Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það sem þú skilur ekki verður út-
skýrt – seinna. Ef plönin eru of smá í snið-
um heilla þau þig ekki. Farðu varlega í um-
ferðinni.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er hægt að vera of hrein-
skilin/n. Næmi þitt ætti að vera nægilegt
til að þú gerir þér grein fyrir hvað má
segja og hvað ekki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú gefur endalaust af þér í sam-
bandi, meira en góðu hófi gegnir finnst
sumum. Stendur þú fast á þínu? Besta
leiðin til að hafa áhrif á aðra er að sýna
gott fordæmi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur verið mikið að gera hjá
þér að undanförnu og það verður það
áfram næstu vikurnar. Þú ert í bílahugleið-
ingum, skoðaðu alla kosti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að tjá tilfinningar þínar betur
því það á eftir að gera bæði þig og mak-
ann ánægðari. Fylgdu leiðbeiningum því þá
takast hlutirnir betur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Í dag er ekki rétti tíminn til þess að
skrifa undir neina pappíra. Truflanir og taf-
ir á samgöngum gera þér lífið leitt í dag.
Andaðu djúpt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert gædd/ur góðum hæfileikum en
hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta
þér þá. Slepptu tökunum á gömlu máli
sem hefur haldið fyrir þér vöku.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert í ójafnvægi og veist
ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Fyrr
eða síðar munu vinir þínir sjá hversu gáfu-
lega þú kemur hugmyndum þínum á fram-
færi.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Góð orka er í kringum þig og
jákvæðrar niðurstöðu er að vænta í deilu-
máli. Slakaðu á taumnum í uppeldinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér gæti fundist einhver vera
að senda þér misvísandi skilaboð í dag.
Veruleikinn er oft lygilegri en besta skáld-
saga. Þú fagnar í kvöld.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Takturinn í lífi þínu verður hrað-
ari á næstunni og á næstu vikum getur þú
átt von á meira annríki en venjulega.
Hafðu vaðið fyrir neðan þig í samningum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitt og annað sem þig lang-
ar til þess að framkvæma en lætur ógert
vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að
byrja. Treystu innsæinu.
Víkverji stendur uppi með pálmanní höndunum, þó ekki þann sem á
að kosta 140 milljónir sem skreyting
á einhverju nýju hverfi Reykjavík-
urborgar sem Víkverji hafði aldrei
heyrt minnst á áður. Þegar Víkverji
heyrir fréttir af slíkum verkefnum
veltir hann aðallega fyrir sér hvort að
íbúar ráðhússins séu endanlega búnir
að missa jarðtenginguna. Ekki að
hún hafi endilega verið það mikil til
að byrja með.
x x x
Ekki að Víkverji hafi neitt á mótiþví að reynt sé að fegra nær-
umhverfið. Og raunar er það alveg
bráðnauðsynlegt ef maður vill ekki
bara búa í gráum steinsteypuhlunk
alla ævi og jafnvel aldrei drepa niður
fæti á gras og mjúka jörð. Engu að
síður væri alveg gott ef fólkið sem
þarna hefur mest áhrif myndi aðeins
staldra við og íhuga hvort þarna sé
peningum vel varið, og þá einnig
hversu vel viðkomandi hlutur end-
urspeglar íslenskan raunveruleika.
Það er eitt að setja listaverk eftir
einn dáðasta listamann þjóðarinnar á
gafl í Breiðholtinu þar sem það sést
ekki og allt annað að flytja til lands-
ins strá og pálmatré til punts. Eða
hvað?
x x x
En nóg um það. Víkverji ætlar aðjáta það að síðustu daga hefur
tekið sig upp gamalt bros í fótbolta-
legum skilningi. Hann hefur nefni-
lega stutt lið á Englandi, sem eitt
sinn var kallað „Manst’eftir United?“
á Íslandi, þar sem svo langt var síðan
það hafði unnið eitthvað. Svo kom
langt tímabil þar sem liðið gat ekki
annað en unnið allt sem hreyfðist.
x x x
Síðustu ár hefur liðið varla unniðleik eða farið yfir miðju í minn-
ingu Víkverji og þykist hann nú ekki
vera að ýkja um of. En nú er öldin
önnur, og annar knattspyrnustjóri,
Sólskær hinn norski, hefur unnið átta
og gert eitt jafntefli í níu leikjum. En
jafnvel þó að liðið hefði tapað öllum
leikjunum hefði það varla skipt máli,
því að liðið spilar allt í einu blússandi
sóknarbolta. „Manst’eftir United?“
Þetta er allavegana það lið sem Vík-
verji man eftir. vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er
nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir
ljóma þinn yfir himininn.
(Sálmarnir 8.2)
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Á sunnudag skrifaði Ólafur Stef-ánsson í Leirinn og reyndist
sannspár:
Að blóta þorra bætir ekki neitt,
því brunakulda getur samt fram reitt.
Snjóalögin sniðin fyrir hann,
og snælduvitlaus hríðin feikna beitt.
Sigmundur Benediktsson svaraði
um hæl: – „Já Ólafur, hann á eftir að
rausa meira hann þorri“, – „Þor-
raspá“:
Þorri yljar engum hér
argur bylja steytir,
glaður dylja Frónið fer
fanna kyljum beitir.
Og á þriðjudag skrifaði Sigmund-
ur: „NB! Þessi vísa er á engan hátt
ætluð sem kvörtun um vísnaþurrð,
það hefur verið fjör á leir um helgina
og eðlilegt að taka hlé. Ég þarf oft að
hnoða saman vísugreyi fyrir svefn-
inn til að róa hugann. Leirinn varð
bara fórnarlambið núna“:
Dvína kostir daprast fró
dylur nosturs óma.
Allur lostinn angurs ró
undir frostsins dróma.
Davíð Hjálmar Haraldsson svar-
aði:
Svefnlaus kemur karlinn inn,
kveður nokkrar vísur
og finnur óðar svæfil sinn
sæll og dregur ýsur.
Björgvin Rúnar Leifsson orti á
föstudag án skýringa:
Ekkert traust né trúnaður,
tökum nú til varna:
Hann er heilabilaður,
helvítið atarna.
Indriði Aðalsteinsson á Skjald-
fönn gerði þá athugasemd að þessi
Björgvin minnti sig á vísuna gömlu:
Best er að fara stillt af stað,
nú steyptist einhver þarna.
Skyldi ’ann hafa hálsbrotnað,
helvítið að tarna?
Ég hef alltaf gaman af heimspeki-
legum vangaveltum, – Benedikt Jó-
hannsson yrkir:
Flögrar um huga mörg flugan
er fæddist sem lirfa myrks svarðar.
Himinninn togar í hugann
en holdið það leitar til jarðar.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason
yrkir um „Krata sem elska konur
(eða konur sem elska krata)“:
Í klaustri er verra að klæmast í laumi
en kynbundið áreiti niður að þagga;
við Dag eru konur ei tregar í taumi
og til með að spreða í ónýtan bragga!
Alltaf er gott að rifja upp Örn
Arnarson:
Sorgin léttist, sárið grær,
sólin gegnum skýin hlær,
hreinni útsýn hugur fær,
himinninn nær í dag en gær.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Þorraraus á Leir
„segÐU mömmu þinni aÐ þaÐ sé komiÐ
aÐ sækja hana.” „hann er feiminn viÐ ókunnuga.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... málamiðlanir.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„kæra spurÐu hundinn.
hversu margar
hundategundir eru til?”
VOFF
VOFF
TVÆR. GÓÐIR HUNDAR
OG SLÆMIR HUNDAR
AUÐVITAÐ
EKKI! ÞAÐ ER
VIÐBJÓÐSLEGT!
ALLIR EFTIRRÉTTA-
DISK ARNIR VIRÐAST
GLJÁFÆGÐIR! SLEIKTI
SNATI ÞÁ?
ÉG SLEIKTI ÞÁ!