Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Kolbrún Baldursdóttir borg-arfulltrúi Flokks fólksins skrifar: „Listaverk verða hluti af heildarhönnun hverfisins en Reykjavíkurborg og lóðareigendur munu saman verja 140 milljónum króna til kaupa á verkinu“ var sagt í fréttum í kvöld. Og allir skála fyrir þessu!    Fjárhæð semverja á til kaupa á listaverki eða listaverkum í Vogabyggð nemur 140 milljónum króna og er verkefnið kostað sam- eiginlega af Reykjavíkurborg og lóðareigendum Vogabyggðar.    Hér er klár staðfesting á hvarforgangsröðun borgarinnar liggur! Og það er ekki hjá börnum og fólki sem bíður á biðlista eftir húsnæði eða nær engan veginn end- um saman. Eigum við nokkuð að tala um biðlista í flest alla þjónustu fyrir börn, sálfræðiþjónustu, tal- meinaþjónustu...    Ég vil minna á biðlista í húsnæði,fólk sem nær ekki endum saman. Þrá borgarbúar suðrænt loftslag? Hvar hefur það verið stað- fest? Er ekki tímabært að meirihlutinn reyni að fara að snerta jörð?    Borgarmeirihlutinn lifir í ein-hverjum allt öðrum heimi en hinn almenni borgarbúi, segi ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem vill að allir hafi fyrst og fremst fæði, klæði og húsnæði. Ekki étur maður pálmatré?    Fólkið fyrst! svo má spá í aðflytja inn pálmatré í lista- verkaformi eða hvað eina sem þessu fólki kann að detta í hug að gera.“ Kolbrún Baldursdóttir Borgin braggast og stráin stækka STAKSTEINAR Árleg Bridshátíð hefst í Hörpu í Reykjavík í kvöld og mun Katrín Jak- obsdóttir forsætsiráðherra segja fyrstu sögnina. Rúmlega 120 bridspör, þar af á fjórða tug erlendra, eru skráð til leiks í tvímenningskeppni og á átt- unda tug sveita. Meðal erlendra gesta er Zia Mahmood, sem oft hefur spilað áður á Bridshátíð og unnið bæði sveitakeppn- ina og tvímenninginn. Zia spilar við Englendinginn David Gould, sem hefur undanfarin ár átt fast sæti í enska landsliðinu. Af öðrum spilurum má nefna Norð- manninn Boye Brogeland, sem fyrir þremur árum vakti alþjóðlega athygli fyrir að fletta ofan af svindlmálum í brids. Daninn Dennis Bilde og Argentínu- maðurinn Augustin Madala spila sam- an en þeir eru báðir atvinnumenn í al- þjóðlegri bridssveit sem Maria Teresea Lavazza stýrir. Sabine Auken og Roy Welland, sem hafa undanfarið spilað í þýska landsliðinu, eru einnig meðal þátttakenda en þau hafa saman unnið bæði heims- og Evrópumót í tvímenn- ingi. Þá er Sabine margfaldur heims- meistari og Evrópumeistari kvenna. Tvímenningskeppni Bridshátíðar hefst í kvöld klukkan 19 og lýkur annað kvöld. Sveitakeppnin hefst á laugar- dagsmorgun og lýkur síðdegis á sunnu- dag en þá fer fram verðlaunaafhend- ing. Tugir erlendra spilara í Hörpu  Yfir 120 pör á bridshátíð um helgina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spilað Það var þétt setinn bekk- urinn á Bridshátíð í Hörpu í fyrra. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Embætti landlæknis hefur enn sem komið er ekki rekist á fölsuð um- sóknargögn vegna starfsleyfa fyrir erlenda lækna og hjúkrunarfræð- inga hérlendis. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Nýlega var fjallað um það í sænsk- um fjölmiðlum að fjöldi hjúkrunar- fræðinga frá Rúmeníu væri með fölsuð námsskírteini. Að minnsta kosti 27 starfsmenn í heilbrigðiskerfi Svíþjóðar höfðu blekkt heilbrigðisyf- irvöld. Í fréttinni kom einnig fram að um 335 læknar í Svíþjóð væru starf- andi án þess að farið hefði fram full- nægjandi bakgrunnsrannsókn. „Embættinu er vel kunnugt um efni þessarar fréttar og kom þetta m.a. til umræðu á síðasta samstarfs- fundi starfsleyfateyma Norðurlanda í nóvember sl. Embættið er með- vitað um þennan möguleika og hagar yfirferð umsóknargagna með þenn- an möguleika í huga,“ segir í svari landlæknis. Spurt var hvort mörgum umsóknum erlendra lækna og hjúkr- unarfræðinga hefði verið synjað á síðustu árum. Embætti landlæknis var ekki með haldbærar tölur um fjölda synjana en tók fram að þær hefðu ekki verið margar. Fleiri starfsleyfi veitt en áður Fjöldi erlendra lækna og hjúkr- unarfræðinga sem hafa fengið starfsleyfi á Íslandi hefur aukist til muna á síðustu tveimur árum. Árið 2017 fengu 17 erlendir hjúkrunar- fræðingar og 24 erlendir læknar starfsleyfi á Íslandi. Árið 2018 fengu 54 erlendir hjúkrunarfræðingar starfsleyfi á Íslandi og 33 erlendir læknar. Engin fölsuð gögn enn sem komið er  Starfsleyfum er- lendra lækna og hjúkr- unarfræðinga fjölgar Fjöldi starfsleyfa 2017 2018 54 17 33 24 Heimild: Embætti landlæknis Fjöldi erlendra lækna og hjúkrunarfræðinga sem fengu starfsleyfi 2017 og 2018 Læknar Hjúkrunarfræðingar Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 ÚTSALA! 40-60% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.