Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Qupperneq 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019
og Árni Haukur, og aðrir aðstandendur. „Ég
fer á nokkrum klukkustundum frá því að vera
fullfrísk yfir í að vera við dauðans dyr. Það
segir sig sjálft að það var mikið áfall fyrir mína
nánustu. Og öfugt við mig fengu þau enga fag-
lega aðstoð; enga áfallahjálp, þurftu bara að
vinna úr þessu sjálf. Það gleymist stundum
hversu mikið áfall svona alvarleg veikindi eru
fyrir nánustu aðstandendur. Vissulega höfðu
þau heimt mig úr helju en á sama tíma gerðu
allir sér grein fyrir því að mikil barátta væri
fram undan,“ segir Hjördís.
Það var ekki fyrr en að Hjördís ræddi við
fjölskylduráðgjafa að fjölskyldan fékk aðstoð.
„Ég þurfti með öðrum orðum að fara út fyrir
kerfið, sem er umhugsunarvert.“
Íþyngir ekki lengur
Fjölskyldan náði áttum og Hjördís er henni
ákaflega þakklát fyrir dyggan stuðning á erf-
iðum tímum. Auk foreldra sinna, systkina og
annarra aðstandenda nefnir hún sérstaklega
Ragnheiði Sigurðardóttur, bróðurdóttur sína,
sem mikið hefur aðstoðað inni á heimilinu.
Hjördís hefur einnig nýtt sér fjölskylduráð-
gjöf með börnunum sínum og segir það hafa
hjálpað mikið. „Þau áttu lengi vel erfitt með að
tala um þetta en eiga betra með það í dag.
Þetta áfall íþyngir þeim ekki lengur. Saman
hefur okkur tekist að vinna úr ýmsum málum
og erum á góðum stað í dag.“
Hjördís byrjaði snemma í sjúkraþjálfun á
spítalanum og eftir að hafa fengið næði til að
jafna sig eftir fótanámið var byrjað að máta á
hana gervifætur. Það var stór stund þegar hún
tók fyrstu skrefin á nýju fótunum, um þremur
mánuðum eftir aðgerðina. „Á því augnabliki
steig ég stórt skref, í orðsins fyllstu merkingu,
í þá átt að losna við innilokunarkenndina. Í því
fólst líka mikið öryggi að geta loksins staðið
upp.“
Í fjóra mánuði dvaldist Hjördís á Grensás-
deildinni og eftir að hún útskrifaðist þaðan hélt
hún áfram í endurhæfingunni á dagdeild.
Vöðvarnir vöknuðu einn af öðrum til lífsins –
og á ólíklegustu stöðum. „Ég fann til dæmis
nokkra vöðva þegar ég fékk að fara á hestbak
hjá frænda mínum. Það var mjög góð tilfinn-
ing. Það var svo þegar ég fór í fyrsta skipti á
skíði eftir að ég missti fæturna að ég endur-
heimti vonina og sannfærðist um að ég gæti
gert hvað sem er. Ég var svolítið á skíðum áð-
ur en ég veiktist og það var mikill sigur að
komast aftur í brekkurnar. Ég fór í þessa
skíðaferð með fólkinu hjá Össuri, sem fram-
leiðir gervifæturna mína, og væri alveg til í að
fara aftur,“ segir Hjördís.
Hún segir það vinna með sér að hún er mun
handsterkari en áður. Bæði þarf hún að hífa
sig upp úr rúminu eða sætinu, þar sem hún
hefur ekki stuðning frá ökklunum, auk þess
sem það er átak út af fyrir sig að taka gervi-
fæturna af og setja þá á.
Erfitt að geta ekki séð um börnin
Hjördís fékk íbúðina í Breiðholtinu, þar sem
hún hefur aðstoð góðra nágranna, úthlutaða í
byrjun árs 2012 en treysti sér ekki til að flytja
þangað með börnin fyrr en í mars sama ár. „Af
öllu því erfiða í þessu ferli var það erfiðast, að
vera of löskuð til að geta séð um börnin mín.
Ég átti mjög erfitt með að sætta mig við það,“
segir Hjördís. Faðir barnanna bjó erlendis á
þessum tíma, þannig að þau voru hjá for-
eldrum Hjördísar. Föðuramman og -afinn eru
bæði látin.
Ýmsu þurfti að fórna. „Ég var nýbúin að fá
vinnu sem garðyrkjufræðingur hjá Reykjavík-
urborg og mátti eiga við gróðurinn í mið-
bænum eftir mínu höfði; var loksins komin
með draumastarfið en veikindin tóku það af
mér eftir aðeins einn og hálfan mánuð.
Kannski kemst ég með fingurna í miðbæinn
síðar,“ segir hún brosandi.
Hjördís stundaði jóga áður en hún veiktist
og hvarf aftur til þeirrar iðju eins fljótt og lík-
aminn leyfði. „Það var mikill sigur þegar ég fór
að geta gert æfingar sem ég sá fram á að geta
aldrei gert aftur.“
Sumarið 2013 fór fjölskyldan á vegum
Vildarbarna til Flórída þar sem þau syntu með
höfrungum og snorkluðu með skötum. „Ég er
svo gæfusöm að hafa ferðast svolítið eftir að ég
veiktist; fólk hefur verið mjög almennilegt að
taka mig með sér. Fyrst fór ég án barnanna en
síðan fórum við að fara saman og höfum fengið
mikið út úr því. Ég hef ekki ennþá ferðast ein
en tel mig líklega til þess.“
Hjördís hefur einnig farið í Klettafjöllin með
bróður sínum og mágkonu og núna er hún ný-
komin heim úr ferð til Marokkó, þar sem hún
steig meðal annars sandölduna á bretti. „Það
var rosalega gaman,“ segir hún og brosir við
tilhugsunina. „Ég hef verið að fara í eins konar
eldriborgaraferðir miðað við það sem áður var,
verið svolítið í bómull. Það venst svo sem
ágætlega að þurfa að þiggja aðstoð.“
Hún skellir upp úr.
Kyrrsett í sófanum
Hjördís hefur um margt sætt sig við orðinn
hlut; að fæturnir séu farnir, en viðurkennir að
það sé ekki alltaf tekið út með sældinni að vera
með gervifætur. „Það getur verið maus,“ byrj-
ar hún. „Ég þarf til dæmis að fara með fæt-
urna í stillingu annað slagið, það fer að koma
að því núna, ég finn að þeir passa ekki alveg
eins vel og þeir gerðu. Síðastliðið vor náðist að
stilla þá svo vel að við lá að ég gæti dansað kó-
sakkadans; svo vel pössuðu þeir.“
Hún hlær.
Í fyrrasumar lenti Hjördís raunar í því að
vöðvinn í fætinum stækkaði og hún gat ekki
lengur notað gervifæturna en það getur komið
fyrir vegna álags á stúfana. Búa þurfti til nýja
fætur og á meðan var hún bara kyrrsett í sóf-
anum heima. „Sem betur fer var ég komin svo
langt líkamlega og tilfinningalega á þeim tíma
að ég lét þetta bakslag ekki á mig fá. Þegar ég
fékk hins vegar sár og sýkingu í stúfana árið
2015 fékk ég ofsakvíðakast. Vissi ekki hvernig
ég átti að bregðast við.“
Kvíðinn hefur haft margvíslegar birtingar-
myndir gegnum þessa glímu og Hjördís rifjar
upp að það hafi tekið sig margar klukkustund-
ir að skrá sig á námskeið í listmeðferð. „Ég átti
í miklum erfiðleikum með að skrá mig á nám-
skeiðið, fékk ekki svar strax og var fegin að
þurfa ekki að mæta. Síðan fékk ég jákvætt
svar. Það var mjög mikil áskorun fyrir mig að
vera búin að skuldbinda mig til að fara, en ég
fór sem betur fer. Þetta námskeið bjargaði
mér það haustið.“
Málaði tilfinningar sínar
Á námskeiðinu fór Hjördís að mála myndir í
fyrsta skipti á ævinni og fann sig strax vel í
þeirri sköpun. „Listmeðferð snýst um að mála
tilfinningar sínar og sumar myndirnar mínar
voru ljótar,“ segir Hjördís og sýnir mér eina sem
hangir uppi á vegg hjá henni. Þar er að sönnu
allmikið um að vera, litadýrð, kaos og átök.
Spurð hvort henni þyki ekki óþægilegt að
horfa á mynd sem þessa í dag hristir hún höf-
uðið. „Þetta var allt nauðsynlegur partur af
ferlinu.“
Í þessum skrifuðum orðum er Hjördís að
undirbúa sína fyrstu málverkasýningu, auk
þess sem hún er komin með vinnustofu.
Hún byrjaði líka að prjóna. „Það er sagt gott
við ofsakvíða. Til að byrja með var ég í smá
vandræðum en eftir að ég áttaði mig á því að
ég þyrfti ekki endilega að fara eftir upp-
Þegar Hjördís fór á skíði kveðst hún hafa endurheimt vonina. Sárið skoðað eftir aðgerðina. Drep kom í fætur Hjördísar eftir veikindin.
Hjördís stígur sandölduna á bretti í eyðimörkinni í Marokkó um síðustu áramót. Hjördís í sjósundi ásamt jógasystrum sínum.
’Á margan hátt er égsterkari í dag en ég varfyrir áfallið. Ég fæ alvegkvíðaköst ennþá en ólíkt
því sem áður var stöðvar
það mig ekki lengur. Ég
held mínu striki.