Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Page 2
Stefán Sæmundur Jónsson
Ég tek snjónum fagnandi. Ég elska
að labba í snjó.
Hvað hefurðu keppt oft á RIG
(Reykjavík International Games)?
Ég hef verið með frá upphafi. Ég var að verða tólf
ára þegar ég tók fyrst þátt, en ég byrjaði að æfa
sund fimm ára gömul. Pabbi minn, Gústaf Adolf
Hjaltason, hefur staðið að þessu móti heillengi
þannig að ég er alin upp við þetta.
Í hvaða greinum keppir þú á RIG?
Í 50 og 100 metra baksundi.
Hvernig hefurðu upplifað þessi
mót?
Mér finnst alltaf gott að byrja árið á al-
mennilegu og fínu móti. Þetta er góð leið til
þess að byrja tímabilið. Það er líka frábært
að fá að keppa við góða erlenda sundmenn;
það er það sem við þurfum hér á litla land-
inu okkar. Svo er alltaf verið að bæta við
fleiri greinum þannig að þetta fara að
verða lykilleikar á Íslandi. Mér finnst
þetta mjög gott mál fyrir íslensku
íþróttahreyfinguna.
Hefurðu æft stíft fyrir leikana?
Nú er ég að æfa 8 til 9 sinnum í viku. Ég er
að koma upp úr meiðslum og er núna fyrst
farin að geta æft almennilega. Þannig að það
verður forvitnilegt að sjá á þessu móti hvar
ég er stödd; ég er að koma til baka. Ég er
spennt að sjá hvar ég stend eftir þessi
meiðsli.
Hvað er á döfinni á árinu?
Ég keppi á þessu móti og svo fer ég kannski til Frakklands í
mars. Svo er Íslandsmeistaramótið í apríl og þar ætla ég að
reyna við heimsmeistaralágmarkið en heimsmeistaramótið er
haldið í Suður-Kóreu í lok júlí.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já, ég hvet alla til þess að koma og sjá eins margar íþróttagrein-
ar og hægt er. Þetta er mjög sterkt mót og gott tækifæri til
þess.
Morgunblaðið/Eggert
EYGLÓ ÓSK GÚSTAFSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Keppir í
tólfta sinn
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
Gönguferðir eru margra meina bót. Regluleg hreyfing er góð ogganga er heilbrigð og eðlileg hreyfing sem flestir ráða við. Meira aðsegja hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að það að ganga
reglulega virðist sannarlega vera gott fyrir líkamsstarfsemina.
Það eru því alls engin gervivísindi að slá því fram að gönguferð á dag geti
gert heilmikið fyrir heilsuna, bæði andlega og líkamlega. Flestar heilbrigðis-
stéttir myndu geta kvittað upp á það að gönguferðir geti virkað sem forvörn
gegn ýmsum kvillum og dregið úr líkum á því að fólk þrói með sér til dæmis
lífsstílssjúkdóma. Ekki síst þykja gönguferðir og önnur regluleg hreyfing
hafa góð áhrif á hjartað og geta
dregið úr líkum á hjartasjúkdómum.
Það stoðar þó lítið fyrir mann-
eskju sem er komin í hjartastopp að
fara út að ganga. Gönguferðir eru
góðar fyrir hjartað en það þýðir
ekki að manneskju í hjartastoppi
dugi gönguferð til að fá bót sinna
meina. Staðan er þá orðin önnur og
alvarlegri og almennar leiðbein-
ingar um ágæti gönguferða eiga ein-
faldlega ekki við.
Rétt eins og gönguferðir getur
mantran „þú ert nóg“ verið margra
meina bót. Það eru engin gervivís-
indi að slá því að fram að það að öðlast sannfæringu fyrir því að við séum
nóg eins og við erum geri okkur gott. Það er hollt fyrir okkur að trúa því að
við þurfum ekki að vera í eilífum samanburði við aðra. Sú sannfæring getur
fært mikla gleði og bætt líðan og þannig verið reglulega heilsubætandi.
Sálfræðingar hafa undanfarna daga bent á, að gefnu tilefni, að það sé
beinlínis rangt að vísa manneskju í sjálfsvígshættu á einfalda möntru. Þetta
er ekki gert af neinum hroka eða leiðindum heldur hafa heilbrigðisstéttir
skyldur við fólk sem er veikt og það er þeirra hlutverk að benda á það þegar
umræða um málefni á þeirra fræðasviði er á villigötum. Enginn þarf að
móðgast.
Læknir gæti aldrei látið það afskiptalaust ef einhver reyndi að selja
manneskju í hjartastoppi hugmyndina um að fara út á ganga sér til heilsu-
bótar. Að sama skapi er fullkomlega eðlilegt að sálfræðingar bendi á að
mantran „þú ert nóg“ getur virkað vel til uppbyggingar og forvarna en á ög-
urstundu er hún gagnslaus, rétt eins og gönguferð við hjartastoppi.
Gönguferðir eru góðar,
rétt eins og möntrur.
Morgunblaðið/Eggert
Um gagnsemi
gönguferða
Pistill
Eyrún Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Gönguferðir eru góðarfyrir hjartað en þaðþýðir ekki að manneskju í hjartastoppi dugi
gönguferð til að fá bót
sinna meina.
Olga Hafberg
Nei. Ég vil ekki sjá hann í byggð
heldur hafa hann til fjalla.
SPURNING
DAGSINS
Tekurðu
snjónum
fagnandi?
Leon Ingi Stefánsson
Nei, ég geri það ekki. Mér finnst
hálkan mjög leiðinleg.
Silja Reimarsdóttir
Já. Það er gaman að leika sér í hon-
um.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Hari
Reykjavik International Games, (RIG), fer fram í tólfta
sinn 24. janúar til 3. febrúar. Keppt er í 15-20 einstak-
lingsíþróttagreinum. Reiknað er með hátt í þrjú þúsund
keppendum, erlendum og íslenskum. Þar mun Eygló
Ósk Gústafsdóttir keppa í sundi á sínum tólftu leikum.
Upplýsingar fá finna á rig.is.