Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 12

Morgunblaðið - 31.01.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 TJARNARBÍÓ|LAUGARDAG 9. FEB.|12-16 Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals: ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • BOURNEMOUTH UNIVERSITY CAMBERWELL COLLEGE OF ARTS • CENTRAL SAINT MARTINS • CHELSEA COLLEGE OF ARTS • LONDON COLLEGE OF FASHION • LONDON COLLEGE OF COMMUNICATIONS • WIMBLEDON COLLEGE OF ARTS • ISTITUTO EUROPEO DI DESIGN (ITALIA & SPAIN) • LEEDS ARTS UNIVERSITY • MET FILM SCHOOL (LONDON & BERLIN) • EU BUSINESS SCHOOL BARCELONA 12:00-12:45 Örnámskeið “Portfolio Preparation”. 13:00-15:00 Reynslusögur; Fyrrverandi nemar segja frá. 13:00-16:00 Viðtöl „maður á mann” við fulltrúa skóla. Sjá nánar dagskrá: lingo.is/frettir Aðgangur ÓKEYPIS Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Afar sérstök leiksýning fórfram í Parísarborg fyrr ímánuðinum þar sem allirgestir sýningarinnar voru naktir. Oft kemur það fyrir að leik- arar á hvíta tjaldinu eða á stóra sviðinu eru án klæða en á þessari sýningu voru áhorfendur það líka. „Það er engin betri leið til að hlæja en að hlæja nakinn,“ segir Cedric Amato, formaður Samtaka strípalinga í París. Um einstakan viðburð var að ræða. Mun þetta hafa verið fyrsta nektarleiksýningin í stóru leikhúsi í frönsku höfuðborginni. Sýningin fjallaði um systkini sem eru á önd- verðum meiði í þjóðfélagsmálum. Framleiðendur sýningarinnar kröfðust þess að til að sjá sýn- inguna yrðu áhorfendur að fara úr öllum fötum. Þá var þess einnig krafist að allir gestir kæmu með eigið handklæði af hreinlæt- isástæðum. Gestir gátu þó borgað aukalega fyrir sérstaklega klædd sæti. Nakin og samþykkt Sýningin bar heitið „Nu et app- rouvé“ sem útleggst nakin og sam- þykkt á íslensku. Mun þetta vera orðaleikur með franskan frasa sem algengt er að Frakkar noti til að skrifa undir opinber skjöl; „lesið og samþykkt“. Að losa eigin grímu og klæði Systkinin í leikritinu sjá hvort um sig hitt ekki í réttu ljósi og skilja ekki afstöðu hvort annars til ýmissa málefna. Þau þurfa að losa sig við eigin grímu til að skilja hvort annað betur. Ein leið sem aðstoðar þau í þessu er að fara úr öllum fötum. Þrátt fyrir að það sé afar kalt í París í janúarmánuði, og leikhúsið heiti því kaldhæðnislega nafni Ís- höllin, voru naktir gestir sýning- arinnar yfir sig hrifnir. „Ég virki- lega naut mín,“ segir miðaldra kona í samtali við fréttaveituna AFP. Amato segir sýninguna afar merkilega þar sem hún gefi okkur tækifæri til að ræða lífsstíl okkar og þarfir. „Við þurfum að brjóta samfélags- leg viðmið til að vera við sjálf á stöðum sem þessum og hafa gam- an,“ segir hann. Samtök strípalinga í París hafa þrýst á um að lífsstíll þeirra verði samfélagslega viðurkenndur. Ýmsir viðburðir hafa verið haldnir fyrir nakta gesti; m.a. uppistandskvöld og heimsóknir á söfn. Þá hefur einnig verið opnað „nakið“ svæði í stærsta almenningsgarði Parísarborgar. Þar geta allir sem vilja spókað sig á adams- og evuklæðunum. Þó má ætla að fáir klæði sig úr öllum föt- unum í garðinum í janúar. „Nakta“ veitingastaðnum lokað Strípalingar í Parísarborg hafa hins vegar ekki átt sjö dagana sæla þar sem eini veitingastaðurinn fyrir nakta í borginni, O’Naturel, tilkynnti að hann myndi loka í næsta mánuði. Matargestir voru einfaldlega ekki nógu margir til að halda staðnum gangandi. Staðurinn var starfræktur í rúmt ár og fékk gríðarmikla athygli þegar hann var opnaður. Öll föt voru skilin eftir í fatahenginu í anddyrinu áður en gengið var inn. Þá voru allir sím- ar bannaðir á staðnum til að koma í veg fyrir að gestir gætu laumast til að taka myndir af öðrum gestum. Gestir fengu inniskó við komuna á staðinn en konur, sem voru um 40% viðskiptavina, máttu vera í hæla- skóm. Ólíkt nektarstaðnum The Bunyadi í London var þjónustufólk í fötum. „Hlutverk okkar er að leyfa fólki að njóta sín,“ segir Stephane í samtali við AFP og benti jafnframt á að lög í Frakklandi krefðust þess að þjónustufólk væri í fötum. Gestum staðarins er alltaf vísað beint til sætis til að koma í veg fyrir að fólki líði óþægilega með að ganga um fyrir framan aðra gesti. Þá er sett nýtt áklæði á alla stóla veitinga- staðarins fyrir nýja gesti. „Það er nú eða aldrei“ Þeir sem klæddu sig úr og gæddu sér á mat O’Naturel gáfu staðnum góð meðmæli. Um er að ræða fínan franskan veitingastað þar sem gestir gátu fengið sér ostrur, snigla og foie gras. Tvíburarnir Mike og Stephane Saada sögðust tilneyddir til að loka staðnum áður en kæmi til fjárhags- legra vandræða. „Það er nú eða aldrei,“ segir í auglýsingu staðarins um þessar mundir, í von um að hvetja forvitna gesti til að prófa „nakta“ matarupp- lifun. „Við treystum á þig til að styðja okkur,“ rita tvíburarnir á Fa- cebook ásamt því að þakka öllum sem tóku þátt í ævintýrinu með þeim. „Við munum einungis muna eftir góðum stundum og því frábæra fólki sem við kynntumst,“ segja þeir. Staðnum verður lokað fyrir fullt og allt 16. febrúar næstkomandi. Þrátt fyrir að strípalingar í París séu afar leiðir yfir lokuninni segir Amato, formaður Samtaka strípa- linga, að staðurinn hafi einfaldlega verið á undan sinni samtíð. Naktir Frakkar njóta sín í París Nakin og samþykkt Um einstaka leiksýningu var að ræða. Leikritið fjallaði um tvö systkini sem þurfa að afklæðast til þess að skilja hvort annað og ná saman um samfélagsleg málefni. Fullt hús Leikhúsið, sem ber hið kaldhæðnislega heiti Íshöllin, fylltist á sýningunni. Þrátt fyrir kaldan janúarmánuð í París kvartaði enginn gestanna yfir kulda meðan á sýningunni stóð. AFP Ánægðir naktir gestir Leikhúsið fylltist af nöktum áhorfendum. Hér má sjá nokkra berrassaða menn gægjast niður á aðra áhorfendur áður en leiksýningin hefst. Þeir gestir sem AFP ræddi við voru afar ánægðir með sýninguna. Samtök strípalinga í Par- ís hafa staðið fyrir ýms- um viðburðum á síðustu misserum. Í janúarmán- uði var boðið upp á ein- staka leiksýningu þar sem allir áhorfendur voru án klæða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.