin verði til að glæða áhuga
fólks á lífríki Íslands almennt og
flórunni og plöntunum sérstaklega.
Í ljósi þess að yfirvofandi eru
gríðarlegar breytingar á lífríki jarð-
ar með hlýnandi loftslagi og allri
röskuninni sem því fylgir samtímis
því sem maðurinn er að umturna æ
stærri svæðum á yfirborði jarðar
þannig að fjölbreyttum villtum nátt-
úrulegum vistkerfum er skipt út
fyrir tiltölulega einhæf manngerð
vistkerfi þá er verðmætt að vekja
athygli á gildi náttúrulegs lífríkis og
líffræðilegri fjölbreytni.
Ég held að það gefi fólki, sem á
annað borð fer út í gönguferðir,
gengur á fjöll eða stundar náttúru-
skoðun, mjög mikið að veita plönt-
unum athygli, læra að þekkja þær
og hafa ánægju af því að skoða þær.
Það er viðbótarvídd í upplifuninni af
útivist. Þetta er einnig liður í því að
vera í takt við náttúruna og hluti af
henni.“
Á sér langan aðdraganda
Aðspurð segir Þóra ekki alveg
einfalt að tímasetja upphafið að
vinnslu bókarinnar. „Vinna Harðar
við flóruna nær langt aftur fyrir
þessa nýju bók, enda eru rúm þrjá-
tíu ár síðan hann sendi frá sér ís-
lenska plöntuhandbók með undirtit-
ilinn blómplöntur og byrkningar,“
segir Þóra og reiknar með að verð-
launabók hópsins hafi verið í vinnslu
í rúman áratug.
Spurð hvernig hópurinn hafi skipt
með sér verkum í vinnuferlinu svar-
ar Þóra: „Jón Baldur gerir allar
myndirnar og að baki þeim liggur
gríðarleg vinna. Þetta eru 467 teg-
undir sem hann teiknaði, að lang-
mestu leyti eftir lifandi eintökum.
Hann ferðaðist um allt land í leit að
tegundum,“ segir Þóra og bendir á
að sumar þeirra vaxa aðeins á örfá-
um stöðum á landinu.
„Hörður vann að mestu leyti lýs-
ingar tegundanna, bæði út frá sinni
reynslu og þekkingu, en líka með
því að skoða þurrkaðar tegundir í
grasasöfnum. Útbreiðslukortin sem
fylgja öllum tegundunum eru að
miklu leyti verk Harðar,“ segir Þóra
og bendir á að Hörður hafi, meðan
hann var starfsmaður Náttúru-
fræðistofnunar Ísland, haft umsjón
með útbreiðslukortum sem ná til
allra skráðra fundarstaða allra teg-
unda á Íslandi, en elstu skráning-
arnar eru frá því fyrir aldamótin
1900 og hafa margir tugir ein-
staklinga komið þar að málum.
Ánægjuleg samvinna
„Hörður er hins vegar sá ein-
staklingur sem mest hefur lagt af
mörkum, því hann fór skipulega um
landið til að fylla út í reitakerfið,“
segir Þóra og tekur fram að Hörður
sé einnig höfundur fundarsögu teg-
undanna og upplýsinga um gamlar
nytjar. „Ég er með vistfræðina, æxl-
unarlíffræðina, frjóberana, að hluta
til heimsútbreiðsluna, efna-
framleiðsluna, sem er mjög fjöl-
skrúðug hjá þessum plöntum, og nú-
tímanytjar,“ segir Þóra og tekur
fram að samvinna þremenninganna
hafi verið einstaklega góð.
„Þetta var afskaplega ánægjuleg
samvinna,“ segir Þóra og bendir á
að það sé regla fremur en undan-
tekning að tíminn sem vinnsla
stórra verka taki sé vanmetinn.
„Stundum koma svona bækur út
áratug seinna en upphaflega stóð til.
Þegar leið á vinnuna hjá okkur tókst
að halda tímaáætluninni nokkuð
vel,“ segir Þóra og rifjar upp að
ávallt hafi verið stefnt að því að
Flóra Íslands kæmi út á árinu 2018,
sem stóðst.
Spurð hvort málaflokkurinn sé nú
tæmdur segir Þóra örugglega langt
þangað til byrjað verði á öðru sjálf-
stæðu riti um flóru Íslands. „Von-
andi verður hægt að halda þessu riti
við. Ef það verður gefið út aftur
held ég að við höfundarnir hefðum
áhuga á að uppfæra það, t.d. hvað
viðkemur útbreiðslukortunum,
flokkunarfræðinni eins og þarf og
kannski bæta einhverjum fleiri teg-
undum inn sem ná hér útbreiðslu.“
Auk verðlaunaverksins Sextíu kíló
af sólskini eftir Hallgrím Helgason
sem JPV útgáfa gaf út voru í flokki
fagurbókmennta tilnefndar í staf-
rófsröð höfunda: Ungfrú Ísland
eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Bene-
dikt bókaútgáfa; Lifandilífslækur
eftir Bergsvein Birgisson, Bjartur;
Sálumessa eftir Gerði Kristnýju,
Mál og menning og Haustaugu eft-
ir Hannes Pétursson, Opna.
Auk verðlaunaverksins Silfur-
lykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn sem
Mál og menning gaf út voru í
flokki barna- og ungmennabóka
tilnefndar: Sagan um Skarphéðin
Dungal sem setti fram nýjar kenn-
ingar um eðli alheimsins eftir
Hjörleif Hjartarson og Rán Flyg-
enring, Angústúra; Ljónið eftir
Hildi Knútsdóttur, JPV útgáfa;
Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfs-
dóttur, Vaka-Helgafell og Sölva-
saga Daníelssonar eftir Arnar Má
Arngrímsson, Sögur útgáfa.
Auk verðlaunaverksins Flóra
Íslands – Blómplöntur og byrkn-
ingar eftir Hörð Kristinsson, Þóru
Ellen Þórhallsdóttur og Jón Baldur
Hlíðberg sem Vaka-Helgafell gaf
út voru í flokki fræðibóka og rita
almenns efnis tilnefnd Þjáning-
arfrelsið. Óreiða hugsjóna og
hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir
Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck
og Steinunni Stefánsdóttur, Mál
og menning; Bókasafn föður míns
eftir Ragnar Helga Ólafsson,
Bjartur; Kristur. Saga hugmyndar
eftir Sverri Jakobsson, Hið ís-
lenska bókmenntafélag og Skúli
fógeti – faðir Reykjavíkur eftir
Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur,
JPV útgáfa.
Íslensku bókmenntaverðlaunin
nema einni milljón króna fyrir
hvert verðlaunaverk og eru kostuð
af Félagi íslenskra bókaútgefenda.
Auk þess eru verðlaunahöfum af-
hent skrautrituð verðlaunaskjöl og
verðlaunagripir, hannaðir af Jóni
Snorra Sigurðssyni á gullsmíða-
verkstæði Jens; opin bók á granít-
stöpli með nafni verðlaunahöf-
undar og bókar hans. Íslensku
bókmenntaverðlaununum var
komið á fót árið 1989 í tilefni af
100 ára afmæli Félags íslenskra
bókaútgefenda sem stofnað var í
Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta ár-
ið var verðlaununum ekki skipt í
flokka en tilnefndar alls 10 bækur.
Árið eftir var tilhögun verð-
launanna breytt þannig að til-
nefndar bækur skiptust í tvo
flokka, fagurbókmenntir annars
vegar og fræðibækur og rit al-
menns efnis hins vegar. Þannig
héldust verðlaunin óbreytt til árs-
ins 2013 að við bættist flokkur
barna- og ungmennabóka.
Alls hafa 68 höfundar hlotið
verðlaunin í gegnum tíðina, þar af
21 kona og 47 karlar. Tveir höf-
undar hafa hlotið verðlaunin þrisv-
ar sinnum, það eru Guðjón Frið-
riksson og Andri Snær Magnason.
Fjórir höfundar hafa hlotið verð-
launin tvisvar, það eru Guðbergur
Bergsson, Hörður Ágústsson, Silja
Aðalsteinsdóttir og Hallgrímur
Helgason.
Verðlaunað í þremur flokkum
ALLS HAFA 68 HÖFUNDAR VERIÐ VERÐLAUNAÐIR Á 30 ÁRUM BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 196. s Fim 7/2 kl. 20:00 199. s Lau 16/2 kl. 20:00 202. s
Lau 2/2 kl. 20:00 197. s Lau 9/2 kl. 20:00 200. s
Sun 3/2 kl. 20:00 198. s Fös 15/2 kl. 20:00 201. s
Sýningum lýkur í mars.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Sun 17/2 kl. 20:00 12. s Sun 3/3 kl. 20:00 14. s
Sun 10/2 kl. 20:00 11. s Fim 21/2 kl. 20:00 13. s
5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 Lokas.
Sýningum lýkur 1. febrúar.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Sun 17/2 kl. 20:00 32. s
Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Fös 22/2 kl. 20:00 37. s
Þri 5/2 kl. 20:00 aukas. Sun 10/2 kl. 20:00 30. s Sun 24/2 kl. 20:00 38. s
Mið 6/2 kl. 20:00 aukas. Fim 14/2 kl. 20:00 31. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Mið 30/1 kl. 20:00 8. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s
Athugið. Aðeins verða átta sýningar.
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 31/1 kl. 20:00 7. s Fim 7/2 kl. 20:00 9. s
Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Fös 15/2 kl. 20:00 10. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Mið 6/3 kl. 20:00 45. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s
Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Lau 13/4 kl. 20:00 2. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn
Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn
Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn
Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn
Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 28/4 kl. 13:00 Aukas.
Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 15/2 kl. 19:30 Aukas. Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn
Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 Aukas.
Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Fös 22/2 kl. 19:30 Auka
Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Mið 27/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Mið 30/1 kl. 14:00 Fors. Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 Frums Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka
Fös 1/2 kl. 18:00 2.sýn Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 17/3 kl. 17:00 Auka
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Lau 2/3 kl. 17:00 Auka
Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 Auka
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Velkomin heim (Kassinn)
Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 27/2 kl. 20:00
Mið 13/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 31/1 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 22:00
Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fim 21/2 kl. 19:30
Fös 1/2 kl. 22:00 Fim 14/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30 Fös 22/2 kl. 22:00
Lau 2/2 kl. 22:00 Fös 15/2 kl. 22:00 Lau 23/2 kl. 19:30
Fim 7/2 kl. 19:30 Lau 16/2 kl. 19:30 Mán 25/2 kl. 22:00
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200