Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
ENGINN
ÐBÆTTUR SYKUR
ENGIN
ROTVARNAREFNI
85%
TÓMATPÚRRA
VI
Danir sigruðu í Bocuse d’Or-keppninni, en næst komu Svíar,
Norðmenn og Finnar. Íslendingar lentu í 11. sæti. 24 lönd kepptu
til úrslita í keppninni sem kölluð hefur verið heimsmeistaramót
matreiðslumanna. Fulltrúi Íslands í ár var Bjarni Siguróli Jak-
obsson en hann hélt utan í síðustu viku ásamt öflugu teymi aðstoð-
armanna og þjálfara. Hér má sjá myndir af matnum sem borinn
var á borð fyrir dómara í gær en mikil leynd ríkti yfir matseðl-
inum. Kristinn Magnússon tók myndirnar á lokaæfingu hópsins.
Fylgist með öllu Bjarni Siguróli Jakobsson fylgist með að allt sé eins og vera ber.
Lærimeistarararnir Viktor Örn Andrésson og Þráinn Freyr Vigfússon eru Bjarna Siguróla til
halds og trausts í Bocuse d’Or-keppninni, heimsmeistaramóti matreiðslumanna.
Ú́thugsað Hvert smáat-
riði er útpælt á disknum
og búið er að hanna
hann í marga mánuði.
Hér getur að líta loka-
útkomuna sem er glæsi-
leg eins og sjá má.
Norrænn sigur í Bocuse d’Or
Stundum þarf að blása Að elda er oft mikil vísindi og hér þarf allt að ganga upp.
Nákvæmnisvinna Mikil
natni er lögð í að stilla af
hvert smáatriði á disknum.
Tímaritið er eitt
stærsta og virtasta
hönnunartímaritið í
faginu þar sem finna
má allt það besta í
heimi auglýsinga,
hönnunar, ljósmynd-
unar, teikninga og
leturgerða. Alls voru
1.653 innsendingar í
keppnina í ár og vann
merki 2030 til verð-
launa í flokknum
Auðkenni (e. Iden-
tity).
Það er Einar
Gylfason, grafískur hönnuður hjá
Leynivopninu, sem hannaði vöru-
merki 2030 og hlýtur viðurkenning-
una frá Communication Arts. Einar
hefur rekið Leynivopnið ásamt Unni
Valdísi Kristjánsdóttur, vöruhönnuði,
frá árinu 2010. Leynivopnið er alhliða
hönnunarstofa með áherslu á auð-
kenni og ímynd fyrirtækja.
2030 er ný vörulína af tilbúnum
matarpökkum sem eru tilbúnir til
eldunar og seldir í verslunum Bónuss
og Hagkaups. Hver réttur inniheldur
ferskt og hollt hráefni sem passar í
máltíð fyrir tvo þar sem ekkert fer til
spillis. Réttirnir bera heitið 2030 og
er þar vísað til eldunartímans en lagt
er upp með að öll eldamennska sé ein-
földuð þannig að nær allir geti mat-
reitt hvern og einn rétt.
2030 hlýtur
alþjóðleg verðlaun
Verðlaunamerkið
Svona lítur vörumerki
2030 út.
Glæsilegar umbúðir Hönn-
unin hefur vakið verðskuld-
aða athygli víða um heim.
Vörumerkið fyrir 2030-réttina
hefur unnið til verðlauna í árlegri
hönnunarkeppni fagtímaritsins
Communication Arts þar sem val-
in er flottasta leturgerðin í hönnun
myndmerkja vara og fyrirtækja.