Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 36

Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 36
Verkið Metacosmos eftir Önnu Þor- valdsdóttur verður frumflutt á Ís- landi annað kvöld af Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónlistarhátíðinni Myrkir músíkdagar og verður Daní- el Bjarnason stjórnandi. Verkið var pantað af Fílharmóníuhljómsveit- inni í New York og frumflutt af henni apríl í fyrra. Um síðustu helgi var það svo flutt af Fílharmóníu- hljómsveit Berlínar sem þykir ein besta sinfóníuhljómsveit heims. Nýtt verk Önnu flutt á Myrkum músíkdögum MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 30. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Framliðið er á miklu skriði og hefur ekki tapað leik á nýju ári í Olísdeild kvenna í handknattleik. Í gær hafði liðið betur gegn KA/Þór. Fram er Ís- landsmeistari síðustu tveggja ára og verður áskorun fyrir önnur lið að ýta liðinu úr vegi miðað við hvernig spilamennskan er um þessar mund- ir. Valur burstaði HK í Kópavoginum og Haukar sigruðu Stjörnuna. 2-3 Framkonur á miklu skriði á nýju ári ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Liverpool getur í kvöld náð sjö stiga forskoti á toppi ensku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið fær Leicester í heim- sókn. Meistararnir í Manchester City eru í 2. sæti en þeir töpuðu í gær fyrir Newcastle United þrátt fyrir að komast 1:0 yfir í leiknum. Ís- lensku landsliðs- mennirnir Jóhann Berg Guðmunds- son, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru allir á ferðinni með sínum liðum. »1 Liverpool getur náð sjö stiga forskoti Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Skákkonurnar Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem báðar hafa teflt í kvennalandsliðinu á ólympíumótum, standa fyrir skákæfingum fyrir stúlkur sem vilja bæta sig í íþrótt- inni. „Við byrjuðum með æfingarnar í haust og sjáum þegar mikinn árangur,“ segir Jóhanna. Æfingarnar eru á vegum Skák- skóla Íslands í samstarfi við skák- deild Breiðabliks. Æfingarnar fara fram á þriðju hæð í stúkunni við Kópavogsvöll og sitja stúlkurnar að tafli í einn og hálfan tíma hverju sinni, frá klukkan 17 til 18.30 á mánudögum. Mikill skákáhugi ríkir hérlendis en Jóhanna segir að þótt mikið hafi verið gert til þess að örva áhuga stúlkna og margt sé í boði sé hlutfall kvenna lágt í skák. „Skák er auðvit- að einstaklingsíþrótt en stelpur virðast leita meira í hópíþróttir,“ segir hún. Til þess að koma til móts við þarfirnar hafi þær Veronika, í samráði við Skákskólann, ákveðið að bjóða upp á vikulegar æfingar fyrir stúlkur. „Hugmyndin er að stelpur geti verið saman einu sinni í viku, tengst í gegnum skákina, myndað hóp og styrkt hver aðra til þess að halda áfram í íþróttinni.“ Kennararnir eru ekki að finna upp hjólið og Jóhanna bendir á að Susan Polgar hafi boðið upp á svona námskeið í Bandaríkjunum með góðum árangri. „Sigurlaug S. Frið- þjófsdóttir hefur verið með sam- bærilegar æfingar í Taflfélagi Reykjavíkur í nokkur ár og þær hafa skilað miklu, bæði í fleiri stelp- um og aukinni getu. Við erum í raun aðeins að bæta við það góða starf á öðrum stað.“ Hópvinna og fyrirmyndir Susan Polgar kom til Íslands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið í fyrravor og þá áttu Jóhanna og Veronika gott spjall við hana um kennsluna. „Hún sagði okkur að sértímar fyrir stúlkur hefðu skilað mestu hjá sér, þar með var tónninn sleginn og við byrjuðum í haust,“ segir Jóhanna. Stelpur á aldrinum sjö til tólf ára hafa mætt á æfingarnar og eru kennararnir ánægðir með árang- urinn. „Það eru engin aldurs- takmörk og styrkleiki skiptir ekki máli,“ segir Jóhanna. Í því sam- bandi bendir hún á að byrjendur geti mætt og byrjað á því að læra mannganginn, en gróflega megi skipta stúlkunum í þrjá hópa eftir getu; byrjendur, þær sem eru komnar aðeins lengra og þær sem eru komnar aðeins lengra en það. Auk skákkennslunnar er lögð áhersla á félagslega þáttinn. „Við tökum eftir því að félagsskapurinn styrkist og finnum ekki fyrir neinu nema ánægju,“ segir Jóhanna og leggur áherslu á að framfarirnar leyni sér ekki. Stúlkunum sé kennt að vinna saman, til dæmis við lausn á skákþrautum, og það styrki sam- stöðuna. „Við þessar eldri stelpur, sem teflum enn, mynduðum hóp að frumkvæði Guðfríðar Lilju Grétars- dóttur þegar við vorum í grunn- skóla, hittumst líka utan skákar- innar og gerum enn og það hefur haldið okkur í skákinni,“ segir Jó- hanna. „Þetta er hugarfarið sem við viljum kenna stúlkunum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Skákstelpur Karen, Soffía, Anna, Lóa, Elín, Guðrún og Fanndís á æfingu hjá Jóhönnu og Veroniku í fyrradag. Vekja skákáhugann  Skákkonur fyrirmyndir kvenkynsbyrjenda í íþróttinni Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík • 414 84 00 • www.martex.is M A R T E X Góð þjónusta byrjar með flottu útliti Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.