Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 39

Morgunblaðið - 31.01.2019, Síða 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2019 Canada Goose Langford Parka er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C a n a d a G o o se L a n g fo rd P a rk a k r. 11 9 .9 9 0 Kuldaþol: -25°C m. Lítil og létt loftpressa. Kemur með fjórum stútum sem passa á dekk, bolta, vindsængur og fleira. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu Verð 16.900 kr. (án rafhlöðu) M12 Inflator Alvöru loftpressa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Á dögunum sendi Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands frá sér skýrslu um „Þjóð- hagsleg áhrif hval- veiða“. Var skýrslan gerð að beiðni Krist- jáns Þórs, sjávar- útvegsráðherra, en frá upphafi var þessi beiðni vafasöm, þar sem HÍ hafði unnið þróun- arverkefni fyrir Hval hf. Var því um hagsmunatengsl milli HÍ og Hvals hf. að ræða. Helzta niðurstaða skýrslunnar er að fækka skuli langreyðum við landið um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári, að sögn höfunda. Ein- falt mál það. Skv. upplýsingum Hafrannsókna- stofnunar munu vera 40.000 lang- reyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar. Í fyrra hafði Hvalur hf. leyfi til að veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Á tíu ára tímabilinu frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en ekki tókst að veiða nema 843. Hvernig dettur skýrsluhöfundum þá í hug að gera það að megintillögu sinni að 16.000 langreyðar verði drepnar til að auka fiskafla!? Miðað við veiðigetu Hvals hf. í fyrra tæki það fyrirtækið 111 ár að veiða 16.000 dýr! Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýs- ingar og talnaverk. Í apríl 2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífrík- inu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkings- son, hvalasérfræðingur, og Joe Rom- an, rannsóknarprófessor, niður- stöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í líf- ríki sjávar. Fréttablaðið birti frétt af mál- þinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangsorð fréttarinnar voru: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vist- kerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum.“ Að öðru leyti hlýtur út- tekt á hvalveiðum að byggjast á þessum fjór- um spurningum: 1. Samræmast þær nú- tímalegum sjón- armiðum um dýra-, náttúru- og umhverf- isvernd? 2. Hver er efnahags- legur ávinningur af þeim? 3. Hverjir eru efna- hagslegir ókostir veiðanna? 4. Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á al- þjóðavettvangi? Í skýrslunni er ekki mikið komið inn á þessar lykilspurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál að skv. veiðiskýrslu frá 2014, sem nær til veiða á 50 langreyðum, hafi 84% þeirra, 42 dýr, drepist „sam- stundis“, sem reyndar hefur reynst sveigjanlegt hugtak hjá hval- veiðimönnum, og að „aðeins“ átta mínútur hafi að meðaltali tekið að drepa hin átta dýrin. Yfirfært á langreyðaveiðar Hvals hf. 2018, þar sem 144 langreyðar voru veiddar, þýðir þetta að minnst 23 dýr hafi þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur. Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu – en hann breytist í stálkló sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold – minnst þann tíma. – Vart samræmast þessar aðfarir nútímalegum hugmyndum um dýra- og umhverfisvernd. 1. Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES- samkomulaginu sem bannar verzlun með afurðir langreyða. – Efnahags- legur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar..2. Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orðið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist á tímum Napóleons Bóna- parte, gæti því enn verið á lífi. Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr og er augljóst að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk. Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess að leiðandi verzlana- keðjur, t.a.m. Aldi, ein helzta smá- sölukeðja Evrópu, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir vegna hvalveiðanna, og að Guðmundur í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis vegna hvalveiðanna. – Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir. 3. Skýrsluhöfundar benda á að ferða- mannastraumur til landsins hafi au- kizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna að hvalveiðar hafi ekki nei- kvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er vitaskuld út í hött. Spurningin er ekki hvort ferða- mannastraumur hafi aukizt, heldur hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslands- stofu eða Hvalaskoðunarsamtökin, sem bezt um þetta mál vita, um þessa grunnspurningu. Allir sem til þekkja – ofangreind samtök meðtalin – sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastraum- urinn hefði getað aukist miklu meira en orðið er ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum. Í nýlegri greiningu Google lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja. Eftir Ole Anton Bieltvedt Ole Anton Bieltvedt »Hvernig dettur skýrsluhöfundum í hug að gera það að meg- intillögu sinni að 16.000 langreyðar verði drepn- ar til að auka fiskafla!? Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina. Þegar bullið flæðir yfir bakkana Ísland þúsund ár? Ís. Hland. Þú! Sund? Á!rrrrrrrrr... Ég er Íslendingur. En ekki leiðinlegur. Ísland afmarkast ekki við guð. Ég trúi. Ekki? Kannski. Hver er litli bróðir minn og af hverju sé ég hann ekki. Ég á lít- inn bróður. Er það ekki? Veit ekki. Hann er allavega flottur. Það sást til mín í gær. Þegar ég var að hjóla. Eða svo er mér sagt. Ég ber engar tilfinningar til Guðna. Hann þekkir mig ekki. Og þó. Gísli, Eiríkur, Helgi Seljan. Helgi kveljast. Ég seljan. Uno, dos, tres, gullbringusýsla. Nálægt mér. Atsjúúú. Hundur með kvef. Hún elskar mig. Hún elskar mig ekki. Hún elskar mig. Hún elskar mjólkurkekki. Af hverju? Ég er með laktósaóþol. Af hverju? Gamalt fólk er skraut? Veit ekki. Skoð- un. Mín? Kannski. Smyglaðu þér hingað og láttu mig í friði. Hvað er að frétta? Spurðu Moggann. Spurðu drekann? Nei, bara Moggann. Eitt þúsund og tutt- ugu krónur. Eitt þús- und og þrjátíu hug- myndir. Eitt þúsund og fjörutíu sálir. Allar að borða kornfleks. Innanríkisráðherra heimsins. Ut- anríkisráðherra líkamans. Óstöðv- andi veira. Hundurinn er ennþá með kvef. Hann hefur smitað mig. Hann hefur elskað mig? Já. Og ég hann. Kvefumst saman, kæri hundur. ATSJÚÚÚ að eilífu. Ari og Ari og Ari – Morgunblaðið? Eftir Ara Hallgrímsson Höfundur er nemi við MH. Ari Hallgrímsson » Vangaveltur auk nærveru hunds? Vonandi, já.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.