Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 13
20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 skriftum fór ég að njóta mín. Ég hef prjónað ófáa vettlingana.“ Og hún er hvergi hætt að prjóna, komin með vefstól og prjónavél. Annað námskeið sem olli straumhvörfum fyrir Hjördísi var svokallað „movement medic- ine“-námskeið, það er hreyfing í lækningar- skyni, sem hún skráði sig á árið 2016. „Það hjálpaði mér að finna leiðir til að nota fæturna og virkja vöðvana. Bæði fékk ég liðleika í lík- amann og gott fólk að dansa við sem nærði mig heilmikið félagslega, auk þess sem ég gat dreift huganum. Það er svo mikilvægt á svona veg- ferð að hugsa ekki stanslaust um ástandið. Allt hefur þetta hjálpað mér að komast aftur inn í samfélagið. Ég hef dansað ansi margt af mér.“ Hún brosir. Markþjálfaði sig gegnum félagsfælnina Árið 2017 hóf Hjördís bæði nám í jógakennslu og markþjálfun. Það var ekki lítið átak. „Öðr- um þræði var það leið til að takast á við félags- fælnina; til að byrja með svimaði mig stundum við það eitt að mæta í skólann. Hvað þá meira. Til allrar hamingju var mágkona mín, Hulda Kristín Guðmundsdóttir, samferða mér gegn- um markþjálfaranámið og ég hafði mikinn styrk af henni. Meðan á því stendur gerir mað- ur sér ekki alltaf grein fyrir ástandinu en ég átta mig vel á því eftir á hvað ég var með fé- lagsfælni á háu stigi,“ segir Hjördís og bætir við að með markþjálfun hafi hún kynnst áhrifa- ríkri aðferðafræði sem hún hefur nýtt sér æ síðan. Hún lærði ekki bara markþjálfun heldur nýtur reglulega leiðsagnar markþjálfa síns, Luciu Lund, með sín verkefni. Þannig hefur hún náð tökum á kvíðanum og félagsfælninni með aðferðafræði markþjálfunar. „Lucia hefur reynst mér frábærlega vel. Það er svo gott þegar maður er spurður krefjandi spurninga og setur sér markmið í votta viðurvist. Þá er gott að eiga góðan markþjálfa að eins og hana.“ Hún segir jógað og markþjálfunina hafa farið vel saman en hún lauk hvoru tveggja náminu á liðnu ári. Hjördís er bæði með grunn- og framhaldspróf í markþjálfun, auk alþjóðlegrar vottunar, og er ekki í vafa um að hún komi til með að nýta þá þekkingu til að takast á við lífið í framtíðinni. Hún hefur raunar þegar stigið næsta skref en hún er far- in að fá til sín fólk í markþjálfun sem hún blandar saman við heilun. „Mín aðferð er að spegla með spurningum og hjálpa fólki þannig að vinna úr sínum málum,“ segir Hjördís sem tók á síðasta ári sæti í stjórn markþjálfa- félagsins, ICF Iceland, og vinnur þessa dag- ana að hinum árlega Markþjálfunardegi og hlakkar til að heyra frá hinum alþjóðlegu fyrirlesurum um árangur og arðsemi með aðferðafræði markþjálfunar „Maður getur alltaf á sig blómum bætt,“ segir hún og brosir. Móðirin notar að sjálfsögðu þekkingu sína til að hjálpa börnunum sínum að „næra eldinn sinn“, eins og hún orðar það. Elst er Ástrós Helga, átján ára, Ragnheiður Ír er þrettán ára og yngstur er Mikael Árni, ellefu ára. Hann hefur verið að læra á píanó og úkúlele og mamman skellti sér sjálf á námskeið, syni sín- um til stuðnings. „Meðan við áttum ekki píanó var nágranni okkar svo almennilegur að leyfa Mikael Árna að æfa sig hjá sér. Ég hef aldrei verið í tónlist en núna eigum við eitthvað sam- an sem gefur okkur báðum mikið.“ Hefur ekki liðið betur Talið berst að lokum að framtíðinni og Hjördís kveðst líta hana björtum augum. „Mér hefur ekki liðið betur frá því að ég veiktist. Ég er alltaf að taka fleiri og fleiri skref frá þessu áfalli og einn liður í því er þetta blaðaviðtal. Ég finn hvað það léttir á mér að segja sögu mína og því oftar sem ég geri það, þeim mun þéttari verður hún. Mér gengur betur og betur að skilja kjarnann frá hisminu. Á margan hátt er ég sterkari í dag en ég var fyrir áfallið. Ég fæ alveg kvíðaköst ennþá en ólíkt því sem áður var stöðvar það mig ekki lengur. Ég held mínu striki. Ég er farin að gera það sem mig langar sjálfa til að gera – enda er ég ekki í aðstöðu til að hlaupa fyrir aðra.“ Hún hlær stríðnislega. „Það hefur verið rosaleg vinna að komast á þennan stað en algjörlega þess virði. Í grunn- inn snýst lífið um að vera sáttur við sjálfan sig og njóta þess sem maður hefur. Ég tapaði mörgu við veikindin en hef fengið ýmislegt annað í staðinn. Ég óskaði ekki eftir þessu ferðalagi en hef loksins náð þeim áfanga að snúa vörn í sókn og héðan í frá ætla ég bara að gera mitt besta til að njóta þess að vera til.“ Morgunblaðið/Hari Hjördís á spítalanum ásamt börn- um sínum. Þau eru Ragnheiður Ír, Mikael Árni og Ástrós Helga. Markþjálfunardagurinn 2019 verður haldinn á fimmtudaginn á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2. Hann snýst um mark- þjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemi. Fyrirlesarar í ár eru þau Nathalie Ducrot, alþjóðlegur stjórnendamarkþjálfi, og Guy Woods, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og alþjóðlegur markþjálfi. Auk þeirra koma fram Örn Haraldsson, PCC-markþjálfi og teymisþjálfari hjá Kolibri, Alda Karen Hjal- talín, fyrirlesari og markaðssérfræðingur, Olga Björt Þórðardóttir, markþegi og rit- stjóri Fjarðarpóstsins, og John Snorri Sigur- jónsson, markþjálfi og fjallagarpur. Markþjálfunardagurinn 2019 John Snorri Sigurjónsson, markþjálfi og fjallagarpur.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.